Morgunblaðið - 30.01.1965, Síða 17

Morgunblaðið - 30.01.1965, Síða 17
Laugardagur 30. janúar 1965 MORCUNBLAÐIl 17 Vesfmannaeyingar muna Pál Kolka ÞAÐ kom mér mjög á óvart, er ég heyrði það, að hinn ágæti líf- læknir okkar hjóna um skeið, Páll Y.G. Kolka héraðslæknir, væri í þann vegfnn áð verða sjö- tugur að aldri. Það var ekki lanigt eíðan ég hafði hitt hann jafn frá- an á fæti og fullan af andlegu fjöri og snerpu og jafnan áður fyrr. En það er ekki um að vil'l- ast ,kirkjubækurnar verða naum ast vefengdar. Páll Kolka varð ungur að aldri, mýkominn frá prófborðinu haust ið 1920, starfandi læknir í Vest- mannaeyjum. Þá var þar vaxandi bær eins og nú mikill fólksfjöldi saman komin um vertíðir. Þar var því ærið að starfa fyrir tvo lækna. Um þær mundir var Halldór Gunnlaugsson héraðs- læknir þar, kunnur læknir, sér- 6taklega annálaður skurðlæknir, og gott skáld bæði á gaman og alvöru. Páll Kolka gat sér fljótt orð sem læknir og hlaut almennar vinsældir í Vestmannaeyjum, enda var maðurinn glæsilegur og læknislegur fullur af fjöri og andríki. Hann hafði ekki dvalið lengi í Eyjum, er hann tók sig upp til þess að öðlast meiri Ikunnáttu. Hélt hann til Banda- ríkjanna otg dvaldist þar frá hausti 1922 til vors 1923, og starf- aði á sjúkrahúsum í New York. Lagði hann einfcum stund á hand- lækningar og vann um skeið í miklu sjúkrahúsi þar í borg að skurðaraðgerðum annan hvern dag á eigin spýtur. Öðlaðist ihann þar mikinn lærdóm í þeirri grein, enda átti hann eftir að geta sér góðan orðstír fyrir hand- læknisaðgerðir sínar. Skömmu eftir að hann kom heim setti hann upp ljóslæfcn- inigastofnun í eigin húsakynnum og rak hana um margra ára skeið með góðum árangri í baráttu sinni gegn berklaveikinni. Árið 1930 var Kolka ráðinn læknir við sjúkrahús Vestmanna- eyja og gegndi hann því starfi þangað til hann var skipaður héraðslæknir í Blönduósshéraði árið 1934. Svo miklar voru vin- sældir Páls Kolka í Vest- mannaeyjum, að nær 1100 manns skoruðu á bæjarstjórn Vest- mannaeyjum að sjá ráð til þess að Kolka flyttist ekki burtu, og þökkuðu honum jafnframt störf hans sem læknis í Eyjum. Þó Pál-1 Kolka hefði ærið að starfa við lækningar og það svo, að nægt hefði hverjum meðal- manni, lét hann siig margt ann- að skipta. Starfsorkan var mikil og er enn, enda hefur maðurinn ekki verði einhamur. Fljótlega eftir að hann kom til Eyja fór hann í atvinnurekst- ur í félagi við nokkra mann. Ráku þeir fiskverzlun og fisk- verkun og byggðu á þeim árum fyrsta fullkomna fiskþurrkunar- húsið í Eyjum. Var þetta blóm- legur rekstur um tíma, en þá skall heimskreppan yfir og lamaði at- vinnureksturinn. Aðrir tóku við fiskþurrkunarhúsinu og kom það um skeið í mjog góðar þarfir. Páll Kolka hefur jafnan verið mikill áhugamaður um heimsmál og landsmál, og iðulega tekið rík- an þátt í hinni pólitísku baráttu. Skömmu eftir að hann kom til Eyja urðu þar mikil átök í póli- tíkinni. Gerðist hann þá um skeið (1923—1924) ritstjóri blaðs flokksmanna sinna. Skrifaði hann það að miklu leyti einsam- all meðan harðasta hríðin stóð, enda vel ritfær og rökhygginn. Kolka hefur ætíð verið mikill bardagamaður og verið ótrauður að berjast fyrir áhugamálum sín- um og aldrei látið sér erfiðleika vaxa í augum. Hann skrifaði jafnan mikið í Eyjablöðin um áhugamál sín, en hann hefur alltaf látið sér allt mannlegt F armall F Y R I R V I Ð ALLRA HÆFI FARMALL kostlr t. d. A Vönduð aukatæki A Fullkomið beizli A Mismunadrifslás A Vönduð stjórntæki Óháð vökvalyfta sem hentar yður if Góð varahlutaþjónusta Hvort sem þér eruð með 10 eða 200 ha. ræktaða — getið þér fengið FARMALX. draga, sem hentar yður. Kaupfélögin um allt land veita upplýsingar. Vér erum ávallt reiðubúnar að aðstoða yður við val á búvélum. S. í. S. VÉLADEILD Ármúla 3 — Sími 38900. MTERKATIONAL HARVKSTC* viðkomandi, og þegar honum fannst hann ekki hafa nægileigt olnbogarúm hóf hann sjálfur blaðaútgáfu. Páll Kolka átti sæti í bæjar- stjórn Vestmannaeyja á árunum 1926—1934 og sópaði þar að honum eins og annars staðar. Hann var forseti bæjarstjórnar 1930—1934. Á þeim árum hófust kynni okkar, en ég varð bæjar- stjóri í ársbyrjun 1929. Mér er minnisstætt hversu gott vit Páll Kolka hafði á öllum bæjarmál- um og hve tillögugóður hann var. Hann starfaði á þessum árum mikið í bygginganefnd kaupstað- arins, enda var byggingameistar- inn ofarlega í hontrm. Á þessum árum var