Morgunblaðið - 09.03.1965, Side 16

Morgunblaðið - 09.03.1965, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. marz 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík, Sigfús Jónsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. SVIADROTTNING Reginmunur á kjörum launþega í þróuöum og vanþróuðum löndum ÞRÓUNIN á vinnumarkaðin- um í ýmsum löndum á árinu 1946 hné í sömu átt og árið áður: batnandi kjör launlþega í iðnaðarlöndunum og sama breiða bilið milli ástandsins í iðnaðarlöndunum og vanþró- uðum löndum. Þessar upplýs- ingar er að finna í yfirliti, sem Alþjóðavinnumálastofn. unin (ILO) birti á dögunum. í iðnaðarlöndum varð á ár- inu 1964 enn frekari efnahags- leg útlþensla, auknar fram- kvæmdir, minna atvinnuleysi og hækkandi laun, segir í „The Yearbook of Labour Statistics 1964“. í nokkrum löndum dró talsvert úr út- þenslunni undir lok ársins. Hin ófullkomna skýrsla, sem er fyrir hendb um van- þróuð lönd, sýnir, að í þessum löndum er víðtækt atvinnu- leysi. Svo að segja ails staðar í þessum löndum eykst vinnu. aflið, sem er á boðstólum, mun örar en möguleikarnir á fram- kvæmdum. Kjör verkamanna versna Iíka vegna mikillar verðbólgu. A 1 m e n n a r framkvæmdir jukust í nálega öllum lönd- um — undantekningarnar voru Ítalía, Malawí og Zamb- ía. í flestum iðnaðarlöndum vó þó samdráttur í landbún- aði upp á móti þessari þróun. Þessi samdráttur var tilfinn- "anlegastur í Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Ítalíu, Japan, Kanada og Puerto Rico. 1 Danmörku starfa nú aðeins 15 af hundraði vinnu- aflsins að landbúnaði, en árið 1955 var hlutfalLstalan 23 af hundraði. Atvinnuleysi var mjög lítið eða minnkaði til muna í iðn- aðarlöndunum. I Bandaríkjun- um og Bretlandi var hið Ianga skeið vaxandi atvinnuLeysis rofið. Þó er atvinnuleysi í Bandaríkjunum enn kringum 5 af hundraði. Danmörk er einnig meðal þeirra landa þar sem atvinnuleysi hefur minnk að verulega. Launahækkunin nam rúmlega 5 af hundraði í Argentínu, Danmörku, Hot- landi, írlandi, Ítalíu, Japan, Júgóslavíu og Mexíkó. í 14 öðrum löndum námu launa- hækkanir 2—5 af hundraði, en kaupmáttur launþega jókst um tæpa 2 af hundraði í Ástra líu, Colombíu, Finnlandi og Nýja-Sjálandi. Á Filippseyj- um lækkuðu launin um rúma 5 af hundraði, og á Ceylon og í Suður-Kóreu um 3 af hundr- aði eða þar um biL Aðalfundur Sjómannafélagsins gerði marghátaðar áiyktanir ¥ ouise Svxadrottning er lát- ^ in, 75 ára að aldri. Hún giftist Gustav V. Adolf árið 1923, en hann var þá krón- prins Svíþjóðar. Konungur Svía varð hann í október 1950 við andlát föður síns. Louise drottning var fædd í Þýzka- landi en uppalin í Bretlandi. Viktoría Bretadrottning var langamma hennar og stóðu þannig að henni hinar göfug- ustu ættir. Var hún einnig fjarskyldur ættingi Margrét- ar Svíadrottningar, fyrri konu Gustavs V. Adolfs. Louise Svíadrottning ávann sér traust og hylli sænsku þjóðarinnar. Framkoma henn ar var látlaus og virðuleg. Hún lagði mikið kapp á að kynnast sænsku þjóðinni, lærði á skömmum tíma sænska tungu, þannig að eigi heyrðist á mæli hennar að hún væri útlendingur. Hún vár hjúkrunarkona að mennt og stundaði hjúkrun- arstörf af miklum ötulleik á yngri árum, bæði í Bretlandi og Svíþjóð. Það er mál allra manna að Louise Svíadrottning hafi gegnt drottningarskyldum sínum af festu og virðuleik og verið manni sínum ómet- anlegur styrkur í starfi hans. Gustav V. Adolf Svíakon- ungur er nú 82 ára