Morgunblaðið - 30.01.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.01.1965, Blaðsíða 23
Laugardagur 30. janúar 1965 MORGUNBLAÐIÐ 23 Maxwell Taylor, sendiherra, og Khanh, hershöíSingi. hina nýju leiðtx>ga. Afstaða búddista til Bandarikjjnna og fyrri stjórnar var að mestu orsök uppstokkunar þeirrar, sem átt hefur sér stað á æðstu stoðum í landinu. Pilturinn, sem í dag var tekinn af íífi, var tvítugur. Hoouum var gefið að sök að hafa haft á sér handsprengj- ur skammt frá aðalstöðvum Búddatrúarmanna í Saigon. Hann var bundinn við staur á torginu áður en hann var skot inn. Khanh hershöfðingi hefur fengið fullt umboð annara hershöfðingja hersins til að finna lausn á stjórnmálaöng- þveitinu í landinu. Eitt af fyrstu verkum Khanhs var að útnefna Oanh forsætis- ráðherra, en hann er Búdda- trúarmaður. í borginni Hué, norðan Saig on, lýstu leiðtogar Búddatrú- Stjórnin, sem féll í morgun, situr í kvöld — En skipt um forsætasráH- herra þó — Aftaka á aðal- torgi Saigon Saigon 29. jan. — NTB HINIB nýju valdhafar i S-Viet Nam hafa náð föstum tökum á höfuðborginni Saig- on, og munu hyggjast halda þeim. f morgun var ungur maður, sem sakaður var um skemmdarverkastarfsemi, tek inn af lifi á aðaltorgi borgar- innar. Aftaka þessi mun hafa átt að vera alvarleg aðvörun um að nýjar óeirðir í borg- inni verði e-kki þolaðar. Tbrg ið var umkringt hermönnum og stríðsvögnum, er aftakan fór fram, til að hindra að til frekari óeirða kæmi vegna hennar. t gær tilkynnti Nguyen Khanh, hershöfðiugi, að her- inn í S-Viet Nam hefði á- kveðið að fela sömu rikis- stjóm og hann steypti af stóli sama dag, skyldi fara áfram rr.-ð völd í iandinu, þó með þeirri breytingu að Tran Van Huong, forsætisráðherra var að sjálfsögðu vikið frá, en í hans stað skipaður dr. Nguy- en Xuan Oanh, er átti sæti í ráðuneyti Huongs og gegndi forsætisráðherraembætti í eina viku í haust. Hann er 45 ára gamall hagfræðingur og hefur að mestu dvalið erlend- is sjl. 17 ár, mest í Banda- ríkjunum þar sem hann kenndi við Trinity-háskólann. Leiðtogar kaþóLskra í S- Viet Nam eru andvígir hinni nýju stjórn, en hinsvegar bíða búddistar átekta, tál að sjá hverju fram vindur varðandi armanna meðal stúdenta því yfir, að búddistar ættu að halda áfram verkfölluim sín- um og mótmædaaðgerðum. Stúdentamir lýstu því yfir að þeir myndu halda áfram bar- átfcu sinni þar til Huong- stjórnin hafi verið gjörsam- lega þurricuð út, og Maxwell Taylor, sendiherra Banda- ríkjanna, hafi farið af landi brofct. Saka þeir stjórn Hu- ongs um a'ð hafa stundað trú- arbraigðaofsóknir og Taylor um að hafa stutt þær. í kvöld ræddi Khanh hers- höfðingi við Maxweli Tayl- or, sendiherra, í fyrsta sinn í meira en mánuð. Greindi hers höfðinginn sendiherranum frá byltingu nersins s.l. miðviku dag og því næst ræddi Khanh við Thieh Tri Quang, helzta leiðtoga Búddatrúarmanna. Taiið er að ástandið í S- Viet Nam sé enn mjög ó- tryggt og kaþólskir menn telja að til alvarlagra trúar- legra árekstra kunni að ktoma. — Erill Framhald af bls. 1 í feferúar eða í marzbyrjun og de Gaulle lét í það skína að hon- um yrði hið feezta tekið þar. Á 50 minútna fundi þeirra tókst því að gangia frá því, sem fulltrúar beggja stjórnmálamanna hafa árangurslitið reynt að koma um kring siðustu vikurnar. — Ýmsir segja, að öðrum þræði virðist í London vera haldinn óopinber (oppfundur ýmissa aðila úr þvi þeir voru þar komnir vegna út- farar Churchills. Arthur Bottomley, samveldis- málaráðherra, átti 10 mínútna viðræður ið Ian Smith, forsætis- ráðherra Rhódesíu. Jens Otto Kragh, forsætisráð- iherra Dana, átti langan iðræðu- fund með Wilson. Snerust við- ræður þeirra um efnahags- og viðskiptamál innan EFTA Hermt er að Kragh hafi viljað fá vitneskju um hvenær Bretar Ihygðust afnema 15% innflutn- tngstollinn, en hann hafi ekki ©rðið mikils vísari. Michael Stewart, hinn nýi utan