Morgunblaðið - 24.03.1965, Síða 12
12
MORGUNBLADIÐ
Miðvikudagur 24. marz 1965
Útgefandi:
Framkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
ORKUFREKUR IÐNAÐ-
UR OG STÓR VIRKJUN
¥ merku og ítarlegu erindi
eftir dr. Jóhannes Nordal,
sem birtist hér í blaðinu í
gær, er rakin saga athugana
á því, hvaða orkufrekum iðn-
aði íslendingar geti komið
upp. Þar er í stórum dráttum
getið um rannsóknir virkjun-
arstaða og gerð grein fyrir
þeirri niðurstöðu, að hag-
kvæmast sé að virkja Þjórsá
við Búrfell. Gerð er grein fyr-
ir þeim stórfellda hagnaði,
sem íslendingar mundu hafa
af alúmínbræðslu, sem byggð
yrði í tengslum við Búrfells-
virkjun, og hlutlægt yfirlit
gefið um alla aðstöðu okkar
í þessu efni. Ættu menn að
kynna sér þetta erindi Jó-
hannesar Nordals sem ræki-
legast.
í erindinu er það rakið, að
naumast komi nú til greina
annar orkufrekur iðnaður en
alumínbræðsla hér á landi,
en síðan á það bent, að á-
stæða sé til að ætla, að sam-
keppnisaðstaða landa með
ódýra raforku muni einnig
á þessu sviði fara versnandi
eftir því sem fram líða stund
ir. Raforkukostnaður frá
kolakynntum stöðvum hefur
farið sífellt lækkandi og
jafnfram hafa komið til ódýr
ar gufustöðvar, sem brenna
jarðgasi, og loks er svo kjarn-
orkan komin fram á sjónar-
sviðið og gert ráð fyrir, að
ekki líði mjög langur tími,
þar til orka frá kjarnorku-
stöðvum verður samkeppnis-
fær við orku vatnsaflsstöðva.
Loks hafa svo orðið tækni-
framfarir, sem gera það að
verkum, að raforkuþörf við
framleiðslu á alúmíni hefur
lækkað verulega, þannig að
staðsetning alúmínbræðslna
er ekki eins háð ódýrri orku
nú eins og áður, heldur fer
þýðing staðsetningar í nánd
við markaði eða hráefni vax-
andi.
Af þessum staðreyndum er
óhætt að draga þá álytkun,
að ekki sé seinna vænna fyr-
ir okkur Íslendinga, að gera
gangsskör að því að reisa
stórvirkjun og hefja alúmín-
vinnslu.. Annars gæti svo far-
ið, að hin miklu auðævi, sem
við eigum í fallvötnum lands
ins, verði aldrei nýtt. Að hika
nú væri því sama og tapa.
Um Búrfellsvirkjun segir
dr. Jóhannes Nordal m.a. í er-
indi sínu:
„Ef við lítum á stofnkostn-
að, þá mundi 210 þúsund kw.
Búrfellsvirkjun ásamt stækk
un varastöðva kosta rúmlega
1700 milij. kr., en virkjunin
mundi líklega verða byggð í
þremur til fjórum áföngum á
átta árum. Af framleiðslu-
getu stöðvarinnar mundi rúm
lega helmingur eða 110 þús.
kw. verða notuð í þágu alú-
míníumverksmiðjunnar, en
árlegar tekjur af sölu raf-
orku til hennar mundu sam-
kvæmt því verðlagi, sem um
hefur verið talað, nema um
100 millj. kr., á ári, en orku-
sölusamningurinn mundi
verða í erlendum gjaldeyri.
Ef við reiknum með því að
greiða stofnkostnað raforku-
versins niður til fulls á 25
árum með 6% vöxtum mundi
slíkur raforkusölusamningur
standa undir rúmlega- % stofn
kostnaðarins. Það þýðir með
öðrum orðum, að íslendingar
mundu fá í sinn hlut 100 þús.
kw. orkuver fyrir 600 millj.
eða tæplega 6 þúsund kr., á
hvert kw. Verði farin smá-
virkjunarleiðin mundi stofn-
kostnaður á kw. miðað við
jafnlangan nýtingartíma,
vera um það bil tvöfalt hærri,
ef miðað er við þær virkjun-
aráætlanir, sem fyrir liggja“.
Það er þessvegna óumdeil-
anlegt, að við íslendingar get
um ekki fengið raforku jafn
ódýra með neinum öðrum
hætti en þeim að gera orku-
sölusamning við alúmín-
bræðslu eins og nú er fyrir-
hugað.
ÞÝÐING
ALÚMÍNIÐNAÐAR
¥|r. Jóhannes Nordal víkur
** að því í erindi sínu, hve
mikla þýðingu þróun íslenzks
alúmíniðnaðar gæti haft.
Hann bendir á, að Swiss Alu-
minium hafi lýst sig reiðu-
búið til þess að aðstoða ís-
lenzka aðila tæknilega við að
koma upp slíkum iðnaði, en
hráefnið fengist frá alumín-
bræðslunni, og er þess þá að
gæta, að það yrði ódýrara hér
en í þeim löndum öðrum, þar
sem það yrði fullunnið, sem
næmi flutningskostnaði héð-
an og þangað.
Alúmín er sem kunnugt er
mjög góður málmur til marg-
háttaðra nota, enda eykst
alúmínframleiðsla hröðum
skrefum, svo að jafnvel er
gert ráð fyrir að hún tvöfald-
ist á einum áratug. Þannig er
nú alúmín notað í vaxandi
mæli í byggingariðhaðinum á
kostnað stáls og timburs. Auk
þess er það í sarnkeppni við
plast og ýmsar efnistegundir
í öðrum greinum.
