Morgunblaðið - 30.01.1965, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. janúar 1965
MORGUNBLAÐIÐ
3
Uppfylling í hina nýju götu
er sótt í hraun fyrir ofan
Reykjanesbrautina, þar sem
hún mætir Hafnarfjarðarveg-
inum. Grjót er sprengt í Hval-
eyrarholti og því ekið utan á
götuna til varnar sjónum.
Unnið að framkvæmdum við hina nýju götu, sem mun tengja Reykjavíkurveg og Lækjargötu.
(Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.)
Þessi gata mun hafa mikla
þýðingu fyrir samgöngur inn
og út úr Hafnarfirði. Þá mun
til dæmis verða greiðfær veg-
ur frá hofninni að Fiskiðju-
verinu, en um leið færist um-
ferðarþunginn af Strandgöt-
STAKSTEIMR
Ný Strandgata
Hafnarfirði
UM þessar mundir er verið
að vinna að gatnafram-
kvæmdum, í Hafnarfirði,
sem miða að því að létta
á umferðarþunganum á
Strandgötu. Hér er um að
ræða framhald af Reykja-
víkurveginum, sem síðan
mætir Lækjargötunni. Mun
hin nýja gata liggja í boga
fyrir neðan Strandgötuna,
en við gerð hennar þarf að
gera 4 til 5 metra fyllingu
út í sjó.
Sem fyrr segir tengir hin
nýja gata Reykjavíkurveg og
Lækjargötu. Síðar þarf að lag-
færa Lækjargötuna og leggja
að nýju að Reykjanesbraut.
Þá þarf og að leggja nýjan
kafla frá Reykjanesbraut að
Hringbraut.
☆
Framkvæmdum miðar vel áfr am.
☆
Afkastamikil vinnutæki fs-
lenzkra aðalverktaka vinna að
gatnagerðinni og hefur henni
miðað vel áfram frá því verk-
ið var hafið upp úr síðustu
áramótum. Blaðamaður og ljós
myndari Mbl. fylgdust með
framkvæmdum þessum í gær,
og voru þá 12 svokallaðir
skúffubílar, 12 og 18 tonna, í
stöðugum flutningum með
fyllingarefni.
Á „Strandgötunni“.
IMeðri málstofan þakk-
ar kveðjur Alþingis
FORSETAR Alþingis sendu
við lát Sir Winston Churchills
skeyti til forseta Neðri mál-
stoíu brezka þinigsins, Harry
Hylton-Foster, þar sem þeir
ilétu í ljós samúð sína vegna
fráfalis hins mikla þjóðarleið
■lloiga, sexn verið hefði einn
mesti þingskörungur allra
tíma.
Kópavogur
SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kópa-
vogs heldur almennan fund
þriðjudaginn 2. febrúar nk. í
Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi, og
hefst hann kl. 20,30.
Fundarefni er stjórnmálavið-
horfið. Frummælandi Ingólfur
Jónsson, ráðherra.
f gær barst forsetum Al-
þingis svohljóðandi svar-
skeyti frá íorseta Neðri mál-
stofunnar:
„Neðri málstofan þakkar
yður innilega fyrir samúðar-
kveðjur yðar fyrir hönd Al-
þingis í tilefni af fráfalli Sir
Sir Winston Churohids. Það
er oss hugigun í raun að vita
að Alþingt íslendinga tekur
þátt í hinni djúpu sorg vorri.
Samúðarkveðjur yðar munu
geymast um aldir í þing-
skjölum vorum.
Harry Hylton-Foster
Fbrseti Neðri málstofunnar“
Sérfræðingar ræða um
kísilgurverksmiðju
HINN 18. febr. feoma hér saman
tili fundar sérfræðingar frá
Bandaríkjunum og Hbllar.di til
að ræða undirbúning kísilgúrverk
smiðju við Mývatn. Hafa þeir
þegar unnið að undirbúnings-
rannsóknum.
I Að lokinni þeirri ráðstefnu
! munu fyrir liggja atriði er
byggja verður á bæði tæknilega
og fjárhagslega til undirbúnings
reksturs siíkrar verksmiðju hér
á landi. Verður þá fyrst hægt
að taka ákvörðun um byggingu
verksmiðjunnar.
Aðoliundur From
í HafnsErilrSi
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Fram
í Hafnarfirði heldur aðalfund í
Sjálfstæðishúsinu næstkomandi
mánudagskvöld kl. 8.30. Auk
aðalfundarstarfa verðut fjárhags
áætlun bæjarins fyrir árið 1965
til umræðu og verður forseti
bæjarstjórnar, Stefán Jónsson,
frummælandi.
