Morgunblaðið - 12.03.1965, Blaðsíða 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
T
Föstudagur 12. marz 1965
Verður Áburð arver ksmiö jan
gerð að ríkisfyrirtæki?
f GÆR var til 1. umræðu í Neðri
deild frumvarp Framsóknar-
manna um, að Áburðarverksmiðj
au verði gerð að ríkisfyrirtæki.
Gerði Áffúst Þorvaldsson grein
fyrir frumvarpinu, en síðan tal-
aði Ingólfur Jónsson, landbúnað-
arráðherra. Það kom fram m.a.
í ræðu ráðherrans, að það væri
rétt, ef alþingismenn yrðu nú í
aðalatriðum sammála um það að
breyta lögunum um Áburðar-
verksmiðjuna, að þá væri engin
ástæða að fresta því og eðlileg-
ast, að lögunum yrði breytt á
' þessu þingi.
f Efri deild var frumvarp um
Húsnæðismálastofnun ríkisins
helzta mál á dagskrá og mælti
Emil Jónsson félagsmálaráðherra
fyrir þvL
NEDRI DEILD
Áburðarverksmiðja ríkisins
Ágúst Þorvaldsson (F) gerði
grein fyrir frumvarpi um Áburð
arverksmiðju rikisins, sem þing
menn Framsóknarflokksins í
Neðri deild eru flutningsmenn
að. Með frum-
varpi þessu er
gert ráð fyrir
eins og segir í
greinargerð með
því, að setja á
stofn Áburðar-
verksmiðju ríkis
ins sem sjálf-
stæða stofnun í
eigu ríkisins,
sem lúti sérstakri stjórn, sem
kosin sé af Alþingi. Áburðar-
* verksmiðja ríkisins taki við öll-
um eignum og réttindum, skuld-
um og ábyrgðum Áburðarverk-
smiðjunnar h.f. og komi að öllu
leyti í hennar stað. Hlutabréf
Áburðarverksmiðjunnar h.f., sem
eru í eigu annarra en ríkisins,
skulu tekin eignarnámi sam-
kvæmt mati þriggja manna, sem
haestiréttur tilnefnir.
Þá segir ennfremur í greinar-
gerðinni, að flutningsmenn
frumvarpsins telji ríkisrekstur
hvorki aeskilegt né eftirsóknar-
vert rekstrarform í sjálfu sér, þar
sem öðru verður með eðlilegum
hætti komið við. Á hinn bóginn
er markaður okkar þjóðfélags
svo lítill, að stórfyrirtæki, sem
framleiðir fyrir innlendan mark-
^að, hlýtur oftast að sitja að hon
um eitt án alls aðhalds af eðli-
legri samkeppni. Slíkt fyrirtæki
nýtur því algerrar einokunarað-
stöðu, sem ekki er eðlilegt að sé
í höndum annarra en ríkisheild-
arinnar, allra sízt eftir að því
hefur verið falið að sjá um alla
áburðarsöluna, eins og verið hef
ur undanfarið.
Áburðarverksmiðjan í Gufu-
nesi framleiðir fyrst og fremst
áburð fyrir innlendan markað, og
innflutningur áburðar er tak-
markaður við það magn, sem
verksmiðjan annar ekki að fram
leiða, og þaer tegundir, sem hún
framleiðir ekki. Þannig nýtur
verksmiðjan algerrar einkaað-
stöðu á áburðarmarkaðinum í
landinu.
Með tilliti til þessa telja flutn
ingsmenn það fyrirkomulag, sem
nú er á rekstri Áburðarverksmiðj
unnar, alveg óeðlilegt, og það er
skoðun þeirra, að tímabært sé,
að ríkið leysi til sín hlutabréf
annarra hluthafa í verksmiðjunni
og taki rekstur hennar að fullu
í sínar hendur, og miðar frum-
varp þetta að því.
Ingólfur Jónsson, landbúnaðar
ráöherra talaði næstur. Sagði
hann m.a., að Einar Olgeirsson
hefði mörg undanfarin ár flutt
frumvarp um að ríkið yfirtaki
hlutabréf Áburðarverksmiðjunn-
ar og að Áburðarverksmiðjan
verði að öllu
leyti eign ríkis-
ins. Þetta frum-
varp hefur verið
rætt, en það hef
ur ekki komizt
úr nefnd. 1959
mun fjárhags-
nefnd hafa skrif
að hluthöfum og
leitazt eftir því,
hvort þeir vildu á frjálsan hátt
láta hlutabréfin af hendi. Svar
barst frá Sambandi ísl. samvinnu
var það neikvætt. Svar barst
félaga, sem á stærsta hlutinn og
einnig frá nokkrum af hinum
hluthöfunum og þeir töldu sig
ekki á þessu stigi málsins geta
svarað ákveðið um það, hvort
þeir vildu af frjálsum vilja láta
hlutabréfin af hendi.
