Morgunblaðið - 07.08.1964, Síða 2

Morgunblaðið - 07.08.1964, Síða 2
MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 7. ágúst 1964 • • Fulltrúar Oryggisráðs S.Þ. skeggræða hvort bjóða skuli fulltrúum S- og N-Vietnam til New York New York, 6. ágúst AP:NTB. SIVERT Nielsen, íulltrúi Noregs, sem þeanan mánuð hefur á hendi forsæti í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna, ræddi í dag við full- trúa úr ráðinu um það hvort bjóða ætti stjórnum S- og N- Vietnam að senda fulltrúa til hækistöðva S.Þ. til þess að skýra sjónarmið þeirra varðandi at- burðina á Tonkin-flóa. Var það eindregin krafa fulltrúa Sovét- ríkjanna og Tékkóslóvakíu á fundinum í öryggisráðinu í gær- kveldi, að stjórn N-Vietnam yrði boðið að senda fulltrúa, og full- trúi Bandaríkjat na, Adlai Stev- enson taldi rétt að einnig væri boðið fulltrúa S-Vietnam. Fundinum 1 gær lauk upp úr miðnætti án þess að endanlega væri ákveðið hvenær annar fund ur yrði haldinn. Er ekki talið óhugsandi að hann kunni tfT dragast fram yfir helgi. Upphaflega var boðað til fund- arins í gær kl. 2 síðdegis (að íslenzkum tíma) en honum var frestað til kl. 4 og síðan til kL 7.30 að ósk fulltrúa Sovétríkj- anna og Tékkóslóvakiu sem biðu fyrirmæla stjóma sinna. Fulltrúi Sovétríkjanna á fund- inum var Platon D. Morozov, en aðalfulltrúinn, Nikolai T. Fedor- enko, er í sumarleyfi. Fulltrúi Tékkóslóvakíu var Jiri Hajek. Fyrir Bandaríkjanna hönd mætti Adlai Stevenson. Þegar fundurinn hófet var hvert sæti skipað. Allir fulltrúar voru mættir með ráðgjöfum sínr um, og í áheyrendasal, sem tekur 800 manns og blaðamannastúku, sem rúmar 100, var þéttsetið. í upphafi skýrði Morozov frá því að hann hefði engin fyrir- mæli fengið frá Moskvu, og óskaði eftír því að fundi yrði frestað til morguns. Kvaðst hann vonast til þess að allir fulltrúar, sem óskuðu eftir að heyra um málið frá báðum hliðum, styddu tillöguna um frestún fundarins. í sama streng tók Tékkóslóvakíu, sem sagði að hann væri ekki reiðubúinn til að taka afetöðu til máisins að svo komnu, þar sem aðeins lægi fyrir skýrsla frá öðrum deiluað- ilanum. Öryggisráðið þyrfti fyrst að fá skýrslu um málið frá hinum aðilanum þ. e. „lýð- Norskir afla vel við ísland veldinu Viet Nam, sem fyrir árásunum varð“, eins og hamn komst að orði. Fulltrúi Bretlands, Roger W. Jackling, benti á, að það væri skylda ráðsins að koma saman til funda, þegar þeir væru boð- aðir á hættustundu. Benti hann á að fulltrúar allra aðildarríkja væru mættir, og því ekki ástæða til að tefja málið. Tók þá Morozov aftur til máls og lýsti því nú yfir, að þar sem málið væri svo aðkallandi, væri hann reiðubúinrr til að hlýða á skýrslu fulltrúa Bandaríkjanna. Féll þá einnig fulltrúi Tékkósló- vakíu frá sínum mótmælum. Morozov óskaði þó eftir þvi að fá að taka til máls strax að lok- inni skýrslu Stevensons. Stevenson hóf mál sitt með því að rekja sögu árásanna á banda- rísku herskipin. Sagði hann að árásirnar hafi verið gerðair af yfirlögðu ráði á skip, sem verið hefðu í fullum rétti við eftirlit á alþjóða siglingaleiðum. Gagn- aðgerðir Bandaríkjanna hafi hinsvegar verið takmarkaðar og til þe®s eins að sýna það svart á hvítu, að þótt beitt væri hern- aðaraðgerðum beindu þær ekki huga Bandaríkjanna frá skyld- um og skuldbindingum um að aðstoða vinaþjóðir við að vernda sjálfstæði sitt. Benti Stevenson á að síðari árásin á bandarísku herskipin s.l. mánudag hafi verið gerð þegar skipin voru rúm- lega 60 sjómílur frá strönd Norður-Vietnam. í það skipti hafi mörgum tundurskeytum verið skotið að herskipunum og árásin staðið