Morgunblaðið - 26.02.1965, Page 28
D
KELVINATOR
KÆLISKAPAR
Júkls LAUGAVEGI
E LE KTROLUX UMBOÐIÐ
Í.AUOAVEGI 4* sTmÍ 21800
Uppselt
á 15 mín.i
í GÆR kl. 2 var tekið að selja
aðgöngumiða á leiksýningu þá
í Iðnó á laugardagskvöld, sem
helguð er 40 ára leikafmæli
Brynjólfs Jóhannessonar. Mið- j
arnir seldust upp á stundar-
fjórðungi. Sýnt verður Ie^ik-
ritið „Hart í bak“ eftir Jökul
Jakobsson, sem slegið hefur
öll met í aðsókn, og hefjast
nú sýningar á því að nýju hjá
Leikfélaginu.
258 tonn
Tveir nýir 250 t.
bcáfcar lcomnir
VON VAR á tveimur nýjum 250
tonna fiskibátum til íslands í
nótt er leið.
Annar þeirra er Þorsteinn RE
303, eign Leifs h.f. smíðaður í
Austur-Þýzkalandi. Aðaleigend-
ur Leifs h.f. eru Guðbjörn Þor-
steinsson, sem nú situr á skóla-
bekk ásamt nokkrum öðrum afla
kóngum, en hyggst síðar vera
skipstjóri á bátnum og Gunnar
Friðriksson. Skipstjóri á Þor-
steini 1 vetur mun verða hinn
frægi aflamaður Eggert Gíslason
og sigldi hann bátnum til lands-
ins.
Akranesi, 25. febrúar: —
SIGURBORG, hinn nýi 250 tonna
bátur Þráins Sigurðssonar og
Þórðar Guðjónssonar, er vænt-
Bjorg fellu a bæinn Lamba
fell í Austur-Eyjafjallahreppi
sl. mánudagsmorgun. Hið I
stærsta lenti þó ekki á bæjar- |
húsunum, en það munaði litlu ,
eins og myndin sýnir. Björg
lentu á fjósinu, skúr og bíl á I
hlaðinu og ollu stórtjóni. Sjá |
viðtal við bóndann, svo og ,
fleiri myndir, á bls. 12.
Ljósm.: Markús Jónsson.
anlegur hingað til Akraness
skömmu eftir miðnætti. Skip-
stjóri er Þórður Guðjónsson.
Þetta er stálbátur, smíðaður í
Scheveningen í Hollandi og bú-
inn 630 hestafla Kromhut-vél.
sem róa með þorskanet, fengu
mjög góðan afla í fyrradag. ______
Sextán bátar lögðu í fyrrinótt
upp í Reykjavik tæplega 258
tonn. Hæstir voru Björgúlfur
með 34,5 tonn og Hannes lóðs
með 33,2. Aflinn var annars mjög
misjafn og fengu flestir frá 6 og
upp í 15 tonn.
INIýtt radartæki I Óðin
— muri auka nákvæmnina
SÍÐASTLIÐNA tvo daga hefur
verið unnið að því að koma fyrir
um borð í varðskipinu Óðni við-
bót við Kelvin-Hughes-radartæki
skipsins. Er þetta sérstök gerð
radartækis, sem nýlega er tekið
að nota í skip. Verða eftir viðbót
þessa 3 radarskífur í Óðni í stað
tveggja áður og mun þetta auka
nákvæmni staðarákvarðana, sem
gerðar eru um borð í varðskip-
inu.
Viðbótartækinu við radarinn
var komið fyrir í kortaklefa Óð-
ins í gær, en það verður ekki
tengt við skerminn og tekið í
notkun, fyrr en eftir að skipið
kemur úr næstu ferð sinni. Tækið
er svo stórt, að það komst ekki
inn um dyrnar, heldur varð að
rjúfa gat á hliðina á brúnni.
40 þús. tunnur af loðnu
Frá Aðþingi:
Stórauknar aðgeróir í hús-
næðismálum
Akranesi 25. febrúar.
FJÖRUTÍU þúsund tunnum af
loðnu hefur Síldar- og fiskimjöls-
verksmiðjan tekið á móti síðan
hrotan hófst. Unnið er þar nótt
og dag. Á 4. þúsund tunnum
hefur þegar verið ekið í haug
vestur á Bræðrapartstún. I 40
þús. tunnunum eru innifaldar
6.400 tunnur, sem bátarnir fengu
I gær. Aflahæstur í gær var
Höfrungur III. með 2.500 tunnur,
þá Óskar Halldórsson 2.100 og
Haraldur 1.800. Ekkert lát er á
loðnunni, segja kunnugir.
