Morgunblaðið - 09.03.1965, Síða 21
r
Þriðjudagur 9. marz 1965
MORGUNBLAÐIÐ
21
Ingimundur
- Minning
INGIMUNDUR Helgason var
fæddur á Snartastöðum í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu 26. maí 1941
og var hann því 23 ára gamall,
er hann lézt í umferðarslysi í
Kansas City í Bandaríkjunum
28. febrúar sl. Foreldrar hans eru
hjónin Sigurlaug Ingimundar-
dóttir og Helgi Jónsson, múr-
arameistari, Mávahlíð 20, Reykja
vík. Fluttu þau til Reykjavík-
ur, þegar Ingimundur var 5 ára.
Ingimundur brautskráðist gagn
fræðingur frá Laugarvatni vorið
1958, en síðustu árin áður en
hann hóf framhaldsnám vann
hann hjá Kron, fyrstu 6 mán-
uðina sem afgreiðslumaður, en
síðan sem verzlunarstjóri í búð-
um félagsins við Hrísateig og
Langholtsveg. Síðari hluta árs-
ins 1962 fór Ingimundur til Bret
lands til framhaldsnáms í ensku
og verzlunarfræðum, en í febrú-
ar 1963 hélt hann frá Bretlandi
til Bandaríkjanna til náms í hag-
nýtum verzlunarfræðum. Var
ferð þessi farin fyrir milligöngu
Íslenzk-ameríska félagsins. —
Bendist námið fyrst og fremst að
sölutækni, tilhögun kjörbúða,
athugun á umbúðum um vörur,
lýsingu búða og síðast en ekki
um væri bezt fyrir komið. Sýndi
Ingimundur mikinn dugnað og
áhuga við námið eftir því sem
segir í tveimur amerískum blöð-
um, sem hafa kynnt sér starfs-
og námsferil hans í Ameríku.
Rétt er að geta þess, að í bréf-
um frá Ingimundi að vestan læt-
ur hann í ljós mikinn hlýhug
og þakklæti til samstarfsmanna
sinna. Sömuleiðis til Valdemars
Bjömssonar, fjármálaráðherra,
sem var honum eins og svo mörg
um öðrum íslendingum stoð og
stytta og tók honum ávallt eins
og hann hefði beðið fundar hans
með óþreyju.
Eins og áður segir var náms-
efni Ingimundar m.a. fyrirkomu-
lag sýningarvara. Ferðaðist hann
í því sambandi mikið milli verzl-
ana þeirra, er stórfyrirtækið
iGamble-Skogmo Inc., Minnea-
polis, Minnesota, sem hann vann
hjá, átti. Var hann á slíku ferða-
lagi, er hann lenti í bilslysinu,
er varð honum að fjörtjóni og
hafði hann og félagi hans, er ók
bifreiðinni unnið við útstillingar
fram á morgun og voru að koma
frá því starfi, er slysið varð um
k.l 6.00 eftir amerískum tíma.
Ég man fyrst eftir Ingimundi
sem litlum ljóshærðum dreng-
hnokka á heimili foreldra sinna
fyrir norðan. Hann var þá stór
eftir aldri, spurull og áhugasam-
ur. Næst bar fundum okkur sam-
an þegar hann vann eitt sumar
sem sendisveinn hjá sama fyrir-
tæki og ég. Hann gat sér þar hið
bezta orð fyrir stundvísi og dugn
að. í framkomu var hann í senn
djarfur og varfærnislega háttvís.
í starfi vildi hann ávallt gera
betur en vel. Það þurfti ekki
Heigason
glöggskyggni til að sjá að í hon-
um bjó óvenju viljasterkur og
glæsilegur manndómsmaður, sem
gekk að starfi heils hugar. Hér
heima reyndist hann líka fljótur
að afla sér trausts húsbænda
sinna og mun fátítt, ef ekki eins
dæmi að svo ungur maður sem
hann var þá væri gerður að
verzlunarstjóra. Ég hef líka frétt,
að í sambandi við verklega nám
ið í Ameríku hafi Ingimundur
oft lagt á sig vökur og erfiði
langt umfram skyldur til að geta
sem bezt og nákvæmlegast kynnt
sér alla þætti í rekstri hins stóra
verzlunarfyrirtækis, er hann
starfaði hjá. Sl. sumar var Ingi-
mundur valinn sem þátttakandi í
sex vikna ferðalagi um öll Banda
ríkin. Var ferð þessi farinn á
vegum stofnunar, er á ensku
heitir „Ambassadors for Friend-
ship“ og á að stuðla að því, að
þeir sem þátt taka í henni fái
sem sannfræðilegasta mynd af
amerísku þjóðlífi. Þykir hin
mesta sæmd að vera valinn til
að taka þátt í slíkri för. Veit ég,
að Ingimundur hefir haft mikla
ánægju af ferðinni svo eftirtekt-
arsamur og vökull sem hann
var.
