Morgunblaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ PSstudagur 9. okt. 1964 Aftonbladet krefst þess að s HÆTT VERÐI AD HRELLA LOFTLEIÐIR EINS og sagt var frá í frétt i Mbl. í gær hefur sænska stór- blaðið „Aftonbladet" látið mjög til sín taka mál Loftleiða og SAS. Birti blaðið heilsíðugrein á mið- vikudaginn þar sem segir að í aðsigi sé ný árás á Loftleiðir og tekur upp hanzkann fyrir félagið. Ræðst blaðið harkalega á flug- málastjórnir Norðurlandanna 3ja og á risafyrirtækið SAS, sem það segir að haldi uppi lúalegum ár- ásum á Loftleiðir með vitund og vilja stjórnarvalda landanna þriggja, og spyr hvar sé nú hin margumtalaða norræna sam- vinna. Auk þess er málið einnig rætt í ritstjórnargrein hlaðsins og þar m. a. minnt á að SAS hafi ekki nauðugt gengið í IATA og Iýst furðu á því hve hatramm- Iega sænska flugmálastjórnin hafi gengið fram í málinu, eng- inn hafi verið eins áfram um að koma Loftleiðum fyrir kattarnef Ný árás Flugmálayfirvöld Norðurland- anna þriggja hafa nú tekið af skarið og ákveðið að reyna enn einu sinni að bregða fæti fyrir litla islenzka flugfélagið Loft- leiðir. „Aftonbladet“ hefur fregn að, að á morgun (fimmtudag) verði haldinn í Kaupmannahöfn fundur forráðamanna norrænna flugmála. Á fundi þessum mun eiga að leggja drög að saman- teknum aðgerðum landanna þriggja gegn Loftleiðum og hin- um ódýru flugfargjöldum félags- ins. Það slitnaði upp úr „samninga- viðræðum" þeim sem fram fóru í Reykjavík 22. september sl., en áformað er að viðræður þessar verði aftur upp teknar innan skamms. íslendingar hafa ekki sótzt eftir þessum viðræðum. Þeir vilja bara fá að vera í friði. Flugferð með Xx>ftleiðum frá Gautaborg til New York og heim aftur kostar í dag 2.110 krónur (saenskar). Með þotu frá SAS kostar þessi ferð 371 krónu meira (á alm. farrými). Nú vilja flug- málayfirvöld á Norðurlöndum (sem stundum er erfitt að greina frá strákunum í SAS) þröngva Loftleiðum til þess að hækka far- gjöld sín þannig að ekki muni nema um 150 krónum á fargjöld- um félaganna. Máli sínu til stuðnings segja 'ulltrúar Norðurlanda: „Samkvæmt gildandi loftferða- samningum her Loftleiðum að hækka fargjöld sín ef þeir bæta aðbúnað farþega eða aðstöðu á þessari flugleið. Nú hafa þeir tek ið upp skrúfuíþotur af nýjustu gerð á flugleiðinni milli Reykja- víkur og New York. >að telst vera bættur aðbúnaður og bætt aðstaða og þessvegna eiga far- gjöldin að hækka. En íslendingar kinoka sér við því að hækka fargjöldin. Það er ekki erfitt að skilja ástæðuna til þess. Ef munurinn á fargjöldum IATA-flugfélaganna og Loftleiða er ekki nema 150 krónur (sænsk- ar) er harla lítið svigrúm eftir til samkeppni. Auðvitað er þetta einmitt það sem SAS-löndin .stefna að. Þau vilja losa sig við samkeppni Loftleiða og hinna ódýru fargjalda félagsíns á Atl- antshafsflugleiðinni gegn fast- :,korðuðum fargjöldum IATA-fé- !aganna. í>etta er önnur árásin á aúverandi verðskrá Loftleiða það ;em af er þessu ári. Misrétti beittir Þegar IATA-félögin lýstu því yfir nú í vor, að þau hyggðust lækka að marki fargjöld sín yfir Atlantshafið frá og með 1. apríl, létu Loftleiðir þau boð út ganga, að félagið myndi þá lækka sín fargjöld að sama skapi og halda iþeim mun sem á væri kominn og sænski flugmálastjórinn sjálf- ur, Henrik Winberg. Þá er minnt á það er Skotar fækkuðu lend- ingarleyfum SAS á Prestwick, og viðbrögðum félagsins við því. “Þá var auðvelt fyrir félagið að vekja samúð manna“, segir í rit- stjórnargreininni, „en þá fékk SAS ekki að kenna á öðru en því sem Loftleiðir hafa átt við að glíma um árabil að undirlagi fé- lagsins. SAS hefur alltaf kennt Loftleiðum um allar ófarir sínar en nú, þegar félagið stendur uppi með 68 milljón króna hagnað að sögn