Nú er það ljóst með flutningi
þessa frumvarps, sem hér um
ræðir, að afstaða Framsóknar-
flokksins hefur breytzt frá því
1959, því að þá vildu þeir ekki
með frjálsum vilja láta hluta-
bréfin af hendi. Það væri rétt,
sem Ágúst Þorvaldsson hefði
sagt, að hlutabréfin í Áburðar-
verksmiðjunni væru tiltölulega
lítil upphæð miðað við það, sem
verksmiðjan kostaði, þegar hún
var byggð. Hún mun hafa kostað
um 130 millj. kr. og í greinargerð
með frumvarpi Einars Olgeirs-
sonar segði, að áætla megi verð
mæti verksmiðjunnar í dag 350
millj. kr.
Ráðherrann kvaðst telja það
ekki óeðlilegt, þótt afstaða
manna til þessa máls væri nokk-
uð önnur nú heldur en 1959 og
það er vegna þess, að nú standa
fyrir dyrum miklar breytingar í
verksmiðjunni og stækkun. Það
væri þörf á að stækka verksmiðj
una um allt að því helming. Það
hlýtur að hafa mikinn kostnað í
för með sér, og ef verksmiðjan á
áfram að vera rekin sem hluta-
félag, væri vitanlega eðlilegt, að
hlutaféð væri aukið um leið og
lagt er í nýjan kostnað. Nú væri
hann í miklum vafa um það, að
einkafjármagn sé fyrir hendi, til
þess að auka hlutaféð og það
gæti því verið, að aðrir hluthaf-
ar heldur en þeir, sem standa að
SÍS og kaupfélögum SÍS, hefðu
einnig breytt eitthvað um skoð-
un síðan 1959, hvað þetta snertir
og þá ekki sízt vegna þess, að
þeir telji sig ekki á þessu stigi
hafa fjármagn til þess að auka
hlutaféð. Það mætti gera ráð fyr
ir, að stækkun verksmiðjunnar
kosti mikla fjárhæð. Hann hefði
ekki þær tölur fyrir hendi, en
það hljóta að vera frekar hundr
uð millj. heldur en aðeins tugir
millj. og þá væri óeðlilegt, að
hlutaféð væri ekki aukið, ef nota
á áfram hlutafélagsformið við
rekstur verksmiðjunnar.
Ráðherrann ræddi síðan nokk
uð um starfsemi Áburðarverk-
smiðjunnar og sagði þar m.a., að
Áburðarverksmiðjan hefði þegar
sparað þjóðarbúinu mikinn er-
lendan gjaldeyri og gert landbún
aðinum mikið gagn. Þá sagði
hann ennfremur, að nauðsynlegt
væri að búa þannig um hhút-
ana að um verksmiðjuna mætti
verða friður, og ef ekki er einka
fjármagn fyrir hendi til þess að
auka hlutaféð væri vitanlega ekk
ert um annað að gera heldur en
breyta lögunum þannig, að Á-
burðarverksmiðjan verði ríkis-
fyrirtæki. Að vissu leyti væri
hún ríkisfyrirtæki í dag, þar sem
ríkið á meiri hlutann af hluta-
fénu og meiri hlutinn af stjórn-
inni er kosin af Alþingi. Ráð-
herrann sagðist vilja taka það
fram, að þetta rekstrarform, sem
hefur verið á verksmiðjunni,
hafi alls ekki hindrað góðan rekst
ur verksmiðjunnar og honum
dytti ekki í hug að halda það, að
rekstur verksmiðjunnar hefði
verið betri, þótt aliir 5 stjórnar
nefndarmennirnir hefðu verið
kosnir af Alþingi. Vissulega
hefði verksmiðjan haft aðhald,
þar sem bannað er í lögum verk
smiðjunnar að selja áburðinn á
hærra verði heldur en kostnaðar
verði. Og verðið á áburðinum hef
ur oftast verið lægra heldur en
sams konar innfluttur áburður
hefði kostað. Hann teldi því, að
þótt Áburðarverksmiðjunni hafi
verið falinn innflutningur á
áburði, væri það út af fyrir sig
ekki ástæða til þess að breyta
lögunum.
