Morgunblaðið - 26.02.1965, Side 15

Morgunblaðið - 26.02.1965, Side 15
1 Föstudagttr 2Í. febrúar 196S MORGUNBLAÐIÐ 15 Jörgen Bukdahl: Staöreyndir handritamálsins Á Þ'BIM 20 árum, sem ég hefi fylgzt með handritamálinu, hafa tvö viðhorf verið ráðandi: nor- raent og vísindalegt. Án þess að ganga framhjá hinu fyrrnefnda, hefir hið vísindalega viðhorf skipt mestu máli í öllum deilum mín- um við andstaeðinga handrita- •nálsins. Fyrra viðhorfið virtist mér bæði sjálfsagt og ljóst. >að átti upptök sín í því þegar sköp- um skipti árið 1864, þegar Dan- mörk hætti að vera voldugt ríki, en varð norræn þjóð sem átti hundruð þúsunda barna sinna í Árni Magnússon útlegð í Suður-Jótlandi. í»etta kenndi mönnum að skilja hvað þjóðerni þýddi, að það byggðist á tungu og hugarfari. Það varð eigi sízt hlutverk lýð- háskólanna að stuðla að þessum skilningi á norænu ætterni. Og auðvitað leiddi það þá af sjálfu sér, að dögum danskrar yfir- drottnunarstefnu hlaut að vera lokið. Og verkin sýndu merkin: ísland fékk stjórnfrelsi, í Noregi hefir verið vaxandi áhugi að losna við dönskuna, sem þröngv- að var upp á þá um aldir, Fær- eyingar vinna að menningalegu og þjóðlegu sjálfstæði sínu, og pólitísku, ef það er hægt. Allt á þetta saman í nýjum nor rænum huigsunarhætti, og þar með fylgir handritamálið: loka skriftin á félagsbúinu. Á veldis- dögum sínum náði Danmörk und ir sig andlegum arfi fslands, hin- um einu þjóðlegu minjum sem ís lendingar áttu frá miðöldum og næstu 2-300 árum þar á eftir, en Árni Magnússon safnaði á hörm- ungarárum og fékk geymt hér, vegna þess að hann vissi ekki hver mundu verða forlöig föður- lands síns, — en þegar hann talar um föðurland, þá á hann alltaf við fsland. Tvisvar sinnum var komið á fremsta hlunn að ísland yrði selt Englendingum eða Þjóðverjum. Þegar mannfelli á íslandi hafði vérið svo mikill af völdum harð- inda og dönsku einokunarverzl- unarinnar, að þjóðinni hafði fækkað um helming, þá tók danska ríkisráðið að athuga, hvort það mundi nú ekki vera réttast að flytja þær hræður, sem eftir voru til Danmerkur og láta þær rækta józku heiðarnar. fs- lendingar voru réttlausir og varn- arlausir, í heila öld börðust þeir við hungurdauðann. Fjöldi manna flosnaði upp og í hópum fóru þeir betlandi um allt land. Það var ekki þeirra eigin sök. Þeir máttu ekki eiiga haffær skip, né efla atvinnuvegi sina; þeir máttu ekki verzla við aðra en danska kaupmenn, sem ýmist sigldu ekki til landsins eða fluttu þangað sviknar vörur. Þá var bágt ástand á íslandi og það var ástæðan til þess að gömlu hand- ritunum var sópað saman þar; fyrst gerðu það Svíar og síðan Danir. Menn segja að Árni Magn- ússon hafi bjargað handritunum. Já og nei. Menn hafa einnig leyft sér að staðhæfa að íslhpdingar hafi ekkert kært sig um hand- ritin. Við því er aðeins eitt kröft- ugt svar: Lygi. Það getur verið, að þegar afrit höfðu verið tekin af handritun- um, þá hafi menn ekki haft slíkt rómantiskt dálæti á þessum gömlu, slitnu og stundum nær ólæsilegu skinnbókum, eins og menn hafa nú. Efni ritanna varð- aði mestu. Menn voru ekki að hugsa um bókasöfn. En þó voru flest handritin ættargripir, sem menn létu ekki af hendi nema í ýtrustu neyð. Glöggt vitni þessa eru hinar mörgu áletranir á gömlu handritunum eins og t.d. á Hauksbók: „Bjarni á Hamri á þessa bók með réttu og hann hef- ir léð mér hana í bókaskiptum og hann skal fá hana aftur, þegar eg get örugglega komið henni til hans“. Annað dæmi: Danski fræði- maðurinn Worm var ólmur í handritin, það er að sagja þýð- ingar, því