Morgunblaðið - 24.03.1965, Síða 13
Miðvikudagur 24. marz 1965
MORGUNBLAÐIÐ
13
Um héraðsmál í Borgarfiröi
eftir Asgeir Pétursson sýslumann
TIL Borgarfjarðarhéraðs töldust
áður Mýrasýsla og Borgarfjarð-
arsýsla, þar á meðal Akranes,
sem var sveitarfélag innan sýslu
félags Borgarfjarðarsýslu. Akra-
nes fékk kaupstaðarréttindi á
árinu 1941 og gerðist þá sjálf-
stætt lögsagnarumdæmi. En þrátt
fyrir slíka- skipulagsbreytingu,
halda Akurnesingar áfram að
líta á sig sem Borgfirðinga, enda
eiga þeir margir rætur sínar að
rekja til hinna ýmsu byggða
Borgarfjarðar og vilja sýna þeim
uppruna ræktarsemi.
Það eru rammar taugar, sem
tengja Akranes við föðurtúnin,
aðra hluta hins forna Borgar-
fjarðarhéraðs, og þarf tæpast að
kvíða því að þær rofni. Margt
má hins vegar gera til þess að
efla samstarfið, bæði á sviði
menningarmála og atvinnumála,
öllum til hagsbóta. Verður að
hafa í huga þá staðreynd, sem
hefur mikla þýðingu um fram-
gang ýmissa málefna, að sam-
einað átak sýslnanna og Akra-
ness getur af augljósum ástæð-
um hrundið fram mörgu fram-
faramálefni, sem öðrum aðilan-
um væri einum um megn að
ráða við. Hér á eftir verður
rætt um málefni, sem varða
Akranes og sýslurnar sameigin-
lega, en síðan fjallað um mál-
efni sýslnanna og rekstur stofn-
ana, sem þær eiga einar eða
með öðrum.
Baforkumálin
Ljósasta dæmið um gildi slíkr-
ar samvinnu sýslnanna og Akra-
ness er bygging og rekstur orku-
versins við Andakílsárfossa, en
það er sameign sýslnanna og Ak-
urnesinga. Orkuvinnsla við Anda
kílsárfossa hófst á árinu 1947
og er nú svo komið að orkuverið
er að heita má skuldlaus eign
sameignarfélagsins. Lengst af
hefur raforkuverðið af eigin
orkuvinnslu verið lágt, t.d. var
það á árinu 1964, 15 aurar á kíló-
vettstund, meðalverð. Er það
lægsta raforkuverð í landinu.
Orkuverðið þarf þó að endur-
skoða, einkum ef til þess kæmi
að Andakílsárvirkjunin færði út
kvíarnar með nýrri virkjun en
einnig vegna þeirrar ráðagerða,
sem nú eru uppi í stjórn virkj-
unarinnar um það að leggja
fram lánsfé frá henni til þess
að flýta og greiða fyrir raflínu-
lögnum um héraðið. Á árinu
1964 varð orkuvinnslan í Anda-
kílsárvirkjuninni tæpar 27 millj.
kílóvattstunda og aðkeypt orka
7,7 m. kwst. Er sú viðbótarorka
fengin frá Sogsvirkjuninni, en
orkuverin hafa nú verið sam-
tengd með streng yfir Hval-
fjörð.
Virkjunaraðstaða við
Kláffoss
Það hefur komið fram opin-
berlega að undanförnu, bæði í
fréttum blaða og umsögn for-
ráðamanna um rafmagnsmál, að
rannsókn hefur farið fram á
virkjunaraðstöðu við Kláffoss í
Hvítá í Borgarfirði. Af því til-
efni þykir rétt að greina frá
helztu staðreyndum þess máls.
Stjórn Andakílsárvirkjunar-
innar lét í ársbyrjun 1963 hefja
athugun á virkjunaraðstöðu við
Kláffoss í Hvítá, með það fyrir
augum, að Andkílsárvirkjunin
beitti sér fyrir virkjun þar, til
aukningar á raforku á veitusvæð
inu, en orkuverið við Andkílsár-
fossa er nú fyrir löngu orðið of
afkastalítið. Var ljóst að orku-
veitusvæðið norðan Hvalfjarðar
myndi þó eigi þurfa nema helm-
ing þeirrar orku, sem unnt væri
að fá úr Kláffossi, eða 7500 kw.
af 15.000 kw. Var hins vegar
haft í huga að umframorkan yrði
þá. hagnýtt í þéttbýlinu við sunn-
anverðan Faxaflóa.