Gert væri ráð fyrir því, að
hlutabréfin verði innleyst eftir
hlutlausu mati dómkvaddra
manna og væri varla hægt að
hugsa sér eðlilegri leið heldur
en hana, hvað það snerti. Ráð-
herrann tók það fram, að hann
væri ekki hlynntur ríkisrekstri
og að alls ekki ætti að vera ríkis-
rekstur, nema þar sem öðru verð
ur ekki við komið. Hann sagðist
telja, að það ætti að vera félags-
og einstaklingsrekstur, þegar um nu
félags- eða einkafjármagn réði
við það, en það væri margt í
okkar þjóðfélagi, sem ekki yrði
rekið undir öðru formi en ríkis-
rekstri.
Ráðherrann sagðist ekki gera
ráð fyrir því, að í framkvæmd
breyttist reksturinn til batnaðar
við það, þótt allir 5 nefndar-
mennirnir yrðu kosnir af Al-
þingi, og það væri ekki ósenni-
legt, að sömu mennirnir yrðu
kosnir og nú eru í stjórn. í fram-
kvæmdinni og rekstrinum yrði
engin breyting, en annað hvort
ætti fyrirtæki að vera hreint
hlutafélag eða ekki hlutafélag.
En Áburðarverksmiðjan væri
nú 350 millj. kr. virði, eins og
Einar Olgeirsson héldi fram, og
svo yrði verksmiðjan stækkuð
og kostnaður við það yrði ef til
vill 200 millj. kr. eða meira, en
hlutaféð aðeins 10 millj. kr., sagð
ist ráðherrann vilja taka undir
það bæði með Einari Olgeirs-
syni og Ágústi Þorvaldssyni, að
þá væri varla hægt að nefna það
nema að nafninu til hlutafélag.
Og því væri ekki að neita, að
undir hlutafélagsforminu hefði
verið reynt að vekja tortryggni
og óánægju og jafnvel haldið
fram, að þeir, sem keyptu hluta-
bréf í verksmiðjunni, hafi gert
það í gróðaskyni. Þeir hugsi sér
-að þéna á rekstri verksmiðjunn-
ar, enda þótt staðreyndirnar
sýni það, að flest árin, sem verk-
smiðjan hefur starfað, hafi ekki
einu sinni verið borgaðir vextir
af hlutabréfunum, hvað þá það,
sem kalla mætti arð.
Ágúst Þorvaldsson hefði sagt,
að það væri nauðsynlegt að skapa
aðhald og breyta lögunum og
gera þetta að ríkisfyrirtæki til
þess að skapa meira aðhald eftir
að verksmiðjan hefði einkasölu á
öllum áburði í landinu. Og m.eð
því að segja það, að það þurfi að
skapa aukið aðhald frá því, sem
verið hefur, er verið að gefa það
í skyn, að það séu jafnvel ein-
hverjar smugur fyrir hluthafana
til þess að hagnast á rekstri þessa
nauðsynlega fyrirtækis, sem þó
á lögum samkvæmt að selja fram
leiðsluna á lægsta kostnaðar-
verði og ekki halda meira eftir
árlega við uppgjör heldur en
nauðsynlegt mætti telja til af-
skrifta, svo að hægt sé að halda
fyrirtækinu við og endurnýja
þær vélar, sem verða ónýtar.
Ráðherrann sagðist því álíta það
rétt að breyta lögunum, eins og
væri komið og sérstaklega
vegna þess, að stækkun stendur
fyrir dyrum og það virðist vera
leið til þess að útiloka þá tor-
tryggni, sem reynt hefur verið
að ala á. Það virtist vera leið til
þess að skapa ró og frið í kring-
um þetta fyrirtæki, sem þyrfti að
stækka og verða öflugra.
Ráðherrann sagði, að það væri
sjálfsagt, að sérfróðir menn at-
huguðu bæði frumvarp Einars
Olgeirssonar og frumvarp Fram-
sóknarmanna og athuguðu
hverju þyrfti að breyta. Frum-
varp Framsóknarmanna væri að
ýmsu leyti fyllra, en hann gerði
ráð fyrir því, að við nákvæma
athugun þyrfti ýmsu að breyta
og sjálfsagt væri að vanda til
þessarar löggjafar sem allra bezt.
Ráðherrann tók það fram að lok-
um, að það væri rétt, að ef al-
þingismenn yrðu nú í aðalatrið-
um sammála um það, að það
ætti að breyta ákvæðum lag-
anna, þá væri engin ástæða til
að fresta því og þá væri lang
eðlilegast, að lögunum yrði
breytt á þessu þingi.
Var umræðum um frumvarpið
síðan frestað.
Læknaskipunarl ög
Umræðum um frumvarpið til
nýrra læknaskipunarlaga var
haldið áfram í gær og töluðu þá
Sigurvin Einarsson (F), Birgir
Finrvsson (Alþfl.), Jón Skaftason
(F), Kristján Thorlacius (F) og
Gylfi Þ. Gíslason menntamála-
ráðherra. Var frumvarpinu síðan
vísað til heilbrigðis- og félags-
málanefndar.
