Morgunblaðið - 12.02.1965, Side 21
1 Fðstudagur 12. feBrúar 196S
MCRGUNBLAÐI1
21
— Á vert'ið
Framhald af bls. 12
þá eru flutningsgjöldin svo
dýr, að það borgar sig betur
að taka bíl á leigu í Reykja-
vík.
— I>að væri æskilegt að geta
gert meira fyrir aðkomufólk-
ið. Væri t.d. vel þetgið að fá
sjónvarp hingað. Hægt væw
að koma tækjunum fyrir í
matsölustöðunum, og er ég al
veg sannfærður um, að þá
mundi draga verulega úr ó-
reglu, sem oft hefur því mið-
ur borið nokkuð á hérna yfir
vetrarvertíðina.
XJr hátíðasalnum
Undirbúningur undir
fundi Norðurlandaraðs
í Háskólanum var i gær
unnið í kapphlaupi við tínv
ann, því allt varð að vera til-
búið fyrir nefndafundi þá,
sem fara eiga fram þar í dag
á vegum Norðurlandaráos.
Menn voru þar á þönum, þeg-
ar fréttamenn Mbl. bar þar
að garð'i í gær.
Hátíðasalur
Við littum fyrst inn í há-
tíðasalinn, þar sem verið var
að reyna hátalarakerfi það er
nota átti á fundunum. Salur-
inn hefur tekið nokkruim
breytinguim, þar sem komið
hefur verið fyrir í honium
röðuim af nýjuim borðuim,
klædduim grænu filtefni. Lýs
ing í salnum hefur verið end-
urbætt með nýjum lömpum á
veggjium og var góð birta í
salnuim. Hátíðasalurinn á nú
að geta rúmað um 140 manns
í sæti
í fyrsáu kiennslustofu Há-
skóilans hetfur verið útbúið
„lokal“ fyrir blaðamenn.
Flestum bekikjunum hefur
verið rutt út að vegg otg slkil-
rúm sett upp fyrir framan
þá.
Póstur og sími í 2. stofu
í annarri kennsfustofu
stóðu yfir stórframkvæmdir
þegar við gengum þar inn.
Trésmiðir voru þar á þö'num
og menn frá Símanum voru
að ganga frá sfentækjum.
Við hittuim að máli Ágúst
Guðlaugsson yfirdeiildarstjóra
hjá Simanum og spurðum
hann hvað væri að gerast
þarna.
„Þessi stofa verður fyrir
póst og síma. Hér er verið
að koma upp fjórum síma-
klefum og verða þrír þeirra
í beinu samibandi við Talsam-
band við Útlönd. Hérna við
borðið fer fram afgreiðsla
pósts en ninum megin við
borðið er skiptiborð fyrir
póst og síma. Hér er verið að
kama upp fjórum símaklefuan
og verða þrír þeirra í beinu
sambandi við Talsamband við
Útlönd. Hérna við borðið fer
fram afgreiðsla pósts en hin-
um metgin við borðið er skipti
M-V.V. «.w. \ -V|.««A\»^Av < s •'MWWWV'.
< \ _
• " -*** -ia
Skiptiborð fyrir síma <og Telex tæki. Með Telex tækjunum
geta blaðamenn seait fréttirnar beina leið hver til síns blaös.
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Landssíminn veitir frétta-
mönnum slíka þjónustu.
borð fyrir síma, en í skólan-
um hefur verið komið fyrir
20 nýjum talfærum. í þessari
stofu eru einnig Telex tæki,
sem erlendir blaðamenn fá
afnot af, svo þeir geti sent
fréttir af mótinu beint til
blaða sinna.
„Hvenær á þetta ailt að
vera tilbúið?“
„Þetta á allt að vera til-
búið í kvöld.“
•"> > ' 7 * ' -v.
