Morgunblaðið - 20.10.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.10.1964, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 20. okt. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 19 KVIKMYNDAHÁTIDIN í FENEYJUM KVIKMYNDAHATIÐINNI í Feneyjum lauk á nokkuð skemmtilegan hátt, mun skemmtilegri en byrjunin gaí fyrirheit um. Það færðist líf í tuskurnar, þegar lögregla staðarins bannaði sýningu annarra kvikmynda en þeirra sem valdar höfðu verið á hátíðina. Ástæðan er talin vera sú, að Japanir sýndu kvikmynd- ina „Dagdraumar" fyrir val- inn hóp manna. Hún fjallaði um mann sem situr á tann- læknastól, hann er svæfður og meðan á svæfingunni stendur dreymir hann um, hvað tannlæknirinn kynni að geta gert við aðstoðarstúlku sína. Það skal viðurkennt, að kvikmyndin var nokkuð prakkaraleg — en hafa verður í huga að hún var sýnd fyrir Monica Vitti í verðlaunakvikmyndinni „Eserto Rosso“. ítölsk kvikmynd hlaut gyllta ljónið — Harriet Anderson fékk verðlaun fyrir bezta kvenhlutverkið — úlfaþytur vegna japanskra myndar sem lögreglan bannaði — kaþólskir menn óánægðir með hátíðina blaðamenn og kvikmynda- kaupendur víðsvegar að úr heiminum og þeir eru öllu vanir. Af þeim sökum er bann lögreglunnar óskiljanlegt. Afleiðing þessa varð sú, að kvikmyndaframleiðendur sem komnir voru til Feneyja tii að selja kvikmyndir sínar, fóru erindisleysu. Sagt er, að kaþólskir menn séu gramir út í forseta kvik- myndahátíðarinnar, Cani prófessor, og eigi það ein- hverja sök á þessum viðbrögð- um lögreglunnar. Kaþólskir telja, að hann hafi valið of margar myndir á hátíðina, sem beina skeytum sínum að kaþólskri trú. Þykir mönn- um þetta ekki sérlega kristi- legar hefndaraðgerðir. Þetta er í 25, skipti sem Feneyjar halda kvikmynda- hátíð, og líklega sú síðasta eftir aðsókninni að dæma. Margt hefur breytzt á þessu tímabili, ekki sízt bærinn sjálfur. í þá tíð var hann töfrandi, rómantískur bær, nú er líkara martröð að koma endanum að þessu sinni var ítalska kvikmyndin „Éserto Rosso“, sem hlaut gullljón hátíðarinnar. Leikstjóri henn- ar er Michelangelo Antonio, verði ævisagan aldrei samin og nafn meistarans falli í gleymsku og dá. Hinn síðar- nefndi lætur undan, þó það stríði móti samvizku hans og og aðalleikkonan að sjálfsögðu ...... myndinni er óleikur Harriet Andersson þangað. Öll rómantík fokin út í veður og vind og ekkert eftir nema hróp minjagripa- sala og þúsundir ferðalanga, sem gjörspillt hafa bænum eins og engisprettufaraldur. Peningaþefinn lagði um allt, hitinn var kæfandi, svo ramminn umhverfis hátíðina var ekki sem glæsilegastur. Ítalía fékk gullljónið Eins og venja er á hátíðum sem þessum, eru beztu kvik- myndirnar yfirleitt geymdar þar til síðast. Rúsínan í pylsu- Monica Vitti. Kvikmyndin fjallar um unga húsmóður, sem hefur lent í bílslysi og fengið tauga- áfall, sem hún hefur ekki komizt yfir. Hún lifir í öðrum heimi. Maðurinn hennar, sem er verkfræðingur, reynir að koma henni á réttan kjöl aft- ur. Það tekst ekki — heimar þeirra eru gjörólíkir. Monica Vitti, sem fram að þessu hefur svo til fengizt við „kynbombuhlutverk" með framúrskarandi árangri, slær nú í gegn fyrir alvöru. Þessi kvikmynd átti svo sannarlega •gyllta ljónið skilið. Bergmann hlaut lof Það féll í hlut Svíanna að opna Feneyjahátíðina með kvikmynd Ingmars Berg- mans „Svo ekki sé minnzt á allt þetta kvenfólk", sem margir gagnrýnendur töldu Bergman til hneisu eftir frumsýningu myndarinnar í Stokkhólmi. Prúðbúna fólkið á hátíðinni í Feneyjum var á allt annarri skoðun, þó játa skuli, að nokkrir kvik- myndagagnrýendur yfirgáfu sýninguna, blóðrauðir í fram- an af reiði. Bergman hitti nefnilega naglann á höfuðið. Hann tekur gagnrýnendur „í gegn“ á sama hátt og ítalski meistarinn Fellini tók kvik- myndafólkið í gegn í mynd- inni „8%“. Þetta er fyrsta litkvikmynd Bergmans og tókst honum að töfra fram mildar og fagrar pastel-litasamsetningar. Efni kvikmyndarinnar snýst um hinn þekkta gagnrýnanda, Felix (leikinn af Jarl Kulle). Hann fær þá hugmynd að skrifa bók um Cornelius frægan tóniistarmann, sem er dáður og virtur um allan heim. Hann heimsækir meist- arann — og kemst að raun um að hús hans er krökt af konum. Konur eru ástríða hans, og þær þyrpast að hon- um sem mý á mykjuskán. Eftir nokkurra daga bið fær hann loks að hitta Cornelius. Felix setur honum úrslita- kosti: að hann leiki verk eftir sig á hljómleikum — annars gerður með því að skýra frá