Vernd barna og ungmenna
Frumvarp um vernd barna og
ungmenna var til 3. umr. í gær
og varð umræðunni ekki lokið,
er fundi var frestað í Neðri deild
síðdegis í gær til kl. 8:30 um
kvöldið. Verður nánar skýrt frá
þeim umræðum í blaðinu á morg
un.
EFRI DEILD
Húsnæðismálastofnun ríkisins
Emil Jónsson, félagsmálaráð-
herra, mælti fyrir frumvarpi um
húsnæðismálastofnun rikisins.
Gerði ráðherrann grein fyrir
frumvarpinu og rakti efni þess,
en það hefur að
geyma tillögur
ríkisstjórnarinn-
ar í húsnæðis-
málum og hefur
verið skýrt ýtar
lega frá þeim áð
ur hér í blaðinu.
Skiptist frum-
varpið í 5 kafla:
I. Um stjórn
stofnunarinnar og hlutverk. IL
Um byggingarsjóð ríkisins og veð
lán til íbúðabygginga. III. Um
sparnað til íbúðabygginga. IV.
Um útrýmingu heilsupillandi
húsnæðis og að lokum eru ýmis
ákvæði. í umræðum um frum-
varpið tóku til máls auk félags-
málaráðherra Alfreð .Gíslason
(Alþbl.), Helgi Bergs (F), Egg-
ert G. Þorsteinsson (Alþfl.) og
Gils Guðmundsson (Alþbl.).
Var frumvarpinu síðan vísað
til 2. umræðu og heilbrigðis- og
félagsmálanefndar.
Aðstoð við fatlaða.
Þá var frumvarp um breytingu
á lögum um aðstoð við fatlaða af
greitt sem lög frá Alþingi.
Um 500 ræktendur hafa
misst garðlönd sín
Erfiðleikar á leyfum til garðhúsabygginga
UM 400 kartöfluræktendur i
Reykjavík eru nú að missa garð-
lönd sin vegna þess að verið er
að taka svæðin í byggð og auk
þess voru 98 garðskikar lagðir
niður í fyrra. Til að bæta úr
þörfinni fyrir garðlönd i staðinn
hefur Hafliði Jónsson, garðyrkju-
stjóri leitað eftir samþykki borg-
arráðs til að halda áfram að út-
búa garðlönd í Skammadal í
Mosfellssveit og að fá að reisa
þar lítil hús eftir tilbúnum upp-
dráttum, þar eð fjarlægð er svo
mikil frá bænum, en erfiðlega
hefur geiyjið að fá leyfi til að
reisa slík hús í Mosfellssveit.
Um þessar mundir er verið að
segja upp leigu á öllum ræktuð-
um blettum á Rauðavatnssvæð-
inu, þar sem eru 300 garðlönd ofi
nýbúið er að taka úr leigu 100
garðlönd á svæðinu neðan við
Háskólann, þar sem Norræna
húsið á að rísa. Sl. sumar var auk
þess sagt upp leigu á 98 garð-
skikum í Vatnagörðum. Þarna
hafa því um 500 manns misst
garðskika sína, oig hvergi í borg-
arlandinu er til svæði fyrir þessa
garðræktendur, en eftirspurn
eftir garðlöndum hefur mjög
aukizt, bæði við það að hætt var
að greiða niður kartöflur og einn-
ig hefur Hjarta- og æðasjúk-
dómafélagið haft þarna hvetjandi
áhrif, að því er Hafliði telur.
Segir hann áberandi hve mikið
af kyrrsetufólki vilji nú fá garð
til að rækta sér til heilsubótar og
til að £á hreyfingu. Telur hann
að ekki sé hægt annað en að gera1
eitthvað fyrir þetta fólk, ekkl
síður en t.d. knattspyrnuunn-
endur í bænum. Auk þess sem
þetta fólk framleiði matvæli og
skapi með því þjóðarverðmæti.
í Skammadal eru nú tilbúin
garðlönd fyrir 330 manns, en
ekki var hægt að taka þau í not-
kun í fyrra og engin hús voru
byggð þar. Nú er líka verið að
taka til viðbótar hlíðarnar upp
af Reykjahlíð og gætu 200 manna
fengið igarða þar. Eru þessi garð-
lönd öll samtengd eða það sem
nýtilegt er til ræktunar. Ætlunin
var svo að fara inn á þá nýju
braut að leyfa fólki að reisa
þarna lítil hús eftir ákveðinni
snoturri teikningu, af stærðinni
13— 18 ferm., en leyfa efcki að
Framhald á bls. 27