verið að vinna að því að koma skipulagi kaupstaðarins í fastar skorður og voru mörg ljón á veginum. En ég hygg, að þau mál hafi fengið farssællega lausn og átti Kolka mikinn þátt í því. Páll Kolka var röggsamur fundarstjóri og reyndi mjög á það á þessum árum, því bæjar- stjórnarfundir voru stundum ærið róstusamir. Kolka hefur verið afkastamik ill rithöfundur og skáld, og furðar mann, hversu miklu hann hefur komið í verk, en hann hlýtur að hafa jafnan lagt nótt með degi. Hann minnir í áhuga sínum, hugkvæmni o’g gáfna- fari á hinn ljóngáfaða og fjöl- hæfa frænda sinn Guðmund Björnsson landlækni. Páll Kolka hefur með störfum sínum skip- að sér á bekk með hinum frægu Guðmundum, húnvetnsku lækn- unum þremur Björnssyni, Magn- ússyni og Hannessyni, svo er margt lífct með þeim öllum. Það er alltaf ánægjulegt og hressandi að eiga viðræður við Pál Kolka, hann kemur svo víða við og hefur svo mangt spaklegt að segja. Páll Kolka er með málsnjöll- ustu mönnum og minnist ég frá fornu fari mangra ágætra ræðna hans við ýmis tækifæri. Á þessum tímamótum vil ég nota tækifærið til þess að óska honum og konu hans allra heilla og þakka honum margar skemmtilegar samverustundir við spjall um lífið og tilveruna. ísafirði, 24. janúar Jóhann Gunnar Ólafsson. — Utan úr heimi Framhald af bls. 12 ingar þeirrar skoðunar að ef hinum fræga Grossteste, bisk- up af Lincoln, fyrrum prófess- or við Oxford og leiðandi stjórnmálamanni, hefði enzt til þess aldur, hefði hann kvatt þingið saman í staðinn fyrir de Montfort. En þetta varð ekki. Simon de Montfort beið ósigur og var dreþinn í orrustunni við Evesham ári síðar, en þó ekki fyrr en hann hafði komizt í slíka aðstöðu að nánasta var á hann litið sem píslarvott af þeim, sem börðust fyrir end- urbótum í Bretlandi, og hann var dýrkaður sem dýrlingur. Það var ekki fyrr en öldum seinna, er þingið hafði vaxið í það, sem það er í dag, að farið var að líta á hann sem föður þess og stofnanda. Það virðist tilhlýðilegt að afrekum de Montforts sé hald- ið á lofti og þeim sungið lof um ókomnar aldir, um leið og við búumst til að syrgja mesta þingmann aldarinnar, sem átti sæti í Neðri málstofunni nær 1/10 allrar sögu hennar. (Observer — öll réttindi áskilin). LEIÐRÉTTING MEINLEGAR villur urðu í grein Jóhanns Hjálmarssonar: Nýjar sænskar ljcðabækur, sem birtist í blaðinu í gær. í fyrsta dálki 26. línu að ofan stendur: þegar þess er gætt hve mörg ljóð Aspenström færir okk- ur. Á að vera: hve mörg góð ljóð o. s. frv. í öðrum dálki ofarlega hefur komið inn skökk lína, en hin rétta fallið niður. Rétt er setning- in þannig: Og hver þekkir ekki sjálfan sig í gerfi mannsins í stiganum? Blaðið biður velvirðingar á þessum mistökum. Já! Nei! Hvenœr? Þúsundir kvenna um heim allan nota nú C. D. Indicator, svissneskt reikningstæki, sem reiknar ná- kvæmlega út hina fáu frjóu daga í mánuði hverjum. Læknavísindi 56 landa ráðleggja C. D. Indicator fyrir heilbrigt og farsælt hjónaband, jafnt ef barn- eigna er óskað sem við takmarkanir þeirra. — Ódýrt — Afar auðvelt í notkun — íslenzkur leiðar- vísir. Vinsamlega sendið eftirfarandi afklippu ásamt svar- merki til C. D. Indicator, Pósthólf 1238, Rvík og vér sendum yður að kostnaðarlausu allar upplýs- ingar. Nafn: ....... Heimilisfang: (Vinsamlega skrifið með prentstöfum). Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútax púströr o. fl. varahlutir margar gerðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖDRIN Laugavegi 168. — Sími 241.30. AKIÐ SJÁLF NÝJUM BlL Almenna bifreiðaleigan hf. Klapparstíg 40. — Simi 13776. KEFLAVIK Iiringbraut 106. — Siml 1513. * AKRANES Suðurgala 64. — Sími 1170. BILALEIGA í MIÐBÆNUM Nýir bílar — Hreinir bílar. V.W. kr. 250,00 á dag. — kr. 2,70 pr.km. Sími 20800 LÖND & LEIÐIR Aðalstræti 8. LITLA biireiðuleigan Ingólfsstræti 11. VW 1500 - Volkswagen 1200 Sími 14970 ,—-—>BILAl£fGJUÍ ER ELZTA REYNDASTA OC ÓDÝRASTA bílaleigan í Reykjavík. Sími 22-0-22 ö BILALEICAN BILLINN RENT-AN - ICECAR SÍMI 18 833 o BILALEIGAN BILLINN RENT-AN - ICECAR SÍMI 18833 o BILALEIGAN BILLINN RENT-AN - ICECAR SÍMI 18 83 3 3 bílaleiga magnúsai skipholti 21 CONSUL sjrni evvgo CORTINA Hópferdabilar allar stærðir Simi 32716 og 34307. Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Grundarstíg 2 A Sími 15659. Opin kl. 5—7 alla virka daga, nema laugardaga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.