Morgunblaðið - 12.03.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.03.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 12. marz 1965 SAMBAND UNGRA SJALFSTÆÐISMANNA RITSTJORAR: GUNNAR GUNNARSSÖN, JON E. RAGNARSSON OG RAGNAR KJARTANSSON Áburðarverksmiðjunnar hX EGGERT HAUKSSON: Þjóðnýting Frumvarpsstuldur Framsókuar — Sigur Kommúnistans! SÍÐAN Áburðarverksmiðjan h.f. var stofnuð hefur Einar Olgeirs- son alltaf öðru hverju borið upp frumvarp á Alþingi þess efnis, að verksmiðjan yrði þjóðnýtt. Hingað til hafa röksemdir fyrir þessu þótt þvílík fjarstæða, að jafnvel framsóknarmenn hafa ekki léð þeim eyra, — hvað þá aðrir! Málið hefur því verið svæft, sem kallað er. Nú hefur það gerzt, sem alþjóð mun vera kunnugt, að framsókn- armenn hafa snúizt svo rækilega í málinu, að þeir hafa sjálfir flutt á Alþingi frumvarp Einars Um þjóðnýtingu Áburðarverk- smiðjunnar h.f. Verður þessi kú- vending framsóknarmanna ekki skilin á annan veg en þann, að eitthvað eða allt af þrennu hafi átt sér stað: 1) að ný rök hafi komið fram, sem mæla sterklegar með því en áður, að verksmiðjan verði hrein ríkiseign. 2) að Einar Olgeirsson hafi komið viti sínu fyrir framsókn- armenn. 3) að „brjóstvit" framsóknar- manna fari þverrandi. Auðleyst gáta Tvær síðast töldu ástæðurnar líta eðlilegast út. Kommúnistar ættu a.m.k. að geta fallizt á þá fyrri og sjálfsagt í hjarta sínu á þá síðari. Allur almenningur annar en framsóknarfólk veit, að síðast talda ástæðan er þyngst á metunum. Framsóknarmenn sjálf ir vita ýmist ekki hvaðan á sig stendur veðrið eða telja tíma til kominn að snúast í þessu máli eins og flestum öðrum. Þótt þetta skýri málið, er ekki rétt að útiloka að svo stöddu fyrsta atriðið, er talið var upp hér að framan sem hugsanlega ástæðu fyrir hugarfarsbreytingu framsóknarmanna, þ.e. að ný rök hafi komið fram í málinu, sem réttlæti frekar nú en áður þjóð- nýtingu Áburðarverksmiðjunnar h.f. — Við skulum kanna greinargerð framsóknarmanna með frumvarp inu og eins ályktun Búnaðar- þings nú nýlega um málið og bera saman við rök Einars Ol- geirssonar, er hann lagði frum- varp sitt sjálfur fram sl. haust. Einnig skulum við athuga, hvort einhverjar breytingar hafi átt sér stað með aðstæður Áburðar- verksmiðjunnar h.f. á þessum stutta tíma, sem liðið hefur á milli og réttlæti hringsnúning- inn. Sami söngurinn Meginrök framsóknarmanna virðast þessi: 1) að í upphafi hafi allir „gert ráð fyrir, að verksmiðjan yrði ríkisfyrirtæki.“ 2) „í hlutafé söfnuðust aðeins 4 milljónir króna frá öðrum hlut höfum en ríkinu, en að öðru leyti hefur ríkið lagt fram eða útveg- að fé til verksmiðjunnar, en allt þetta fé greiða svo notendur áburðarins í gegnum verðlagn- ingu hans.“i! 3) Fyrirtækið nýtur „algerrar einokunaraðstöðu, sem ekki er eðlilegt, að sé í höndum ann- arra en ríkisheildarinnar, allra sízt eftir að því hefur verið falið að sjá um alla áburðarsöluna, eins og verið hefur undanfarið." Einar orðaði tvö þessara meg- inraka þannig: 1) „í öllum þeim miklu um- ræðum og athugunum, sem fram höfðu farið í sambandi við alla meðferð málsins í hálfan annan áratug, hafði enginn maður svo mikið sem imprað á því, að nokk ur annar en ríkið ætti að eiga þetta fyrirtæki." 2) „Þessi lán (þ.e. lán til að reisa verksmiðjuna fyrir), sem samkvæmt þessu mundu nema um 120 milljónir eiga að greiðast af notendum áburðarins í áburð- arverðinu.