Morgunblaðið - 24.03.1965, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 24. marz 1965
Fyrstui upp d fjallið?
Robert Kennedy
klífur Kennedy-
tindonn í
„ÉG HEF aldrei áður klifið
sagði Robert Kennedy,
„ég hef bara verið í fótbolta
og svoleiðis. Og ég er loft-
hræddur“.
En þrátt fyrir lofthræðsluna
og sín 39 ár, ætlar Robert að
freista þess í dag, miðvikudag,
að verða fyrstur manna til
þess að klífa tindinn, sem
Kanadastjórn skírði í höfuðið
á bróður hans, John F. Kenne-
dy, Bandaríkjaforseta, í des-
ember í fyrra. Fjallstindur
þessi, sem er 4.236 metra hár,
er skammt frá landamærum
Robert Kennedy.
Alaska og Kanada, og hefur
ekki áður verið klifinn.
Þeir sem leggja á brattann
með Robert Kennedy eru svo
sem engir aukvisar, heldur
reyndir fjallagarpar og fyrir-
liðinn sjálfur James W. Whitta
ker, sá er varð fyrstur Banda
ríkjamanna til þess að klífa
Mount Everest. „Þetta verður
Kanada
ekkert erfitt“, sagði Whitta- J
ker, sem er maður mjög hár \
vexti og vörpulegur. „Herra í
öldungadeildarþingmaðurinn /
getur spássérað þetta í róleg- \
heitum. Við bindum hann á i
reipið milii tveggja góðra t
manna og þegar við komumst /
upp á tindinn verður hann bú i
inn að öðlast alla þá reynslu,
sem honum kann að vera
vant. — Auðvitað geta verið
gjár á leiðinni og sitthvað ann
að sem tálmað getur förina"
bætti fjallagarpurinn við, og
ef óveður skeliur á, getum við
þurft að dúsa þarna í heila
viku, — í allt að 35 stiga
frosti" — Robert Kennedy
mændi augum upp á risann í
Whittaker og leizt augsýnilega /
ekki meir en svo á blikuna,
en þagði — „en ef allt gengur
að óskum komumst við kann-
ski upp á tindinn og aftur nið
ur samdægurs".
„Er þetta ekkert hættu-
legt?“ spurði fréttamaður AP.
„Nei, enginn vandi“, anzaði
Whittaker.
„Þeim verður ekki skota-
skuld úr þessu lítilræði" bætti
annar fjallagairpurinn við,
Washburn, sá sem bíða mun í
bækistöðinni neðan við tind-
inn í um 2.773 metra hæð.
„Ég veit ekki hvað segja
skal... “, sagði Robert Kenne ,
dy og leit efablandinn upp til
Whittakers.
„Hafið þér undirbúið yður
eitthvað, herra öldungadeildar
þingmaður, æft yður sérstak-
lega
„Það getur varla heitið“,
sagði Kennedy. f
„Hvað sagði f jölskyldan við |
þessu tiltæki?" í
„Elzta barnið mitt sagði i
þegar ég fór: „Gæfan fylgi /
þér. Ekki veitir þér af-““. J
Neitaði að yfirgefa bank-
ann í 3 tíma fyrir 30 kr.
í GÆR var töluvert um árekstra
vegna hálku á götum bæjarins,
en engin slys urðu að marki af
þeim sökum. Það þótti helzt til
tíðinda hjá lögreglunni í gær-
kvöldi að sækja varð mann inn
í Landsbankann, sem neitaði að
fara þaðan út sökum þess að
hann vildi ekki greiða kr. 30.00,
þrjátíu krónur, af tryggingar-
bréfi, sem hann taldi sér enga
skyldu til að greiða. Er bankan-
um var lokað kl. 3 í gær neitaði
hann að fara út, en fór kl. rúm-
lega 6 í gærkvöldi í fylgd lög-
reglunnar, er næturvörður bank-
ans bað um aðstoð hennar.
Maðurinn var ódrukkinn og
kom eðiilega fram, en taldi hins
vegar kröfu bankans um fyrr-
greindar 30 kr: óréttmæta.
Steypivélin nýja. Hjá henni standa, frá vinstri: Tiercelin, Sigurður Þorláksson, sem vinnur við
hana, og Pétur Ólafsson, íorstjóri. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.).
Isafold tekur í notkun
nýja gerð setjaravéla
ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA
hefur tekið í notkun nýja setj-
aravél, mjög fullkomna, af gerð-
inni Monotype. Er hún þannig,
að á leturborðinu eru 6 mismun-
andi stafróf og við áslátt gatast
pappírsstrimill, sem síðan er sett
ur í sérstaka steypivél, þar sem
hver stafur og hvert tákn er
steypt fyrir sig og raðast svo í
línur. ,
Setjaravélar hér á landi eru
flestar af gerðinni Linotype, en
þær steypa letrið í línur. Hin
nýja vél er „stafsetningarvél“ og
raðar stöfum og táknum á sama
hátt og gert var með handsetn-
ingu.
