Morgunblaðið - 29.12.1964, Page 2
2
MORGU N BLAÐJÐ
ÞríðjucfasíUr 29 des. 1964
Uóírungur III. kemur til Akraness með 220 tunnur síidar að austan fyrr í þessum mánuði.
Aflaverömætið nemur rúm-
lega tveimur skipsverðum
eftir níu mánaða úthald
Hásetahlutur á sama tíma um 400 þúsund krónur
ÞAÐ ÞÓTTI tíðindum sæta sl.
vor að vélskipið Höfrungur
III. kom til landsins nýsmíðað
ur frá Noregi búinn áður ó-
þekktum siglingartækjum,
sem gera skipinu kleift að
sigla út á hlið eða snúast
kringum sjálft sig. í viðtali
við skipstjórann, Garðar
Finnsson, sem birtist hér í
blaðinu við komu skipsins,
kom fram að miklar vonir
voru bundnar við þessi nýju
tæki, en engin reynsla feng-
in þá.
Nú er hinsvegar komin níu
mánaða réynsla á þessi sigV
ingartæki, og sneri Mbl. sér
til útgerðarfélagsins, Haralds
Böðvarssonar & Co. á Akra-
nesi í gær og spurði frétta.
Fyrir svörum varð Sturlaug-
ur Böðvarsson, forstjóri, og
sagði hann að með þessum
tækjum hefði skipið stórkost-
lega yfirburði yfir önnur
skip, og ekki hvarflaði að hon
um annað en að taka sams-
konar tæki í næsta skip, er út
gerðarfélagið léti smíða. Nú,
eftir níu mánaða úthald væri
útflutningsverðmæti afla
Höfrungs III. komið -upp í 32
milljónir króna, eða rúmlega
tvöfalt verð skipsins, sem
kostaði fúllbúið um 15 millj.
Ekki væri þetta að vísu tækj
unum einum að þakka, því
Gfirðar Finnsson væri afburða
skipstjóri með úrvals áhöfn.
Útgerðarmaðurinn tók það
fram að það væri í rauninni
útgerðarfélaginu að kenna að
Garðar og áhöfn hans hefðu
„aðeins“ skilað á land tæplega
50 þúsund málum og tunnum
síldar og um 900 tonnum af
þorski á þessum tíma. Þannig
hafi nefnilega staðið á að
vinnslustöð H. Böðvarssonar
hafi oft vantað hráefni og
kallað Höfrung III. heim
nokkrum sinnum af síldveið-
um fyrir norðan land og aust-
an til að leggja upp afla á
Akranesi. Auk þess hafi skip
ið farið seint norður til sum-
arsíldveiðanna vegna hráefn
isskorts á Akranesi, og voru
sum skipanna komin með um
Garðar Finnsson,
skipstjóri.
10 þúsund mál síldar þegar
Höfrungur III. hóf veiðarnar.
En þetta kom sér betur fyrir
útgerðina, og þiátt fyrir allt
er hásetahlutur orðinn um
400 þúsund krónur fyrir níu
mánuði.
Nýju siglingartækin eru
tvær aukaskrúfur, önnur í
þvergöngum undir framskipi,
hin á stýrisblaði. Með því að
leggja stýrið þvert á annað
borð og láta báðar aukaskrúf
urnar vinna saman má sigla
skipinu út á hlið. En séu
skrúfurnar látnar vinna hvor
gegn annarri, snýst skipið um
sjálft sig.
Þessi útbúnaður sem fram-
leiddur er af Hleuger-verk-
smiðjunum í Þýzkalandi hef
ur sparað hundruð þús. kr. í
veiðarfærum, sagði Sturlaug-
ur Böðvarsson, og gjörbreytir
veiðunum. Venjulega þegar
eitthvað er að veðri rekur
skipið undan vindi og það
dregur nótina á eftir sér. Verð
ur þetta oft til þess að nótin
rifnar eða springur. En Höfr-
ungur III. getur haldið sig
við nótina og fylgt henni eft-
ir. Af þessu leiðir margfalt
minna nótaslit. Auk þess er á
höfnin fljótari með hvert kast
en á skipum, sem ekki hafa
þennan útbúnað. Tel ég því að
þessi útbúnaður hafi meira
en borgað sig nú þegar, sagði
Sturlaugur.