gamall. Hann er merkur vísindamað- ur á sviði fornleifafræði og hefur fram til sinna efstu ára stundað þá fræðigrein af lif- andi áhuga. fslenzka þjóðin sendir Svía konungi og sænsku þjóðinni allri innilegar samúðarkveðj- ur við andlát Louise drottn- ingar. LÆKNAMÁL STRJÁLBÝUSINS Oíkisstjórnin hefur nýlega lagt fram á Alþingi frum varp til nýrra læknasipun- arlaga. Felast í því margvís- legar umbætur, sem fyrst og fremst miða að því að bæta læknisþjónustu strjálbýlisins, sem undanfarin ár hefur í mörgum fámennustu læknis- héruðunum verið hin bág- bornasta. í þessu frumvarpi er m.a. lagt til, að launakjör héraðs- lækna í fámennum læknishér uðum verði stórbætt. Þeim verði greidd ríflég staðarupp bót á laun sín og þar að auki veitt ýms fríðindi, m.a. ársfrí frá störfum með fullum laun um á þriggja til fimm ára fresti. Ennfremur er gert ráð fyrir að stofnaður verði bif- reiðalánasjóður héraðslækna og þeir studdir til kaupa á lyfjum og lækningatækjum. Þá er lagt til að lækna- stúdentum verði veitt ríkis- lán ef þeir skuldbindi sig til þess að gegna héraðslæknis- störfum að námi loknu. Jóhann Hafstein, heilbrigð ismálaráðherra, tók það greinilega fram í framsögu- ræðu sinni fyrir þessu frum- varpi, að höfuðtilgangur þess væri að bæta læknisþjónust- una í fámennustu læknishér- uðunum, sem búið hafa við erfiðasta aðstöðu í þessum efnum undanfarið. Ymis önnur nýmæli eru í þessu frumvarpi, svo sem um læknamiðstöðvar í nokkrum fjölmennum héruðum, að- stoðarlækna héraðslækna og ríkisframlög til þess að gera sérstakar ráðstafanir til um- bóta í heilbrigðismálum í þeim héruðum, sem við versta aðstöðu búa. Það er vissulega ástæða til þess að fagna þéssu tímabæra frumvarpi, sem ér undirbúið af sérstakri milliþinganefnd undir forustu landlæknis. í því kunna að vera ein- stök atriði, sem breytinga þarfnast, enda lýsti heilbrigð ismálaráðherra því yfir í framsöguræðu sinni, að hann væri reiðubúinn að ræða breytingar á einstökum atrið um þess. Það hefur sérstaklega ver- ið gagnrýnt í frumvarpinu, að lagt er til að Suðureyrar- læknishérað í Vestur-ísafjarð arsýslu verði sameinað Flat- eyrarhéraði, en á Suðureyri hefur nýlega verið reistur glæsilegur læknisbústaður með nokkrum sjúkrarúmum. Suðureyri er þróttmikið- framleiðslubyggðarlag, sem er akvegasambandslaust helming ársins. Þar er held- ur ekki sjúkraflugvöllur, þannig að staðurinn er mjög einangraður. Margt bendir til þess, eins og Sigurður Bjarnason, alþingismaður, benti einnig á í ræðu er hann flutti á Alþingi í gær, að héraðslæknir muni fást í þetta vaxandi byggðarlag, eftir að kjör héraðslækna hafa verið bætt eins myndar- lega og lagt er til í frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þessvegna virðist eðlilegt að Suðureyr- arhérað verði áfram sjálf- stætt læknishérað. AÐALFUNDUR Sjómannafélags | Reykjavíkur var haldinn í Linol- arbse sunnudaginn 7. marz sl. Formaður félagsins gaf skýrslu um starfsemi félagsins á um- liðnu ári. Réikningar félagsins og sjóða þess voru lesnir og skýrðir og samþykktir einróma. Skýrt var frá kosningu stjórn- ar, en stjórnin varð sjálfkjörin 20. nóv. sl., þar sem ekki kom fram nema einn listL listi stjórn- ar og trúnaðarmannaráðs félags- ins. Stjórnin er skipuð sömu mönn um og voru í stjórn síðastliðið ár og er sem hér segir: Formaður: Jón Sigurðsson, Kvisthaga 1; varaform.: Sigfús Bjarnason, Sjafnargötu 10; rit- ari: Pétur Sigurðsson, Tómasar- haga 19; gjaldkeri: Hilmar