Morgunblaðið - 24.03.1965, Síða 8
8
MORC U N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 24. marz 1965
1 GÆR voru mörg- mál á dagskrá
Neðri deildar, en ekki urðu veru-
legar umræður þar. Atkvæða-
greiðsla fór þá fram um frum-
varp Framsóknarmanna varð-
andi vaxtalækkun og fl. og var
það fellt, en um þetta frumvarp
urðu miklar umræður á sínum
tíma.
1 Efri deild voru tvö mál á
dagskrá, frumv. til jarðræktar-
laga, þar sem Bjartmar Guð-
mundsson mælti fyrir breyting-
artillögu, og frumv. varðandi
réttindi og skyldur ríkisstarfs-
manna.
NEÐRI DEILD
Hreppstjórar
Jóhann Hafstein dómsmálaráð-
herra mælti fyrir frumvarpi um
hreppstjóra, sem þegar hefur
verið rætt í Efri deild. Sagði ráð-
herrann m. a., að tilgangur frum-
varpsins væri einkum að setja
heildarákvæði um störf hrepp-
stjóra svo og að lagfæra ákvæði
um laun hreppstjóra, en þau
hafa dregizt verulega aftur úr á
síðustu árum. Var frumvarpinu
síðan vísað til 2. umræðu og alls-
herjarnefndar.
Skipti á dánarbúum
Jóhann Hafstein dómsmála-
ráðherra mælti einnig fyrir frum
varpi um breytingu á lögum um
skipti á dánarbúum og félagsbú-
um varðandi greiðslur til hrepp-
stjóra fyrir gerðir, sem þeir ann-
ast fyrir hönd sýslumanns samkv.
framangreindum lögum, og er
þetta frumvarp £ tengslum við
frumvarpið um hreppstjóra.
Vaxtalækkun
I>á fór fram atkvæðagreiðsla
um frumvarp Framsóknarmanna
varðandi lækkun vaxta, en um-
ræðum um það lauk fyrir
nokkru. Var frumvarpið fellt
með 19 atkv. gegn 15.
Nafnskírteini
Gunnar Thoroddsen fjármála-
ráðherra mælti fyrir frumvarpi
um nafnskírteini, sem þegar hef-
ur verið rætt í Efri deild og hef-
ur verið skýrt ýtarlega frá þessu
frumvarpi hér áður. Var frum-
varpinu vísað til 2. umræðu og
allsherjarnefndar.
Landamerki
Frumvarp um breytingu á lög-
um varðandi kostnað af Landa-
merkjamálum var til 1. umræðu
og var vísað til 2. umræðu og
allsherjarnefndar.
Dmiferðnrlög
Matthías Bjarnason (S) mælti
fyrir áliti alls'herjarnefndar um
fnxmvarp um breytingu á um-
ferðarlögum, sem flutt er að
beiðni umferðarlaganefndar. —
Rakti Matthías Bjarnason efni
frumvarpsins, sem frá hefur ver-
ið skýrt hér áður, en það er fólg-
ið annars vegar í breytingu á
ákvæðum umferðarlaga í þá átt,
að heyrnardauft fólk geti fengið
ökuskírteini. Matthías gat þess,
að umsagnar landlæknis hefði
verið leitað um þetta atriði og
væri hann því meðmæltur, að
slakað verði á heyrnarkröfum
við veitingu ökuréttinda á svip-
aðan hátt og gert hefur verið á
hinum Norðurlöndunum, en þar
hefur verið gengið svo langt að
leyfa jafnvel algerlega heyrnar-
SÍM I
24113
Sendibílastöðin
Borgartúm 21
Húseigendafélag Reykjavíkur
Skrifstofa á Grundarstig 2 A
Simi 15659. Opin kl. 5—7 alla
virka daga, nema, laugardaga.
lausu fólki að fá ökuskírteini.
Hins vegar er efni frumvarps-
ins fólgið í hækkun skyldutrygg-
inga allra vélknúinna ökutækja,
en hún hefur verið óbreytt í lög-
um frá 2. maí 1958 og sagði Matt-
hías Bjarnason, að með tilliti til
þess að verðgildi peninga hefur
breytzt frá því, að þau lög voru
sett, þætti eðlilegt að hækka
skyldutryggingar ökutækja veru-
lega, enda er í frumvarpinu lagt
til, að skyldutrygging fyrir bif-
reið hækki úr 500 þús. kr. í 2
millj. kr. og væri talið, að ið-
gjald á 1. áhættusvæði muni
hækka um 10—14%. Sagði Matt-
hías Bjarnason að lokum, að alls-
herjarnefnd leggði einróma til,
að frumvarpið yrði samþykkt
óbreytt.