í ágúst á sumri komanda ætl-
aði Ingimundur að koma heim.
ísland hefði í honum fengið góð-
an liðsmann í baráttunni fyrir
betra og ’fegurra lífi. Ferðina bar
bráðar að og með öðrum hætti
en fyrirhugað var. Saga þessa
lastvara og vandaða efnismanns
várð styttri en ættingjar hans og
vinir höfðu vænzt.
í dag verður Ingimundur
kvaddur hinztu kveðju. Við vinir
hans og ættingjar þökkum hon-
um hjartanlega samfylgdina. —
Hann var góður drengur. Skjöld-
ur hans var þreinn.
Barði Friðriksson.
Fæddur 26. maí 1941.
Dáinn 28. febrúar 1965.
Þ A Ð var hörmuleg fregn og
reiðarslag er ég frétti andlát
Inga vinar míns og ósjálfrátt kom
sú spurning í huga mér: „Af
hverju hann?“
Ég kynntist Inga sjö ára göml-
um og hef altlaf álitið þá kynn-
ingu „typiska“ fyrir Ingimund.
Við vorum hjólandi heim á leið
úr skóla, þegar ég uppgötvaði að
öðru gúmmíhandfanginu hafði
verið stolið af mínu hjóli. Sagði
ég Inga hálf klökkur frá þessu,
en hann huggaði mig með því,
að hann gæti útvegað mér ann-
að handfang hjá vini sínum frítt,
og að hann mundi koma með það
heim til mín strax eftir mat. Ingi
stóð við það og gaf mér hand-
fang, en þá tók ég eftir því að
annað handfangið vántaði á hans
hjól.
Þannig var Ingi. Með stórt
hjarta. Kannski ofstórt og gott
fyrir hraða og miskunnarleysi
nútíma þjóðfélags. Oft gagnrýnd
um við vinir hans það, sem okk-
ur fannst óþarfa hjálpsemi og
það, að hann eyddi flestum sín-
um peningum til hjálpar öðrum,
en alltaf var savrið það sama:
„Það er enginn svo aumur, að
hann endurrgeiði ekki með ein-
hverju.“
Þessi óskiljanlega greiðvikni
hans, hjálpsemi og full tillitssemi
gaf honum fjölda vina, sem hann
sýndi með sínu hispursleysi og
glaðlegu framkomu, að þar áttu
þeir sannan vin,.í raun og mót-
læti.
Ljóðelskur og músíkalskur var
Ingi með afbrigðum. Dáði hann
og tignaði Davíð Stefánsson, sem
hann taldi okkar höfuðskáld og
voru það oft ógleymanlegar stund
ir, þegar Ingi fór með ljóð Davíðs
af hita og tilfinningu.
Eftir gagnfræðaskólanám leit-
aði hugur Inga til verzlunar-
starfa. Hann hóf störf hjá KRON,
18 ára gamall og var gerður
verzlunarstjóri í einu útibúanna
aðeins 19 ára gamall. En hugur
hans leitaði enn lengra og taldi
hann verzlunarmennsku hérlend
að kynnast sögu og rekstri félagsins. Alls voru nemendur deildarinnar, sem í heimsóknina fóru,
62. Sigurlaugur Þorkelsson, blaðafulltrúi Eimskips, tók á móti némendum um borð í Gullfossi og
sagði þeim í stuttu máli sögu félagsins. Síðan sátu gestir kaffiboð með skipstjóranum á Gullfossi,
Kristjáni Aðalsteinssyni. Að því Ioknu var farið undir leiðsögn Sigurlaugs og vöruskemmur fé-
lagsins skoðaðar og skýrði hann frá þeirri starfsemi, sem þar fer fram. Að síðustu var farið á
aðalskrifstefur Eimskips og nemendum viðskiptadeildar kynnt þau störf, sem þar eru unnin. —
Gestir létu vel yfir þessari heimsókn.
is að ýmsu ábótavant, enda hug-
myndaríkur og framtakssamur
svo af bar.
