Morgunblaðið - 26.02.1965, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.02.1965, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 26. februar 1965 EINS OG skýrt hefur verið frá er nýlokið hér í Reykjavík fund um stjórnar Kísiliðjunnar með innlendum og erlendum sérfræð- ingum. Af því tilefni flutti Magn ús Jónsson, bankastjóri, formað- ur stjórnar Kisiliðjunnar, eftir- farandi fréttaauka í útvarpinu: Allmörg ár eru nú liðin síðan hafnar voru athuganir á því, hvort unnt væri að framleiða markaðshæfa vöru úr kísilleðju þeirri, sem þekur botn Mývatns. Hafði Baldur Líndal efnaverk- fræðingur þær athuganir með höndum á vegum raforkumála- skrifstofunnar og rannsóknaráðs Magnús Jónsson ríkisins. Á grundvelli þeirra at- hugana var gerð skýrsla um mál- ið veturinn 1960—61. Þessi aðil ar höfðu áfram með höndum tæknilegar athuganir málsins, en að öðru leyti tók stóriðjunefnd það í sínar hendur. í byrjun árs- ins 1964 voru undirbúningsathug anir það langt á veg komnar, að gerð var bráðabirgðaáætlun um kisilgúrverksmiðju við Mývatn. Þótti þá nægilega staðfest bæði með framhaldsrannsóknum hér heima undir forustu Baldurs Lín dal og víðtækum athugunum í op inberri rannsóknastofnun í Hol- landi, TNO, að unnt væri að vinna síunargúr í hæsta gæða- flokki úr botnleðju Mývatns. Þar sem hér var í senn um mjög sérhæfða framleiðslu að ræða, sem íslendingar höfðu enga reynslu í og þó eigi síður vegna hins, að markaður er mjög tak- markaður, samkeppni hörð og hver notandi kaupir yfirleitt lítið magn, þótti stóriðjunefnd ein- sýnt, að leita yrði yfir margvís- legri samvinnu við erlenda að- ila um málið. Samkomulag náðist I byrjun sl. árs við hollenzka fyr irtækið AIME, sem hefir víðtækt og vel skipulagt sölukerfi i Evrópu, um samstarf, sem eigi var þó fast mótað, en á grund- velli kostnaðaráætlana, sem þá lágu fyrir, og bráðabirgðasam- komulags við AIME, var á sl. þingi sett löggjöf, sem í megin- efnum fól það í sér, að ríkisstjóm in skyldi beita sér fyrir stofn- un hlutafélags, er reki og reisi kísilgúrverksmiðju við Mývatn, en áður en að því kæmi yrði myndað undirbúningsfélag, er annist skipulagningu verksmiðj- unnar og annan undirbúning að byggingu hennar og rekstri. Hlutafélag þetta var þegar stofn að eftir setningu laganna og hlaut nafnið Kísiliðjan h.f. Átti íslenzka ríkið 80% en hollenzka fyrirtækið AIME 20%. Ríkis- stjórnin skipaði fjóra menn í stjórn Kísiliðjunnar, þá Magnús Jónsson, formann stjórnarinnar, Stefán Stefánsson, bæjarverk- fræðing á Akureyri, Karl Krist- jánsson, alþingismann og Pétur Pétursson, forstjóra, sem gegnt hefur störfum framkvæmda- stjóra með aðstoð Halldórs Jóna- tanssonar, deildarstjóra í við- skiptamálaráðuneytinu, sem ver ið hefir ritari stjórnarinnar. AIME skipaði í stjórn félagsins aðalforstjóra sinn Kostering. Síðan félagið var stofnað hef- ir það sleitulaust unnið að verk- efni sínu, og þótt margar athug- anir hefðu verið áður gerðar var óendanlega margt, sem þurfti að kanna, og endurskoða áður en auðið yrði að taka lokaákvarðan- ir um framkvæmdir. Er að sjálf- sögðu höfuðnauðsyn að undir- búa allar framkvæmdir svo ræki lega, að áhættan verði sem allra minnst