Morgunblaðið - 29.12.1964, Page 17

Morgunblaðið - 29.12.1964, Page 17
Þriðjudagur 29. des. 1964 MQRGUNBLAÐI1 17 Haraldur Boðvarsson, útgm. Tækní, vísindi og sjómannaverkfall TJM þessar mundir er unnið af miklum áhuga hjá ýmsum aðil- um til að finna heppilega lausn á flutningavandamálinu frá fiski xniðum til fjarlægra landsfjórð- unga. Hér hafa verið á ferð nokkrir útlendir sérfræðingar, til skrafs og ráðagerða, um tækni- laga hentug skip til flutninganna, útbúin sjókældum geymum í lest arrúmi, sem geta flutt síld og ennan fisk óskemmdan miklar vegalengdir, ennfremur stærri íiskiskip útbúin á sama hátt. til flutnings á eigin afla. Þar að auki hefur verið upplýst um flutnirnga á bræðslusíld í tank- skipum og ennfremur um mögu- lega flutninga í gúmbelgjum, sem rúma 320 til 1000 smálestir hver, en belgir þessir eru dregn- ir aftan í öðrum skipum og dælt í þá og úr þeim aflanum. Þá má geta þess, að unnið er af miklu kappi hjá Rannsóknarstofu Fiski- félags íslands, með dr. Þórð Þor- bjarnarson í fararbroddi, með sinn alkunna vísindalega áhuga, Bjarni Jónsson Málverka- sýning í Hafnarfirði BJARNI Jónsson listmálari sýnir um þessar mundir um 40 lakk- málverk í Iðnskólanum í Hafn- arfirði. Er sýningin opin kl. 2 til 10 síðd. og hafa þegar nokkur málverk selzt. — Verður sýning- in opin fram að nýári. að auglýslng í útbreiddasta blaðinu borgar sig bezt. en hann er m.a. að sannprófa igeymsluþol síldarinnar í flutning um. bæði sjókælda og ísaða, með eða án salts o.s.frv. að kemur vonandi eitthvað raunhæft út úr þessum bollaleggingum og ráða- gerðum, því til mikils er að vinna. Samtímis þessu, eða í dag, 21. des. sendir Verkalýðsfélag Akra- ness út tilkynningu til útgerðar- manna svohljóðandi: ,.Fundur í trúnaðarmannaráði Verkalýðsfélags Akraness, hald- inn 19. des. 1964 samþykkti eftir ósk sjómanna- og vélstjóradeilda félagsins, að boða vinnustöðvun á vélbátaflotanuin á Akranesi frá og með 1. jan. 1965 hafi samning- ar þá ekki tekizt. Þetta tilkynn- ist yður hér með. Verkalýðsfélag Akraness.“ Ég géri ráð fyrir, að þetta verk fall sé boðað með það fyrir aug- um, að fá hærri hlut eða skipta- prósentu á bátunum. Það er leitt til þess að hugsa, að ekki skuli vera til önnur betri leið en verk- föll. til þess að knýja fram kaup hækkanir eða bætt kjör, því þeg ar allt kemur fram, þá er það staðreynd, að allir tapa á verk- föllum, og höfum við hér á Akra- nesi nærtækt dæmi, er fyrir tæpu einu ári eða í desember í fyrra, stöðvuðust allir síldarbát- arnir á bezta hluta vertíðarinnar og þar með öll vinna í lándi líka. Það er þjóðarnauðsyn að koma í veg fyrir verkföll, ef nokkur kpst ur er, og til þess hljóta að vera færar leiðir, ef málsaðilar ganga til samninga með sanngirni. Ég hygg að sjómenn á sæmi- lega útgerðum mótorbátum hér á yfirstandandi ári, séu ekki óánægðir með kjör sín, enda er hlutur þeirra alligóður, en sín- um augum lítur hver á silfrið. Til fróðleiks vil ég nefna tölur, sem tala sínu máli. Fjórir stál- bátar okkar feðga, 150-270 tonna. gerðir út á síld og þorsk að með- altali tæpa 11 mánuði. Á þeim er meðalhlutur háseta, með orlofi kr. 243.362.00, og þrír eikarbátar, 55-70 tonna, gerðir