yfir í tvær klukku- stundir. Ekki færi því á milli mála að hér hafi verið að ræða um árás af yfirlögðu ráði á skip að lögmætum störfum á alþjóða siglingaleið. Af þessu væri að- eins unnt að draga þá ályktun að þeir, sem stjórnuðu aðgerðun- um hefðu aðeins eitt í huga: Að beita valdi til að ná settu marki f^l^rúi v ýn' nokkurs tillits til afleiðing- anna. Vonaðist Stevenson til þess áð gagnaðgerðirnar hefðu sýnt þessum mönnum fram á að hernaðarárásir á Tonkin-flóa væru ekki Xátnar viðgangast frekar en annars staðar. ' Stevenson lagði áherzlu á, að aðgerðir Bandaríkjanna gegn Norður Vietnam hafi verið mild- ar miðað við það, sem gerzt hefði áður, og þeim aðeins ætíað að undirstrika það að áfram- haldandi árásir á bandarísk skip yrðu ekki látnar viðgangast. Hann sagði að fljótt á litið væri ekki unnt að skilja hvað stjóm- in í Norður Vietnam ætlaðist til með árásunum. En við nánari athugun kæmi í ljós að þessar árásir væru aðeins liður í að- gerðum kommúnista í Suðaustur Asíu síðastliðinn áratug. „Ríkisstjórnir kommúnista Einkaskeyti til Mbl'. Nesbyen, 6. ágúst. DAGURINN í gær varð hinn bezti sem norski bræðslusíld- Veiðiflotinn á í'slandsmiðum hefur fengið á þesSari vertíð. Fengú þá mörg norsk skip allt að 3000 hektólítrum af síld. Til verksmiðjanna hafa nú borizt alls 567000 hektólítrar af síld frá íslandsmiðum en á sama tíma í fyrra nam bræðslusíldarmagnið 300.000 hektólítrum. Reknetaveiðin virðist ganga heldur dræmt, en snurpibátarnir hafa margir fengið fullfermi af saltsíld og eru á heimleið — Skúliskúla. hafa áður reynt þessa árásar- stefnu í framkvæmd og mistek- izt,“ sagði Stevenson. „í hvert skipti verða þeir að læra að nýju af reynslunni. Hér á hlut að máli ríkisstjórn, sem enn hefur ekki lært, að árásarstefnan borgar sig ekki, verður ekki fram- kvæmd, og verður. ætíð hrúndið af þjóðum, sem trúa því, eins og við, að íbúarnir vilji frelsi og sjálfetæði, en ekki kúgun í heims veldi kommúnismans.“ Lítið varð um umræður að lokinni ræðu Stevensons, en Morozov og Hajek ítrekuðu fyrri ummæli sín um nauðsyn þess áð" fulltrúar Norður Vietnam (sem ekki eiga aðild að S.Þ.) fengju að leggja málið fyrir eins ög það væri frá þeirra bæj- ardyrum séð og tók Roger Seydoux, fulltrúi Frakklands undir það. Taldi hann að í mál- um sem þessu væri nauðsynlegt að heyra frá báðum aðilum, óg 'því sjálfsagt að bjóða Norður Vietnam að senda fulltrúa á næsta fund Öryggisráðsins. Að þessum umræðum loknum var fundi frestað, og kvaðst Sievert, forseti ráðsins, hafa sam ráð við fulltrúana á morgun um það, hveaær næsti fundur yrði haldinn. „Færeyskir bítlar" „THE FAROE BOYS“ heita svo ber undir. Þeir tjáðu þessir fjörlegu piltar. Þeir eru fréttamanni Mbl. að vinsael- frá Færeyjum og eru nú komn asta lagið í Faereyjum núna ir til íslands í sumarleyfi sínu. héti „Hippy, hippy Shake", og Þeir munu dveljast hér í átta væri Shake-dansinn mjög vin- daga og leika og syngja í Þórs sæll meðal eyjaskeggja. Þess kaffi, — ennfremur er fyrir- má líka geta, að þeir félagaru- hugað, að þeir leggi land und- ir leika á skemmtilegt hljóð- ir fót oii leiki í einhverju sam- færi, sem nefnist „Cymba- komuhúsanna úti á lands- lette“ en það gefur frá sér byggðinni ásamt islenzkri ung tóna, sem minna á ongel. Vafa lingahljómsveit. Þeir leika og laust verður þessum ungu pilt syngja öll þau dægurlög, sem um tekið vel á íslandi, enda mestra vinsælda njóta meðal ekki á hverjum degi að erlend unga fólksins um þessar mund ar unglingahljómsveitir koma ir, einnig færeyska valsa. ef hingað til lands. ■ Barizt á Kýpur Grivas