rikisráðherra Breta, sem tók við embætti Gordon-Waikers er sá síðarnefndi féll í aukakosningum í fyrri viku, snæddi í dag með I>ean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Rusk gekk einnig á fund Harold Wilsons í dag og ræddi við hann í 35 mínútur. ' Fulltrúar samveldislandanna voru í dag á þönum til og frá skrifstofu Wilsons í Downing Streél; 10, Þar komu til stuttra viðræðna Robert Menzies, for- sætisráðherra Ástralíu, og Keith Holyoake, forsætisráðherra Nýja Sjálanda. A 19. öld, og jafnvel fyrr, brá oft svo við, að útfarir merkra manna urðu vettvangur mikilla atburða í samskiptum ríkja. Leið togar þjóða komu þar saman, í orði kveðnu tii að syrgja, en í raun og veru til að bera saman bækur sínar í fylistu alvöru á þann hátt, að það kostaði hvor- ugan aðilanna óvirðingu. Þann- ig gátu menn hitzt án þess að ótti um ráðabrugg væri undir niðri. En tímarnir hafa breytzt. Ut- anríkisráðherrar nútímans eru fangar ráðgjafa sinna. Hin flókna vél utanríkissamskiptanna gerir einum manni það oft ómögulegt að vinna á eigin spýtur mikil afrek á því sviði. Á dögum sjón- varps og örrar fréttamiðlunar geta embættismenn vart lengur treyst fullkonilega á algjöra leynd. Bretar hafa því haft mikið fyr- ir því að láta svo líta út að til alvarlegra og ítarlegra funda- halda eigi ekki að koma með þeim fjölda háttsettra embættis- manna, sem nú gista London til að fylgja ChurchiII síðasta spöl- inn. En hinsvegar er ljóst, að hinir fjölmörgu fundir, sem þeg- ar hafa átt sér stað, og munu enn eiga sér stað, muni ekki verða árangurslausir. Alls hefur 113 löndum verið boðið að senda fuiltrúa til London til að vera viðstaddir út- för Churchills. í kvöld höfðu 111 lönd boðað komu fulltrúa sinna eða höfðu þegar sent þá, en eina neikvæða svarið kom frá Kína. Konungborið fólk, sem við at- höfnina á morgun verður, býr í Buckinghamhöll í boði Breta- drottningar. — Stofnlánadeild Framhald af bls. 1 stjórnarnefnd. Að öðru leyti er umsjón og starfsemi lánaflokk- anna í höndum Stofnlánadeildar sjávarútvegsins, sem er deild- í Seðlabankanum. Tilgangur hinna nýju Iána- flokka Stofnlánadeildarinnar er að stuðla að aukinni framleiðslu og framleiðni í fiskiðriaði og skyldri starfsemi. Er með þessari nýju lánastarfsemi reynt að bæta úr brýntti þörf fyriir aukin lán tii fiskiðnáðar og fiskvinnslu. Er það einnig ætlun þeirra þriggja banka, sem að lánaflokkunum standa, að vinna að betiri undir- búningi og samræmingu útlána til fiskiðnaðarins íheild, og munu þeir um það leita samvinnu við aðra aðila, er stunda lánastajcf- semi á sama sviði, svo sem Fram- kvæmdabanka íslands, Atvinnu- leysistryggingasjóð og Fiskveiða- sjóð íslands. Nánar mun verða sagt frá starfsemi Stofnlána- deildarinnar, þegar hin nýja stjórnarnefnd hefur tekið til starfa og mörkuð hefur verið út- lánastefna deildarinnar, og til- kynnt um fyrirkomulag iánsum- sókna og fleira.“ Slys á Selfossi FIMM ára gömul telpa varð fyrir bíl á Selfossi laust fyrir kl. 4 í fyrradag. 2 bílar, áætlunarbifreið og station-vagn, mættust á Aust- urvegi. Um leið skauzt telpan út á götuna fyrir aftan áætlunarbíl- inn. Lenti hún framan á hinum bílnum, féll í götuna og varð und- ir bílnum, milli hjólanna. Telpan var flutt í sjúkrahúsið, en hún er ekki talin hafa meiðzt neitt að ráði. UM KLUKKAN hálf níu í gær varð kona nokkur, Svava Árna- dóttir, Hátúni 27, fyrir bifreið fyrir utan heimili sitt. Svava var flutt í Slysavarðstofuna, en meiðsli hennar virtust smávægi- leg og fékk hún að fara heim. — Hugðist fá Framhald af bls. 24 draga í efa, að réttlætið hér á landi sé til fyrirmyndar og saklausir menn hafi hér neitt að óttast. — Hvemig varð yður við, þegar þér heyrðuð skamm- byssuskotið? — Ég hef nú aldrei á æfi minni orðið fyrir slíku áður, en ég var rólegur. Það voru annars skrambans háir hvell- ir. Ég geri ekki ráð fyrir, áð það hafi