Morgunblaðið - 20.10.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.1964, Blaðsíða 2
2 MORCUN»* AÐIB Þriðjudágur 20. okt. 1964 Þessi mynd vtar tekin af Evelln Stefánsnon, Kristni Olsen, flugstjóia, sen-, flýgur hinni nýju flu^vél heim ©g Sigurði Helgasyni, framkvæmdaistjóra Lofil'eiða í New York, við at- höfn þá, sem fram fór á Kennedyflugvelli sl. sunnudag. Nýja Loftleiðavélin skírð sl. sunnudag Ekkja Vilhjdlms Stefánssonar viðstödd athöfn á Kennedyflugvelli í New York Ólag á aðalvél og Ijósavél Merkúr og því allar dælur óvirkar Eink&skeyti til Mbl. New York 19. okt — AP íslenzka flugfélagið Loft- leiðir skírði hina nýju, fjög- urra hreyf'a skrúfujiota sína „Vilhjálm Stefánsson" við sérstaka athöfn, sem fram fór á Kennedy-flugvelli hér í borg síðdegis á sunnudag. Vélin er skírð í höfuðið á hinum kunna heiiroskauta- fara og könnuði Vilhjátmi Stefánssyni. Meðal þeirra, sem þátt tóku í athöfninni voru frú Evelyn Stefánsson, ekkja Vilhjálms og Sigurður Helgason, fra.ni- kvæmdastjóri Loftleiða í New York. Um 30 manns voru við^ staddir athöfnina, sem fór fram fyrir utan Lockheed- flugskýúð á Kennedyflug- velli. Hin nýja vél félagsins er af gerðinni Canadair CL 44, (Rolls Royce — 400) og rúm- ar hún 160 farþega. Hún verð Johnson ræðir Einn þeirra sem fórust EINS og frá hefur verið skýrt í fréttum er vélbáturinn Sæ- feli frá Flateyri talinn af og með honum 3 menn. Blaðið birtir hér mynd af Sævari Sig urjónssyni, en ekki hafði tek- izt að afla myndar af honum, er birtar voru myndir af fé- lögum hans í blaðinu s.l. laug ardag. Sævar Sigurjónsson var 25 ára að aldri o% lætur eftir sig kouu og eitt barn. ur tekin í notkun í dag, mánuidaig og flýgur þá til ís- lands og Luxemburg. „Vilhjálmur Stefánsson“ er væntanlegur til Keflavikur- fiugvallar kl. 7 á þriðjudags- morgun en heldur áfram til Luxemburg eftir skamma við dvöl. ★ Leifur Eiríksson, fyrri Rolls Royoe flugvélin, er nú í Montreal. Þar mun m.a. verða skipt um sæti í farþega sal og verða nýju sætin sömu tegundar og þau. sem eru nú komin í farþegasal nýju flugvélarinnar. Þessi sæti eru bæði rúmgóð og þaagileg, og er Vilhjálmur fyrsta farþegafiugvélin, sem búin verður þessum sætum. Er hér um að ræða athyglis- verða nýjung í sætagerð og eru nokkur flugfélög búin að tryggja sér sams konar sæti í flugvélar sinar. heimsmúlin Washington, 19. október — NTB: — JOHNSON, Bandaríkjaforseti, kallaði í dag á fund sinn leið- toga Bandaríkjaþings til við- ræðna um valdhafaskiptin í Sov étrikjunum og kjarnorkutilraun- ir Kínvérja. Voru ummæli John sons mjög á sama veg og í sjón varpsræðu þeirri er hann flutti löndum sínum á sunnudags- kvöldið en þar lýsti hann á- nægju sinni með þær yfirlýsing ar hinna nýju leiðtoga Sovétríkj anna, að þeir vildu stuðla að friði í heiminum. Þá mæltist John on forseti einnig til þess í ræðu unni að Kínverjar gerðust aðilar r.ð Moskvusamningnum um bann við tilraunum með kjarnorku- vopn. Frakkar ö£ Þjóð- verjar scmja um cWflauoHsmíði París, 19. október, NTB. FRAKKAR og Vestur-Þjóð verjar hafa undirritað samn- ing um sameiginlega smíði eldfiauga, sem skjóta má af jörðu á skotmark í lofti, að því er franska varnarmála- ráðuneytið tilkynnti í dag. Fyrr um daginn áttu þeir funid saman, varnarmálaráð- herrar landanna tveggja, Pi- erre Messmer og Kai Uwe von Hassel. SJÓPRÓF vegna vélbátsins Merkúr GK 96, sem sökk suð- vestur af Selvogsvita sl. fimmtu- dag, fóru fram hjá bæjarfóget- anum í Hafnarfirði á laugar- dagsmorgun. Gáfu skipverjarnir þrír, sem voru í bátnum, skýrsl- ur sínar. Það upplýstist við sjóprófið, að leki hafði komið að bátnum, en orsök hans er óupplýst. Urðu skipverjar varir við lekann, þeg- ar aðalvélin fór að hökta, en þá var klukkutími liðinn síðan vél- gæzlumaður fór síðast niður í vélarrúm. Ekki var hægt að athuga um lekastaðinn, en hann var aftur í bátnum. Við sjóprófið kom m.a. fram ' að aðalvél bátsins, June Munkt- ; ell vél, var í ólagi og að vél- stjórinn hafði ekki loft nema í eitt start. Þegar aðalvélin stöðv- aðist urðu báðar dælur hennar óvirkar. Einnig var ólag í Ijósa- vélinni, þar sem ekki var hægt að koma henni í gang, og því var heldur ekki hægt að dæla með þeirri dælunni sem er við ljósavélina. Þá kom fram að allt rafmagn fór af bátnum, þanni.g að vél- stjórinn varð að fara niður í myrkrinu, og að vélasamstæðan