Morgunblaðið - 20.10.1964, Page 14

Morgunblaðið - 20.10.1964, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. okt. 1964 \ Hannes Þorsteinsson A aö eyöileggja smíði íslendinga ÞESSI spurning hefur verið býsna áleitin við marga lands- menn upp á síðkastið. Það eru engin ný sannindi, þó sagt sé, að smíði tréskipa hafi fylgt íslendingum allt frá upp- hafi íslandsbyggðar og fram á vora daga. Landnámsmenn komu hingað siglandi á skipum sínum frá Noregi. Síðan hófust flutning ar til og frá landinu þegar á landnámsöld, síðan gegnum þjóð veldistímann, fornöld, miðaldir og nýju öld allt fram á 20. öld, allt með tréskipum. Tilkoma stál skipa er svo kapituli út af fyrir sig, sem ekki verður farið frekar inn á í þessari stuttu grein. v Jafnframt þessu stunduðu svo íslendingar fiskiróðra allt frá landnámsöld og til vorra daga á tréskipum, og svo er raunar gert að vissu marki enn í dag. Það leiðir því af sjálfu sér, að smíði tréskipa hlaut að hefjast í land- inu sjálfu mjög snemma, og vegna samgönguleysis við önn- ur lönd hefir smíði fiskiskipa verið stunduð alla tíð í landinu sjálfu, fyrst úr íslenzkum efni- viði, og síðar úr innfluttu efni, eftir að skógarnir íslenzku höfðu verið eyddir, svo að skipaviður var vart fáanlegur, nema þá reka viður. Á styrjaldarárunum vaknaði svo mikill áhugi fyrir innlendri skipasmíði á ný, og mun Nýsköp unarstjórnin hafa haft þar um nokkra forgöngu. Síðan hefir smíði tréskipa farið fram á landi hér svo til viðstöðulaust fram til dagsins í dag, enda hefir sýnt sig, að þessi iðngrein hefir verið ^ágætlega samkepprjisfær við er- lendan skipaiðnað, ef sæmilega hefði verið búið að skipaiðnað- inum hér heima af. opinberri hálfu. Á þessu hefir verið nokk- ur misbrestur og munu stjórnar- völd landsins hafa verið nokkuð misjafnlega skilningsgóð á þenn- an þátt íslenzks iðnaðar gegnum árin. Sjaldan virðist þó hafa blásið jafn óbyrlega fyrir tréskipasmíði á íslandi og nú síðustu árin, enda mun nú svo komið, að flestar skipasmiðastöðvar á landi hér séu komnar á síðasta snúning. Mun það frekar vera af þrjózku en getu, að enn skuli nokkrar skipasmíðastöðvar ekki hafa hefl að seglin og hætt rekstri, en að raunveruleg skilyrði hafi verið fyrir hendi að halda áfram. Þetta mun þó fyrst og fremst stafa af því, að hérlendar dráttarbrautir hafa alltaf nokkra atvinnu af að gera við skip, en sú vinna er mjög stopul, vegna þess að skip bila ekki eða skemmast eftir neinum reglum hér á landi frek- ar en annars staðar, svo að þessi vinna er mjög ótrygg og gefur lítið atvinnu-öryggi fyrir fyrir- tæki, sem þurfa á sérhæfðum vinnukrafti að halda. Þetta vinnu afl verður að vera fastráðið vinnu, annars fara skipasmiðir til annara verka, sem nóg bjóð- ast, og er vinnuaflið þá ekki til staðar, þegar til þess á að taka Og verkefni berast. Þetta bil hafa skipasmíða- stöðvarnar jafnan leyst þannig, að þær hafa eitt eða fleiri skip í smíðum samtímís, sem viðgerð- arþjónustu er haldið uppi fyrir fiskibátaflotann, eftir því sem þörf krefur. Það má því segja, að skipasmíðastöðvarnar hafi með þessu móti gegnt tvöföldu hlutverki, sem um leið hefir ver- ið mjög þýðingarmikið þjóðhags- lega séð. En þá kemur spurningin: Hvað er eiginlega á seyði, þegar svo illa er búið að þessum þörfu þjón ustufyrirtækjum, að þau eru um það bil að leggja upp laupana? Hér eins og annars staðar í ís- lenzku atvinnulífi er það fyrst og fremst rekstrarfjárskorturinn, sem er versti þröskuldurinn. Og hvers vegna búa landsfeðurnir ekki betur að þessum fyrirtækj- um, ef þau eru ómissandi, vegna síns mikilvæga hlutverks í þjóð- arbúskapnum? Þessari spurningu væri æskilegt að fá svarað refja- laust. Vegna