forstjórans, Karl Nilssons, eru árásir þess á Loftleiðir enn ósmekklegri og lúalegri en nokkru sinni fyrr. Ritstjórnar- greininni lýkur „Aftonbladet“ með því að segja: Látið Loftleiðir í friði! Grein „Aftonbladet“ um skipti Loftleiða við SAS og flugmála- stjórnir Norðurlanda hljóðar svo, í lausl. þýð. Mbl. : Reykjavík til New York. Þannig er það fargjaldasamkomulag Bandaríkjanna og íslands, sem flugmálayfirvöld Norðurlanda eru nú að fetta fingur út í. Bandaríkin hafa ekki haft neitt við fargjöld Loftleiða að athuga. Ekkert bandariskt flugfélag hef- ur heldur hafið upp raust sína gegn félaginu. Pan American Air ways flýgur reglulega til íslands en félagið hefur látið Loftleiðir afskiptalausa með öllu. Það er bara SAS og því áhangandi yfir- völd, sem hafa fengið Loftleiðir á heilann. Allt bendir til þess að aftur muni slitna upp úr samn- ingaviðræðunum. íslendingar geta ekki látið frekar undan en þeir hafa gert. Og hvað verður þá, þegar enginn árangur næst á viðræðufundum? — Það er ekki gott að segja, anzar major Björn Stenstrup, fulltrúi Loftleiða í Svíþjóð, í við- tali við „Aftonbladet“. „En ef að líkum lætur, höldum við áfram að fljúga eins og venjuldga. Við getum ekki betur séð, en réttur- inn sé okkar megin“. Hann hefði getað bætt því við, að Loftleiðir hafi ekki aðeins rétt inn sín megin, heldur líka almenningsálitið, sem innan skamms mun líka taka afstöðu til efnahagsreiknings SAS fyrir sh ár. Forstjóri félagsins hefur þeg- ar lýst því yfir, að á árinu hafi hagnaður SAS numið 68 milljón- um sænskra króna. Að því at- huguðu eru árásirnar á Loftleið- ir enrnþá lúalegri en venjulega. Flugmálastjórnin setur ofan gerist sendisveinn fyrir SAS i ciðsigi milli fargjalda félagsins og IATA-fargjaldanna. Þá var það sem flugmálayfir- völd Norðurlanda gripu í taum- ana. Loftleiðum mátti ekki hald- ast uppi að læklca fargjöld sín eins mikið og félagið vildi. Is- lendingar ætluðu að fljúga yfir Atlantshafið 740 krónum ódýrar en aðrir, en SAS-löndin neyddu þá til þess að minnka mun þenn- an niður í 371 krónu (miðað við farseðil milli Gautaborgar og New York, fram og aftur). Þetta var rétt í sama mund og Bretar fækkuðu lendingarleyfum við SAS á Prestwick í Skotlandi — en það mál vakti, sem von var, mikla gremju manna á Norðurlöndunum. Fulltrúar SAS og ráðherrar landanna höfðu þá mjög á orði, að SAS væri mis- rétti beitt. En þegar Loftleiðir eru annars vegar er ekkert því til fyrirstöðu að beita misrétti ef færi gefst. Loftleiðir fljúga milli Norður- landa og Reykjavíkur fyrir sama verð og IATA-félögin. Allur sparnaðurinn er á leiðinni frá „Samningaumræður" þær milli fulitrúa Norðurlandanna og ís- lanðs, sem upp úr slitnaði 22. sept sl. og haldið verður áfram innan skamms, eru ekki annað en liður í langri sögu hrellinga þeirra sem íslendingum hafa ætíð verið búnar þar sem um var að ræða flugsamgöngur á Norður löndum. Það á að koma í veg fyrir starfsemi Loftleiða með öll- um tiltækum ráðum. Og sænska flugmálastjórnin hefur haft sig mjög í frammi við hinar endur- teknu árásir á íslenzka flugfélag- ið. f raun og veru hafa flugmála- stjórnir Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur hagað sér eins og auðmjúkir erindrekar SAS, sem leggur mest upp úr því að slá skjaidborg um fastaverð IATA á flugleiðum heims. Óvinátta íslendingar hafa ekki óskað eftir viðræðum þessum, sem eiga sér aðeins eitt markmið: það að reyna að þvinga Loftleiðir til þess að hækka fargjöld sín svo mjög að félaginu sé gert ókleift að keppa við aðra' aðila á Norður löndum um loftflutninga, þegar fram líða stundir. Sérhver tilraun hinna Norður- landanna til þess að þröngva kosti Loftleiða með tilliti til frjálsrar samkeppni telja íslend- ingar auðsýnda