endalokum hennar. Það er gaman að elska Heppnin var með Svíunum á þessari hátíð. Næsta kvik- Bandaríkjamenn hafi slæma samvizku og vilji sýna Evr- ópubúum á hverri einustu hátíð, að þeir séu að gera eitt- hvað til að leysa þetta vanda- mál. í kvikmyndinni er komið inn á það, að það er stétta- mismunur meðal negranna, engu síður en meðal hvíta fólksins. . Kvikmyndin er ruglingslegt ástarævintýri, og Michael Römer, fellur í þá gryfju að gera alla hvíta menn vonda, svo samúðin lendi hjá réttum aðila. Stúlkan með grænu augun F_rá Englandi var send kvikmyndin „Stúlkan með grænu augun“ með Ritu Tusingham í aðalhlutverki. Mótleikari hennar var Peter Finch, en hann hvarf í skugg- ann fyrir Ritu. Rita leikur snotra búðar- stúlku í enskum sveitarbæ. Dag nokkurn hittir hún uppá- haldsrithöfund sinn, sem er kringum fimmtugt. Hún elsk- ar hann eins heitt og nítján ára ungmey frekast getur elskað, og hann stenzt ekki grænu augun hennar. Þau fara að búa saman, þrátt fyrir mótmæli foreldra hennar, þar sem maðurinn var giftur fyrir. En allt fer ijómandi vel að lokum, þau hnakkrífast og maðurinn fer aftur heim til konunnar en stúlkan hittir jafnaldra sinn. Fyrsta áfallið . Fyrsta framlag Frakkanna varð kaþólskum alvarlegt mynd sem þeir sýndu vakti geysilega hrifningu. Var það kvikmynd Jörn Donner, sem hann kallar: „Að elska“. Aðalhlutverkið er í höndum Harriet Andersson, og frammi staða hennar var svo glæsi- leg, að hún hlaut verðlaun fyrir bezta kvenhlutverkið. Mótleikari hennar var Zbigniew Cybulski, og var hann sem fölnað strá í saman- burði við leik Harriet Anders- son. Og söguþráðurinn: Harriet leikur unga ekkju, maður hennar fórst í bifreiðaslysi. Eftir jarðarförina heimsækir gamall vinur hennar hana. Þau fara út að skemmta sér og unga ekkjan kemst að raun um, að það er gaman að elska. Þessi orð eru boðskapur myndarinnar. Negravandamál Það er orðin venja, að Ameríkumenn sýni kyikmynd ir sem fjalla um negravanda- málið. Er einna líkast því,' að ÚT kvikmynd Jean-Luck Godard, „I.a femme mariée“, aðal- leikendurnir Macha Méril og Philippe Leroy, áfall, sem sagt myndin „Les amitiés particuliéres“. Hún er árás á kaþólsku kirkjuna og leikstjóri myndarinnar ásakár prestana um að vera kynvillinga. En að árásinni frátekinni var myndin sannkallað lista- verk, uppistaðan er ást skóla- drengs til jafnaldra síns. Leiðinlegasta kvikmyndin Það er langt síðan Þýzka- land hefur farið heim með verðlaun, og gerði það heldur ekki í þetta sinn. Kvikmynd þeirra, „Toni Kröger“, var alltof leiðinleg til þess. Áhorf- endur geispuðu og litu á úr- in, meðan á sýningunni stóð, og horfðu löngunaraugum til útgöngudyranna. Rolf Thiele, kvikmynda- stjóra, tókst ekki að seiða fram skáldskapinn í sögu Thomasar Mann, ,Toni Krög- er“, og árangurinn var þung- melt og ekta þýzk kvikmynd. Aðalhlutverkið var í hönd- um franska leikarans Jean Claude Brialy, sem sýnilega dauðleiddist hlutverkið, og sömu sögu var að segja um mótleikara hans, Najda Till- er, sem hefur fitnað töluvert síðan við sáum hana í „Rose- marie“, og sannast sagna klæðir það hana ekki rétt vel. Léleg Jesús-mynd Önnur ítalska myndin, sem sýnd var á hátíðinni, heitir -<„I1 vangelo secondo matteo“ og fjallar um Jesús, að þessu sinni var hann sýndur í kommúnistagervi. Það var kvöl að horfa á þessa mynd, og viðvaningsbragur á leik og tækni. Kvikmyndin var strax dæmd úr leik vegna brota á keppnisreglum. Þar segir, að textinn skuli annað hvort vera á 'frönsku eða ítölsku, en texti þessarar myndar var enskur. Ádrepa Það er ekki auðvelt að gleyma ensku kvikmyndinni „King and Country". Kvikmyndin gerist á ár- unum 1914-18. Við erum stödd í einni af ótalmörgum skot- gröfum, þar sem rotturnar hlaupa eftir fótum manns, regn streymir úr lofti. Her- maður er ákærður fyrir lið- hlaup, og ef hann reynist sannur að sök bíður hans að- eins eitt: dauðinn. Verjandi hans, leikinn af Dirk Bogarde, telur að hann hafi fengið taugaáfall. Her- maðurinn, Tom Courtenay, hafði dvalið í framlínunni í rúm þrjú ár, skotgröfin var orðin að heimili hans, rott- urnar voru vinir hans og lýsn- ar næstverstu fjendur hans. Einn góðan veðurdag strýkur hann. Ákærandi fullyrðir að hann hafi svikið kónginn og föðurlandið — og í dögun er hann skotinn í nafni kóngsins Framh. á bls. 20. Piltarnir í ítölsku kvikmyndinni „Les amitiés particuiieres“, sem var árás á kaþólska presta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.