þess að sá er þetta ritar hefir komizt nokkuð í snert- ingu við þetta furðulega mál að undanförnu, er mér kannski skyldast að spyrja og heimta svör. Til þess að skýra mál þetta nokkru nánar, er rétt að rekja hér stuttlega, hvert mitt innlegg í mál þetta er, og hvers vegna ég er að skipta mér af máli, sem þessu, sem vísir menn kannski mundu núa mér um nasir, að mér kæmi ekki við. En við skul- um nú athuga málið svolítið nán- ar og að þeirri athugun lokinni kveða upp úr um það, hvort mál- ið fæst afgreitt svo einhliða. Á síðastliðnu ári heppnaðist mér fyrir tilstilli góðra viðskipta- sambanda erlendis að útvega eik til skipasmíða gegn 9 mánaða gjaldfresti. Ég ræddi þetta mál við nokkra fram á menn hjá skipaiðnaðiinum og árangurinn varð sá, að samið var um kaup á eik til þriggja skipa. Rétt er að taka fram strax, að á þeim tíma var ekki heimilt að stofna til langra vörukaupaskulda, nema með leyfi bankans hér, en sá frestur var á þeim tiltölu- lega auðfenginn, enda voru margar vörutegundir þá fluttar inn á löngum gjaldfresti, m.a. bifreiðar. Maður skyldi nú halda, að æðstu völd í banka- og gjald- eyrismálum fengju áhuga fyrir þessum viðskiptum, sem allt í senn gerðu innlendum aðilum fært að taka' að sér ný verkefni, losna við óþarfa kvabb frá skipa- iðnaðinum um bráðabirgðalán vegna framkvæmda sinna og síð- ast en ekki sízt að gera íslenzk- um skipaiðnaði ekki lægra undir höfði en erlendum skipaiðnaði, en á þessum tíma og svo mun raunar vera enn, að útlend skip fáist flutt til landsins viðstöðu- lítið með allt að 7 ára greiðslu- fresti á verulegum hluta kaup- verðsiníXeða allt að 70%, sem Fiskveiðisjóður yfirtekur svo og endurlána til kaupenda. Hin 30% þurfa svo kaupendur að leggja fram úr eigin vasa. Nú lánar Fiskveiðasjóður að vísu út á innlend skip, en þau lán koma nokkuð dræmt vegna fjárskorts sjóðsins, svo bæta má því við, að lán þessi eru alls ekki veitt fyrr en skip er tilbúið til afhendingar, svo að viðkomandi skipasmíðastöð verður allajafna að „finansera“ bygginguna að mestu leyti, nema sem því svarar, sem væntanlegir kaupendur geta greitt fyrirfram upp í verkið, en allir vita, að útvegsmenn hafa ekki verið taldir allt of fjáðir hin síðari árin, ef dæma má eft- ir blaðaskrifum, sífelldum kröfu- gerðum um alls konar stuðning vegna slæmrar afkomu o.fl. En hver urðu svo viðbrögð bankayfirvalda, þegar þessum ósköpum hafði verið hleypt af stokkunum, sem sé að útvega ís- lenzkum skipasmíðastöðvum lán I á efnivöru, sem í flestum tilfell- i um nemur þó ekki meira en ca 6—7% af endanlegu söluverði tréskipa skips? Formsins vegna varð að veita þessi vörukaupalán á þriggja mán. víxlum, sem síðar yrðu framlengdir með öðrum víxlum, fyrst um 3 mánuði og síðar síðar um aðra 3 mán., sam- tals yrði þá lánið 9 mán. eins og fyrr segir. Nú upphófst mik- ið þref og furðulegar kanossa- göngur frá Herodesi til Pílatus- ar og síðan aftur frá Pílatusi til Herodesar. Sú saga er svo löng og furðuleg, mér liggur við að segja skringileg, að það væri farið út fyrir hinn alvarlega ramma þessarar greinar, ef allt yrði upp talið. Og hver var svo árangurinn? Bankarnir leyfðu alls 6 mánaða greiðslufrest. Punktum og basta. En hvers vegna ekki 9 mánaða greiðslu- frest, þegar fullbúin skip fengust allan tímann flutt inn með 7 ára gjaldfresti á allt að 70% af kaupverðinu (þar innifalinn all- ur kostnaður, vélar, tæki og út- búnaður á nútíma vísu).