fyrir ljósin hafi eyðilagzt fyrir hálfum mánuði og geymar höfðu Drukkiim öku- maður ók útaf ve^inum UM SJÖLEYTIÐ á mánudags- morgun gerðist það á Reykja- víkurvegi móts við Nesti að drukkinn ökmaður missti vald á bíl, sem hann hafði á leigu. steyptist bíllinn útí skurð, stór- skemmdist, en ökumaður og far- þegi í bílnum, sem einnig var drukkinn, meiddust báðir. Mennirnir voru að koma sunn- an úr Hafnarfirði á bíl, sem annar þeirra hafði á leigu frá bílaleigu í Reykjavík. Við óhapp- ið skarst annar þeirra í andliti og hinn meiddist á höfði. Þeir voru báðir fluttir í slysavarð- stofuna, og látnir dvelja þar um stund meðan þeir voru að jafna sig. Ekki yar þó talið að meiðslin væru alvarlegs eðlis. Kranabíll frá Vöku fjarlægði bílinn af slysstaðnum. ekki verið endurnýjaðir. Kom fram að svokallaðir dísur í aðal- vél og ljósavél voru lélegar og töldu skipverjar sig ekki hafa getað fengið passandi dísur til er.durnýjunar. Gúmmíbátur og talstöð voru aftur á móti í lagi. Á Merkúr voru 3 menn, Ólafur Kristins- son ,skipstjóri, Jóhannes Krist- insson og Baldur Baldursson. Fóru þeir í gúmmíbátinn og var bjargað upp í brezka togarann Real Madrid. Höfðu þeir félagar haft bátinn á leigu í 4 mánuði og voru á leið með hann til Reykjavíkur til að skila honum til eigandans, Kjartans Frið- bjarnarsonar. Merkúr var 53 brúttólestir, byggður 1949. FULLTRÚAR utanríkisráðuneyt- anna á Norðurlöndum, sem hér sitja fund til að ræða fargjöld Loftleiða yfir Atlantshafið, héldu áfram fundum sínum í gær. Á laugardag sendu fulltrúarn- ir skýrslur heim í sín ráðuneyti um viðræðurnar fram til þessa. í gær höfðu þeir ekki fengið fyrirmæli að heiman, og var því Flutti útvarps- crindi um Leif Eiríksson í TILEFNI af því, að 9. október hefir nú verið lögfestur sem ár- legur Leifs Eiríkssonar dagur í Bandaríkjunum, flutti dr. Ric- hard Beck prófessor 9. október síðastliðinn erindi um Leif Eiríksson og Vínlandsfund hans frá útvarpsstöð Ríkisháskólans í Norður-Dakota. Rakti ræðumað- ur fyrst ævi og athafnaferil Leifs samkvæmt íslenzkum heimild- um, og lagði áherzlu á það„ að hann hefði verið íslendingur; en seinni partur ræðunnar fjallaði um frásagnir íslenzkra forn- saigna um Vínlandsferðirnar í ljósi þeirra fornfræðarannsókna, sem fram hafa farið í Grænlandi og Nýfundnalandi undanfarið. Drakknum mönnum bjoranð úi Engey UM KL. 18 á sunnudag var til- kynnt til lögreglunnar að bátur virtist á reki vestur undir Akur- ey. Fékk löigreglan hafnsögubát- inn til að fara og kanna þetta. Ei til kom var hér um að ræða gríðarstórt jólatré á floti, og leit út frá landi, sem bátur væri. Eu meðan verið var að kanna þetta, sáu menn á hafnsögubátnuru hvar bál hafði verið kynt í Engey. Dráttarbáturinn Magni var fenginn til að fara út í Engey. Kom á daiginn að þar voru á ferð tveir menn á lítilli bátsskel með utanborðsmótor. Hafði mótorinn bilað, og þeir komust ekki úr eynni. Báðir voru mennirnir drukknir, og orðnir blautir og hrjáðir. Þeir voru flúttir í land. Bátinn höfðu þeir tekið á leigu hjá bátaleigu í borginni. á fundinum rætt um ýmis fyrir- komulagsatriði. Nieis P. Sigurðsson sagði Mbl. í gærkvöldi að ómögulegt væri um það að spá hvort í skýrslun- um fælust möguleikar til sam- komulags, þar eð ekki væri vitað hvernig tekið væri í það í utau ríkisráðuneytunum ytra sem uru hefði verið rætt. E EINS og skýrt var frá í Mbl. f E á sunnudag varð það óhapp »\ i laugarda,gsmorgun að gat i É kom á botn 1400 tonna síldar- = I lýsisgeymis við síldarbræðsl-i É una á Eskifirði. Töluvert \ É magn af lýsi fór forgörðum.E i og rann m.a. lýsi út á aðalgötuE É bæjarins. Tekið var til þess E i bragðs að koma fyrir miklui \ keri við geyminn, og er lýsið i E látið renna í hann, en dælti E siðan aftur upp í geyminn.S E þannig að um einskonar i I hringrás er að ræða. í gær,f E mánudag, var Litlafell statt f E á Eskifirði og var unnið að i E því að dæla lýsi um borð íi i það. Tjón af óhappi þessu f f virðist því ætla að verðai i minna, en í fyrstu á horfðist. i i — Mynd þessi, sem fréttarit- \ E ari blaðsins á Eskiéirði Gunn- i i ar W. Steindórsson tók, sýnir E i hvar verið er að stöðva \ i lýsisstrauminn um göturf f Eskifjarðar með því að setja f : 5and í fyrirhleðslu. f Frá Loftleiðarumræðtvm: Fulltrúarnir bíða fyririaæla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.