Morgunblaðið - 07.08.1964, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.08.1964, Qupperneq 13
Föstudagur ?• águst 1964 MORGUNBLADID 13 SÖLUMIÐSTÓÐ hraðfrystihús- anna, SH, og einstakir forystu- menn hennar hafa að undanförnu verið sérstakt bitbein sumra hlaða í Reykjavík. Blöðin hafa mcð skrifum sínum reynt að magna almenningsálitið gegn SH, og hefur tilgangurinn að baki þessara skrifa verið jafn fjöl- breytilegur og skrifin sjálf. í langri, en hressilegri grein, gerði varaformaður SH, Einar Sigurðsson, ýmsum ádeiluefnum góð skil, og skulu þau atriði eigi tíunduð í þeim greinaflokki, sem mun birtast á næstunni í Mbl. um SH og nokkur hliðarfyrir- tæki, sem sömu aðilar standa að. Með því tekst væntanlega að upp lýsa allan almenning enn betur nm, hvað Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna er og hvert fyrirtækið stefnir. Haraldur Böðvarsson, einn af forystumönnum í sjávarútvegi og fiskiðnaði Islendinga. Hrað- frystihús hans er meðal sextíu hraðfrystihúsa, sem eru innan vébanda SH. Hvað er Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna? Eflir Guðmund H. Garðarsson, viðskiptafræðing STOFNUN SH Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna var endanlega stofnuð af 15 hrað- frystihúsum í febrúar 1942. Að stofnun SH stóðu fyrst og fremst ungir, en framsæknir einkarekst- ursmenn, sem gátu ekki sætt sig við forsjá pólitískt skipaðrar nefndar, Fiskimálanefndar, sem setti að vinna að framgangi hrað- frystiiðnaðar í landinu og annast sölur hraðfrystra sjávarafurða. Þetta framtak leysti úr læðingi hinn mikla kraft, sem býr í heil- brigðu samstarfi einkareksturs- manna í atvinnulífinu. Var það upphafið að hraðri uppbyggingu hraðfrystiiðnaðarins heíma fyrir og markaðanna erlendis. Þeir, sem einkum stóðu að stofnun SH, voru: Einar Sigurðsson, Vest- mannaeyjum, Ólafur Þórðarson, Siglufirði, Jón Auðunn Jónsson, ísafirði, Elías Þorsteinsson, Kefla vík, Jóhann Fr. Guðmundsson, Seyðisfirði. Skrifuðu öll hrað- frystihús, sem ekki voru innan SÍS, undir stofnsamninginn. Allir þessir aðilar áttu þá lítil og ófullkomin hraðfrystihús á okkar tíma mælikvarða. Markað- ir voru takmarkaðir, en eitt áttu þeir sameiginlegt, og það í ríkum mæli — það var trúin á fram- tíðarmöguleika íslenzks hrað- frystiiðnaðar og uppbyggingu hans og markaðanna í samein- uðu átaki. Það væri öfugmæli að segja nú, að þeir hefðu ekki valið rétta leið og hugsjónirnar um að byggja upp sterkan og öflugan hraðfrystiiðnað, hefðu ekki rætzt. í dag, rúmum 20 árum síðar, eru um 90 hraðfrystihús starf- rækt víðs vegar með ströndum landsins. Þar af eru 60 innan vé- banda SH. Þessi heild sem slík mun vera með stærstu sinnar teg- undar í heiminum, og hefur SH sem framleiðsluheild þýðingu fyr ir suma mikilvæga markaði, sem íslendingar vilja skipta við. TILGANGUR Samkvæmt fyrstu lö^um SH, sem hafa litlum breytingiim tek- ið, hvað tilgang snertir, er hann sá að selja sjávarafurðir, sem ætlaðar eru til sölu á erlendum markaði og framleiddar eru i hraðfrystihúsum félagsmanna. annast innkaup nauðsynja til hraðfrystihúsanna, leita eftir nýj um mörkuðum fyrir afurðir hús- anna og gera tilraunir með nýja framleiðslu og framleiðsluaðferð- ir í hraðfrystihúsunum. í lögunum segir m.a., að stjórn