verið annað en púður skot. Veit það þó ekki. Ég þakka bara fyrir, áð þeir skyldu ekki nota fallbyssum ar líka en við því bjóst ég, satt að segja. — Voruð þið búnir að vera lengi á veiðum? — Við vorum á * heimleið. Vorum búnir að veiða í 10 daga og fá gúðan afia, aðal- lega út af Horai. Þegar við vorum komnir austur fyrir Grímsey, heyrði ég í brezk- urn togaraskipstjóra, sem sagði, að góður fiskur væri við eyna, en Óðin væri þar óneitanlega líka. Ég ákvað samt að snúa við og fá mér nokkrar bröndur í viðbót, áð- ur en ég færi heim, en þær ætla að verða nokkuð dýrar, ef ég þarf áð liggja hér lengi. — Eruð þér bjartsýnn á úrslit málsins? — Já, því ekki það. I því brá Richard Tavlor upp derhúfunni sinni og gekk hægum og föstum skrefum til dyra, en tvírætt bros lék um varir hans. — Sv. P. — Jarlinn Framhald af bls. 24 dimmt sé orðið. Morgunblaðið átti í geet samtal við Gunnar Halldórs- son, forstjóra Jarlsins h.f. Gunnar kvað ljósavél skipsins hafa bilað á leið frá Svíþjóð til Kaupmannahafnar og hefði aðeins átt að gera við vélina í Höfn og taka olíu og vistir. Viðgerðin hefði gengið seint, þar sem fá hefði þurft vara- hluti frá Englandi og gera einnig við kýrauga og spil skipsins. Eftir það átti að halda til Gravarna og taka tunnufarm til íslands. Gunnar sagði, að vistir hefðu þegar farið um borð í Jarlinn í Kaupmannahöfn og auk þess hefðu skipverjar tekið út úr tolli það áfengi, sem tilskilið er að megi taka út úr landinu. Hins vegar kvaðst Gunnar hafa lagt bánn við því að skipverjum • væru afhentir peningar, þar sem kvartanir hefðu borizt frá umboðsmönnum Jarlsins í öðrum höfnum, einkum í Grikklandi, vegna ölvunar og illrar hegðunar þar. Gunnar sagði, að skipverja hefði ekki átt að vanhaga um neitt, þar sem nóg hefði verið um mat um borð. f gærdag kvaðst Gunnar hafa átt símtal við Hallgrím Thomsen, lögfræðing í Kaup- mannahöfn, sem fenginn hefði verið sem dómtúlkur við réttarrannsóknina. Hafði hann eftir Hallgrími að 10 tollverð- ir hefðu gert mjög umfangs- mikLa leit í Jarlinum og hefði henni verið hætt í gær eftir að flöskurnar voru orðnar 600 talsins. Hallgrímur hefði sagt, að málið yrði tekið fyr- ir 3. febrúar og að því er virð- ist, mætti reikna með áð 3 mannanoa hlytu fangelsis- dóm, ef þeir reyndust satmir að sök. * Astæður til þess að Humphrey mætir ekki? Washington 29. jan. — AP MENN hafa mjög veit því fyrir sér hverjar hafi veriff ástæffur til þess aff Johnson forseti hafi ekki sent Hubert Humphrey, varaforseta, tii London til þess aff vera viff- staddan útför Sir Winston Churchills. Betty Beale, sem aff jafnaði ritar í Washington- blaffið Evening Star, gaf í dag eftirfarandi skýringar á mái- inu: „Samkvæmt orðrómi, sem á sveimi er, hafði Johnson for- seti gildar ástæður til þess að senda Humphrey ekki, þrátt fyrir að pkkert í heilsu- fari hins síðarnefnda né starf hans hefði hindrað það. „Sagan segir að forsetinn, sem sjálfur hefur nokkra reynslu af því að gegna embætti varaforseta, vildi ekki setja Humphrey í þá aðstöðu í fyrstu ferð sinni er- lendis sem varaforseti, að honum yrði eklci sýnd fyllsta virðing. Það er eitt að utan- ríldsráðherra okkar sé skipað á bekk með öðrum utanríkis- ráðherrum, en það ér allt ann- að ef varaforseti okkar yrði að tign lægra settur í virð- ingastiganum en æðstu sendi- menn annarra ríkja, sem senda forsætisráðherra, jafn- vel forseta. Þar sem Hump- Hubert Humphrey hrey er hvorki æðsti embættis maður ríkisstjórnar eða ríkis, mynd hann hafa lent aftur í virðingastiganum en for- sætisráðherra hvaða smáríkis sem væri, eða svo segir orð- rómurinn. „Það hefur einnig verið sagt, að Bretar hafi mótmælt því að siðaskrá drottningar skyldi gilda í þetta sinn, en þá hafi allt verið um seinan, því búið var að tilkynna hverjir skipuðu sendinefnd Bandaríkj anna. “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.