Skúli Guðmundsson (F) sagði
m. a., að þörf væri á að gera
fleiri breytingar á umferðarlög-
unum. Einkum þyrfti að herða
ákvæðin um ökuleyfissviptingu
vegna ölvunar við akstur.
Sigurvin Einarsson (F) kvaðst
óska upplýsinga um, hvort þeir,
sem sviptir hafa verið ökuleyfi
ævilangt, gætu fengið ökuleyfi
að nýju.
Jóhann Hafstein dómsmálaráð-
— íþróttir
Framhald af bls. 22
Margrét Jónsd. G. Akr. 1,30
Soffía Finnsd. Kvsk. 1,30
Langstökk án atrennu:
Sigrún Bjarnad. Miðsk. Stk. 2,39
Sigríður Sigurðard. VerzL 2,39
Sigrún Ólafsd. Kvsk. 2,34
Guðmunda Magn. G. Akr. 2,33
Úrslit í stúlknaflokki:
Miðskóli Stykkishólms 8 stig
Gagnfræðaskóli Akraness 7 stig
Kvennaskólinn, Rvík 7 stig
SVEINAFLOKKUR:
Langstökk án atrennu:
Sigurjón Halld. G. Akr. 2,90
Kári Geirlaugsson G. Akr. 2,76
Gunnar Ólafsson G. Réttarh. 2,74
Arnór Pétursson G. Akr. 2,70
Hástökk með atrennu:
Rúnar Steinsson G. Kóp. 1,70
Einar Þorgr. G. AusL 1,65
Vald. Jóh. G. Kóp. 1,60
Úrslit í sveinaflokki:
Gagnfrskóli Akraness 11 stig
Gagnfrskóli Kópavogs 10 stig
Gagnfrsk. Réttarholts 7 stig
DRENGIR:
Langstökk án atrennu:
Guðm. Pétursson ÍMA 3,11
Július Hafstein Verzl. 2,97
Ragnar Guðm. MR 2.88
Bergþór Halldórss. MR 2,87
Hástökk með atrennu:
Magnús Magnússon G. Akr. 1,65
Jón Hjaltalín MR 1,65
Júlíus Hafstein Verzl. 1,60
Bergþór Halldórsson MR 1,60
Hástökk án atrennu:
Júlíus Hafstein Verzl. 1,45
Bergþór Halld. MR 1,40
Sigurður Jónsson, Kennsk. 1,40
Úrslit í drengjaflokki:
Menntaskólinn í Rvík 20 stig
Verzlunarskóli fslands 15 stig
Menntaskólinn, Akureyri 6 stig
Gagnfræðaskóli Akraness 6 stig
UNGLINGAFLOKKUR:
Langstökk án atrennu:
Sig. Magn. Bsk. Hvanneyri 3.03
Stefán Egg. ÍMA 3,00
Þorv. Ben. Iðnsk. 3,00
Reynir Unnst. ÍMA 2,97
Hástökk með atrennu:
Skúli Hróbjartss. B. Hvann. 1,70
Jóh. Gunnarsson ÍMA 1,60
Donald F. Rader Kennsk. 1,60
herra skýrði frá því, að í um-
ferðarlögunum væri heimild til
þess að veita manni, sem sviptur
hefur verið ökuleyfi ævilangt,
ökuleyfi að nýju eftir 3 ár, ef
hann hefði verið reglusamur og
annað mælti ekki á móti því og
hefði þessi heimild verið notuð.
Var frumvarpinu síðan vísað til
3. umræðu.