félagsins sé heimilt að hafa eftir- lit með framleiðslu frystihúsanna í þeim tilgangi að tryggja það, að sem bezt sé vandað til fram- leiðslunnar og ennfremur, að fé- lagsstjórn beri að annast sölu af- urða frystihúsa félagsmanna, og skal á allan hátt haga sölumeð- ferð og afskipunum þánnig, að gætt sé sem bezt hagsmuna fé- lagsmanna. Skylt er að greiða fé- lagsmönnum sama verð fyrir alla framleiðslu sömu tegundar og jafna að gæðum, tilbúna til sölu á sama tíma, eða á tímabili, sem félagsfundir eða félagsstjórn á- kveða. Á grundvelli þessara stefnu- miða hefur SH starfað í rúm tuttugu ár, sem fyrr segir. Samn- ing þeirra og lag'a SH árið 1942 annaðist í samráði við stofnend- ur, Guðmundur í. Guðmundsson, núverandi utanríkisráðherra, sem er landskunnur fyrir hæfni við lagasmíðar. Núverandi lögfræð- ingur SH er Einar B. Guðmunds- son, hrl. AÐILD Félagsmenn SH geta þeir einir orðið, sem reka hraðfrystihús, annaðhyort sem eigendur eða leigutakar. Inntökugjald í félagið er kr. 500,00 fyrir hvert hrað- frystihús og ennfremur Z%„ af and virði seldra afurða gegnum SH. Inntökugjaldið rennur í sjóð, er nefnist Stofnsjóður og er séreign hvers félags. Til þess að standast kostnað af rekstri félagsins og starfsemi þess allri er heimilt að halda eftir 2% af fob. söluverði seldra afurða. Þá er heimilt að leggja allt að 15% á kostnaðarverð þeirra nauð synja, sem félagið selur félags- mönnum. Verði rekstursafgangur, getur aðalfundur ákveðið að leggja hann, eða hluta af honum, í sér- stakan sjóð, er nefnist Arðjöfn- unarsjóður. Að öðru leyti skiptist rekstursafgangur á milli félags- manna í réttu hlutfalli við út- flutningsverðmæti hvers og eins á árinu og færist á sérstakan reikning hvers félagsmanns. Sérstök áherzla er jafnan lögð á að hafa útborgunarverð afurð- anna til frystihúsanna sem næst raunverulegu verði, sem fæst fyr ir þær. Verðí afgangur, er hann að loknu rekstursári greiddur sem viðbót til félagsmanna. Fyrsta grein Segja má, að lög SH séu sniðin eftir hlutafélags- og samvinnufélagslögunum, en þó var og er félagið sam- eignarfélag. — Athyglisvert er, að sérhver félagsaðili fer með eitt atkvæði, án tillits til stærðar eða framleiðslu viðkomandi frystihúss. FÉLAGSAÐILAR Hverjir eru einkum félagsaðil- ar SH (eða „pukrararnir“, eins- og sagt var í einu Reykjavíkurblað- anna fyrir skömmu)? Það eru einkum og sér í lagi einkarekst- ursmenn víðs vegar um landið. í hátíðlegum ræðum eru þeir stundum nefndir máttarstólpar síns byggðarlags eða forvígis- menn flokks einkaframtaksins í sjávarútvegi og fiskiðnaði. Meðal þekktra manna mætti nefna Har- ald Böðvarsson, útgerðarmann, Akranesi, og Sturlaug, son hans. Ennfremur Jón Árnason, alþingis mann, Akranesi, Sigurð Ágústs- son, alþingismann, Stykkishólmi, Rafn Pétursson, Flateyri, Óskar Kristjánsson og Pál Friðbertsson, Suðureyri, Einar Guðfinnsson, Bolungarvík, Einar Steindórsson, Hnífsdfel, Baldur Jónsson og Maríus Guðmundsson, fsafirði, Aðalstein Jónsson, Eskifirði, Sig- hvat Bjarnason, Vestmannaeyj- um, Þorgrím Eyjólfsson, Kefla- vík, Guðmund Jónsson, Sand- gerði, og Ingólf Flygenring, Hafn arfirði. Hér eru aðeins tekin nokk ur nöfn, en bæta má því við, að í varastjórn SH situr m.a. Gunnar Guðjónsson, fyrrverandi formað- ur Verzlunarráðs