að hann kunni ekki íslenzku, og hafði ekki heldur getað lesið letrið á þeim, því að það hafa ekki aðrir kunnað en íslendingar allt fram að þessu. Þessi er ástæðan til þess, að í erfðaskrá sinni á'kvað Árni Magnússon, að tveir íslendingar skyldu starfa við safnið til þess að gera handritin aðgengileg dönskum fræðimönnum. Á þess um mönnum hefir fram að þessu hvílt aðal-útgáfustarfið, að und- anteknum þeim Rask og Kaa- lund. Það var Magnús ólafsson prestur sem samdi „Specimen lexici Runici" fyrir Worm. Hann þýddi einnig Snorra Eddu á latínu, en Worm hafði minni áhuga fyrir því. En þessa bók (með danskri þýðingu) gaf Resen út seinna, og það varð til þess að vekja áhuga um alla Evrópu á fornritum íslendinga. Bókin var þýdd á frönsku, ensku og þýzku, og bæði Herder og Goethe hrif- ust af hennL En íslenzka prestsins, sem vann þarna brautryðjendastarf, er hvergi minnst á titilblaði bókar- innar, aðeins með nokkrum orð- um í væmnum formála. Seinna igaf Resen út Völuspá og Háva- mál, sem séra Stefán Ólafsson hafði þýtt á latínu. Rasen ber heiður fyrir að hafa sjálfur kost- að þetta. Alveg fram á vora daga sinntu íslendingar mest rann- sóknum á handritunum, en um þetta er ósæmilega þagað í nefnd- arálitinu 1951 (eins og Bjarni M. Gíslason hefir sýnt í bók sinni), að ekki sé minnst á þau skrif, sem komið hafa frá handrita- nefndinni (Bröndum Nielsen og Poul Möller. Magnús Ólafsson, sem var uppi 70 árum á undan Árna Magnús- syni, kvartar um að það megi heita ógerningur að ná handrit- unum frá bændum: „Þeir ligigja á þeim eins og ormar á gulli“, segir hann. Sjötíu árum seinna er þetta breytt, því að þá virtust allar hörmungar steðja að. fs- lendingar höfðu verið réttlausir og varnárlausir síðan einokunin var sett á 1602. Árið 1627 herj- uðu serkneskir ræningjar á landið, brenndu og myrtu og höfðu á brott með sér 300 manns, er þeir seldu í ánauð í Alsír. í lok aldarinnar var óáran, eld- gos, drepsótt, svo að þá féll um helmingur þjóðarinnar, en hinir lifðu við huigursneyð, eins og fyr er á drepið. Undir þessum kringumstæð- um voru handritin flutt úr landi til Svíþjóðar og Danmerkur. Eitt skip fórst í hafi með óbætanleg- an farm handrita. Það varð m.a. til þess að Árni Magnsson geymdi sína 56 handritakassa á íslandi um 3 ára skeið. Þá var stríð milli Svía og Dana. Það var ekki fyr en 1720 að Raben flutti hand- ritin til Kaupmannahafnar, en neitaði þá að afhenda þau Árna Magnússyni og taldi að þau ættu heima í leyndarskjalasafninu. Árni ritaði þá konungi bréf og skýrði frá því á hvern hátt hann hefði fengið handritin, keypt sum, en fengið fjölda að láni, eins oig sjá mætti á seðlum í þeim, og „samkvæmt þeim verð ag að skila öllu því, sem eg hefi fengið lánað“, segir hann. Honum voru þá afhent handritin, en hann lét sér hægt að skila þeim, er hann hafði fengið að láni, og voru eig- endurnir óánægðir út af því, eins og hann segir í bréfi. Svo kom bruninn mikli í Kaup- mannahöfn 1728. Þar missti Árni jafnokar fslendinga í bókmennt- um, en samt sem áður: hvar eru t.d. handrit Saxa? Lítið snifsi af þeim hefir fundizt, það hafði verið notað til þess að binda því utan um skattgreiðendatal Christinanstads léni. Hitt hefir ef til vill verið notað í snið og spjarir, ef til vill í hylki um rák- ettur, sem gerðar voru kóngum til skemmtunar. I „Den danske literaturhistorie" segir: „Þegar leið að 17. öld voru öll skinn- handrit horfin í Danmörku. Það sem lenti í höndum bókbindara, lénsmanna og rákettusmiða, fékk fyrir ferðina. Helzt voru við líði þau handrit