út á þorsk Oig humar í 8 mánuði, en meðalhlut- ur háseta á þeim er kr. 93.583.00. Vélstjórar hafa 50% hærri hlut og skipstjórar 100%. Einu sinni, þegar ég var að ræða um viðskipti við banka- stjóra Útvegsbankans á erfiðum tímum. þá var Jón Baldvinsson, forseti Alþýðusambands fslands. einn af þremur bankastjórum' bankans, góðgjarn og vitur mað- ur. Um þær mundir stóð yfir þrálátt og erfitt verkfall á Akra- nesi. Að viðræðum loknum, bað Jón heitinn mig að tala við sig einslega á skrifstofu sinni í bank- anum, ag ræddum við saman igóða stund um verkfallið o.fl. Um leið og við kvöddumst, bað hann mig í einlægni að gera allt, sem ég megnaði til að stuðla að því að verkfallið leystistT Og hann klappaði á öxlina á mér að skilnaði og sagði: Blessaðir reyn- ið þið að koma ykkur saman. Nú vil ég gera orð Jóns heit. Baldvinssonar að mínum og segi: Blesaðir reynið þið að koma ykk- ur saman. Gleðileg jól! Akranesi, 24. des. 1964. FOKKER Framhald af bls. 12 ins miklu auðveldari en ella — vegna þess að hreyflarnir eru þeir sömu og í Viscount. Að vísu svolítið aflmeiri enda eru þeir ekki nema tveir á Friendship 1.670 hestöfl hvor. ----w? En búkurinn á Friendship er ekki miklu minni en á Viscount — og eitt og annað í nýju vélinni er engu viða- minna en í stærri vélum: Til dæmis raflagnir. Þessi vél, sem Flugfélagið fær — og nú er verið að smíða í Hollandi — á að geta rúmað 48 farþega. Vélar af þessar gerð vega um 40.500 ensk pund fullhlaðnar. Til samanburðar má nefna, að „Douglasinn“ vegur 25.000 pund og Skymaster 67.000 pund. Harðinn á Friendship, þ.e.a.s. meðal flughraði í 20 þús. feta hæð, er 430 km. Hraði Skymaster er 335 km í 7—8 þús. feta hæð — og „Dou glasinn* flýgur með 268 km. meðalhraða. Friendship flýgur því með fast að því helmingi meiri hraða en Douglasinn — og meira en helmingi hærra að jafnaði, því Friendship er með loftþrýstu farþegarúmi eins og allar nýrri vélar. Farþeg ' arnir finna ekki jafnmikið fyr ir hæðarmuninum og í gömlu vélunum. ----** í nóvember á næsta ári verður Fokker Friendship 10 ára, því hún fór fyrst á loft árið 1955. Fyrsta vélin af þess ari gerð, sem seld var til notk unar í almennu farþegaflugi, var samt ekki afhent fyrr en í marz árið eftir — og það var írska flugfélagið Aer Ling us, sem keypti þá vél. Nú á Aer Lingus 7 slíkar vélar og þær líka vel. Það félag, sem á flestar Friendship-flugvélar, er japanska flugfélagið All Nippon Airways — og það á 25. Samtals eru nú 285 Friend ship vélar í notkun og pönt un og viðskiptavinir verk- smiðjanna eru orðnir 87 4 31 landi. Friendship hefur nú flogið 1.450.000 stundir — og það er ekki svo lítið, þegar þess er gætt, að vélin verður ekki nema liðlega hálfa klukkustund til Akureyrar. Meðal þeirra, sem mikið hafa notað Friendship, eru ná grannar okkar Norðmenn, því Braathen á 7 vélar af þessari gerð, sem hann notar í innan landsflugi. Annars eiga flug- félög, sem annast almenna far Viggó, Brandur og Gunnar í ó fullgerðum Friendship-búk í verksmiöjunum í Amsterdam. þegaflutninga, 218 Friendship því 45 eru í eigu einstakra fé- laga — og 22 í eigu ríkis- stjórna. Meðal þeirra félaga, sem hafa heila Friendship und ir