Morgunblaðið - 29.12.1964, Page 27
MORCUNBLAÐIB
27
Þriðjudagur 29. des. 1964
Óvenju margt skipa var í Reykjavíkurhöfn um jólin. Þessi mynd var tekin í austur frá Hafnar-
húðum á annan dag jóla. (Ljósm. Mbl.: Sv. >.)
— Verkfall
Frh. af bls. 28
— Hr'ib og
hvassviðri
Framhald af bls. 28
að hér hafi verið um versta
ástand að ræða, sem skapazt
hefur af þessu tagi í mörg
ár.
Fært í Kópavog
Síðustu fréttir frá lögreglunni
í Reykj.avík hermdu, að tekizt
hefði að opna leiðina suður í
Kópávog og losa þá bíla, sem
voru fastir á leiðinni þangað og
að 'verið væri að ryðja leiðina
suður í Arnarnes, en þar voru
tugir bíla fastir og sumir mann-
lausir. Stóðu vonir til þess að
losa mætti þessar bifreiðar og
opna leiðina suður í Hafnarfjörð.
Samkvæmt frásögn lögreglunn
ar í Kópavogi tókst að halda
uppi umferð að nokkru leyti inn-
anbæjar, enda var snjóléttara á
Reykjanesbraut þar en viða ann-
ars staðar. Einnig var kröftugur
snjóhefill stöðugt önnum kafinn
við það að halda helztu leiðum
þar opnum.
Aðstoðarleiðangur frá Hafnar-
firði.
Seint í gærkvöldi hafði ekki
enn tekizt að opna leiðina frá
Hafnarfirði inn í Arnarnes. Lög-
reglan í Hafnarfirði hafði þá sent
Rifið innan úr lúkarnum í bv.
tvo bíla mannaða lögregluþjón-
um og sjálfboðaliðum til aðstoð-
ar fóiki, sem var á smábilum.
Átti að reyna að greiða fyrir
strætisvögnum með ýtum frá
Vegagerð ríkisins, og fólk úr
smábílum var flutt að nokkru
leyti yfir í strætjsvagná, því að
miklu erfiðara var acS greiða fyr-
ir smábílum, þar eða víða þurfti
að bera þá til í fönninni til þess
að losa þá.
Bílar fastir á götum borgarinnar.
Frá Slýsavanrafélagi íslands
voru hjálparflokkar að verki
með bifréið til aðstoðar fólki,
sem víða var teppt í bif-
reiðum í úthverfum og
beðið var um aðstoð til handa
fólki jafnvel inni í sjálfri Reykja
vík. I sumum hverfum var á-
standið þannig, að við hverja
götu voru fleiri eða færri bif-
reiðir fastar í snjónum.
Björgunarfélagið Vaka hf. hélt
uppi aðstoðarstarfsemi og sinntu
starfsmenn þaðan milli 50—60
útköllum. Gátu þeir hvergi nærri
fullnægt þeim beiðnum, sem
þangað bárust. Um miðnættið var
enn ekkert lát á aðstoðarbeiðn-
um þangað.
Slysavarðstofan skýrði frá því
seint í gærkvöldi, að þá hefðu
ekki orðið nein slys af völdum
umferðarvandræðanna, svo að
vitað væri.
haldið hefði einn fund áður, hinn
18. desember. Ekki kvaðst Jón
vera mjög bjartsýnn á, að samn-
ingar tækjust fljótlega.
Kristján Ragnarsson, fulltrúi
hjá LÍÚ, sagði blaðinu, að vart
hefði orðið við þann misskilning,
að útgerðarmenn hefðu boðað
verkfall á síldarflotanum, en svo
væri ekki. Hins vegar hefðu út-
vegsmenn sagt- upp síldveiðisamn
ingum í þrem verstöðvum af níu,
en sjómenn hefðu hins vegar boð
að þau verkföll, sem boðuð hafa
verið frá áramótum.
Kristján sagði, að vertíðar-
samningar væru nú aðeins í gildi
í Vestmannaeyjum og Austfjörð-
um, en síldveiðisamningar væru
hins vegar í gildi í Vestmanna-
eyjum, á Austfjörðum, Norður-
landi og Vestfjörðum.
Þá sagði Kristján, að útvegs-
menn hefðu orðið fyrir miklum
útgjöldum vegna júnísamkomu-
lagsins þótt þeir væru ekki bein-
ir aðilar að því, en hefðu hins
vegar gert ráð fyrir að hafa
vinnufrið á meðan það samkomu
lag gilti, enda á þá lagður launa-
skattur og orlofshækkun með
væntanlegum orlofslögum, en
þessir tveir liðir næmu tug-
milljóna króna útgjöldum á ári
fyrir útgerðina.
