Morgunblaðið - 29.12.1964, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.12.1964, Qupperneq 18
18 MORGU NBLAÐIÐ r Þriðjudagur 29. des. 1964 FRIÐRIKKA SÆMUNDSDÓXTIR lézt að heimili sínu á Esfciíirði 25. þessa mánaðar. F. h. aðstandenda. Ingólfur Hallgrímsson. Faðir minn og afi okkar, JÓN JÓNATANSSON, frá Hjörsey, lézt að Eliiheimilinu Grund 27. desember. Margrét Jónsdóttir og böm. Móðii mín og tengdamóðir, ÁSLAUG JÓHANNSDÓTTIR, Guðrúnargötu 3, andaðist þann 25. þ. m. — Valgeir Sigurðsson, Guðmanda Friðriksdóttir. Faðir okfcar, GUNNL.AUGUR JÓHANNESSON, frá Borgarfirði eystra, andaðist að Elii- og hjúkrunarheimfl- inu Grund 22. desember. Jarðarförin fer fram þriðjudag- inn 5. janúar kl. 1,30 frá Fossvogskirkju. Fyrir hönd vandamanna: Bjamveig Gunnlaugsdóttir, Fanney Gunniaugsdóttir. Unnur Gunnlaugsdóttir. Faðir okkar ARI STEFÁNSSON Reykjavík lézt í Borgarsjúkrahúsinu að morgni aðfangadags 24. des. sl. Petra Aradóttir, Ragnheiður Aradóttir, Guðrún Aradóttir, Kristbjörg Aradóttir, Anna Aradóttir. Útför RÓSU GUÐMUNDSDÓTTUR, frá Seyðisfirði, er ákveðin miðvikudaginn 30. desember frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 2 síðdegis. Jarðsett verður í Foss- vogskirkjugarði. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á iiknarstofnanir. Ingvar Gíslason, böra og tengdaböm. Móðir okkar, HUfF ÞORVALDSDÓTTIR HANSEN, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag þriðjudaginn 2Ö. desember kl. 13,30. — Blóm vinsamlega afþökkuð. Katrin og Georg Hansen. Amma okkar, ÞÓRUNN JÓNSDÓTJTR, sem lézt 23, désember að Elliheimilinu Grund, verður jarð- sett miðvikudaginn 30. þ.m. frá Dómkirkjunni í Reykjavik ki 2 e h. — Þórunn Jónsdóttir. Magnús H. Jónsson. ólafur G. Jónsson. Móðursystir mín, SALVÖR ÓI.AI SDÓTTIR, verðUr jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. þ. m kl. 1,30. — Hrefna ólafsdóttir. Maðurinn minn og faðir okkar, SÆMUNDUR JÓNSSON, Einarshúsi, Eyrarbakka, lézt á sjúkrahúsinu á Selfossi 25. des. Jarðarförin fer fram frá Eyrarbafckakirkju þriðjudaginn 29'. des. kl. 13,30. — Þuríöur Björnsdóttir, Vilborg Sæmundsdóttir, GuÖrún Sæmundsdóttir. Bróðir okkar og mágur, KRISTJÁN JÓNSSON, andaðist að heimili sjnu Klapparstíg 31, 22. þ.m. Jarðarför- in fer fram frá Fossvogskirkju mánud. 4. jan. kl. 1,30 e.h. Jakob Jónsson, Þorsteinn Jónsson, Birgitte Jónsson, Björgvin P. Jónsson, Hulda G. Sigurðardóttir. ■mm ■ Gunnar Guðbjartss on : Hverra breytinga er þörf í skóla- og fræðslumálum sveitanna GÓMUL og ný sannindi eru það, að „heimskt er heimaalið barn“. Heimiiin voru þó um margar aldir skóli þjóðarinnar, sá eini sem fræddi ’bæði um bókleg o verkleg efni og fullnægði fyrri tíma þörfum hennar í þessum efn um. íslendingar hafa líka jafnan sótt ýmiskonar þekkinigu til ann- arra þjóða. Frumbyggjar iands- ins áttu frændur og vini meðal allra nágranna þjóðanna og héldu vináttu og menningar- tengsl við þá allan þjóðveldistím ann. Um margar aidir sóttu fs- lendi.ngar alia framhaldsmennt- un sina til annarra þjóða og þó mest til Danmerkur, enda lágu leiðir allar þangað og öll tengsl okkar við Dani gerðu það eðli- legt. Menntaðir menn urðu em- bættismenn þjóðarinnar, búsettir