Jóns- son, Nesvegi 37; varagjk.: Krist- ján Jóhannsson, Njálsgötu 59; meðstjórnendur: Karl E. Karls- son, Skipholti 6, og Pétur H. Thorarensen, Laugalæk 6. — Varamenn I stjórn: Óli S. Barð dal, Rauðalæk 59; Jón Helgason, Hörpugötu 7, og Sigurður Sig- urðsson, Njörvasundi 22. FREKJA PEKING KOMMÚNISTA 17'ommúnistablöðin í Peking *-*■ skamma nú Sovétstjórn- ina í Moskvu blóðugum skömmum fyrir að hafa varið sendiráð Bandaríkjanna þar fyrir skrílárás kínverskra stúdenta á sendiráðið. En eins og kunnugt er, fóru kín- verskir stúdentar í Moskvu hópgöngu að sendiráði Banda ríkjanna þar, til þess að mót- í árslok voru eignir félagsins kr. 1.739.343.60. Eignaaukning á árinu var kr. 258.264.14. Eignir Styrkar- og sjúkrasjóðs félagsins voru í árslok kr. 1.079.- 128.44. Bótagreiðslur á árinu urðu kr. 125.929.00. Samþykktir þær er hér fara á eftir voru samþykktar einróma: I. „Aðalfundur SR, haldinn 7. marz 1965 í Lindarbae, lýsir. á- nægju sinni með hin nýju giæsi- legu húsakynni félagsins og þakkar öllum þeim, er lagt hafa sinn skerf til þess, að Sjómanna- félaginu og Dagsbrún yrði kleift að eignast húsið. Fundurinn þakkar öllum verkamönnum og öðrum þeim, sem unnið hafa við endurbygg- ingu hússins, svo og þeim lána- stofnunum er sýnt hafa félögun- um það traust að lána til bygg- ingarinnar það sem til þurfti og vill í því efni sérstaklega nefna Atvinnuleysistryggingasjóð og Búnaðarbanka íslands. II. Aðalfundur SR haldinn, 7/3 1965, samþykkir að fela stjórn félagsiris að karina fæki- lega hVort nú sé grúridvöllur til stofnunar byggingarfélags innan mæla aðgerðum þeirra í Norð ur-Vietnam og aðstoð þeirra við stjórnina í Suður-Viet- nam. Kommúnistastjórnin í Pek- ing styður eins og kunnugt er kommúnista í Norður-Viet nam af alefli í árásum og skemmdarverkum þeirra í Suður-Vietnam. Bandaríkin hafa hins vegar komið til liðs við íbúa Suður-Vietnam í baráttu þeirra gegh kommún ismanum. Kommúnistum í Peking finnst það mikil ókur- teisi af Sovétstjórninni í Moskvu, að hún skuli gera til félagsins. Ef slík könnun reynist jákvæð, felur fundurinn stjórn félagsins að hrinda máli þessu i framkvæmd og undirbúa stofn- un félagsins. III. Aðalfundur SR, haldinn 7/3 1965, vill minna á, að 27. nóv, 1963 beindi stjórn SR þeim til- mælum til hafnarstjóra og lög- reglustjóra að þá þegar yrði auk in varzla við höfnina og öll að- staða bætt til að draga úr slysa- hættu. Þessi tilmæli voru síðan árétt- uð með samþykkt sem gerð var á síðasta aðalfundi félagsins og send sömu aðilum. Aðalfundurinn vill enn á ný skora á þessa aðila og borgar- stjóra Reykjavíkur, að gera sitt ítrasta til að fyrirbyggja sv<» geigvænleg slys, sem orðið hafá í Reykjavíkurhöfn á undanförn- um mánuðum. Fundurinn skorar á viðkom- andi yfirvöld að taka höndurtv saman við Slysavarnafélagið og viðkomandi stéttarfélög sjó- manna um úrbætur á þeirri borg arskömm, sem nú ríkir í öryggis- málum Reykjavíkurhafnar. raun til þess að vernda er- lent sendiráð fyrir skrílárás- um. Má af þessu marka rétt- lætistilfinningu þeirra Pek- ingmanna. Enn sýnir fram- ferði Pekingstjórnarinnar hug hennar gagnvart hinum nýju valdhöfum Sovétríkj- ánna. MiIIi Peking ogMoskvu ríkir enn lítil vinátta þótt Nikita Krúsjeff hafi verið varpað fyrir borð. Á það vafa laust eftir að koma betur í ljós í framtíðinni að í sam- búð þessara tveggja risa heimskommúnismans eru veður öll válynd. Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.