EFRI DEILD
Jarðræktarlög
Bjartmar Guðmundsson (S)
mælti fyrir breytingartill. land-
búnaðarnefndar vð frumvarp til
jarðræktarlaga, sem nú var til
3. umr. Sagði Bjartmar m.a., að
þessi breytingartillaga væri við
þá grein frumvarpsins, sem fjall
ar um launakjör héraðsráðu-
nauta, en í þeirra hópi hefði gætt
nokkurrar óánægju út af því, að
gert var ráð fyrir, að laun þeirra
væru ákveðin af landbúnaðarráð
herra eftir tillögum frá Búnaðar
félagi íslands. Nú hefði orðið að
samkomulagi innan landbúnaðar
nefndar að flytja breytingartil-
lögu svohljóðandi: Ríkissjóður
greiði búnaðarsamböndum 65%
af launum héraðsráðunauta, að-
stoðarmanna og trúnaðarmanna
Hástökk án atrennu:
Skúli Hróbjartss. B. Hvann. 1,50
Gestur Þorst. ÍMA 1,45
Kristján Eir. ÍMA 1,40
Jóh. Gunnarsson ÍMA 1,40
Þrístökk án atrennu:
Skúli Hróbjartss. B. Hvann. 9,25
Sig. Magnúss. B. Hvanneyri 9,18
Stefán Eggertsson ÍMA 9,17
Kristján Eiríkss. ÍMA 8,83
Úrslit í unglingaflokki:
Menntaskólinn, Akureyri 39 stig
Bændaskólinn, Hvanneyri 29 stig
Kennaraskóli íslands 7 stig
FULLORÐNIR:
Langstökk án atrennu:
Kári Ólfjörð Kennarask. 3,15
Jón Ö. Þorm. Hásk. ísL 3,09
Guðbr. Ben. Iðnsk. 2,93
Ari Stefánsson Iðnsk. 2,84
Hástökk með atrennu:
Kjartan Guðjónsson, ÍMA 1,90
Kristján Stefánss. H.L 1,75
Páll Eiríksson H.í. 1,70
Jón Hauksson H.í. 1,70
Hástökk án atrennu:
Jón Ö. Þorm. H.í. 9,07
Kári Ólfjörð, Kennarask. 8,87
Kristján Eyj. H. í. 8,55
Viktor Guðl. Kennarask. 8,52
Keppni er ólokið í stangar-
stökki fullorðinna, en hún fer
fram í íþróttahúsi KR á morgun.
Telja má víst, að Háskólinn sigri
í flokki fullorðinna en hann hef-
ur langflest stig nú, 39, næstur
er Kennaraskólinn með 18.
— Mér þykir
Framhald af bls. 24
það ekki, enda var ég ekkert
að hugsa um það. Ég fann
fyrst til kulda og fór að
skjálfa, þegar ég var komin
heim og mamma var að drífa
mig í heitt bað. Þá gnötruðu
í mér tennurnar.
— Þú ert mikil lánsmann-
eskja að geta bjargað lífi litla
frænda þíns.
— Mér þykir ósegjanlega
vænt um það, en það mátti
ekki miklu muna. Hann var
sokkinn a.m.k. í annað sinn,
þegar ég náði honum. Ég gat
haldið honum uppi úr sjónum,
en ekki komið honum upp á
ísinn. Hann brotnaði alltaf
undan þunganum. Svo allt í
einu stóð maður hjá okkur,
eins og honum hefði skotið
upp úr jörðinnL Hann var
og skulu laun þeirra, sem sá
hundraðshluti miðast við, sam-
þykkt af landbúnaðarráðherra að
fengnum tiliögum frá Búnaðar-
félagi íslands.
Breytingin, sem í þessu felst
frá því, sem frumvarpið gerir
ráð fyrir er sú, að búnaðarsam
böndin semji við ráðunautana um
launakjör. Hins vegar þar sem
lögin gera ráð fyrir því, að ríkis
sjóður greiði 65% af launum ráðu
nautanna, en búnaðarsambönd-
in 35%, þá er talið eðlilegt, að
landbúnaðarráðherra, hafi íhlut
un um hver launin verða og
greiði ekki nema 65% af því,
sem hann getur fallist á, að laun
in verði að fengnum tillögum
Búnaðarfélagsins.
Var breytingartillagan síðan
samþykkt samhljóða og frum-
varpið afgreitt til Neðri deildar.
Réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins.
Frumvarp um breytingu á lög
um um réttind og skyldur starfs-
manna ríkisins um, að orlof rík-
isstarfsmanna verði lengt, var
einnig til 3. umræðu og var af-
greitt tli Neðri deildar.
líka frændi minn, Ottó Snæ-
björnsson. Hann óð svo með
Bjarna litla í land og kom
honum heim. Þar var hann
drifinn úr bleytunni, þveginn
úr heitu vatni og dúðaður of-
an í rúm, svo lét Ottó hann
selja upp, svo að honum yrði
ekki illt í maganum af sjón-
um, sem hann hafði drukkið,
en það var talsvert.