Á þorskanetaveiðunum var
Sigurvon aflahæst með 32,5 tonn
í gær, en afli bátanna var mjög
misjafn, stiglækkandi allt niður
í 4 tonn.
í dag fengu 4 bátar héðan
6.350 tunnur af loðnu. Höfrungur
III. var hæstur með 2.250 tunnur,
Óskar Halldórsson 1.900, Har-
aldur 1.800 og Heimaskagi, sem
byrjaði í dag, 400 tunnur.
t UMRÆÐUM í Efri deild Al-
þingis í gær, upplýsti Þorvaldur
I Garðar Kristjánsson, a3 veiga-
I miklar aðgerðir væru eftir og
senn vaentanlegar af þeim heild-
araðgerðum ,sem hafnar voru á
sl. ári í því skyni að auðvelda
fólki íbúðabyggingar. Meðai þess
má nefna frumvarp, sem lagt
verði fyrir þetta þing, um 40
millj. kr. óafturkræft framlag
frá ríkinu til byggingarsjóðs rík-
isins, að komið verði á fót nýju
kerfi ibúðarlána fyrir lífeyris-
sjóða, þannig að útlánastarfsemi
þeirra verði færð til samræmis
við þær reglur, sem g'ilda um
lán húsnæðismálastjórnar og að
rikisframlag til atvinnuleysis-
trygingasjóðs gangi árlega til
kaupa á ibúðalánsbréfum hús-
næðismálastjórnar til þess að
efla veðlánakerfið, en þessi
tekjustofn gefur um 40 millj- kr.
á ári.
Ekki ástæða til f rekari að-
gerða vegna inf lúenzunnar
Framh. á bls. 8
Mísstu net undir ísinn
Rætt við dr. Jón Sigurðs'
son, borgarlækni
í VIÐTALI við Mbl. i gær
sagði dr. Jón Sigurðsson borg
arlæknir, að ekki væri ráð-
gert að gera neinar opinber-
ax ráðstafanir hér á landi
vegna A2 inflúnenzu þeirrar,
sem nú geisar á meginlandi
Evrópu. Sú inflúenza væri af
sama veirustofni og Asíuinflú-
enzan svonefnda, sem borizt
Ihefði hingað til lands 1967 og
1963. Þeir, sem þá hefðu tek-
ið veikina eða verið bólusett-
ir gegn henni, væru í minni
Ihættu með að fá A2 inflúenzu
en aðrir. Inflúenza þessi væri
nú orðin mikið útbreidd í
Evrópu og hefði einnig borizt
til Bandaríkjanna. Veikin
væri meðalþungur faraldur og
ekki væri vitað um nein
dauðsföll af hennar völdum
enn sem komið er.
Hefu.j- A2 infiúenzu orðið
hér vart, svo vita'ð sé?
— Nei, ekki svo vitað sé.
1957 gekk inflúenza hér
eins og annars staðar, en hún
mun þá hafa farið um allan
•heim undir nafninu Asíu-in-
fliúenza. Veiran sem henni olii
Framhald á bls. 2
Dr. Jón SigurSæon
ísafirði, 25. febrúar: —
TALSVERT mikið ísrek er nú út
af m.vnni ísaf jarðardjúps og hefur
valdið erfiðlcikum hjá netabátun
um, sem lagt hafa í Djúpál um
svokallaðar Eldingar lít af Rit.
Svanur frá Súðavik missti í dag
tvær trossur undir ísinn, en gat
náð annarri. Straumnes frá ísa-
firði missti einnig tvær trossur
undir ísinn og ís rak yfir netin
hjá Gylfa ÍS, en þeir á Gylfa
settu út stangalausa belgi í þeirri
von að ná netunum, þegar ísinn
ræki frá.
í dag hefur lagt þokuslæðing
frá ísnum inn yfir ísafjarðar-
djúp.
Ef mikil brögð verða að ísreki
má búast við, að netabátarnir
verði að hopa af þessum miðum
og sækja vestur á Breiðafjörð.
-H.T.
5 bátar
teknir
FIMM togbátar voru teknir og
kærðir fyrir veiðar með botn-
vörpu innan fiskveiðimark-
anna austan við Vestmanna-
eyjar í fyrradag.
Ægir tók Sævald og færði
til Eyja, þar sem réttarhöld
hófust fyrir hádegi í gær, en
áhöfn TF-SIF, flugvélar Land-
helgisgæzlunnar, staðsetti Vest
mannaeyjabátana Farsæl,
Faxa, Skúla fógeta og Atla.
Munu mál þeirra koma fyrir
í Reykjavík.
I
|
í
1