Sótti hann þess vegna um starf
hjá kjörbúðahring í Bandáríkj-
unum, en beið ekki eftir svari,
heldur lagði leið sína til Eng-
lands og dvaldi þar í 6 mánuði
við enskunám. Þegar hann kom
heim var hann búinn að fá já-
kvætt svar frá Bandaríkjunum
og fór hann þangað eftir ára-
mótin 1963. Hóf hann störf sín
í Minnesotaríki og kynnti sér
allt varðandi kjörbúðarekstur,
sem hugur hans stóð til,
Að lokum var hann kominn í
það ábyrgðarmikla starf, að
stofnsetja og endurskipuleggja
kjörbúðir. í síðasta bréfi sínu til
fjölskyldu sinnar sagðist hann
hafa fengið það starf að setja
upp sex kjörbúðir í Kansas City.
Var hann við það verkefni þegar
dauðinn kvaddi hann svo skyndi
lega frá störfum.
Ég votta foreldru og systkin-
um Ingimundar mína innileg-
ustu samúð.
Bói.
1 SÍMI:
3V333
V^VALLT T/Ll.eiGU
K-RANA-bI LA-R
VÉLSKÓFLUR
DrAttarbílar
FUÍTNIN6AVA6NAR.
pVUGAVmuVFLAtyi
'3V333
Vetrarstörf og félagslíf
VALDASTÖÐUM, 17. febr.
Undanfarið hefur tíðarfarið
verið all óstöðugt svo að vart
hefur verið hægt að hleypa skepn
um út. Má því heita að fé hafi
verið á fullri gjöf síðan 20. nóv.
sl. Þó gerði hér í þorrabyrjun.
stuttan góðviðriskafla og notuðu
hann margir til þess að baða fé
sitt, sem ákveðið er með lögum
að gera skuli annaðhvort ár.
Einnig er til þess ætlazt að lömb
séu bólusett vegna garnaveiki,
og mun þessu hvorutveggja nú
vera að Ijúka, og er þetta all-
mikið verk þar sem að fé er
margt. Reyna bændur því að
hjálpa hver öðrum, því allvíða er
ekki nema einn maður á heimili,
sem fær er til þessara starfa.
Þetta kostar töluverða fjármuni,
svo að ekki kemur allt fjárverið-
ið í buddu bóndans, þegar inn er
lagt að haustlagi, auk þess sem
að alllengi kann að dragast að
nokkur hluti fjárverðisins sé
bongaður við innlegg. En á þetta
er bent, því oft er minnzt á það
hvað landbúnaðarafurðir séu dýr-
ar, en eins og vitað er þá þurfa
milliliðirnar að fá sitt eins og
allir aðrir.
Nú hefir aftur hlýnað í veðri
og vonandi verður síðari hluti
vetrarins mildari en sá, sem af
er. Þó vart sé hægt að segja að
hann hafi verið mjög harður, þeg-
LAUGAVEGI 59..slmi 18478
ar borið e'r saman við harðinda-
kafla á árunum 1880—90. En á
mestu veltur að vorveðráttan
verði hagstæð.
Allgott félagslíf hefur verið
hér í vetur. Þorrans var minnzt
og nokkrar aðrar samkomur hafa
verið haldnar og einnig spila-
kvöld, sem allt. hefur verið vel
sótt. Þá má geta þess að 3 ungir
menn hér í sveitinni hafa myndað
með sér hljómsveit, og þó að hún
sé ekki stór á nútímamælikvarða,
bætir hún úr brýnni þörf, þar
sem að nú um alllangt skeið hef-
ur þurft að fá menn að, þegar
fólk hefur haft löngun til þess að
fá sér snúning í sambandi við
spilakvöld eða því um líkt. Þó
hefði þetta þótt mikill viðburð-
ur á mínum yngri árum, þar sem
þótti gott að einhver gæti spilað
danslag á einfalda harmóníku.
Og þau voru ekki svo fá árin,
sem hann Jakob á Sogni var hér
aðalspilarinn á danssamkomum,
og þá aðeins með einfalda
harmóníku, oig þótti þetta ágætt
þá. Segja mætti mér að fólkið
hefði ekki síður skemmt sér en
nú. Þá byrjuðu danssamkomur
venjulega á kvöldin og stóðu allt
til morguns, og komið var heim
um fótaferð. Líklega þykir það
ótrúlegt að kaup spilarans hafi
verið 1—2 krónur á þeim tíma,
sem Jakob var aðalspilarinn á
dansleikjunum og spilaði meira
að segja alla nóttina, en síðan eru
a.m.k. 50—60 ár.
í þessari 3ja manna hljómsveit,
sem áður er minnzt á, eru þeir:
Kristján Finnsson á Grjóteyri,
Þórir Hermann Hermannsson,
Eyrarkoti og Gestur Rúnar
Grímsson, Grímsstöðum. Þetta
fer vel á stað og hafa þeir hlotið
lof fyrir verkið. — St. G.
að auglýsing
í útbreiddasta blaðinu
borgar sig bezt.