— Gaztu komizt sjálf upp
úr vökinni?
— Það kom einhver og
kippti í höndina á mér og svo
hljóp ég heim. Það er nú bara
yfir Strandgötuna að fara.
í þessu kom móðir Gíslínu
inn í stofuna.
— Hvað sagði dóttir þín,
þegar hún kom heim eftir
sjávarbaðið, spyr ég frú Hug-
rúnu.
— Hún var fjarska glöð og
sæl og sagði við mig milli
verstu skjálftakviðanna þegar
ég var að hjálpa henni í bað-
ið: „Mér þykir svo vænt um
að ég gat staðið við skátaheit-
ið mitt og verið viðbúin, þeg-
ar svona mikið lá við“. Hún
er mjög áhugasamur skáti og
er foringi fyrir hópi 12 skáta-
stúlkna í vetur, fer.oft í úti-
legur og starfar mikið í skáta-
félaginu.
— Hafa ekki margir óskað
ykkur til hamingju?
— Það hefur ekki linnt
símahringingum og heillaósk-
unum hefur rignt yfir okkur.
Við þökkum Guði fyrir að
svona vel tókst til.
Bjarni litli hefur verið hljóð
ur meðan ég stóð við og tók
fast utan um hálsinn á frænku
sinni og lífgjafa þegar ég
kvaddi. Honum þykir sýni-
lega undur vænt um hana.
Sv. P.
Allharður
árekstur
AKRANESI, 23. marz. — Árekst-
ur allharður varð s.l. mánudags-
mongun milli langferðabíls og
lítils fólksbíls rétt fyrir utan
Mógilsá í Kollafirði. Fólksbíllinn
ók á þann stóra og gereyðilagði
aurbretti hans að framan og öku-
maðurinn skall með höfuðið á
framrúðuna svo hún sprakk.
Langferðabíllinn sakaði ekki og
hinn gat ekið leiðar sinnar.
— Oddur.
Vaidiiuar
Björnsson takf
um Atlantshaís-
samfélagið
VALDIMAR Björnsson, fjármála-
málaráðherra Minesótarikis, seru
hér dvelur í boði íslenzk-amer-
iska félagsins, mun mæta á
kvöidfundi, sem Varðberg og
Samtök um vestræna samvinnu
efna til um „Atlantshafssamfélag-
ið“.
Fundurinn verður haldinn 1
Glaumbæ við Fríkirkjuveg n.k.
fimmtudag og hefst kl. 8,30 síð-
degis. Mun Valdimar Björnsson
ræða ýmsa þætti í samstarfi
Atlantshafsríkjanna að fornu og
nýju, en síðan svara fyrirspurn-
um þeirra sem fundinn sækja.
Auk félagsmanna í Varðbergl
og Samtökum um vestræna sam-
vinnu er almenningi heimill að-
gangur, eftir því sem húsrúm
leyfir.
Eins og kunnugt er hefur
Valdimar Björnsson um árabil
verið ötull talsmaður náinna
tengsla þjóðanna beggja vegna
Atlantshafs. Gefst hér ákjósan-
legt tækifæri til þess að heyra
Valdimar fjalla um þessi mál.
Páll Pampichler Páisson.
Hljomleikar
í Garðahrejir i
FYRSTU hljómleikar Tónlistar-
félags Garðahrepps verða haldnir
í Barnaskóla Garðahrepps í
kvöld kl. 9. Sinfóníuhljómsveit
íslands mun leika undir stjórn
Páls Pampichler Pálssonar og
Guðmundur Jónsson, óperusöng-
vari, mun syngja einsöng með
hljómsveitinn. Á efnisskránni er
eingöngu létt tónlist: Forleikur
að Orfeus í undirheimum eftir
Offenbach, Ungverskir dansar nr.
5 og 6 eftir Brahms, „Wherever
you walk“ eftir Hándel, „Ég lít
í anda liðna tíð“ eftir Kaldalóns,
„Sverrir konungur" eftir Svein-
björn Sveinbjörnsson, „Credo“
úr óperunni Othello eftir Verdi,
„Keisaravalsinn“ eftir Strauss,
„Liebeslied“. eftir Grysler og 3
dansar úr Hnotubrjótnum eftir
Tsjakovsky.