Eins og kunnugt er, hafa farið
frarn lagfæringar og breytingar
á Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði
og af þeim sökum hefir starfsemi
Sjálfstæ'ðisfélaganna legið niðri.
En nú er þess að mestu lokið, og
hefst starfsemi félaganna nú af
fullum krafti á ný.
Eru Fram-félagar hvattir til
að fjölmenna á aðalfundinn á
mánudagskvöldið.
Hagspeki Tímans
Eftirfarandi ritstjórnargrein
birtist í gær í Tímanum:
„Morgunblaðið skýrir frá því,
að Bjarni Benediktsson, forsæt-
isráðherra, hafi nýlega flutt er-
indi á Varðarfundi og gert þar
eins konar yfirlit um seinasta ár.
Samkvæmt útdrætti Morgun- w
blaðsins, virðist Bjarni hafa tal-
ið það ríkisstjórninni til gildis,
að ekki hafi þurft að lækka
gengi krónunnar á síðasta ári.
Það er eins og Bjarni telji það
kraftaverk að krónan sé ekki
felld árlega.
Annars er rangt hjá Bjarna,
að krónan hafi ekkert verið skert
á síðastliðnu ári. Söluskatturinn
var tvíliækkaður á árinu, eða alls
um 5(4% og hækkun hans eyk-
ur dýrtíðina alveg eins og geng-
islækkun. Vegna þessara hækk-
ana hans er hver króna nú raun-
verulega 514% verðminni en fyr-
ir ári síðan.“
Það eru raunar aðeins minni-
háttar ósannindi — á Tímavísn
að segja söluskattinn hafa
hækkað um 514%, þegar hann
hefur hækkað um 414%. Hitt er
athyglisverð kenning að hækkun
söluskatts sé sama og gengisfell-
ing. Víða hefði gengisfelling þá
átt sér stað, og víða um lönd
væri gengið eitt í þessari borg
og annað í hinni, og svo fram-
vegis. Það er ekki furða þótt
Framsóknarmenn hneykslist á
álitsgerðum eins og þeim, sem
Efnahags- og framfarastofnunin
gerir, og aðrar alþjóðlegar hag-
vísindastofnanir, úr því að þeir
telja söluskatt sama og gengis-
fellingu.
Reynum aítur
Alþýðublaðið birtir í gær for-
ustugrein, þar sem það m.a.
segir:
„tslenzka þjóðin varð allshug-
ar fegin, þegar ríkisstjórnin,
verkalýðshreyfingin og atvinnu-
rekendur gerðu júnísamkomu-
lagið í fyrrasúmar. Það átti að
tryggja vinnufrið í ár, nokkrar
kjarabætur fyrir hina lægstlaun-
uðu, en aukin íbúðalán og fleiri
félagslegar ráðstafanir til að-
stoðar allri alþýðu. Fegnast varð
fólk þeirri hughreystingu, sem
það fann í þeirri staðreynd, að
þessir þrír aðilar gætu tekið
saman höndum í stað þess að eiga
í sífelldum ófriði.
Júnísamkomulagið hefur reynzt
þjóðinni mikils virði. Það dró
mjög úr verðbólguskrúfunni og
átti þátt í að varðveita gengi
krónunnar.“
Hefjum samninga
Síðar í ritstjórnargrein AI-
þýðublaðsins segir:
„Ljóst er að á þessu ári verð-
ur mun erfiðara að ná samkomu-
lagi, en ekki dugir að gefast upp
fyrirfram. Þvert á móti væri ráð
legt að hef ja samningana nú þeg-
ar og ætla sér góðan tíma til
þeirra.
Alþýðuflokkurinn lagði á
flokksþingi sínu á síðastliðnu ári
sérstaka áherzlu á, að ríkisstjórn
inni bæri að gera víðtækt sam-
komulag við verkalýðshreyfing-
una um þessi mál og ganga eins
langt og framast væri unnt í
kjarabótum, ekki sízt að því er
vinnutíma varðar. Hefur komið
fram af hálfu stjórnarinnar, að
hún hefur í hyggju að fara þessa
leið og sjálfsagt stendur ekki á
verkalýðssamtökunum.
Takist ekki að ná skynsam-
legu heildarsamkomulagi, má bú
ast við stöðugum vinnudeilum og
vaxandi dýrtíð. Það getur leitt til
óvissu í stjórnmálum og vaxandi
átaka þar, svo að aðstaða þjóð-
arinnar til að hafa vald í efna-
hagsmálum sínum versnaði stór-
um.“