Það er ekki aðeins á sild-
veiðum, sem skrúfuútbúnaður
inn nýi kemur að notum. Sl.
vor var Höfrungur III. á veið
um á Selvogsbanka með
þorskanót, og missti þá af ein
hverjum ástæðum nótina nið-
ur á hraunbotninn. Undir
venjulegum kringumstæðum
hefði nótin verið töpuð. En
vegna nýju tækjanna tókst að
halda skipinu kyrru beint yf-
ir nótinni og ná henni lóð-
rétt upp.
Aragrúi sovézkra skipa
enn fast við landið
MIKILL fjöldi sovézkra skipa
heldur sig enn hér við land.
Morgunblaðið spurði Pétur
Sigurðsson, forstjóra Land-
helgisjæzlunnar, í gær um
sovézka flotann. Sagði hann
sex stór móðurskip vera út af
Hrollaugseyjum undan Suður-
sveit, og fylgdi þeim fjöldi
smærri skipa. Önnur sex
móðurskip eru undan Eystra-
borni. Umhverfis þau hafa
verið talin hvorki meira né
minna en þrjátíu skip.
Aragrúi sovézkra skipa er
því enn víðs vegar undan suð-
austanverðu landin'-
Tankskip á Norðfirði
Neskaupstað. 28. des.
Yfir jólin lá hér inni sovézkt
tankskip ag tók hér um þús-
und lestir af vatni handa
sovézka veiðiflotanum, sem
enn er á veiðum úti fyrir
Austfjörðum. — Ásgeir.
Síldarmjöl til
Englands
HÉR liggur norskt flutningaskip,
Joslind. í dag og á morgun verð-
ur 1170 tonnum af síldarmjoli
skipað út í það. Síldarmjölið fer
til Engiands. — E. J.
Hurð skall nærri
hælum
AKRANESI, 28. des. — Sex ára
telpa varð næstum fyrir bíl
sunnudaginn 3. í jólum. Hún var
að koma frá kirkju og nýgengin
út á Skólabrautina, er hún missir
veski sitt. í því hún beygir sig
niður, til að taka það upp, ekur
fólksbíllinn E 157 niður götuna.
Hann var nýbúinn að lenda í á-
rekstri í Reykjavík og skemmd-
ist við það önnur bílhliðin. — Sá
ekillinn, hvað verða vildi, og
snarbeygði frá og yfir götuna, til
að bjarga lífi telpunnar. Lenti
hann þá á umferðarskilti, og þá
skemmdist hin hliðin á bílnum.
Skiltisstöngin bognaði, en barnið
I slapp heilt og óskaddað — Oddur.
Tvær innrásir Indó-
nesa fóru ú\ um þúfur
Kuala Lumpur, 28. des. — NTB
TVÆR siðustu innrásartilraunir
Indónesa í Malaysíu hafa farið út
um þúfur, að því er sagt var í
Kuala Lumpur nú um helgina.
Talsmaður stjórnar Malaysíu
sagði á sunnudag, að önnur land-
ganga Indónesa hefði átt sér stað
23. desember sl. í Pontian-hérað-
inu, um 240 km. sunnan höfðuð-
borgarinnar, Kuala Lumpur.
Talið er að Indónesar hafi
komið 28 hermönnum á land.
hafa 24 þeirra verið handteknir
en þrír verið vegnir.
A aðfangadagskvöld gerðu
Indónesar aðra landgöngutilraun,
og var henni að þessu sinni
stefnt að ströndinni 7 km. norð-
vestur af Kuala Lumpur. Brezka
freigátan Ajax kom sjö indónes-
ískum innrásarbátum í opna
Strandskip-
ið á Rauf-
arhöfn
RAUFARHÖFN, 28. des. — Enn
eru gerðar tilraunir til að ná
þýzka skipinu Súsönnu Reith á
flot hér á Raufarhöfn, og vonast
menn til, að það takist næstu
daga. Björgun hf. sér nú um til-
raunirnar.
Um jólin var skipið þétt að
miklu leyti og dælt úr því, grjót
tekið upp úr gatinu á botni skips
ins og björgum rutt úr vegi til
hliðar við skipið. Virtist það losna
nokkuð við þetta, og kipptist það
til sl. sunnudag — líklega um 5
metra, þegar reynt var að draga
það á flot. Reynt hefur verið á
hverju flóði að losa skipið. Björg
unarmenn eru með þrjá trukka
og talíur í landi. Taka einn eða
tveir trukkarnir á í senn. Björg-
unarmenn eru vongóðir um að
skipið náist á flot, en vilja fara
að öllu varlega. — E. J.