“ Er því verið að „gefa þessum einkahluthöfum 140 milljón króna eign, þegar af- skriftum er lokið“M Einar sleppir því í greinargerð sinni að benda á einokunarað- stöðu Áburðarverksmiðjunnar h.f., sem var jafnt fyrir hendi þá og nú, máli sínu til stuðnings. Þetta er eðlilegt. Kommúnistar telja hvort eð er, að allur at- vinnurekstur eigi að vera í hönd- um ríkisins, óháð því, hvort um einokunaraðstöðu er að ræða eða ekki, fyrir utan það, að þeir telja alla samkeppni í atvinuresktri óæskilega. Bændavinurinn Einar í ályktun Búnaðarþings segir samkv. frétt í Tímanum laugar- dag 6. marz sl.: „Eins og væri hefðu bændur engan íhlutunar- rétt um uppbyggingu hennar (Ábvsm.) eða rekstur, þó að slíkt væri eðlilegt, þar sem hún vinnur í þjónustu landbúnaðar- ins.“ Þótt þingmenn Framsóknar- flokksins hafi gengið fram hjá þessari merkilegu röksemd í greinagerð sinni með frumvarp- inu, gerði Einar það ekki. Ber það sjálfsagt talsverðan vott um það, hvor aðilinn beri raunveru- meiri umhyggju fyrir bændastétt inni. Einar leggur til, að seinni hluti 4. gr. laga um áburðar- verksmiðju hljóði svo: „Þegar verksmiðjustjórn samkv. 8. gr. þessara laga áætlar og ákveður kostnaðarverð á áburði, skulu taka sæti í stjórn verksmiðjunn- ar tveir menn til viðbótar þeim fimm, sem kosnir eru samkv. 1. málsgr. þessarar greinar. Skulu þessir tveir menn tilnefndir, ann ar af stjórn Stéttarsambands bænda, hinn af stjórn Búnaðar- félags íslands. Þeir skulu hafa atkvæðisrétt um verðlagningu áburðarins og aðstöðu til að kynna sér forsendur hennar. Þá skulu þeh- og hafa ákvörðunar- rétt um, hvaða tegundir áburðar skuli framleiddar í verksmiðj- unni.“ Óhagstæður samanburður. — Sigur Einars Eftir að framangreindur sam- anburður hefur verið gerður, kemur í ljós, að framsóknarmenn beita nákvæmlega sömu rök- semdum máli sínu til stuðnings og Einar Olgeirsson hálfu ári áð- ur. Ekkert nýtt kemur fram. Forsendur eru nákvæmlega þær sömu, en voru mun ýtarlegri í greinargerð Einars sjálfs með fyrra frumvarpinu. Hefur fram- sóknarmönnum ekki þótt ástæða til endurtekningar í öllum smá- atriðum. Þá liggur í augum uppi, að það getur ekki verið ástæða fyr- ir flutningi frumvarps um þjóð- nýtingu Áburðarverksmiðjunnar h.f. nú, að ný rök hafi komið fram málinu til stuðnings. Verð- ur þetta uppátæki framsóknar- manna að teljast ótvíræður sig- ur fyrir Einar Olgeirsson, sem hingað til hefur staðið eins og klettur í hafi í þessu máli og átt þar allt frumkvæði. Hitt er annað mál, að það ber vott um vítavert virðingarleysi við lög- gjafarsamkundu landsins, að framsóknarmenn hafi verið jafn neikvæðir í máli, sem þeir nú telja að horfi til hvað mestra þjóðþrifa. Er þess að vænta, að innri sannfæring þingmanna búi við betra atlæti í framtíðinni en svo, að slíkir atburðir endurtaki sig. — Tækifærissmennskan verð ur að víkja! Brjóstvitið! Svo að vikið sé að ýmsum atrið um í röksemdafærslu flutnings- manna frumvarpsins fyrr og síð- ar og ályktun búnaðarþings um málið, þá ber þar margt furðu- legt fyrir sjónir. Stórbrotnast er útreikningur og skilgreining Ein ars Olgeirssonar á gjöf ríkisins til hluthafa, sem eigi að nema 140 milljónum!! Þvínæst kemur umkvörtun flutningsmanna allra yfir því, að lán til Áburðarverk- smiðjunnar h.f. séu endurgreidd af „notendum áburðarins í gegn- um verðlagningu hans.“ Það er ekki nema rökrétt afleiðing af svona hugsunarhætti, að fram- sóknarmenn leggja til í frum- varpi sínu, að verksmiðjustjórn- ,in ráði „framkvæmdastjóra með verkfræðilegri menntun til að hafa á hendi daglega stjórn verk smiðjunnar og umsjón með rekstri hennar.