og reynt sé í upphafi að reikna með öllu til að fyrir- byggja mistök. Við þessar lokaathuganir hafa margir aðilar komið við sögu. Framhaldsathuganir á hráefninu og vinnslu þess hafa verið und- ir leiðsögn Baldurs Líndal, efna verkfræðings. Markaðsathugan- irnar, sem eru eitt veigamesta at riðið, hafa verið í höndum AIME og jafnframt var sérstakt mark- aðskönnunarfyrirtæki í Hollandi, Makrotest, ráðið til þess að gera víðtæka markaðskönnun í Vest- ur-Evrópu og Englandi. Hollenzk • MEÐALLANDSBUKT Sjómaður skrifar: „Hvers á hin gamla og sögu- fræga Meðallandsbukt að gjalda, ef hún á að þurrkast út úr íslenzku máli og heita hér eftir Meðallandsbugur; án dóms og laga? Ríkisútvarpið, höfuðvígi is- lenzkrar málvöndunar, hefur nú um alllangt skeið lagt mikla alúð við að berja þetta nýja karlkynsnafn inn í höfuð hátt- virtra hlustenda án nokkurra skýringa. Enda þótt bugur og bukt sé samkvæmt orðabókum nafn á sama hugtaki, er hér um að ræða ömefni, sem á fullan rétt í málinu og ekki er hægt að breyta án skýringa og þá af einhverjum aðilum, sem til þess ur námuverkfræðingur var ráð- inn til þess að gera áætlanir og tillögur um dælingu hráefnisins, en ætlunin er að dæla því 3ja km leið frá vatninu að verksmiðj unni í námaskarði. Bandaríska verkfræðifirmað Kaiser Engin- eers, sem er þekktasta verkfræði firma í þessari grein var ráðið til þess að gera endanlega áætl- un um vinnsluaðferð og bygging- ar- og reksturskostnað verksmiðj unnar. Jafnframt var Almenna byggingafélagið undir forustu Árna Snævars, verkfræðings, ráðið til þess að hafa með hönd 'um yfirstjórn á þeim þáttum á- ætlunagerðarinnar, sem vinna þurfti hér heima. Vermir s.f. hef ir á vegum raforkumálaskrifstof unnar gert ítarlega áætlun um hitaveitu til verksmiðjunnar, en jarðgufa er veigamikill þáttur í framleiðslunni. Þá hefir vega- málastjómin gert áætlun um lagningu nýs vegar frá Mývatni til Húsavíkur um Hólasand, sem er miðuð við 6 metra breiða ak- braut. Er gert ráð fyrir, að sá vegur kosti 22—23 miUjónir kr. og verði að fullu lokið á 5 árum. Senda hefir þurft sýnishorn af eru kjörnir, örnefnanefnd, ef hún er til. Það er ákaflega einkennilegt að láta útvarpsþul þrástagast á þessu nafnabrengli, þar til hlust endur eru orðnir ruglaðir í rím- inu og vita ekki lengur, hvað er hið rétta heiti. Með sama rétti getum við búizt við að heyra talað um Faxaf jörð í stað Faxaflóa, Breiðaflóa, Húnafjörð og Eyjaflóa og jafnvel að ein- hver afiakóngurinn hafi sprengt nótina sína inni á miðjum Hristingi (Skjálfanda) og áð annar hafi fyllt sig 50 sjómílur NA af Refsflöt (Melrakka- sléttu). Samkvæmt orðabókum gætu öU þessi nöfn staðizt, þótt erfitt yrði að finna þau á kort- inu og almenningi kynni að koma þau ókunnuglega fyrir eyru fyrstu dagana“. hráefninu til margra vélafram- leiðenda erlendis til þess að kanna hvaða vélar hentuðu bezt fyrir framleiðslu kísilgúrsins úr Mývatni, því að tegundir kísil- gúrs eða diatomite eru margar og vélar verða að hæfa framleiðslu hverrar tegundar um sig. Fram- kvæma hefir þurft vissar jarð- vegsathuganir, kortagerð og land mælingar og skipulagsskrifstofan að athuga væntanlegt skipulag bygginga á svæðinu. Margar