Simaklefum komið upp í annarri keunslustofu
— Olnbogabarnið
Framhald af bls 19
Þrátt fyrir mismunun þá er
iðnaðurinn hefir orðið að sæta á
undanförnum árum, fer sífellt
fjölgandi þeim sem beint eða ó-
beint hafa framfæri sitt af iðn-
aði alls konar, enda er það stað-
reynd, sem ekki má loka aug-
unum fyrir, að það mun koma
í hlut iðnaðarins fyrst og fremst
að taka við auknum fólksfjölda.
Sú hefir og verið reyndin í flest-
um öðrum löndum að undan-
förnu. Ég spyr því: Höfum við
efni á að sýna þessum atvinnu-
vegi slíkt tómlæti, sem gert hef-
ir verið að undanförnu?
Mjög er rætt um stóriðju um
þessar mundir, og er ekki nema
allt gott um það að segja, en
við megum ekki einblína svo á
væntanlega möguleika á þeim
vettvangi, að við gleymum því
að við höfum fyrir í landinu mik-
ilvægan iðnað, sem verður að
hlúa að betur gert hefir verið.
Opinber málgögn stjórnmála-
flokkanna þykjast öll bera hag
iðnaðarins fyrir brjósti, þá sjald-
an er minnst er á þessi mál í
dálkum þeirra, og jafnvel bent á
úrræði til bjargar iðnaðinum í
erfiðri samkeppni við erlend
fyrirtæki. Iðnaðarmálaráðherra
hefir og lýst yfir stuðningi sínum
við málefni iðnaðarins. Hvað er
þá að vanbúnaði? Ef þetta er
meira en innantóm orð, hvers
vegna allt þetta snakk? Hví ekki
eitthvað raunæft, áður en það
reynist of seint?
Engum, sem þekkir til þessara
mála, kemur í hug að vandamál-
in ver-ið leyst öll í einu, en eitt
af þeim stærstu er lánsfjárskort-
ur. Mætti ekki byrja á því að
leiðrétta það misræmi sem ríkir
í þessum málum, þegar gerður
er samanburður á aðstöðu iðnað-
arins og hinna aðalatvinnuveg-
anna? Ýms annar vandi myndi
þá leysast af sjálfu sér.
Hví ekki að byrja með því, að
Alþingi er nú situr setji lög, sem
tryggja framlag frá ríkissjóði til
jafns við framlög iðnrekenda
sjálfra í Iðnlánasjóð? Það væri
góð byrjun, en ekki nein endan-
leg lausn vandans.
Það er kominn tími til að
hætta að einblína á þorsk og
síld, sem hvorttveggja er ágætt,
svo langt sem það nær. Ýmislegt
bendir til að hin fengsælu fiski-
mið okkar séu ekki óþrjótandi
uppspretta og kann okkur því
að reynast hollt að líta einnig
í aðrar áttir. Að vísu mætti, ef
til vill, komast af með miklu
minna magn af fiski en nú veið-
ist, ef fyrir hendi væri full-
komnari fiskiðnaður en raun ber
vitni, en eins og horfir er langt
í land með fullnægjandi lausn
þeirra mála.
Við verðum því að byggja upp
nýjar atvinnugreinár og þrátt
fyrir ríkjandi skilningsleysi op-
inberra aðilja á gildi íslenzks
iðnaðar hefir olnbogabarnið sann
að tilverurétt sinn. Með auknum
skilningi á þessum málum, yrði
fljótlega hægt að afsanna þá
kenningu, að við íslendingar höf-
um ekki annað til útflutnings en
fisk og fiskafurðir. Nokkur iðn-
aðarfyrirtæki hafa þegar riðið á
vaðið og sannað að möguleikar
eru á útflutningi ýmissa vara
annarra en fiskafurða. Ég vil að-
eins nefna nokkur dæmi: Sæl-
gætisgerðin Linda á Akureyri
flytur út framleiðslu sína við vax
andi vinsældir. Belgjagerðiu
flytur út úlpur til Norðurlanda
og hefir jafnvel ekki getað ann-
að eftirspurn. Gefjun flytur út
ullarteppi til Rússlands og jafn-
vel víðar og hefir sömuleiðis
meiri markað en afköstin leyfa.
