Morgunblaðið - 13.01.1965, Side 12
12
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvlkudagur 13. januar 1963
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Á=,'’'iftargjald kr. 90.00
1 lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Símí 22480.
á mánuði innaníands.
5.00 eintakið.
VIÐ FRÁFALL
THOR THORS
ITið dauða Thor Thors
* sendiherra, hefur ís-
lenzka þjóðin misSt einn af
sínum beztu og mikilhæfustu
sonum. Andlátsfregn hans
kom óvænt, örfáum dögum
eftir að bróðir hans Ólafur
Thors fyrrverandi forsætisráð
herra féll frá. Má því segja
að skammt sé stórra högga á
milli í garð ættar þeirra.
★
Mikill mannskaði er að
Thor Thors. — Hann var
afburða námsmaður í æsku,
gerðist athafnasamur í at-
vinnu- og félagsmálum þegar
á unga aldri, var ungur kos-
inn á þing fyrir Snæfells- og
Hnappadalssýslu og naut stöð
ugt vaxandi trausts og álits
meðal þjóðar sinar, meðan
hann tók þátt í stjórnmála-
baráttunni hér heima.
En það varð höfuðhlut-
skipti hans í lífinu að vinna
fyrir land sitt og þjóð á er-
lendum vettvangi. Thor Thors
dvaldist mikinn hluta starfs-
ævi sinnar fjarri fósturjarðar
ströndum, þar sem hann
gegndi mikilvægum störfum
á sviði íslenzkra utanríkis-
mála. Þar nutu hinir óvenju-
legu hæfileikar hans sín í rík-
um mæli. Það kom í hans hlut
að vinna að lausn margra stór
mála fyrir hönd íslands og ís-
lenzku þjóðarinnar. Á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna,
þar sem hann var frá upphafi
fulltrúi íslands, reyndist hann
farsæll og glæsilegur fulltrúi.
★
Fyrir allt þetta þakkar ís-
lenzka þjóðin nú þegar þessi
mikli hæfileikamaður og
glæsimenni er allur. Höfuð-
einkenni Thor Thors sem
stjórnmálamanns var frjáls-
lyndi hans og víðsýni, ásamt
einlægri löngun til þess að
láta gott af sér leiða fyrir
land sitt og þjóð. Sem dipló-
mat í fjarlægum löndum
kom hann fram af lægni og
festu, sem oft reyndist mál-
stað lands hans drjúg til giftu.
Það er hörmulegt að sjá á
bak þessum góða dreng og
mikilhæfa manni á góðum
starfsaldri. En sárust er þó
sorg og söknuður ástvina hans
sem mest hafa misst við frá-
fall hans. Morgunblaðið flyt-
ur hinni ágætu konu hans,
frú Ágústu Thors, börnum
þeirra og öllum ástvinum og
skylduliði innilegar samúðar-
kveðjur.
SKÓLARNIR OG
VIÐREISNAR-
STJÖRNIN
k fjárlögum ársins 1958, sem
var síðasta valdaár vinstri
stjórnarinnar, voru veittar
14,3 milljónir króna til bygg-
inga barnaskóla, gagnfræða-
skóla, húsmæðraskóla og iðn-
skóla í landinu..
Á valdaskeiði Yiðreisnar-
stjórnarinnar hafa framlög
til þessara nauðsynlegu menn
ingarstofnana hækkað stór-
kostlega frá ári til árs. Á fjár-
lögum ársins 1965 er t.d. lagt
til að framlög til þessara skóla
bygginga verði 119,2 milljón-
ir króna.
Þessar tölur gefa nokkra
hugmynd um eina af orsökum
þess að fjárlög hafa hækkað
verulega síðustu árin. Aldrei
hefur meira fé verið varið til
skóla, menningarmála, vís-
inda og lista en á valdatíma-
bili Viðreisnarstjórnarinnar.
Geysilegar framkvæmdir
hafa verið unnar á þessu
sviði. Aðstaða æskunnar til
skólanáms hefur verið stór-
bætt um land allt. Bar og til
þess brýna nauðsyn þar sem
skólarnir voru víða óvistlegir,
kaldir og gamlir kumbaldar,
sem engan veginn voru aðlað-
andi, hvorki fyrir æskuna né
kennarana, sem annast
fræðslu hinnar uppvaxandi
kynslóðar.
í þessu sambandi má einn-
ig minnast þess, að aðstaða
Kennaraskólans hefur verið
stórbætt þar sem hann hefur
fengið stóra, nýja og glæsilega
byggingu til afnota. — Jafn-
hliða hafa launakjör kennara
verið mikið bætt, þannig að
auknar horfur eru nú á því
að nokkuð rætist úr hinum
tilfinnanlega kennaraskorti,
sem gert hefur vart við sig
undanfarin ár.