“ Manni með reksturshagfræðilega menntun yrði eðlilega síður treystandi til að gleypa við öðrum eins stað- hæfingum né láta stjórnast af brjóstvitinu einu saman! Væri ekki alveg eins gott og jafnvel rökréttara að láta búfræðing stjórna verksmiðjunni? — Það er annars merkilegt að ekki skuli vera tekið fram að framkvæmda stjórinn eigi að vera framsókn- armaður! Með þessu er vitanlega ekki verið að kasta rýrð á verkfræð- inga, heldur verið að benda á, að þeirra sérmenntun lýtur að öðru en beinum atvinnurekstri. Á sama hátt þætti óskynsamlegt að láta reksturshagfræðing hafa á hendi verkfræðilega stjórn við virkjun Búrfells, svo að saman- burður sé gerður. Það yrði ófyrirgefanlegt van- traust á þann hluta hæstvirtra alþingismanna, sem ekki teljast Kornastærðin Þegar að þeirri spurningu kem ur, hvort verksmiðjan eigi að vera hrein ríkiseign eða ekki, verður að hafa í huga, hvort og þá hvers vegna menn séu óánægðir með þá þjónustu, sem hún á að veita, og hvort úr því yrði bætt, ef þjóðnýtt yrði. Við skulum enn einu sinni glugga í ályktun Búnaðarþings, en þar segir samkv. frétt Tímans: „Þó hafa bændur án árangurs kvart- að árum saman um galla á áburð arframleiðslunni og ekki verið bætt úr enn, þ.e. einhæfni og kornastærð áburðarins." Leggur Búnaðarþing síðan til, að verk- smiðjan verði þjóðnýtt. Trúir því nokkur maður, að núverandi resktursform sé ástæð an fyrir „einhæfni" og óheppi- legri kornastærð áburðarins? Hvað hefur meirihluti stjórnar Áburðarverksmiðjunnar h.f., sem er skipaður af Alþingi, eiginlega verið að gera? Skyldi sökin ekki fyrst og fremst liggja á herðum þess meirihluta og svo auðvitað fulltrúa bændanna, þ.e. fulltrúa SÍS í stjórn verksmiðjunnar? — Hvernig skyldi kornastærðin verffa, þegar öll stjórn áburffar- verksmiffjunnar verffur skipuff af Alþingi?!! þeir ókostir séu ekki jafnt fyrir hendi, þótt um algert ríkisfyrir- tæki sé að ræða, er blátt áfram barnalegt. Ef einhverjum vex I augum ágóði núverandi hlut- hafa, sem ekki hafa „neinna haga muna að gæta gagnvart landbún aðinum," lægi ekkert beinna við, en að hlutabréf í verksmiðj unni yrðu til sölu á opnum markaði. Myndi þá fljótlega koma í Ijós, hver yrði áhugi manna fyrir að eignast þar hlut. Ef bændur telja sílkt heldur ekki vera í samræmi viff hags- muni sína, væri mjög eðlilegt, aff Alþingi veitti ríkisstjórninni heimild til að kaupa hlutabréf af núverandi hluthöfum á mats- verffi, en bændum effa samtökum þeirra leigff áburðarverksmiðjan gegn því, aff þeir varffveittu jafn gildi núverandi verffmætis henn- ar, og greiddu í afnotagjald vexti af þeirri sömu upphæff, sem væru jafnlágir vöxtum af lánum til núverandi hluthafa. Geta þá bændur rekiff verksmiðjuna eftir eigin höfði, hirt ágóffann effa bor- iff tapið og stækkað og minnkaff áburðarkornin að vild. Framleiðsla Áburðarverksmiðjunnar h.f. og Einar Olgeirsson. kommúnistar eða framsóknar- menn, að fara að lýsa fyrir þeim, hversu fullyrðingar þessar eru gersamlega út í bláinn og bornar fram í algerri vanþekkingu á rekstri fyrirtækja. Enda er þess að vænta, að þeir láti ekki slík- an málflutning hafa áhrif á sig. Hagsmunir bænda Hvað viðvíkur einokun Áburð- arverksmiðjunnar h.f. á fram- leiðslu og innflutningi áburðar þá eru ókostir slíks fyrirkomu- lags augljósir er varðar alla þjón ustu, vöruvöndun og vöruverð. En að láta sér detta í hug, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.