Morgunblaðið - 29.12.1964, Síða 16

Morgunblaðið - 29.12.1964, Síða 16
18 MORCU N B LAÐIÐ ÞriSjudagur 29. des. 1964 Samkeppni um bezt gerða íslenzka muni HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ís- lands og sölufyrirtseki þess, ís- lenzkur heimilisiðnaður, hafa efnt til samkeppni um bezt gerða ísienzka muni, bæði minjagripi, setiaða ferðamönnum og þó sér- stakiega aðra hagnýta og list- ræna muni til sölu og notkunar innanlands, og heitir verðlaun- rai, svo sem nánar verður sagt hér á eftir. — Þá verða einnig eérstök verðlaun veitt fyrir snjaliar hugmyndir, teikningar eða framkvaemanlegar ábending- ar, um framleiðslu góðra gripa, þótt höfundar tillagna hafi ekki aðstöðu til eða möguleika á að sýna munina fullgerða. Til nánari skýringar er það, að hér skal fyrst og fremst keppa um smíðavinnu alls konar, eða það sem einkum er nefnd handa vinna karla (mandlig slöjd — þótt raunar megi alveg eins vera unnin af konum) svo sem: 1. Allskonar hlutir, smærri og stærri, úr tré, horni, beini eða málmi, — renndir, telgdir, út- skornir eða unnir á ahnan rátt. 2. Allskonar skinnvara, svo sem hanzkar, skór, veski, töskur, beiti, o^.frv. Og í þriðja lagi koma svo til greina hannyrðir, svo sem: 3. Alls konar útsaumur af ís- lenzkum gerðum, gömlum og nýjum, listvefnaður, veggteppi, jafnvel fataefni o.fl. úr islenzkri ull, hör eða öðru efni, en að öðru leyti er að þessu sinni ekki ætl- azt til að keppt verði um ullar- vinnu, t.d. hverskonar prjónless. Það er einnig ástæða til að nefna, að æskiJegt væri að kepp- endur gætu byggt hugmyndir sín ar um gerð og form góðra gripa að einhverju leyti á þjóðlegum fyrirmyndum, svo sem þeim er finnast í þjóðminjasafni og byggðasöfnum víða um land. Er hér ekki átt við beina stælingu heldur hitt, að eitthvað af hin- um mörgu sýnishornum hins alda gamla menningararfs okkar gæti orðið undirstaða eða hvatning um gerð og form nýrra gripa, jafnvel til nýrrar notkunar. — Þetta er þó engan veginn skil- yrði, heldur aðeins ábending. Verfflaun: 1. verðlaun 15 þúsund krónur. 2. verðlaun 10 þúsund krónur. 3. verðíaun 5 þúsund krónur. Gert er einnig ráð fyrir auka- verðlaunum og innkaupum. Verð laun fyrir hugmyndir (teikning ar eða framkvæmanlegar ábend- ingar) ákvarðast af dómnefnd. Að dómi loknum og veitingu verðlauna verður sýning"á sam- keppnismunum í Bogasal Þjóð- minjasafnsins, í lok marz 1965 (um páskana). Afhending muna til samkeppninnar: Munírnir skulu merktir 5 stafa tölu (t.d. 12345 eða 34152 o.s.frv.) og nafn höfundar; heimili og sími fylgi með í lokuðu umslagi, er aðeins sé merkt sömu tölu utaná. — Munir allir eru tryggð- ir frá móttöku og þar til þeir eru aftur í höndum höfunda (að lokinni sýningu í Bogasal, Stavanger svo og heimsendingu). Samkeppnistími byrjaði 31. marz 1964 og stendur í 11 mán- uði, eða til 28. febrúar 1965, kl. 6 að kvöldi. Munina skal senda til fyrir- tækisins: íslenzkur heimilisiffmður Laufásvegi 2, Reykjavik. Fyrirspurnir skal gera skrif- lega til sama fyrirtækis. ÁRAMÓTASPILAKVÖLD MIÐVIKUDAGINN 6. JANÚAR. — SPILAKVÖLBIÐ VERÐUR í SJÁLFSTÆÐISHÚSINU. — Húsið opnað kl. 20. — Lokað kl. 20.30. Forsætisráðherra dr. Bjarni Benediktsson flytur ávarp. Veitt verða góð spilaverðlaun og happadrætti verður að vanda. — Þá verða góð skemmtiatriði og dansað að þeim Ioknum. SJÁLFSTÆÐISFÓLK! Takið þátt í hinum vinsælu spilakvöldum. VÖRÐUR HVÖT ÖÐINN HEIMDALLUR SÆTAMIÐAR afhentir á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins við Austurvöll 30. des. á venjulegum skrifstofutíma. — Skemmtinefndin. sr-A FL LDA * m í mestu úrvaj •» Haflve-garstöðum MARGLIT BLYS SÓLIR, 3 tegundir GLORTA, 5 lita blys. BENGAL BLYS. KÚLUBLYS. RÓMVERSK BLYS. STJÖRNUREGN. STJÖRNULJÓS. ELDFJÖLL. SNÁKAR o. m. fl. FJÖLBREYTTAST ÚRVAL. — GERIÐ INNKAUPIN MEÐAN ÚRVALIÐ ER MEST. — SENDUM HEIM. SÍMI 16599. 9 9 9 Flugeldasala Einars HALLVEIGARSTÖÐUM Gorðostræti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.