Akureyri, 28. des. — Kafari
héðan frá Akureyri, Jóhann
Gauti Gestsson, hefur unnið við
björgunartilraunir við þýzka
strandskipið á Raufarhöfn. — Á
jóladag slóst vír í flótlegg hans.
Var læknir sóttur í flugvél til
Þórshafnar samdægurs, en á 2. í
jólum fór Jóhann í bíl til Akur-
eyrar, og kom þá í ljós, að hann
var fótbrotinn. — Sv. P.
skjöldu á Malakkasundi. og réð-
ist að þeim. Voru 22 innrásar-
hermenn handteknir í þeirri
viðureign, en innrásin sjálf fór
út um þúfur.
Stjórn Malaysíu vinnur nú afl
þvi að semja skýrslu til Samein-
uðu þjóðanna um árásaraðgerðir
Indónesa.
Brezkur togari
tekinn vestrL
ísafirði, 28. des.: —
UM h>Þ>gi«Hiið á aðfangadag
tók varðskipið Óðinn (skipherra
Þórarinn Björnsson) brezka tog-
arann Lord Rowallan frá Grima
by að ólöglegum veiðum um
tvær og hálfa sjómílu innan fisk
veiðimarkanna norður af KögriL
Leonard Cörtz, skipstjóri, ját-
aði brot sitt þegar um borð i
varðskipinu. Farið var með tog-
arann til ísafjarðar. Réttarrann-
sókn hófst þar hjá bæjarfógeta á
annan jóladag, og dómur var
kveðinn upp í málinu um kvöld
ið. Var skipstjóri dæmdur í 260
þús. kr. sekt og afli og veiðar-
færi gerð upptæk.
Bæði ratstjártæki skipsina
voru biluð, og hafði togarinn feng
ið staðarákvörðun frá öðrum tog
ara. — H. T.
Drottning í
sjúkrahúsi
Stokkhólmi, 27. des. — NTB
LOUISE Svíadrottning, sem nú
er 75 ára gömul, var um jólin í
sjúkrahúsi. Hún þjáist af hjarta-
sjúkdómi, sem þó mun ekki talinn
alvarlegs eðlis. Læknar segja þó
að hún muni verða í sjúkrahús-
inu um óákveðinn tíma.
Köpavogur
JÓLATRÉSSKEMMTUN Sjálf-
stæðisfélaganna í Kópavogi verð-
ur sunnudaginn 3. janúar í Fé-
lagsheimili Kópavogs og hefst kL
3 síðdegis.
Aðgöngumiðar fást hjá Ey-
vindi Árnasyni, Löngubrekku 3,
sími 41885, og Sigurði Þorkels-
syni, Fifuhvammsvegi 23, sími
40922.
í GÆR var stillt verður fram-
an af degi, en síðan vaxandi
austlæg átt. Mun sennilega
snjóa um alit land af lægðinni,
sem er á landabréfinu miðju
vegu milli Hvarfs og íslands.
Gert er ráð fyrir því, að lægð-
in fari austur með suður-
ströndinni.
í gærmorgun var kalt í
Evrópu, t.d. var 17 st. frost í
Osló, 14 í Stokkhólmi; jafnvel
suður í París var sex stiga
frost.
Veðurspá kl. 22 á mánudags-
kvöld: — Spáð var stormi við
suðurströndina í nótt.
SV-mið: SA-stormur og síð
ar A-stormur. Slydda.
SV-Iand til Breiðafjarðar
og Breiðafjarðarmið: SA og
síðar A eða NA hvassviðri.
Snjókoma.
Vestfirðir og miðin: A og
síðar NA hvassviðri. Snjó-
koma.
N-land og miðin: SA stinn
ingskaldi. Síðar A hvass-
viðri. Snjókoma.
NA-land, Austf. og miðin:
Vaxandi SA átt. Hvassviðri
og snjókoma með morgninum.
SA-land og miðin: A hvass-
viðri eða stormur. Snjókoma
eða slydda.
Austurdjúp: Vaxandi SA
átt, allhvasst og slydda á morg
un.
Veðurhorfur á miðvilaudag:
NA átt. Snjókoma norðan-
lands en úrkomulaust á Suð
urlandi.