Nú liggja niðurstöður rann-
sóknanna fyrir. í ljós hefur kom-
ið að virkjunaraðstaðan er mun
betri við Kláffoss, en áður var
vitað. Fyrst má geta þess að
Hvítá í Borgarfirði hefur meiri
lindáreinkenni en talið var áður.
ístruflunarhætta er því talin
lítil.
Rennsli árinnar er all stöðugt,
þannig má t.d. geta þess að þeg-
ar Þjórsá þvarr á árinu 1962,
fór rennsli Hvítár við Kláffoss
aldrei niður fyrir 60 m3 á sek.
Meðalrennsli þar er annars um
100 m3 á sek.
Aðstæður til framkvæmda eru
ákjósanlegar. Þjóðvegur liggur
um virkjunarsvæðið. Húsakostur
er þar fyrir hendi, þ.e. hús Verzl
unarfélags Borgarfjarðar og
Kaupfélags Borgfirðinga, sem
sennilega væri unnt að hagnýta
til íbúða fyrir starfsmenn, verk-
stæði o.þ.h. Þá er og jarðhiti í
nánd, rafmagn og sími er á staðn
um og efni til bygginga er nær-
tækt.
Þess má geta að fyrirsjáanlegt
er að innan skamms verður að
byggja nýja brú yfir Kláffoss
og mætti þá gera ráð fyrir að fyr
irstöðugarður yrði jafnframt
brú yfir Hvítá.
Virkjunarmat hefur verið sam
ið samkvæmt ákvörðun fram-
kvæmdarstjórnarinnar. Var það
Rögnvaldur Þorláksson verkfræð
ingur, sem stóð fyrir þvi verki,
ásamt Óskari Eggertssyni, fram-
kvæmdarstjóra Andakílsárvirkj-
unarinnar.
Talið er að virkjunarkostnað-
ur, miðaður við 15. þús. kw.stöð
verði um 154,4 milljónir kr., eða
raforkuverð við stöðvarvegg ná-
lægt 10.300 kr. fyrir kw. Ef
kostnaður við háspennulínu til
tengingar við SV-landskerfið er
meðtalinn, verður byggingar-
kostnaðurinn kr. 11.900 á kw. í
þessu sambandi er rétt að geta
þess að háspennulínur eru fyrir
hendi frá orkuverinu við Anda-
kílsfossa út á Akranes og þaðan
um Hvalfjörð til Reykjavíkur.
Orkuverðið mun sjálfsagt mjög
fara eftir þeim lánskjörum, sem
til virkjunarframkvæmdanna
fengjust. Miðað við 8,2% fjár-
magnskostnað verður orkuverðið
um 0,20 kr. á kílówattstund, sem
er hagstætt verð, miðað við ný-
byggt orkuver.
Verði orkuverið við Kláffoss
rekið í samrekstri við núverandi
orkuver við Andakílsárfoss, yrði
unnt að selja orkuna á lægra
verði, því það orkuver er nú
skuldlítið, eins og sagt var.
Þeir aðilar, sem gert hafa áætl
anirnar um byggingu orkuvers-
ins við Kláffoss telja að unnt
verði að ljúka smíði þess fyrir
1. desember 1966 eða jafnvel fyrr
vegna hagstæðra aðstæðna, á
virkjunarstaðnum, ef samið yrði
um smíði vélanna nú á næst-
unni. Þess má og geta að öllum
undirbúningi er lokið, sem til
þess þarf að lokaákvarðanir
megi taka um þessa framkvæmd.
Tilboð hafa borizt í vélar frá
mörgum aðilum, þar sem m.a. er
greint frá lánskjörum á véla-
búnaði öllum.
Kunnugt er að nú er mjög í
ráði að byggja stárt orkuver i
Þjórsá, þar sem orka yrði ódýr-
ari þegar til lengdar lætur, en
í smærri virkjun. Þrátt fyrir
það virðist þó ekki óhugsandi að
hagkvæmt þætti að ráðast í
byggingu orkuversins við Kláf-
foss, einkum sökum þess hve
skjótlega það gæti komizt í gagn
ið og vegna þess að tilkoma þess
myndi aulta rekstraröryggi alls
orkuveitusvæðis Suð-Yestur-
lands. Það er öryggi í sjálfu sér
að fá orkuna frá orkuverum, sem
eru í ólíkum landshlutum. Hér
er einnig á það að líta að orku-
veitusvæði Andakílsvirkjunar-
innar notar helmingi meira raf-
afl, en virkjunin framleiðir og
engin varastöð er á svæðinu. Að
Ásgeir Pétursson,
vísu er kerfið tengt við Sogs-
virkjunarkerfið, en einungis með
einum streng. Slíkt er ófullnægj-
andi, enda er rekstur Sements-
verksmiðju ríkisins í hættu, ef
sá strengur bilar. Er því eðli-
legt að stefnt verði að því að
auka rekstraröryggið með því að
auka tiltækt rafafl á svæðinu.