sem flutt voru úr landi“. En í staðinn fengum vér svo fjölda skinnbóka, sem fslend- ingar áttu, ritaðar höfðu verið í danska blaðinu „Flensborg Avis“ 16. og 17. febrúar, er merk grein eftir rithöfundinn Jörgen Bukdahl um handrita- málið. Hér kemur þýðing á greininni og er hún lausleg að því leyti, að sums staðar er efni hjappað saman og greinin auk þess stytt nokkuð. Jón Helgason allar bækur sínar, afritanir og minnisblöð, og varð honum svo mikið um, að hann náði sér aldrei eftir það. Menn vita ekki hve mikið hefir brunnið af skinn- bókum. Meginhlutá þeirra var bjargað. Þó telur Kaalund í hand- ritaskránni, og styðst þar við rannsóknir Jóns Ólafssonar og Jóns Sigurðssonar, að 15 skinnb. hafi brunnið. Jón Ólafsson hafði furðulega trútt minni eins og fs- lendingar, og er það til sanninda- merkis um hvernig sögurnar gátu igeymst í minni manna. Heiðar- vígasaga var ein af þeim bókum sem urðu eldinum að bráð. En Jón hafði lesið hana með svo mikilli athygli, að hann ritaði hana að nýju eftir minni. Eng- inn hefir efast um að frásögn hans sé í samræmi við frumritið. En hvað er þá um þá fullyrð- ingu, að íslendingar hafi ekki skeytt neitt um handritin? Þá var um líf eða dauða að tefla fyrir þá. Þetta vissi Árni Magn- ússon. Hann hjálpaði mönnum í neyð með því að kaupa af þeim handrit. Menn mundu sögurnar og sumir áttu góð pappírsafrit af þeim. (Mörg þeirra hirta þó Árni einnig). En nokkur urðu eftir oig og þar var uppistaðan í þeim 14 sögum, sem voru prentaðar á Hólum 1756. Þá vantaði skinn- bækurnar til samanburðar; þær voru komnar til Kaupmannahafn- ar og þar lágu þær lengi ónot- >ðar og óprentaðar. Útgáfustarfsemi Árnasafns er raunasaga allt fram á 19. öld. Menn hafa gert verður út af því að það hefir komið fyrir á fs- landi að skinn úr bókum hefir verið notað í snið og spjarir, og telja það sönnun þess, að íslend- ingar hafi ekkert kært siig um handritin, þennan menningararf. En hvar eru hin fornu handrit vor? Vér vorum að vísu ekki á íslandi og fyrir íslendinga. Þau höfðu verið keypt og fengin að láni þegar harðast svarf að ís- lenzku þjóðinni, þegar þær hörmungar dundu yfir hana, er ekkert annað norrænt land hefir haft af að segja. Og það var danska einokunin sem hafði steypt þjóðinni í þessa ógæfu, kaupmennirnir og embættismenn- irnir hjálpuðust að því að sjúga merg og blóð úr hinni réttlausu og varnarlausu þjóð. Ég skal að- eins nefna amtmanninn Kristján Möller, sem var samtíða Árna Magnússyni. -Um framferði hans hefir Árni ritað kónginum. Það var engin furða að Árni skyldi rægður fyrir þetta við konung: „Hann er illlyndur og undirför- ull og hatar alla heiðarleiga Dani, sem vilja þjóna konungi sínum trúlega, alveg eins og hann þykist vera herra og stjórnandi í landinu“. Þessi rógu um Árna, af því að hann elskaði föðurland sitt, á einnig heima í sögu hand- ritamálsins. Hann bjargaði handritunum, segja menn. Já og nei! En hvar átti að geyma þau á íslandi? Þar var engin höfuðborg, þar voru aðeins timburhús og biskupsset- ur, sem höfðu misst völd og áhrif. Ekki gat Árni hugsað sér að handritin lentu í dönskum bóka söfnum. Hann stofnaði því sitt eigið safn og jók það stöðugt. Hann stofnaði sjóð meðal annars til þess að úr honum væri greidd laun þeim tveimur íslendingum, sem vinna skyldu í safninu og gera handritin aðgengileig. Hann fól háskólanum (sem þá var há- skóli Danmerkur, Noregs og fs lands) að sjá um að sjóðnum yrði varið samkvæmt stofnskrá Það var nú að vísu ekki fyr en 30 árum eftir fráfall hans að stofnskráin var gerð. Hann