Morgunblaðið - 13.01.1965, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 13. janúar 1965
MORGUNBLAÐIÐ
23
Bílddælingar koma
ekki sjúkum á spítala
Bildudal, 11. janúar.
HÁLFDÁN, heiðin á milli
Xálknafjarðar og Bíldudals, hef
ur verið ófær síðan í byrjun
desember. Hreppsnefndin hefur
beðið um að heiðin yrði opnuð,
en ekki fengið því framgengt.
Á laugardaginn fóru nokkrir
jeppar yfir heiðina og mokuðu
sig áfram með skóflu, en mikill
hliðarhalli er á veginum á ca.
80 metra löngum kafla og þar
Tveir bílar til
Sauðárkróks í gær
LANGFERBiABIFREIÐ fró
Norðurleíð og olíubíll úr Reykja
vík lögð.u af stað í gærmorgun
frá Reykjavík áleiðis til Akur-
eyrar. Hafði Morgunblaðið sam
!band við Pétur Kristjónsson bif-
reiðarstjóra í gegnum talstöð
Norðurleiðarbílsins klukkan rúm
lega sjö í gærkvöldi. Rílarnir
voru þá stadidir á Svínvetninga-
toraut og var þar bjart og gott
veður. Pétur sagði, að færðin
hefði verið góð og ferðin gengið
vel. Skafrenningur var þó í
Langadai, og hann sennilega orð
inn ófær. Sagði hann, að Öxna-
dialsíheiði væri ófær og mundu
þeir því halda til Sauðárkró'ks
í kvöld. Bjóst Pétur við, að þeir
næðu þangað kl. 10 um kvöldið.
afleiðandi áhættusamt að fara
þetta.
Margir sjúklingar hafa verið
fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði
og liggur því í augum uppi nauð
syn þess að hafa veginn um
Hálfdán opinn, a.m.k. færan
jeppum. Það er skýlaus krafa
Bílddælinga að þessu verði
kippt í lag strax. — Hannes.
Akranes-
ísafjörður
AKRANESI, 12. jan. — Spurn-
ingakeppni þreyta Isfirðingar og
Akurnesingar í kvöld í félags-
heimili Karlakórsins. Af hálfu
Akurnesinga svara Þórhallur
Sæmundsson, bæjarfógeti, Ólaf-
ur Haukur Ámason, gagnfræða-
skólastjóri og Magnús Guðmunds-
son, fulltrúi. — Oddur.
■Á ELDSVOÐl
Oshima, Japan, 12. jan.
1300 manns hafa misst heim-
ili sín í eldsvoða í bænum
Moto Machi á Oshima-eyju í
Japan. Eldurinn kviknaði í
gærkvöldi í fiskverzlun og
breiddist ört út. Um 340
timburhús urðu eldinum að
bráð, og er tjónið metið á 250
milljónir króna. Ekki er vitað
til þess að manntjón hafi
orðið.
c ÍÞRÓTTIR Í
Innanhúsmót í knatt-
spyrnu annað kvöld
KNATTSPYBNUFÉL. Þróttur
efnir til innanhússmóts í knatt-
spyrnu á fimmtudags- og föstu-
dagskvöld að Hálogalandi. Til-
efnið er 15 ára afmæli félags-
ins.
Níu lið hafa tilkynnt þátttöku
sína í mótinu og verður þeim
skipt í riðla. Og þegar allir hafa
leikið við einn og einn við alia
í hvorum riðlanna, þá leika sigur
vegararnir til úrslita.
Liðin sem tilkynnt hafa þátt-
töku í þessu innanhússknatt-
spyrnumóti eru; KR, Fram, Val
ur, Víkingur og Þróttur héðan
úr bænum, Akurnesingar, Kefl-
víkingar, FH og Haukar.
Keppnin hefst kl. 20,15 bæði
kvöldin.