SAMSTARF
HEIMILA
OG SKÓLA
ví fé er vissulega vel var
ið sem veitt er til þess
að byggja fyrir nýjar, fagrar
og heilsusamlegar mennta-
stofnanir. En auðvitað má
segja að góð og falleg skóla-
hús séu ekki einhlýt til þess
að tryggja menningarlegt
uppeldi þjóðarinnar. Mest
veltur á því að það starf sé
vel unnið og samvizkusam-
Hans Deutsch - evrópskur
hugsjónamaðurog svikari?
HANS DEUTCH, lögfræðing-
ur frá Vínarborg, sérhæfði sig
í að fjalla um bótakröfur
Gyðinga. Hann var einnig
ákafur talsmaður Evrópu-hug
sjónarinnar og stofnaði m.a.
sjóð við háskólann í Basel til
að verðlauna þann rithöfund,
sem hafði unnið hugsjóninni
mest gagn ár hvert.
Forseti Austurríkis skipaði
Deutch heiðursprófessor og
forsætisráðherra ísraels og
utanríkisráðherra Austurríkis
litu á hann sem vin sinn.
En svo var hann handtek-
inn. Þýzkir lögreglumenn um-
kringdu hann, er hann var á
leið upp tröppur f jármálaráðu
neytisins í Bonn. Hann bíður
nú réttarhalda, en þau hefj-
ast, þegar unnið hefur verið
úr sönnunargögnum, sem fund
izt hafa gegn honum.
• KRAFÐIST TVEGGJA
MILLJARÐA
Deutseh er sakaður um að
hafa svikið, sem nemur tæp-
um 200 millj. ísl. kr., út úr
vestur-þýzku stjórninni vegna
svonefnds Hatvany-máls oig
ætlað sér að nó enn stærri
uppihæð í sambandi við sama
mál. Hann fékk að vísu ekki
alla þessa peninga, því að
hann hafði tekið að sér að
fjalla um málið fyrir erfingja
Hatvanys baróns frá Búda-
pest og samningúm við þá,
gerði hann ráð fyrir að fengi
tæpan helming peninganna í
umboðslaun.
Upphaflega krafðist Deutch
að Vestur-iþýzka fjármálaráðu
neytið greiddi, sem svarar
rúmlega 2 milljörðum ísl. kr.
í bætur fyrir rán, sem hann
sagði, að nazstar hefðu fram-
ið í málverkasafni Hatvanys
baróns á árum heimsstyrjald-
arinnar.
En þýzka stjórnin snerist
öndverð gegn þessum kröfum
og Deutsöh slakaði til, og það
undrar engan, ef gert er ráð
fyrir að vestur-þýzka lögregl-
an hafi rétt fyrir sér, er hún
heldur því fram, að nazistar
hafi aldrei rænt safn Hatvan-
ys. -
• 37. MÁLIÐ
Þetta mál þykir koma fram
á mjög óhentuigum tíma fyrir
vestur-þýzku stjórnina. Hún
verður að ákæra Deutsdh með
an Gyðingaleiðtogar gagnrýna
Vestur-Þjó'ðverja harðlega og
segja, að þeir reyni að koma
sér undan því að greiða fórn-
arlömbum Hitlers bætur.
Ef ákærurnar á hendur De-
utsch eru sannar, hefur hann
ekki aðeins svikið nafn Isra-
els, heldur einnig þá, sem lagt
(hafa mikið á sig til að eyða
hleypidómum þýzku þjóðar-
innar.
Deutsch aflaði sér frægðar,
sem fulltrúi einnar greinar
Rotohild-ættarinnar, í' kröf-
um hennar um bætur og mála
lokin ur'ðu henni mjög hag-
kvæm. Deutsdh var síðan lög
fræðingur Gyðinga í 36 slík-
um málum, sem hann vann
oftast og þessir sigrar hans
tryggðu honum hærri þluta
bótaupphæðanna að launum.
Fyrir mörg mál fékk hann
frá 30% til 50%. upphæðanna.
Havatny májið var það um-
fangsmesta, sem Deutsdh tók
að sér, en nú bendir allt til
þess að það veúði honum að
falli.
• BARÓNÍNN GERÐI
ENGAR KRÖFUR.
Havatny fjölskyldan var
mjög efnuð fyrir heimsstyrj-
öldina. Hún bjó í Ungverja-
landi og græddi mikið á syk-
uriðnaðinum. Hatvany barón,
sem iézt í París 1958, átti stór
kostlegt málverkasafn í húsi
sínu í Búdapest, þar á meðal
verk eftir Degas og Renoir.