- Þess- ari spurningu er ennþá ósvarað af bankanna hálfu. Og væri gott að fá þar greið svör, sem ég er vissulega reiðubúinn að rökræða nánar, ef á þarf að halda. Nú verða kannski einhverjir til þess að segja sem svo: Hvað er maðurinn eiginlega að fara. Veit hann ekki, að svo að segja öll innflutt skip eru smíðuð úr stáli en ekki tré? — Jú, mikið rétt. En kunnugir menn hafa þó látið í ljós þá skoðun sína, sem ég efast ekki um að sé rétt, að vegna sjóhæfni muni ekki vera hentugt að smíða stálskip til fisk- veiða við íslandsstrendur minni Það bar við dag nokkurn fyrir skömmu, að herflugvél frá Argentínu lenti í óleyfi á brezku Falklands-eyjunum. Flugmaðurinn stökk út úr vél- inni. stakk niður argentiska fánanum og brá sér að vörmu spori aftur inn í flugvélina og sneri aftur til flugstöðvar sinnar í Rio Gallegos í Argen- tínu. Fregninni um þessa dáð fluig mannsins var fagnað af mik- illi hrifningu í Buenos Ayres. Helztu stjórnmálamenn land- ins kepptust um að bera lof á flugmanninn — og sögðu hanrt hafa unnið hetjudáð. Jafnvel Arturo Frondizi, fyrrverandi forseti, — sem velt var úr sessi fyrir tveim árum, m.a. vegna þess, að honum var gefið að sök að vera heims- valdasinnum um of leiðitam- ur — lýsti því yfir, að þetta afrek væri liður í þeirri bar- áttu, sem um allan heim væri háð fyrir frelsi kúgaðra þjóða — og væri senn að komast á lokastig. Annar stjórnmálaforingi, hinn aldni sósíaldemókrati en ca 100 rúmlestir að burðar- magni. Með öðrum orðum smærri fiskiskip, sem ennþá eru mjög mikið notuð frá 15—80 rúmlestir hljóta að verða smíð- uð framvegis úr tré, a.m.k. þang- að til annað og hæfara efni kem- ur á markaðinn. En hvers vegna þá ekki að gera íslenzkum skipa- smíðastöðvum kleift að inna þessa vinnu af hendi, samtímis því, sem skipasmíðastöðvarnar geta haldið úti viðgerðarþjón- ustu á skipum þeim, sem enn eru og verða í notkun á ókomnum árum? Vissulega þarf hér að taka í taumana. En það er bara ekki nægilegt að tala um að úrbóta sé þörf. Það þarf að gera eitthvað og það strax. Það er vissulega góðra gjalda vert, þegar framsýnir menn eins og Matthías Bjarnason á ísafirði fékk samþykkta þingsályktunar- tillögu á síðasta Alþingi, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að hefjast handa um forgöngu í mál- efnum skipaiðnaðarins. En það er bara ekki nóg að þingmenn samþykki áskoranir hver á ann- an, eða ráðherra, sem einnig eru alþingismenn, um að láta athuga hvort ekki sé hægt að gera þetta eða hitt. Það þarf að fylgja mál- um eftir, og er ég sannfærður um, að varla muni fyrirfinnast sá alþingismaður, sem ekki muni óðfús leggja máli þessu lið, ef hið háa alþingi fengi það aftur til meðferðar, en vegna skiln- ingsleysis og kyrrstöðu verður það naumast leyst, nema alþingi komi þar til. Hvernig sem mál skipaiðnaðar- ins verður leyst, er þó tvennt, sem hafa verður sérstaklega í huga: 1) Gera þarf íslenzkum skipasmíðastöðvum kleift að starfa á jafnréttisgrundvelli við erlendan skipaiðnað og innflutn- ing. 2) Tryggja þarf skipasmíða- stöðvunum nægilegt rekstrarfé innlent, ef fáanlegt er, eða að Alfredo Palcios lýsti því yfir, að öll þjóðin mundi fylgja eftir innrás flugmannsins á Falklandseyjar. Jafnframt sendi útvarps- stöðin „E1 Mundo“ í Buenos Ayres út tiiffýnningu til íbúa Falklandseyja þar, sem þeir voru hvattir til að halda ró og reglu — og bíða landgöngu argentískra sjóliðssveita, sem vænta mætti þá og þegar. Fulltrúar Breta á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna lögðu þegar í stað fram kvartanir sínar fyrir nýlendumálanefnd samtakanna, hina svonefndu „24 manna sérstöku nefnd“, sem um þessar mundir hefur ærnu að sinna, m.a. fjölda mála sem varðar brezk land- svseði, til dæmis Gíbraltar, Brezku Guiana — og Brezku Honduras, sem um árabil hef- ur verið orsöik átaka milli Bretlands og Guatemala. Fátt hefur um Falklands- eyjar heyrzt síðan í desember 1914, þegar