Frjálsíþróttanámskeið
Ármanns fyrir 12—15 ára
FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD Ár-
manns gengst fyrir námskeiði í
frjálsum íþróttum fyrir pilta á
aldrinum 12—15 ára, í leikfimi
sal Miðbæjarbarnaskóla á mið-
vikudögum kl. 8—9. Kennarar
verða Einar Hjaltason og Helgi
Helgason. Þess skal einnig getið
eð deildin gekkst fyrir samskon
ar námskeiði í haust, og var það
rnjög vel sótt. Eru þeir piltar er
það námskeið sóttu einnig vel-
komnir á þetta námskeið. Deild
in vill hvetja alla unga pilta á
þessum aldri að koma á um-
rætt námskeið. Námskeiðið mun
hefjast miðvikudaginn 13. jan.
eða í kvöld.
Stjórnin.
- ASVEL
Framhald af bls. 22.
öllu meginiandinu er mest
lagt upp úr hraðanum og gera
liðið sem samstilltast. Ég held
að ykkar leikmenn gætu —
og ættu — að tileinka sér
þessa aðferð.
— Er körfuknattleikur vin-
eæll meðal áhorfenda í Frakk
landi.
— Við fáum svona 2-3000
nxanns á leiki okkar ef um ein
hverja keppni er að ræða. Það
komast 3000 manns í húsið
sem við leikum í í Villur-
banne. Húsið er eign borgar-
yfirvaldanna |þar og í borginni
eru 120 þús. íbúar — en.marg-
ir koma annars staðar að, t.d.
frá Lyon — en ,.þar er til eitt
fallegasta íþróttahús Evrópu
sem rúmar 30 þús. áhorfendur.
— Hvað búizt þið við mörg-
um á sunnudaginn er ÍR heim
sækix ykkur.
— Ég mundi reikna með
um 2000 manns, sagði Claude
Perbet að lokum.
— Og nú mætið þið meist-
urunum Real Madrid næst?
— Það er ekki víst. Það
verður dregið um framhald
keppninnar hjá Evrópusam-
bandinu á sunnudaginn. Fyrr
vitum við ekki hverjum við
gætum mætt næst. En við höf
um einu sinni keppt við Real
Madrid — harður leikur það
og þeir unnu með 1 stigi.
— A. St.
Kort af íshrönglinu eins og það virðist vera af tilkynning-
um skipa.
Mikið ísrek við Horn
SÍÐUSTU daga hefur mikið
verið um rekís á siglingaleið
við Horix. Brezkur togari,
Lord Willoughby, sigldi á ís-
jaka í fyrradag norður af
Straumnesi og sama dag
sneru við 3 aðrir brezkir tog
arar, sem voru á leið austur,
og kusu fremur að sigla suður
fyrir land en að hætta á að
fara fyrir Horn.
í gær tilkynnti Skjaldbreið
íshröngl á siglingaleið frá
Hælavíkurbjargi að Straum-
nesi og kvað einstaka stóra
jaka innan um, sem hættu-
legir kynnu að vera skipum.
Skyggni var þá 4—5 sjómíl-
ur.
í fyrradag barst tilkynning
frá Jökulfelli um rekís, sem
náði allt frá Horni að Rit.
Einnig um stóran jaka, sem
var 3 mílur norður af Straum
nesi, eða á sömu slóðum og
brezki togarinn rakst á jak-
ann. Að síðustu tilkynnti skip
í gærdag um staka stóra jaka
suðaustur af Horni á siglinga
leið.
Það er af Lord Willoughby
að segja, að skemmdir hans
voru óverulegar, dæld bak-
borðsmegin að framan, ofan
við sjólínu. Sigldi togarinn til
ísafjarðar, þar sem gert var
við skemmdirnar á nokkrum
klukkustundum, og hélt síð-
an út aftur.
Kynningardug-
nr í Finnlondi
NOBB/ENA félagið í Finn-
landi hefur ákveðið að efna
til íslandskynningar, væntan-
lega í október-nóvember 1965.
Frá þessu er skýrt í Norræn-
um tíðindum, riti Norræna
félagsins á íslandi. -
Báðgert er að helga íslandi
einn kynningardag með fjol-
breyttri dagskrá ma. í út-
varpi og sjónvarpi. Enn frem-
ur er í ráði að íslenzkir fyrir-
lesarar og listamenn frá fe-
landi komi fram við hátíða-
höld og mót og einnig er í at-
hugun að fá íslenzkan leik-
flokk til gestaleiks í Finn-
Iandi í tilefni dagsins.