hafði aldrei þorað að vona að ísland mundi rétta við eftir þær hörm- ungar, er hann hafði orðið sjón- arvottur að. Það var líka krafta- verk! Landið var ekki selt, ís- lendingar voru ekki fluttir suð ur á Jótlandsheiðar, þeir seigl- uðust, börðust áfram þar til fór að birta í lofti I lok 18. aldar. Nú er Iandið frjálst og allt í hraðri framför þar. Það á nú sinn eigin háskóla. Ef Árna Magnús son hefði órað fyrir þessu, þá hefði aldrei komið upp neitt handritamál. n. Eins og kunnugt er hafa kom- forsprakki hennar er Bröndum Nielsen prófessor. Hitt er eftir Poul Möller þjóðþingsmann. Um það nægja nokkur orð. Frá sögu- legu sjónarmiði er það handa- hófsverk, ristir ekki djúpt 1 kjarna málsins, hlutdrægt með þögn og lepur upp gamlar glósur frá deilunum 1960, tekur þar meðal annars upp orð eftir Worms, sem af má skilja að fs- lendingar hefði ekki einu sinni kunnað sitt móðurmál. En sann- leikuvinn er að Worm hafði spurt um rúnir og þær sögðust íslend- ingar ekki þekkja. Og fyrir áhrif frá nefndarálitinu gætir hér til- hneigingar að gera lítið úr starfi íslendinga með þögn og útur- snúningum, svo að manni skilst helzt, að Worm og aðrir danskir fræðimenn hafi kennt fslending- um þeirra eigið móðurmál. Þetta- er þvert á móti sannleikanum, því þeir dönsku kunnu ekki ís- lenzku og gátu alls ekki lesið handritin. En sums staðar er hér rétt frá sagt, t.d. um Brynjólf biskup Sveinsson, sem hafði safnað handritum, en neyddist til að af- henda þau Friðrik III „til Hans Majestæts Plaisir i hans konge- lige Biblotek“. Ósk konungs var sama sem skipun. Á meðal þess- ara handrita eru kjörgripirnir Sæmundar Edda og Flateyjarbók. Möller minnist á þann ósanna orðróm að biskup hafi með bóka- gjöfinni ætlað að kaup sér upp- reist fyrir það að dóttir hans hafi eignazt barn með prestlingi. Málið horfði öðru vísi við, eins og hér er líka tekið fram: Handritin voru nú orðin svo slitin eftir langa notkun, að nú voru sein- ustu forvöð að prenta eftir þeim (að hrífa þau úr dauðans kverk- um, eins og hann segir í bréfi til Vilhelm Lange kennara ríkis- arfans). Þetta þýddi ekki að fs- lendinigar hefðu misst áhuga fyrir tungu sinni eða handritum. Það er afkáaleg hugsun þegar hins er minnst, að íslendingar voru þá eina bókmenntaþjóðin á Norður- löndum, og það átti eigi aðeins við um höfðingjana, heldur einn- ig almúgann. Brynjólfur biskup var kominn í klípu. Hahn átti ekki yfir prentsmiðju að ráða. Eina prentsmiðja íslands var á Hólum, og þar var enginn vin- Jörgen BukdahJ skapur á milli. Hvað átti hann að gera? Það var ekki í annað hús að venda en Danmörk. Nauðutgur sendi hann handritin þangað „til þess að þau yrði prentuð eins fljótt og unnt væri á eigin máli“, eins og hann sagði í bréfi. En það var ekki gert. En ef hann hefði haft eigin prentsmiðju, þá hefði hann komið handritunum á prent, og eins og Möller segir: „þá hefði þetta mál sennilega aldrei komið til umræðu“. Alveg rétt! Athyglisverðast í bókinni er það sem Möller segir um hand- ritadeilurnar i þjóðþinginu. Ein- kennilegt, að hann þegir alveg um það sem lýðháskólarnir lögðu til málanna, nefnir ekki tvær áskoranir þeirra um að afhenda handritin, né heldur Askov-bók- ina „Island og Danmark“, hvað þá tvær bækur sem Bjarni M. Gíslason hefir ritað um málið. Atkvæðagreiðslan í þjóðþinginu, ið út tvö rit frá þeim, sem ekl^*H0 með afhendingu, aðeins 39 á vilja afhenda handritin. Annað I móti, skar alveg úr, og það hefir er frá handritanefndinni 1964, en I Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.