Morgunblaðið - 07.08.1964, Síða 1

Morgunblaðið - 07.08.1964, Síða 1
24 síður tröttiwMsMli' 51. árgangur 182, tbl. — Föstudafíur 7. ágúst 1964 Prentsmiðja Morgunblaðsln* Barizt um flugvöll- inn i Stanleyville Foringi uppreisnarmanna kveðst vera nýr „Lumumba" Leopoldville, 6. ágúst. (NTB) 0 ENN er barizt í Stan- leyville,’ þriðju stærstu borg Kongó, og virðist vegur upp- reisnarmanna þar fara vax- andi. Fregnir, sem bárust í dag til Leopoldville frá banda ríska ræðismanninum í Stan- leyville, Michael Hoyt, hermdu, að meginátökin í dag og í gær hefðu verið um flug- völl borgarinnar. • Foringi uppreisnarmanna, Gaston Soumial'ot, tilkynnti í út- Mikill fjöldi lagffi leið sína í Nauthólsvíkina í gær, enda er þar hreinasta paradís, þegar sólin skín. Á bls. 8 segir frá viðdvöl fréttamanns og ljósmyndara Mbl. í Naut- hólsvíkinni í gær. Berlín, 6. ágúst. — NTB. • Sextíu manns slösuðust meira eða minna í Leipzig í gær, er sporvagn fór af spor inu og rann inn í gistihús eitt. Þrettán þeirra meiddust alvar iega. Léf eftír sig nól. 550 millj St. John, New Brunswick, 6. ágúst — (NTB) — 0 BREZKI blaðakóng- urinn Beaverbrook lávarð- ur, sem lézt fyrir nokkrum mánuðum, 85 ára að aldri, lét eftir sig eignir, sem nema nálægt 550 milljón- um íslcnzkra króna. Mest- ur hluti þessara eigna ganga til kanadísks sjóðs, er lávarðurinn kom á fót fyrir nokkrum árum, en hann var ættaður frá Kan- ada. — Stefna Pekingstjórnarinnar: Árás á Norður - Vietnam jafngildir árás á Kína Allt með kyrrum kjörum i Vietnam i gær. Bandariskt herlið viðbúið Liðssafnaður striðsaðila i S-Vietnam N-Vietnam. Megi búast við meiri háttar átökum þar þá og þegar, því ljóst sé að her komm- únista biði aðeins fyrirskipana. AP-fréttastofan skrifar, að Bandaríkjastjórn fari ekki í nein Framhald á bls. 23. varpsávarpi í dag, að hann sé hinn nýi „Lumumba" Kongo, sem frelsi muni landið undan hvers kyns áþján. „Áður en Lumumba lézt sagði hann oft, að eftir hans dag kæmi fram á sjónarsviðið. annar maður, honum sterkari og sá myndi ljúka því starfi, er hann hefði hafið“, sagði Soumia- lot og bætti við: „Þessi maður er ég.“ Ávarpi Soumialot var útvarp- að um útvarpsstöðina í Stanley- ville, en ekki er vitað hvort hann talaði beint eða af segulbandi. Dvalarstað hans hefur að und- anförnu verið haldið stranglega leyndum. f ávarpi sínu hvatti Soumialot hermenn stjórnarinn- ar til þess að ganga í lið með uppreisnarmönnum og varaði inn fædda menn og evrópska í Stan- leyville og nágrenni við að að- stoða stjórnarherinn. • Vilja ekki Tshombe Á miðvikudagskvold höfðu borizt fregnir til Leopoldville imi að uppreisnarmenn hefðu náð undirtökunum í Stanleyviíle og stjórnarherinn lagt á skipulags- lausan flótta. En af síðustu fregn um er að sjá, sem þeir veiti enn nokkra mótspyrnu. Talið er þó víst, að uppreisnarmenn hafi tögl öll og hagldir í u.þ.b. sjötta hluta Stanleyville-svæðisins. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í Leopoldville hafa reynt að ná sambandi við Stanleyville og eru reiðubúnir að senda þangað flug- Framhald á bls. 23. Washington, Saigon, Peking, 6. ágúst — (NTB-AP) — ^ EKKI hefur frekar bor- ið til tíðinda í viðskiptum Bandaríkjanna og N-Vietnam, en fregnir frá Saigon herma, að stríðsaðilar í S-Vietnam hafi uppi mikinn liðssafnað beggja vegna fljótsins Ben Hai og megi búast við meiri háttar átökum þar fyrr en varir. 0 Bandaríkjaþing hefur þegar gert ráðstafanir til að lýsa fylgi við stefnu Banda- ríkjastjórnar og ýmsar erlendar ríkisstjórnir hafa lýst fylgi við aðgerðir henn- ar. Stjórnir N-Vietnam og Al- þýðulýðveldisins Kína hafa sent frá sér harðorðar yfir- lýsingar vegna loftárása Bandaríkjamanna og var sendimönnum erlendra ríkja í Peking afhent afrit af yfir- lýsingu stjórnarinnar þar. 0 Óstaðfestur orðrómur hermir, að leiðtogi kommún- ista í Norður-Vietnam, Ho Chi Minh, hafi sagt af sér stjórnarforystu og við tekið annar maður, hlynntari Kín- verjum. NTB-fréttastofan hafði síð- degis í dag eftir talsmanni Bandaríkjastjórnar í Saigon, að ekki hefði dregið til frekari átaka eftir árásirnar á hafnar- bæina í N-Vietnam. Hinsvegar hafi uggur verið í mönnum í Saigon við hefndarráðstafanir kommúnista. Og AP-fréttastof- an hefur eftir áreiðanlegum heimildum í borginni Quan Tri í S-Vietnam að beggja vegna fljótsins Ben Hai sé mikill liðs- safnaður, annars vegar stjórnar- hersins og hinsvegar kommún- ískra skæruliða og hermanna frá A. Lincoln. J. F. Kennedy Einkennilegur samanburður á morðum tveggja forseta Ótrúlega margt líkt með Kennedy og Lincoln BÁÐIR forsetarnir Lincoln a% Kennedy létu til sín taka í málum, sem snertu mannrétt- indi Bandaríkjamanna. Lincoln var kjörinn forseti árið 1860. Kennedy var kjör- inn 1960. Báðir voru myrtir á föstu- degi í viðurvist eiginkvenna sinna. Báðir voru skotnir aftan frá og i höfuðið. Eftirmenn þeirra, sem báð- ir hétu Johnson, voru demó- kratar frá Suðurríkjunum og áttu báðir sæti í öldungadeild inni. Andrew Johnson fæddist ár- ið 1808 og Lyndon Johnson fæddist árið 1908. John Wilkes Booth fæddist árið 1839, Lee Harvey Oswald fæddist árið 1939. Booth og Oswald voru Suð- Framh. á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.