Þar sem okkur skortir bæði
JSsS liF
UTAN ÚR HEIMI
Þyrlur opna nýja mögo
leika fyrir Grænland,
sem ferðamannaland
DANSKA blaðið Berlingske
Tidende s©gir sl. laugardag, aff
aldrei sé of snemmt aff leggja
drög aff skipulagi ferðamála í
Grænlandi. Æ meira sé nú
um landiff raett sem ferffa-
mannaland, og sé ástæffan
fyrst og fremst sá feiknalegi
áhugi sem ferðamenn hafa á
aff kanna nýjar slóðir. Blaðiff
segir og aff tilkoma þyrla í
Grænlandi ryðji nú veginn
fyrir ferffamenn, og innan-
landsflugið í landinu opni þar
gjörsamlega nýja möguleika
fyrir það sem ferðamannaland.
Svo sem kunnugt er hafa
Danir á prjónunum að taka
upp þyrluflug í Grænlandi, en
samgöngur þar í landi eru ákaf
lega erfiðar. Sjórinn hefur um
aldaraðir verið eina samgöngu
leiðin, bæði'til Grænlands og
milli staða þar í landi. Um
suma staði er þó að segja, að
þangað hefur verið 1-2 skips-
ferð á ári, og stundum engin,
vegna ísa.
Með tilkomu flugsins batn-
aði ástandið stórum, en hins-
vegar er svo enn í dag að far-
þegaflugvélar geta aðeins lent
á örfáum flugvöllum í landinu.
Sjórinn er enn helzta sam-
gönguleiðin innanlands.
Á fundi ferðamálaráðs Dan-
merkur, sem haldinn var í sl.
viku, skýrði Sven Acker frá
því, að þegar þyrlurnar til
innanlandsflugs í Grænlandi
væru komnar í gagnið, sé leið
in opin. Þá skipti hinir við-
sjálu þokubakkar í Grænlandi
ekki lengur höfuðmáli, en
þeir hafa löngum verið flug-
inu þar erfiður ljár í þúfu.
Sven Acker sagði að meðal
þeirra svæða, sem líklegt
mætti telja að fyrst opnuðust
að ráði fyrir ferðamenrt, væri
Narssarssuaq- og Juliane-hér-
uð (þ.e. Eiríksfjarðarsvæðið
og nágrenni), Godthaabshérað,
en þar er höfuðstaður landsins,
Syðri Straumfjörður, Kulusuk
og Diskoflói.
Um 500 Danir ferðuðust til
Grænlands á sl. sumri, og jafn
framt fór Flugfélag íslands
sex ferðir til Kulusuk, og
nokkrar fjögurra daga ferðir
til Narssarssuaq, svo sem
kunnugt er.
í laugardagsblaði Berlingske
Tidende er haft eftir Sven
Acker að „enda þótt ferða-
kostnaðurinn sjálfur hafi að-
eins leyft ferðamönnum í lúx-
usklassa Grænlandsferðir, sýni
reynslan að hin fremur lélegu
hótel, sem kostur er á í Græn
landi, verði ekki til þess að
fæla menn frá ferðinni. Með
þetta að bakhjarli munu nú
þeir aðilar, sem áhuga hafa á
Grænlandi og ferðamanna-
málum þar í landi, setjast við
og ræða rnálin."
fsinn viff Grænland er tign-
arlegur ásýndum, en hefur
reynzt mörg-u kaupfarini
skæffur. Á næstu árum er tal-
iff aff hann, og margt þaff ann-
aff, sem í Grænlandi er aff
málma og timbur er vissulega
ekki lítils um vert, ef við gæt-
um fengið slíkt ódýrt hrá-
efni frá alúmínbræðslu til að
efla hér iðnaðarframleiðslu,
og er það ekki þýðingar-
minnst í sambandi við fyrir-
hugaða stórvirkjun og bygg-
ingu alúmínbræðslunnar. Um
þetta mál segir dr. Jóhannes
Nordal síðan:
„Nú er að sjálfsögðu öllum
ljóst, sem til þekkja, að það
er hvergi nærri auðvelt að
koma á alúmíniumiðnaði í
stórum stíl. Til þess þarf
bæði mikið fé, tækniþekk-
ingu og greiðan aðgang að
mörkuðum. Hér er þó um
miklu auðveldara verkefni að
ræða en byggingu alúmínium
bræðslu, og ég tel því fulla
ástæðu til þess, að íslenzkir
iðnrekendur taki sem fyrst
til athugunar, hvaða aðgerðir
séu líklegastar til þess" að
stuðla að því að bygging alú-
míniumbræðslu geti orðið til
þess, að upp rísi hér á landi
verulegur alúmíniumiðnað-
ur“.
íslenzkir iðnrekendur hafa
þegar markað afstöðu sína til
alúmínbræðslu með ske-
leggri yfirlýsingu, þar sem
þeir lýsa yfir stuðningi sínum
finna, muni laffa til sín sívax-1
andi fjölda ferðamanna.
við framkomnar hugmyndir
um stórvirkjanir, og telja
eðlilegt, að í því sambandi
þurfi að tryggja sölu væntan-
legrar orku og ástæðulaust sé
að ætla að sjálfstæði þjóðar-
innar stafi hætta af því, þótt
erlendum fyrirtækjum verði
heimilað að reisa alúmínverk
smiðju á íslandi.
Það er heldur engin ástæða
til annars en ætla, að iðnrek-
endur muni hefja undirbún-
ing að því að koma upp stór-
fyrirtæki á íslenzkan mæli-
kvarða til að vinna úr því hrá
efni, sem fæst frá alúmín-
bræðslunni.