Þá tók hann fram, að útgerðar-
menn telji, að engin sú breyting
hafi átt sér stað er geri þeim
kleift að greiða stærri hluta af
afla bátanna til sjómanna, held-
I ur væri útvegsmönnum og sjó-
mönnum sameiginlegt að fá
hærra verð fyrir fiskinn til þesa
að mæta auknum útgjöldum.
Simahapp-
drættið
DREGIÐ var í símahappdrættl
Styrktarfélags lamaðra og fatl-
aðra á Þorláksmessu. Hæsti vina
ingurinn, Volvo Amazon bíll,
kom á miða nr. 38458, sem María
Helgadóttir, Kleppsvegi 26, hafði
keypt. Annar aðalvinnigur, Völka
wagen-bíll, kom á óseldan Hafn
arfjarðarmiða, nr. 51231.
Fiskibátur tekiuu
við Inp;ólfshöfða
VARÐSKIPIÐ Ægir tók Vest-
mannaeyjabát að meintum, élög-
legum veiðum undan Ingólfs-
höfða aðfaranótt mánudags. Bát-
urinn er Leó VE 400, 94ra tonna
bátur. Samkvæmt mælingum
varðskipsmanna var hann tvær
sjómílur fy ir innan fiskveiða-
mörk. Málið verður tekið fyrir í
Vestmannaeyjum.
Marz í gær. — (Ljósm. MbL: Ól. K. Mag.).
Eldur í bv Marz
vegum í nágrenni Reykjavíkur.
Hvít jol nema á Suð-Austurlandi
KL. 20:14 í sunnudagskvöld var
slökkviliðið kvatt að bv. Marz,
sem lá við Togarabryggjuna í
Keramik- og batik-
sýning í Callery
SÝNING þeirra Sigrúnar Jóns-
dóttur og Hedi Guðmundsson á
keramik-munum og batik-vefn-
aði í Gallery 16 á Klapparstíg
16 verður framlengd til áramóta
vegna áskorana, en annars átti
henni að ljúka á Þorláksmessu.
Sýningin hefur vakið mikla at-
hygli, talsvert selzt og margar
pantanir borizt á sérstökum hlut
um.
Leitfrétting
í GREININNI „Um Skattalög"
eftir Þormóð Runólfsson, sem
'birtist í blaðinu 19. desember sl.,
urðu tvær villur.
í greininni stendur: ..Frádrátt-
ur samkvæmt skattalögum er kr.
2.700“, en á að vera kr. 27. þús-
und.
Þá segir: „Ég reikna ferða-
kostnað í sambandi við þetta kr.
25 þúsund“, en á að véra 2.500
krónur.
Reykjavíkurhöfn, en tæpum
tveim tímum siðar átti skipið að
fara á veiðar. Eldurinn var í lúk
ar og erfitt að komast að hon-
um vegna hita og reykjar. —
Reyndu slökkviliðsmenn fyrst að
komast reykgrímubúnir niður, en
urðu frá að hverfa. Um tvær
klukkustundir tók að slökkva
eldinn að fullu. — Allmiklar
skemmdir urðu á skipinu, og mun
taka nokkra daga að gera við
þær. Orsakir eldsins voru ó-
kunnar.
Messúvíni stolið
úr Stokkseyrar-
kirkju
NÓTTINA milli annars og þriðja
í jólum var brotizt inn í kirkj-
una á Stokkseyri, og messuvín-
inu öllu stolið úr altarinu. Annað
var látið vera óhreyft.
Þjófurinn gat opnað ytri
kirkjudyrnar, því að þær munu
hafa verið hviklæstar. Úr for-
dyrinu komst hann upp á loft og
fram á svalir. Síðan hefur hann
látið sig síga fram af þeim, hald
ið rakleitt að altarinu og tekið
messuvínið. Sömu leið komst
hann ekki út, svo að hann braut
innri kirkjudyrnar.
^ Málið er í rannsókn. „
SAMKVÆMT frásögn veður-
stofunnar voru hvít jól nema í
Austur-Skaftafellssýslu og syðst
á Austfjörðum. Þar var auð jörð
á aðfangadag.
Á aðfangadag gekk norðanátt-
in niður og veður varð stillt og
bjart um allt land á jólanótt með
5—18 stiga frosti. Kaldast var á
Þingvöllum, 18 stiga frost. I A-
Skaftafellssýslu og syðst á Aust-
fjörðum var auð jörð en nokkur
snjór í öðrum landshlutum, en
þó ekki svo mikilt, að hann stöðv
aði samgöngur.
Á jóladag var suðaustanátt og
nokkur snjókoma á Vesturlandi
fram eftir degi, en á annan ú jól-
um var komin norðan átt um
allt land með 1—8 stiga frosti.
Þá var snjókoma á Austfjörðum
og. Norðausturlandi en hrein-
viðri sunnanlands.