Verksmiðjan Hekla hefir flutt út
peysur úr íslenzkri ull og reynzt
fyllilega samkeppnisfær, hvað
verð og gæði snertir.
Þetta er þó aðeins vísbending
um, hvað hægt er að gera í þess-
um efnum. Auk þessa hefir ný-
lega verið stofnað til merkilegr-
ar tilraunar í því skyni að kynna
íslenzkar iðnaðarvörur á erlend-
um markaði. Nokkur íslenzk iðn-
fyrirtæki hafa lagt út í tilraun
með að koma á framfæri í Banda-
ríkjunum framleiðslu sinni. Þetta
er dýr og áhættusöm tilraun og
þar sem hér gæti orðið um beina
gjaldeyrisöflun að ræða, ef vel
tækist til, skyldi maður ætla að
hið opinbera hefði séð ástæðu
til að leggja nokkuð af mörk-
um. Ekki er mér kunnugt um
að svo hafi verið. Meira að segja
hið takmarkaða lán, sem beðið
var um, til stofnunar hinnar ís-
lenzku verzlunar í New York,
fékkst eftir langt þref, gegn full-
komnum tryggingum viðkomandi
aðila. Þetta var allur skilning-
urinn á þessari merku tilraun,
en til samanburðar má geta þess,
að þegar Danir opnuðu sams kon-
ar verzlun í New York á sínum
tíma, þótti það ekki ómerki-
legri atburður en svo, að sjálfur
konungur þeirra var viðstaddur
opnunina. Ólíkt höfumst við að,
og hvort sem okkur líkar betur
eða verr, mættum við þarna nokk
uð af Dönum læra. Hvernig sem
þessari tilraun reiðir af, eiga
upphafsmenn hennar þakkir
skilið.
Ég hef reynt að benda hér að
framan á nokkrar staðreyndir
varðandi erfiðleika iðnaðarins og
þó erfitt sé að gera jafn yfir-
gripsmiklu efni skil í stuttri blaða
grein vona ég að þessi orð verði
til að vekja menn til umhugs-
unar um þessi mál og stuðla
að því að meira verði gert 1
næstu framtíð í þessum málum
en áður. Þá er tilgangi mínum
með þessum línum náð.
Ásbjörn Björnsson.
BRIDGE
ÚRSLIT í 4. umferð á Éeykjavíte-
urmótinu í bridge urðu þessi:
Meistaraflokkur
Sveit Róberts Sigmundssonar
vann sveit Jóns Ásbjörn*-
sonar, 76:55, 6-0.
Sveit Jóns Stefánssonar vann
sveit Halls Símonarsonar;
80:75, 4-2.
Sveit Ólafs Þorsteinssonar vana
sveit Gunnars Guðmunda-
sonar, 131:68, 6-0.
Sveit Reimars Sigurðssonar vana
sveit Ingibjargar Halldór»-
dóttur, 102:60, 6-0.
1. flokkur
Sveit Elínar Jónsdóttur vann
sveit Zóphaníasar Beno-
diktssonar, 122:65, 6-0.
Sveit Dagbjarts Grímssonar
vann sveit Sigurbjargar Ám
björnsdóttur, 87:57, 6-0.
Sveit Júlíönu Isebarn vann sveH
Péturs Einarssonar, 84:
4-2.
Sveit Eggrúnar Arnórsdóttur
vann sveit Jóns Magnúa-
sonar, 84:50, 6-0.
Staðan er þá þessi:
Meistaraflokkur:
1. sv. Ólafs Þorsteinssonar 20 st.
2. — Jóns Stefánssonar 18 —
3. — Halls Símonarsonar 14 —
1. flokkur:
1. sv. Eggrúnar Arnórsd. 24 st
2. — Júlíönu Isebarn 17 —
3. — Dagbjartar Grímss. 17 —
4. — Elínar Jónsdóttur 16 —
Næsta umferð fer fram nk. mi8
vikudag og mætast þá m. a. 1
meistaraflokki sveitir Halls og
Ólafs. Spilað er í Tjarnarkaffi.