Englendingar unnu hina mikilvægu sjóor- ustu við Þjóðverja skammt suður undan eyjunum. Allt leyfa þeim að kaupa efnivöru, vélar og annan búnað ’til skip- anna á greiðslufresti erlendis frá, sem sé hliðstæður við greiðslufrest á fullsmíðuðum skipum erlendum. Og síðast en ekki sízt: íslenzk- ir skipasmiðir og samtök drátt- arbrautaeigenda þyrftu að treysta betur samtök sín til sam- eiginlegra átaka og er slíkt væn- legra til árangurs en það, þótt einn og ein framtakssamur mað- ur úr þeirri stétt berjist einangr- aður, og þó venjulega í sam- bandi við aðkallandi vandamál eigin rekstrar. Reykjavík, 14/10 1964 Hannes Þorsteinsson. Mörg innbrot ALLMÖRG innbrot voru framin í Reykjavík aðfararnótt laugar- dagsins. Brotizt var inn í véla- verðlun Fossbergs við Vestur- götu, og stolið þaðan rafmagns- borvél og rafmagnssög, hvort- tveggja af gerðinni Black & Decker. Síðdegis í gær handtók rannsóknarlögreglan þjófinn. Hann gaf þá skýringu á innbroti sínu að hann hefði verið fullur. Brotizt var inn hjá Glerslípun Ludvig Storr á Klapparstíg og þaðan stolið 50 kr. Þá var innbrot framið í eldhús Hótel Skjaldbreið, og stolið það- an bacon-síðu og einni steik. Innbrot var framið í Véla o-g raftækjaverzlunina að Banka- stræti 10 og stolið einni hár- þurrku. Loks var brotizt inn í skrif- stofur byggingafélagsins Snæ- fells að Laugavegi 22. Þar var stolið sex útfylltum ávísunum, sem allar voru stílaðar á Gjald- heimtuna í Reykjavík, og námu samtals liðlega 33.000 kr. Ávís- anirnar voru allar óframseldar. frá því árið 1833, þegar brezk = herskip löigðu að landi á Falk 3 landseyjum, áhafnir þeirra 3 ráku hina argentísku ráða- 3 menn þar á brott og drógu 3 brezka fánann að hún, hafa 3 eyjarnar verið þrætuepli §§ Argentínu og Bretlands — og 3 varpað skugga á samskipti 3 lapdanna, sem að öðru leyti = hafa verið vinsamleg. 5 Eyjaklasinn Falklandseyjar 3 tekur yfir tvær stórar eyjar 3 og tvö hundruð smáeyjar, sem = alls ná yfir um 12.000 ferkíló- 3 metra. Liggja eyjamar um 5 400 km frá strönd Patagóníu. 3 Nú orðið eru íbúar eyjanna = — um tvö þúsund talsins — = nær eingöngu brezkir innflytj =| endur og nokkuð er af fólki af = norrænu bergi. Lifa þeir af 3 kvikfjárrækt. Frá lokum heimstyrjaldar- 3 innar síðari hafa Bretar geng- 3 ið á undan öðrum nýlendu- = þjóðum í því að gefa löndum 3 sínum sjálfstæði. En í stöku 3 tilfellum hafa þeir átt og eiga 3 úr mjög vöndu að ráða. þeir 3 vilja mjög ógjarna vera út- 3 hrópaðir sem nýlendiukúgar- 3 ar. En hvað á að gera á stöð- M um eins og Gibraltar, Brezku = Honduras og Falklandseyjar, 3 þar sem allir eða nær allir, 3 íbúarnir eru brezkir, búa við 3 brezkar lífsvenjur og eru efna H hagslega háðir Bretlandi — 3 þegar nágrannaríki gerir til 3 þeirra kröfur — meira og = minna réttlætanlegar kröfur, = sem þó oftast byggjast á því 3 þokukennda hugtaki „söguleg 3 réttindi“. = Um þessar mundir rekur 3 Argentína harða baráttu gegn = Bretum á vettvangi Samein- 3 uðu Þjóðanna út af Falklands 3 eyjum. Spurningin er, hvað 3 gerist ef hinn mesti þjóðernis- 3 sinni í nútímasögu Suður = Ameríku — Juan Peron, snýr 3 aftur til Argentínu. lllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllll IIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllillllIlllllllllllllllllllliiillllilllllIlllklIllllimilllllillllllllllÍÍ í llll!lllllllllilli!llll!!!llllllllllllllllllllilllllllllll!llllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllillll!lllllllllllllllllllim:il||ll!llllimillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllillimi Halldór Sigurðsson: AÐ IJTAM Óperettu-stríðið um Falklandseyjar *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.