íslands. Allt eru þetta hinir mætustu menn, og munu flestir taka undir það, hvar í flokki, sem þeir standa. Eignaraðild að einstökum frysti húsum innan SH er dreifð á öll hugsanleg félagsform: Bæjarút- gerðir, samvinnufélög, hlutafé- lög, samlags- og sameignarfélög og fyrirtæki í hreinni einkaeign. Það má því með sanni segja, að þúsundir manna séu raunveru- lega eigéndur að SH í gegnum hina fjölbreytilegu félagsaðila, sem að frystihúsunum standa. Er það víðs fjarri og gjörsamlega tilhæfulaust að segja, að að SH standi fámenn og þröng sérhags- munaklíka, sem þurfi á ströngu ríkiseftirliti (pólitíkusa) að halda, ef vel eigi að fara. Er vonandi, að fyrirtækinu verði þyrmt frá hinni dauðu hönd ríkisafskipta eða atvinnustjórnmálamanna, sem hafa ekki þekkingu á vanda- málum atvinnulífsins, né vilja skilja grundvallarlögmál atvirmu reksturs. SKIPULAG Skipulagslega séð er SH þannig uppbyggt, að aðalfundur fer með æðsta vald í öllum félagsmálum. Almenna félagsfundi er unnt að boða millí aðalfunda, ef nauðsyn krefur. Milli aðalfunda, sem haldnir eru einu sinni ár hvert, fer 9 manna félagsstjórn með málefni SH. Þessa stjórn skipa nú: Elías Þorsteinsson, • útgerðarmaður, Keflavík, formaður; Einar Sig- urðsson, útgerðarmaður Reykja- vík; Sigurður Ágústsson, alþingis maður, Stykkishólmi, ritari; Ingvar Vilhjálmsson, útgerðar- maður, Reykjavík; Einar Sigur- jónsson, framkvæmdastjóri, Vest- mannaeyjum, Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri, Akureyri; Guðfinnur Einarsson, fram- kvæmdastjóri, Bolungarvík; Ól- afur Jónsson, útgerðarmaður, Sandgerði; Tryggvi Ófeigsson, út gerðarmaður, Reykjavík, sem var varamaður. Jóns heitins Gíslason- ar, sem lézt 23. júlí sl. Eins og sjá má af þessari stjórn arskipan, er þess gætt, að í stjórn SH sitji fulltrúar hinna einstöku landssvæða. Það er m.a. gert í þeim tilgangi að tryggja eðlileg tengsl milli SH og þessara svæða, svo að þau verði eigi afskipt um stjórn fyrirtækisins og gang mála. Stjórnin kemur jafnan saman einu sinni í mánuði, en oftar ef nauðsyn krefur. Geta stjórnar- fundir tekið 2—3 daga. Um daglegan rekstur SH fjall- ar framkvæmdaráð, sem í eiga sæti 5 manns, auk sölustjóra og ritara. I framkvæmdaráði eiga sæti af hálfu stjórnar SH þeir Elías Þorsteinsson og Einar Sig- urðsson og framkvæmdastjórarn- ir, Björn Halldórsson (sölumál), Einar G. Kvaran (framleiðslu- mál) og Eyjólfur í. Eyjólfsson Cfjármál). Ennfremur Árni Finn- björnsson, sölustjóri, og Guð- mundur H. Garðarsson, viðskipta fræðingur. ÖIl mál, sem fram- kvæmdaráð fjallar um, eru lögð fyrir stjórnina. Út frá framkvæmdaráði starfa síðan sérstakar deildir: Afskipunar-, innkaupa-, tækni-, framleiðni-, gæða-, eftirlits- og hagdeild, svo nokkuð sé nefnt. Mun því gerð nánari skil í síðari grein. í beinu sambandi við stjóm SH og framkvæmdaráð starfa dótturfyrirtæki og söluskrifstof- ur erlendis. í Bandaríkjunum er dótturfyrirtæki SH, Coldwater Seafood Corp., framkvæmdastjóri er Þorsteinn Gíslason og verk- smiðjustjóri Guðni Gunnarsson; í Bretlandi er rekið fyrirtækið Framh. á bls. 16 St Hraðfrystihús innan SH eru dreifð um landið. Myndin sýnir þau frystihús, sem framleiddu hraðfrystar sjávarafurðir á sl. ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.