heldur þangað aftur Nicosia, Kýpur, 6. ágúst. AP. • Kýpurstjórn skýrði svo frá í dag, að fjórir grískir Kýpur- búar hefðu beðið bapa í bardög- um við tyrkneska á norð-vestur hluta eyjarinnar. Hefðu bardag- ar staðið þar í allan dag og verið mjög harðir. • í Nicosiu var allt með kyrr- um kjörum í dag, en ólga undir niðri eflir átökin er þar urðu í gær. Féll þá einn grískur mað- ur og fimm særðust. Ekki er vit- að um manfall tyrkneskra, en haft er eftir liðsmönnum Samein uðu þjóðanna að nokirir a.m.k. hafi særzt._____________________ Bardagarnir í dag munu haf* verið með hinum harðari er orð ið hafa írá því í desember s.L Sænskir liðsmenn S.þ. hafa síð- ustu daga reynt að koma þar á vopn^hléi en ekki orðið ágengt. Mest var barizt í útjaðri smá- bæjar, um 5 km. frá ströndinni, en þar búa nær eingöngu tyrk- neskir menn. Af hálfu leiðtoga tyrkneskra eru þær fregnir sagðar frá Ktima, að íbúarnir þar, um fimm þúsund að tölu, séu illa haldnir af vatnsskorti. Hafi grísk yfir- völd lokað fyrir allar vatnsleiðsl Framhald á bls. 3 Sibeliusar víða minnst veröíd um Finnskir hljómlistarmenn munu koma til Islands á næsta ári Frú Leivo Larsson T Eimskip leika a athugar 3 elztu Á NÆSTA ári, hinn 8. desember, verða 100 ár liðin frá fæðingu Jean Sibelius, hins mikla finnska tónskálds, sem nýtur heimsfrægð ar fyrii' verk sín .Á þessu ári verður tónskéildsins minnzt víðsvegar um heim, og senni- lega munu finnskir hljómlistar- menn koma hingað til lands og túlka verk hans. sölumögu- skipunum Tröllafossi, Reykjafossi og Goðafossi EINS og kunnugt er samdi Eim- skipaféiag ísla«ds fyrir nokkru , um smáði tveggja nýrra skipa, systurskipa, hvort að stærð 2_660 D.W. tonn eða svipaðri og m.s. i „Fjallfoss“. Áætlað er að< smiði j fyrra skipsins ljúki á næsta j vori og hinu síðara í ársihy rjun 1965. Skipin verða smíðuð af I Áiborg Værft í Álborg í Dan- mörku, sem hefur áðuf smíðað tvö skip fyrir iélagiij, m.s. „Sei- foss“ og m.s. „Brúarfoss". | Þar sem nýsmíðar þessar eru tM endurnýjunar á skipastól Eim skipafélagsins hafa sölumögu- leikar verið til athugúnar á elstu skipum þess, m.s. „Tröllafoss" sem snrnðaður var árið 1945 og m.s. Reykjafoss sem smiðaður var árið 1947, og eru bæði skipin því orðin nokk- uð gömul. Einnig hefur komið til greina sala á m.s. „Goðafossi" ef hagkvæmt tiliboð fengist, en hann er smíðaður árið 1947 og elzta frystiskip félagsins. Einn liður í endúrnýjun á skipastól félagsins voru kaup tveggja skipa á s.l. ári af minni gerðinni og hafa þau skip reynst vel til/þess að bæta þjónustu fé- lagsins. Um þétta ræddi frú T. Leivo- Larson, arnbaisadör Finna á Is- landi, meðal annars við tíðinda- menn frá blöðum og útvarpi t hádegisverðarboði í gær. Frúia komst m.a. að orði, að list Sib- eliusar lifði í hugum mikils fjölda fólks urti allan heiml Kvað hún það von sína, að finnskir lista- menn gætu komið til íslands á næsta ári í sambandi við þau hátíðahöld, sem, efnt yrði til i tilefni af 100 ára ártið tón- skáldsins. í ýmsum löndum er gert ráð fyrir að Sibelíusar-hátíðahöldin hefjist snemma á árinu, þó sjálft afmæii tónskáldsins sé ekki fyrr en 8. desember. Sibelius lézt eins og kunnugt er árið 1957 93 ára gamall. Frú Leivo Larson hefur dval- ist undanfarna daga hér á landi og ferðast nokkuð út á land, m.a. til Siglufjarðar. Hún hefur komið hingað oft áður, en eins og kunnugt er, er hún sendi- herra Finna hér á landi með bú- setu í Osló. Nú fyrir skömmu var hún skipuð ambassadör Finna á íslandi. Hún heldur utan tM Osló á miorgun. X

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.