óvináttu í sinn garð. Það er ekki að furða, því flugmálastjórnir Norðurlandanna og þá einkum Svílþjóðar, hafa allt frá fyrstu tíð haft horn í síðu Loftleiða og gert þeim allt það til miska er þær máttu. Sag- an um hinar síendurteknu árásir á Loftleiðir er fallegt dæmi um norræna vináttu og bræðralags- hug. Sviþjóð, Danmörk og Noregur gerðu loftferðasamning við Is- lenlinga eftir stríðið og var flug- félögum landanna samkvæmt samningi þessum heimilt að láta vélar sínar lenda, hefja sig til flugs og taka farþega og farm hvert í annars landi. SAS hóf líka um þetta leyti flugferðir til íslands, en hafði af þeim engan hagnað og þær voru því fljótlega lagðar niður. En 27. maí 1954 hófu Loftleiðir reglulegt flug milli Reykjavíkur og Gautaborgar. Fargjöld félags- ins voru töluvert lægri en hjá SAS. Þetta gerði stórt strik í reikning sænsku flugmálastjórn- arinnar og SAS, sem búizt höfðu við því þegar samningurinn var gerður að þeir myndu einir sitja þar að krásunum. Samkeppni íslendinga kom þeim eins og þruma úr heiðskíru lofti og það er nú einu sinni þannig, að geti menn ekki losað sig við andstæðing sinn á heiðar- legan hátt (með því að bola hon- um burt í frjálsri samkeppni) er oftast leitað á náðir lögreglunnar eða ríkisvaldsins. Og það gerði SAS líka. Loftferðasamningunum við ís- land var sagt upp um áramót 1954/55. Þetta iýsti einstaklega miklu hugleysi og var ódrengi- lega og lúalega gert gagnvart lít- illi vinveittri þjóð sem menn héldu sig hafa í ölium höndum við. Almenningsálitið tók yfir- völdunum þetta líka óstinnt upp. íslenzki sendiherrann hélt heim- leiðis og í eyríkinu litla lýstu menn vonbrigðum ^ínum og gremju vegna þessa athæfis. En Loftleiðir héldu áfram að fljúga eins og ekkert hefði í skor- izt. Og sænsku yfirvöldin þorðu ekki að fylgja þessu eftir. íslend ingum var tilkynnt að samning- unum hefði verið sagt upp „til endurskoðunar“ og þeim heimil- að að halda áfram flugi um sex mánaða skeið meðan samninga- viðræður stæðu yfir, að því er sagt var. í raun og veru fóru ekki fram neinar samningavið- ræður. Skuldinni skellt á Loftleiðir Hagur SAS fór síversnandi og félagið fékk sjúklega tilhneig- ingu til þess að skella allri skuld inni á erfiðleikum sínum á Loft- leiðir. Það var kansske skiljan- verið eins dýrseldir og önnur flug félög? Mynd þessi birti „Afton- bladet“ hjá ritstjórnargrcin sinnL legt, þegar þannig stóð á fyrir SAS, að félagið þurfti einhvern til þess að kenna um allar ófarir sínar, En hitt er síður skiljanlegt, að sænsk yfirvöld skyldu taka upp banzkann fyrir SAS þvert ofan í hag sænskra flugfarþega. 12. maí 1960 var gerður nýr loftferðasamningur milli íslands og hinna Norðurlandanna. Dan- mörk og Noregur, sem til þessa höfðu verið töluvert frjálslynd- ari gagnvart Loftleiðum en Sví- þjóð, höfðu þegar hér var komið sögu verið dyggilega „heilaþveg- in“ af sænsku loftferðayfirvöld- unum. Leynimakk Árangur viðræðnanna, sem lauk um vorið 1960 var alvana- legur samningur um loftferðir landa í milli, sem lítur út fyrir að vera mjög svo þokkalegur í alla staði og frjálslegur í ákvæðum. En samningi þessum fylgir Ieynileg viðbótarklausa, sem í raun og veru gerir að engu flest það sem í samningnum stendur og telja má frjálslega kveðið á um. Það er vel skiljanlegt, að á- kvæði þetta, sem þröngvað var upp á íslendinga, þykir þess eðlis að ekki sé rétt að það komi fyrir almenningssjónir. En Loftleiðir héldu áfram að valda SAS erfiðleikum. Haustið 1962 fengu SAS-menn til liðs við sig kappann William P. Hildred, forstjóra IATA, alþjóðasambands flugfélaganna, sem lýsti yfir því Framh. á bls 25 Svona skrifaði „Aftonbladet” um Loftleiðir og SAS á miðviku- daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.