aðr ar athuganir hefir yerið nauðsyn legt að gera, en þó er margt enn óafgert, svo sem samningar við landeigendur, sem ekki þykja tímabærir fyrr en nákvæmlega er vitað um landþörf og endan- leg ákvörðun hefir verið tekin. Stjórn Kísiliðjunnar hefir nú síðustu þrjá daga setið á fundum með innlendum og erlendum sér fræðingum og ráðunautum sín- um. Að þessum viðræðum lokn um telur stjórn félagsins nú feng inn grundvöll til þess að taka lokaákvarðanir um byggingu verksmiðjunnar, þar eð öll meg- inatriði eru ljós varðandi bygg- ingar- og reksturskostnað. Hins- vegar þarf að fara fram enn ítar • AMBASSADOR Þá hefur Velvakanda borizt bréf þar sem fundið er mjög að hinu nýja heiti á sendiherrun- um, ambassadorunum. Bréfrit- ari spyr hvers vegna megi ekki kalla þá sendiherra eins og áð- ur, ambassador sé hræðilegt orð í islenzku, en sendiherra aftur á móti mjög virðulegt og viðeig- andi orð. Bréfritari segir að í upphafi hafi verið ætlunin, þegar sendi- herrarnir hækkuðu í tign, að taka upp heitið sendrherra, þeg- ar allir íslenzku sendiherramir væru orðnir „ambassadorar“. Og nú eru þeir það allir, og hvers vegna þá ekki hætta við þetta orðskrípi. Auðvitað bera sendiherramir hinn erlenda titil utanlands, en það ætti líka að vera nóg. „Vonandi lesum við legri athugun á markaðshorfum. Á grundvelli þessara áætlana munu fulltrúar ríkisstjórnarinn- ar í stjórn Kísiliðjunnar nú á næstunni ganga frá greinargerð um málið til iðnaðarmálaráð- herra. Ekki er viðeigandi á þessu stigi að skýra í einstökum atrið- um frá þvi, hverjar verði hinar endanlegu tillögur stjórnar Kísil iðjunnar, en svo mikið er hægt að segja, að fyrirtækið virðist hagstæðara en hinir bjartsýn- ustu munu hafa þorið að vona og mimu því tillögumar að megin efni verða jákvæðar. Gerðar hafa verið áætlanir um þrjár stærðir verksmiðju, 12 þús. 18 þús. og 24 þús. tonn. Er bygg- ingakostnaður 12 þús. tonna verk smiðju áætlaður rúmar 100 millj. kr. en 24 þús. tonna verksmiðju rumar 140 millj. kr. Söluverð framleiðslunnar er mjög mismun andi í hinum ýmsu löndum, en miðað við að öll framleiðslan selj ist gæti útflutningsverðmæti minnstu gerðar verksmiðjunnar verið 60—70 millj. kr. Ljóst er, að rekstur verksmiðjunnar verð ur því hagstæðari, sem hún er Framhald á bls. 10 það í blöðunum næst eða heyr- um í útvarpinu að þessi eða hixm sendiherrann — ekki ambassadorinn — hafi afhent trúnaðarbréf sitt“, segir bréí- ritarL • ÓKURTEISI Í SÍMA Karl skrifar: „Skyldi nokkur þjóð vera jafn ókurteis í síma og við ís- lendingar? Þegar síminn hring- ir og þú tekur tólið upp, er venjulega það fyrsta, sem þú heyrir: Hvarda? — sem út- leggst: „Hvar er þetta?“ — Ef þú svarar ekki hiklaust er alveg eins víst að ítrekað sé með ó- þolinmæði: Nú, h-v-a-r-d-a? —* Ég er kominn á þá skoðun að flestir geri sér ekki grein fyrir því, hvílík ókurteisi þetta er, haldi bara að svona eigi að tala í síma. En svona á ekki að tala 1 síma. Mönnum ber fyrst að kynna sig — og bera síðan upp erindið“. A mánudag verður byrjað á vélarhreinsun í Akraborg, en um miðja næstu viku fer skipið sennilega í þurrkrví hjá Slippfé- laginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.