í sveitum og fluttu með sér áhrif, sem síuðust síðan út í þjóðlífið.. Nú er öidin önnur. Embættis- mennirnir eru búsettir í þéttbýl- inu. Æskufólk sækir samt skóla í mörg lönd og þjóðin hefur kynni af áður lítt þekktum lönd- um og þjóðum. Við lifum á öld tækni og visinda. Síðan síðari heimstyrjöldinni lauk, hafa orð- ið mjög örar breytirngar í þeim eínu.m. svo örar að gjörbreyting- ar, sem nálgast byltingu hafa orð ið á hugmyndum manna urn framtíðarmöguleika. Runnin er atómöld. Sú öld gerir miklar þekkingarkröfur til allra manna í hvaða stétt sem þeir starfa. Starf bændanna er alltaf að verða fjölbreyttara og vandasam ara með hverju ári. Fóiki fækkar líka sífellt í sveitum og starfið gerir því meiri kröfur til hvers einstaklings en áður. Bóndinn þarf að vera fjöl- menntaður, til að kunna full skil á áhrifum fóður og áburðarefna og til að geta farið þannig með þau að verðgildi þeirra skili sér aftur í auknum afrakstri búsins. Hann þarf að vera tæknimenntað ur til að geta valið beztu gerðir véla til bústarfa og kunna með þær að fara. Hann þarf lika að kunna áttaskil í hagfræðilegum efnum, svo hann rati þá ieið í búskapnum, sem skilar beztum arði. Þessar þekkingarkröfuT eru vaxandi með hverju ári sem líð- ur. En á sama tíma er nær kyrr- staða í skóiamálum sveitanna. Enn er víða farkennsla eins og var fyrir 50 árum og í mörgum héruðum er eniginn ungiinga- skóli. Því er víða ekki hægt að fuiinægja nær '20 ára gömium lagaákvæðum um skyldunám ung linga. Og tiltöluiega lítill hluti sveitaunglinga heldur áfram námi eftir að skyidunámi lýkur og þeir fáu sem það gera fara oftast al- farnir úr sveitunum, til þess að afla sér fjár til námsins og koma ekki aftur þanigað til starfa. Þetta er óviðunandi ástand og ósam.boðið nútíma menningar- þjóð. Allir þegnar verða að hafa jafnrétti til náms og þekkingar. En hvemiig á að breyta þessu? Svar mitt er: 1. Lífskjör þjóðfélagsstéttanna verða að vera jöfn, hvort sem 'búið er í sveit eða þéttíbýli. 2. Byggja verður skólahús í sveitunum svo fullnæ.gt verði skyldunámi barna og ungiinga við sæmilegar aðstæður. 3. Taka ber upp námsstyrkja- kerfi og veita námsstyrki öllum nemendum, sem þurfa að dvelja fjarri foreldrahúsum við nám. Slíkir námsstyrkir eiga ekki að- eins að ná til sveitaunglinga heid ur og annarra unglinga, sem ekki geta daiglega gengið í framhalds- skóla að heiman. 4. Komið verði upp héraðs- skólum eða miðskólum í öllum héruðum. í sumum héruðum myndi nægja að bygigja heima- vistir við skólana í bæjunum. 5. Byggðir verði menntaskólar Eg þakka öllum er sýndu mér hlýhug með gjöfum, skeytum og heimsóknum á 75 ára afmæii mínu 23. des. — Oska ykkur öllum gleðiiegs nýárs. Guð blessi ykkur öll. Guðbjartur Ásgeirsson, Lækjargötu 12, Hafnarfirði. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu ÞORBJARGAR ÁSGRÍMSDÓTTUR Fyrir hönd vandamanna. Laufey K. Björnsdóttir, Hi'lbert J. Björasson, Bjarai Kr. Björnsson, Ásgrímur S. Björasson, Björn K. Björnsson, SignrSur G. Björnsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu, móður og dóttur BRYNDÍSAR BÖÐVARSDÓTTUR kennara, Grænumýri 15, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Björgvin Jörgensen, Böðvar Björgvinsson, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Margrét Björgvinsdóttir, Margrét Jónsdóttir. Innlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför RÓSU SIGRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR Vandamenn. í hverjum landsfjórðungi. Jafnframt þessu verði allt fræðsiukerfið tekið til gaigngerðr ar endurskoðunar og breytinga að hætti nágrannaþjóða okkar og því breytt til samræmis við þarf ir hins nýja tíma. Þá verði m.a. sérfræðiskólar eins og bænda- skólar oig húsmæðraskólar felld- ir inn í fræðslukerfið og námstil högun breytt í samræmi við þá breytingu og kröfur tæknialdar. Einhver lesandi kann að spyrja hvort alit þetta myndi ekki leiða til þess að ennþá færra ungt fólk settist að í sveitum en nú er. Við getum ekki vænzt þess að íslenzkur landbúnaður né heidur íslenzkt þjóðiíf aimennt blómstri í einangrun eða vegna almenns þekkingarleysis. En hins er að vænta að velmenntuð bændastétt, eins og vel menntuð þjóð, lyfti atvinnuvegi sinum til nýs og auk ins gengis. Þekking eykur mönn- um áræði að reyna nýjungar og gefur mönnum vald á fieiri mögu leikum. Æskufólk elskar ekki iandbúnaðinn og sveitirnar af þvi að það kunni ekki skil á öðru, heldur af því að í samskiptunum við lifandi náttúru, búfé og jörð. fær það rýmri athafnamögu- leika en víðast annars staðar og það eygir þar nýja og aukna þroskamöguleika sé beitt þekk- ingu nýjustu vísinda og véltækni. Eitt er líka nauðsynlegt, að hin fjölmenna íslenzka embættis- mannastétt framtíðarinnar verði ekki eingöngu skipuð fólki, sem alizt hefur upp í þéttbýli Reykja- víkur. Þar þarf dreifbýlið líka að eiga sína fulltrúa. sem þekkja til lífskjara og aðstæðna þess og skilja viðhorf þeirra, sem sækja sjóinn og yrkja jörðina. Nauðsyn legt jafnvægi þarf að ríkja I þessu sem öðru. Þær breytingar í skóla og fræðslumálum, sem hér er rætt um, munu vafaiaust kosta allmik ið fé. En menntun, sérstaklega sérfræðileg verkmenntun er ald- rei of dýru verði keypt. Hún skil- ar sér aftur í vaxandi framleiðslu og auknum þjóðartekjum. AUar nágrannaþjóðir okkar hafa gert eða eru að gera ráð- stafanir í fræðslumálum, sem ganga í svipaða átt og hér er rætt um. Allmikið hefur verið rætt um nauðsyn breytinga á fræðslu- lögtgjöf okkar ísiendinga almennt, en minna og afltof lítið um það misrétti sem sveitafólkið býr nú við í þeim efnum. Fyrsta sporið til úrbóta er að leiðrétta það misrétti. Þar dugar ekki umtalið eitt. Alþingi og stjórnarvöld verða að taka það raunhæfum tökum til úrlausnar. Þegar að því kemur vænti ég þess að ekki standi á skilningi og stuðningi sveitafólksins. Framtíðarheill þjóðarinnar, saga hennar og menning, er að verulegu leyti bundin því, að hlúð verði að frumrótunum, sam skiptum fólksins við landið oig náttúruöflin. Fólkið, sem það hlut verk vinnur má ekki setja á ann- an bekk, sem annars flokks þjóð- félagsþegna í menningarmáluim. Urbætur í þessum málum rnega því ekki dragast. Gunnar Guðbjartsson. Malflutningsskrifstoía JON N. SIGURDÖSON Sími 14934 — Laugavegi 10 Aki Jakobsson hæstaréttarlögmaður Símar 15939 og 34290 Austurstræti 12, 3. hæð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.