Erfingjar hans, kona og þrjár
dætur, fóru í mál strax eftir
lát hans og kröfðu vestur-
þýzku stjórnina um bætur
fyrir málverkasafnið, en bar-
óninn sjálifur hafði aldrei gert
neitt því líkt og þykir það
m.a. styðja þá skoðun v.-
þýzku lögreglunnar, að miál-
verkunum hafi aldrei verið
rænt. Deutsch hefur verið lög
fræðingur mæðgnanna frá
1961. Hann hélt því fram, að
sveit nazista, undir forystu
SS-ihershöfðingja, hefði rænt
safni Hatvanys í júlí 1944.
• MEINSÆRI OG MÚTUR
Til þess að styðja mál sitt,
fékik hann Friedrich Wilcke,
sem var SS-maður, en er nú
sokkaframleiðandi, til að
skýra frá því að hann hefði
tekið þátt í ráninu.
'Lögreglan hefur nú hand-
tekið Wilcke, sakað hann um
meinsæri og að þiggja mútur.
Á meðan rannsókn Hatvany
málsins hefur staðið, hafa mál
verk úr safni barónsins, sem
talin voru glötuð um alla
framtfð, fundizt í málverka-
söfnum í Frakklandi og Sviss.
Ein af dætrum Hatvanys fór
þess skyndilega á leit við fjár
málaráðuneyti Vestur-þýzka-
lands, skömmu eftir að fyrri
hluti bótanna hafði verið
greiddur mæðgunum, að ráðu
neitið kæmi í veg fyrir að
bankinn greiddi Deutsdh ávís-
un, sem þær höfðu sent hon-
um og voru hlutinn, er hann .
átti að fá af bótaupphæ'ðinni.
Ráðuneytið hringdi, í bank-
ann, en það var um seinan.
Tveimur klukkustundum áður
hafði Deutsoh komið, tekið
peningana og lagt þá inn á
banka í Sviss.
• ÁBENDINGAR FRÁ
ÍSRAEL OG GYÐING-
UM í ÞÝZKALANDL
Mikilvægustu ábendingarn-
ar um, að ekki væri allt með
felldu í Hatvany-miálinu, bár-
ust vestur-þýzkum yfirvöld-
um frá lögfræðingafélaginu í
ísrael og Gyðingum búsettum
í Þýzkalandi.
Á me'ðan þessar ábendingar
voru að berást, settist Hatv-
any-fjölskyldan að í Sviss, en
þýzka lögreglan reynir nú að
fá heimild til að krefjast þess,
að mæðgurnar komi til Þýzka
lands til að bera vitni, en
verði refsað ef þær komi ekki.
Þýzka lögreglan segir það
staðreynd, að málverk Hat-
vanys hafi verið óhreyfð í
banka í Ungverjalandi, með-
an Þjóðverjar hersátu landið
og gömul bréf, skrifuð af bar-
óninum, virðast benda til
þess, að Rússar hafi tekið safn
ið,. en baróninn fengið að
hafa nokkur málverk með sér
í útlegð og lifa'ð til æviloka
á því fé, sem hann fékk fyrir
þau á Vesturlöndum.
(Lauslega þýtt úr
Observer — öll réttindi
áskilin).
lega, sem unnið er innan
veggja skólahúsanna. Óhætt
er að fullyrða að við íslend-
ingar eigum marga ágæta og
dugandi kennara, sem vinna
störf sín af árvekni og áhuga.
Margt bendir hinsvegar til
þess að sjálft skólakerfið
þarfnist endurskoðunar. En
um það bil 20 ár munu nú
liðin síðan núverandi skóla-
löggjöf var sett. Var hún á
sínum tíma sniðin að veru-
legu leyti eftir norrænni'
skólalöggjöf. Nú eru hafnar
umræður um það að sam-
ræma enn meira norræna
skólalöggjöf, og mun það mál
m.a. koma til umræðu á næsta
fundi Norðurlandaráðs hér í
Reykjavík.
Kjarni málsins er að íslend-
ingar verða eins og aðrar
þjóðir að leggja mikla rækt
við skóla sína og hafa vak-
andi auga með framkvæmd
þeirrar löggjafar, sem þá gild-
ir á hverjum tíma. Fullkom-
in skólalöggjöf tryggir út af
fyrir sig ekki góðan skóla.
Það er sjálft starfið innan
veggja skólanna og samstarf
skólanna við heimilin í land-
inu, sem mestu máli skiptir.
Á samstarf heimila og skóla
ber tvímælalaust að leggja
mjög aukna áherzlu í frarntíð-
inni.