Þetta þýðir m.a. að prófarka-
lestur verður allur miklu auð-
veldari vðfangs, því ekki þarf
að setja upp heilar línur þótt
stafvilla komi fyrir og fá ef til
vill tvær eða fleiri villur í lín-
una í stað þeirrar einu sem leið-
rétt var. Með þessu fyrirkomu-
lagi er ekki leiðrétt á setjara-
vélinni heldur er hver stafur sem
er rangur tekinn upp og sá rétti
settur inn, þar sem umbrot fer
fram.
Gert er ráð fyrir, að monotype
vél af þessari gerð sé þrefalt af-
kastameiri en gömlu linusetning
arvélarnar. Vélsetjari vinnur við
Ieturborðið, sem gatar strimi'-
inn og einn maður við steypivél-
ina, en hún steypir 200 tákn á
mínútu eða um 12 þúsund á
klukkustund.
ísafold hefur tvær setjaravélar
sem gata strimla fyrir steypivél-
ina. Önnur er þannig, sð sarntím
is getur hún gatað tvo strimla
með mismunandi letrum, þannig
að ísafold getur t.d. gefið út
venjulega skáldsögu með s‘óru
letri og í góðu bandi og geymt
svo hinn strimilinn, sem samtím
is er gataður fyrir smærra letur,
og gefið út „pocketbók“ nokkr-
um árum síðar án þess að þurfa
að kosta setningu til á nýjan leik.
Á leturborði setjaravélarirmar
eru 272 tákn og er hægt að gata
strimlana með mikium hraða,
þar sem ekki þarf að bíða eftir
því að stafirnir steypist, en
steypivélin hefur undan báðum
setjaravélunum, enda heldur hún
þindarlaust áfram, þarf ekki að
skreppa frá eða slappa af eins
og mennirnir þurfa í vinnu sinni.
Þó kemur hraði, og kostir,
þessarar vélar fyrst verulega í
ijós, þegar setja þarf flóknar bæk
ur, t.d. orðabækur, reikningsbæk
ur og hvers kyns töflur, sem eru
mjög seinunnin verk. Og þær
eru ómetanlegar þar sem ná-
kvæmrar setningar þarf við eins
og t.d. við handritaútgáíur.
Franskur maður, Tiercelin að
nafni, hefur annazt uppsetningu
vélanna fyrir ísafold, en þær eru
framleiddar af ensku fyrirtæki.
Pétur Ólafsson, forstjóri, sagðl
Mbl., að vélar, sem þessar kost-
uðu ca. 2 milljónir króna upp
komnar og með tollum. Sagði
hann að ísafold ætti 8 Linoíype
vélar fyrir og hefði Isafold eign-
ast sína fyrstu árið 1916. Það
væri skemmtilegt, að nú væri
hver stafur steyptur fyrir sig með
nýju vélunum og væri það i raun
inni sama fyrirkomulag og þegar
prentsmiðjan tók til starfa í upp
hafi, þótt þá hafi hendur raðað
táknunum í stað véla.
Þá gat hann þess, að með til-
komu vélanna nýju væri hægt að
geyma strimlana af þeim bókum,
Fram/hald á bls. 23
Jóns Sigurðs-
sonar-pening-
urinn upp-
seldur
MINNISPENINGUR um Jón
Sigurðsson, sem gcfinn var út
til söfnunar fyrir uppbyggingu
Hrafnseyrar við Arnarfjörð
mun nú vera uppseldur hér í
Reykjavík. Ókunnugt er hvort
peningurinn mun enn fáanleg-
ur hjá bönkum, sparisjóðum
og pósthúsum úti á landi, sem
höfðu sölu hans með höndum.
Mikið hefir verið selt af pen-
ingnum erlendis gegnum ís-
lenzku sendiráðin og þá eink-
'im í London. Hrafnseyrar.söfn-
uninni er ætlað að hafa á
þriðju milljón króna tekjur af
sölu þessa penings, þegar
kostnaður útgáfu hans og sölu
hefir verið greiddur.
Þessir köldu karlar af Seltjamar nesinu, leikbræðurnir, Kristinn, Stefán og Sigurfinnur, láta það
ekki á sig fá þó snjórinn blási og allir kvarti um kulda. Þeir klæð a sig bara í úlpurnar sínar og
halda út t veðrið, enda nóg að gera.
í GÆR var sama A og NA
áttin og undanfarið, með 10
til 15 stiga frosti norðanlands
en 5—10 stiga frosti sunnan
lands.
Ekki langt suður af Reykja-
nesi var 5 stiga hiti og snjó-
slitringur á suðvesturhorni á
mörkum kaida loftsins, sem
komið hefur norðan af Jan
Mayen-svæðinu og yfir ísland ’ |
og mildara lofts, sem að vísu
kemur norðan að en hefur l
farið yfir sjó suður undir Fær
eyjar og svo vestur með suður
strönd íslands. Breytingar á |
veðurkortinu eru hægfara og 1
hafísinn ætti að haldast hér
við norðurströndina svipaður
og veríð hetilr.