Hæsta meðalverð
ísl. togarafisks
TOGARINN Haukur seldi í gær
í Grimsby 106 tonn af fiski fyrir
12.614 sterlingspund ,en það mun
vera hæst meðalverð, sem ís-
lenzkur togari hefur fengið fyrir
afla sinn erlendis, eða
kr. 14,03 pr. kg. Fiskurinn var
aðallega þorskur ,en þó voru um
5 tonn af ýsu og eitthvað meira
af ufsa. Skipstjóri á Hauki er
Jóhann Sveinsson.
Þá seldi Sléttbakur einnig í
Grimsby í gær 134 tonn fyrir
14.374 sterlingspund.
— Mænuveiki
Framhald af bls. 24.
mænuveiki á sér ekki lengri
sögu, er lítil reynsla komin
á hve lengi ónæmi helzt eftir
bónusetningu gegn mænu-
veiki. Menn hafa þó lengri
reynslu af Salk-bóluefni en
Sabin, sem kom síðar á mark
aðinn. Salk-bóluefninu er
dælt undir eða í húðina, en
Sabin-bóluefni er gefið gegn
um meitingarfærin og eru
það veiktar veirur, ekki
deiddar. Ónæmið í Sabin í
því tilfelli byggist á því að
eðlileg svörun verði af hálfu
líkamans og þá getur það auð
vitað borizt út og gert ein-
staklinga í umhverfinu ó-
næma, sem ekki kemur til
því beðið átekta, sagði borgar
— Reynsla okkar af Salk-
bóluefninu er mjög góð, eins
og að ofan greinir. Við vitum
ekki hvort Sabin mundi reyn
azt okkur eins vel og höfurn
því þeðið átekta, sagði borgar
læknir. Sabin hefur verið
reynt í mörgum löndum, eins
og Salk, og gefið góða raun,
en menn deilir ennþá á um
hvort bóluefnið sé betra. Okk-
ur hefur því sem sagt, enn
sem komið er a.m.k. ekki þótt
ástæða til að breyta til vegna
okkar góðu reynslu af Salk-
bóluefninu. Fleira kemur til,
m.a. það, að helzt þyrfti að
bólusetja á einni til tveimur
vikum allt landið, ^f við
breyttum yfir í Sabin-bólu
efni og það er ýmsum erfið-
leikum bundið.
N.k. föstudag verður óperettan Sardasfurstinnan sýnd í 30 sinu.
Sýningum fer nú að fækka á Sardasfurstinnunni og eru nú að-
eins eftir örfáar sýningar á henni. Árni Tryggvason hefur tedkið
við hlutverki Lárusar Pálssonar í þessari sýningu og mun leika
það á næstunni. Myndin er af Eygló Viktorsdóttur í hlutverki
stuuu
Skemmd-
arvargar í
listasafni
Flórens (Firenze), ftalíu,
12. jan. (AP—NTB)
EINHVEBJIB óþekktir gestir
Uffizi listasafnsins í Flórens
4 hafa eyðilagt 15 verðmæt
málverk, ýmist skorið á þau
göt eða skafið þau með egg-
járni. Er tjónið metið á um
70 milljónir króna (ísl.), en
erfitt er að meta til fjár lista-
verk, sem ekki verða endur-
nýjuð.
1 Talsmaður Uffizi safnsins,
, Luisa Baccherucci, sagir að |
listaverkin, sem eyðitögð
voru, hafi verið máluð á tíma-
bilinu 1300—1800 og verið
eftir ítölsku málarana Loren-
zetti, Daddi, Lotto og Pont-
ormo. Kvað hún það lán í
óláni að skemmdarvargarnir
hafi látið ósnerta mesta dýr-
gripi safnsins, þ.e. verk eftir
Michelangelo og Raphaei.
Eyðilögðu listavekin eru
ýmist máluð á léreft eða tré.
Meðal þeirra eru margar
I myndir af nöktum konum.
Hafa
stungið úr
og skafið burtu aðra líkams-
hluta.
Uffizi safnið er merkasta
málverkasafn ftalíu og meðal
hinna fremstu í heimmwm
skemmdarvargarnir
þeim augun, rispað