forstjóra sína og gesti þeirra, eru Pepsi Cola, IBM; Iranska olíufélagið, Minnesota Mining and Mfg. Company, Oasis olíufélagið í Libyu, Reynolds tóbaksfyrirtækið og Westinghouse, sem á tvær vél ar. United States Steels á þrjár slíkar, auðvitað allar með „lúxus“ innréttingu. Stærsta hluta Friendship- véla í eigu ríkisstjórna, eiga Hollendingar sjálfir, því flug her þeirra hefur 12 slíkar í notkun. Flugherinn í Sudan á 4, flugherinn á Filippseyjum eina — og Iranskeisari hefur líka eina fyrir sig og sitt skyldulið — svo fátt eitt sé nefnt. Og öllum líkar þeim vel við Friendship. ---- Ekki er hagt að ljúka þess um greinarstúf án þess að láta það fljóta með, að Fokker Friendship er sama vélin og Fairchild í AmeríkU. Þegar Fokker ákvað að hefja fram- leiðslu Friendship í stórum stíl — og jafnframt að reyna að ná fótfestu í Ameríku — var leitað til ýmissa flugvéla- framleiðenda vestra: Þeim boðið að framleiða Friendship fyrir. Ameríkulönd, ef þeir léðu Fokker eitt og annað, sem þá skorti þá stundina. Bæði Boeing og Douglas voru meðal þeirra, sem ekki höfðu trú á fyrirtækinu, en Fairchild óskaði að taka verk efnið að sér, þegar það fyrir- tæki fékk veður af málinu. Framleiðir Fairchild og selur flugfélögum ög öðrum í öll- um löndum Ameríku að Brazi líu einni undanskilinni, en þar hafði Fokker komið sér upp dótturfyrirtæki áður — og var fært um að annast sölu starfsemina sjálft í því landi. Ekki alls fyrir löngu var haf in framleiðsla á örlítið stærri Fairchild, hálfum öðrum metra lengri en þeim fyrri — og var nýja vélin auðvitað kölluð Long Friendship. Og nú er Fokker að hefja framleiðslu á tveggja hreyfla þotu, sem á að geta borið 65 manns — og verður nefnd Fellowship. Hún er smíðuð fyrir stuttar og meðallangar flugleiðir eins og Friendshp, — og er væntanlega ætlað að taka að einhverju leyti við af Friendship, þegar stundir líða fram. En Brandur Tómasson og félagar hans verða senni- lega ekki spurðir ú.t úr um Fellowship fyrst um sinn. Khanh hcrshöfðingi gagnrýnir Bandaríkin Saigon, 23. des. — (NTB-AP) BANDARÍKJAMENN hafa sett það skilyrði fyrir aukinni aðstoð við stjórnarherinn í Suður-Víetnam, að þjóðarráð- ið, sem leyst var upp í stjórn- arbyltingu hersins á sunnu- daginn, verði stofnað aftur. Khanh hershöfðingi, fyrrv. for- sætisráðherra, sem hafði forystu fyrir byltingarmönnum, gagn- rýndi Bandaríkjamenn í dag fyr- ir að setja hershöfðingjunum, sem nú hafa öll völd í landinu í sínum höndum, þetta skilyrði. Khanh gagnrýndi éinnig stefnu Bandaríkjanna varðandi Suður- Vietnam í heild. Fregnir herma, að á fundi hershöfðingjanna í dag, hafi Khanh lagt fram áætlun um mót- mælaaðgerðir gegn stefnu Banda ríkjanna. Ekki var ljóst hve mik- ils stuðnings þessi áætlun naut meðal hershöfðingjanna. Áreiðanlegar heimildir herma, að Khanh hershöfðingi vilji nú gera innrás í Norður-Vietnam með aðstoð Bandaríkjamanna og segi, að vilji Bandaríkjamenn ekki fallast á það, muni Suður- Vietnam hætta að þiggja aðstoð þeirra. Stjörnuljós lítil og stór. BENGAL eldspýtur og blys 3 stærðir. Kínverjar Heildverzlun EIRÍKS KETILSSONAR Garðastræti 2 — Sími 23472.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.