Heilbrigðismálin.
Sjúkrahúsið á Akranesi hefur
nú fengið réttindi sem fjórðungs-
sjúkrahús. Hefur tilkoma þess
þar verið mikil trygging fyrir
heilbrigðisþjónustu í héraðinu og
rekstur þess reynzt mjög far-
sæll. Til skamms tíma hafa Ak-
urnesingar þó staðið einir með
ríkinu undir útgjöldum af rekstri
og stofnkostnaði. Nú hefur orðið
á þessu nokkur breyting og hafa
sýslubúar í Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslum sýnt hug sinn til
sjúkrahúsmálsins með þeim
hætti, að menn þurfa ekki að
vera í vafa um hvað héraðsbúar
telja rétta stefnu í heilbrigðis-
málum sýslunnar. En svo sem áð-
ur hefur verið skýrt frá söfnuðu
sýslubúar með frjálsum framlög-
um um einni milljón króna, á sl.
ári og afhentu forráðamönnum
sjúkrahússins það fé í júnímán-
uði sl. og skyldi það notað til
greiðslu stofnkostnaðar. Kaup-
félag Borgfirðinga í Borgarnesi
Framhald á bls. 16.
Sigfínnur Sigurðsson, hagfræðingur ritar Vettvanginn í dag. Hann fjallar
m. a. um Áburðarverksmiðjuna h.f. —þjóðnýtingu — verðbólguna — ráðstöf-
unarfrelsi einstaklingsins yfir sparifé sínu — aðskilnað ríkisvalds og fram-
leiðslu — reynsluna af opinberum rekstri — hagfræði og hagstjórn.
Þ E S S A dagana spyrja menn
sjálfa sig_ og aðra, hvort þjóð-
nýting Áburðarverksmiðjunnar
h.f. sé nauðsynleg ráðstöfun ein-
mitt núna á meðan verðbólgan
læðist yfir landið. Rökin, sem
færð eru fyrir þjóðnýtingará-
forminu, eru þau, að verksmiðjan
sé ekki arðberandi fyrirtæki, en
nauðsynlegt sé að leggja í miklar
framkvæmdir til stækkunar og
endurbóta, svo mikið fjármagn,
ca. 200 millj., kr. geti hvorki hlut-
Ihafarnir í sameiningu, né aðrir
einkaaðiljar í landinu lagt fram,
þetta sé aðeins á færi ríkissjóðs,
og ríkisvaldið eitt sé því fært um
evo stórfelldar framkvæmdir. En
ríkissjóður þarf um leið að kaupa
upp hluti meðeigenda sinna og
greiða þá í reiðufé að frádreign-
um skuldum. Þetta gæti orðið
élitleg fjárupphæð. Hún myndi
a.m.k. ekki draga úr verðbólg-
unni. Tiltölulega meinlaus myndi
þessi fjárupphæð verða, ef að
sama skapi yrði dregið úr útgjöld
iim ríkissjóðs annarsstaðar, en þá
mætti spyrja, hvort því fjár-
magni yrði ekki betur varið á
öðrum sviðum. Að uppkaupunum
loknum þarf svo að afla ca. 200
millj. kr., sem samkvæmt rök-
unum er ófáanlegt frá einkaað-
iljum innanlands, þar með má því
einnig útiloka skuldabréfakaup
einstaklinga. Tæplega er ríkis-
sjóður þess heldur megnugur að
taka þetta fé úr eigin hendi, nema
með því að afla fjárins bráðlega
í formi skatta eða tolla. Ekki
myndi draga úr verðbólgunni við
það. Yfirdráttur hjá Seðlabank-
anum í formi láns til langs tíma
og lán úr Framkvæmdabankan-
um vegna fjármunamyndunar og
framleiðsluaukningar ásamt er-
lendum lánum til véla- og tækja-
kaupa eru sennilegar leiðir. Inn-
lendar og erlendar lántökur eru
einnig leiðir, sem hlutafélatgið
hefði valið, enda innan þess
ramma, sem yfirstjórn peninga-
markaðsins ákveður.
En hvernig myndi fara, ef Al-
þingi afsalaði sér öllum eignar-
rétti að verksmiðjunni? Ríkissjóð
ur yrði látinn kaupa upp hluti
meðeigenda sinna, til þess að
selja þá síðan aftur í smáum
hlutum. Alþingi myndi því hugsa
fyrst til þeirra, sem eiga mestra
hagsmuna að gæta um hagkvæm-
an rekstur verksmiðjunnar þ.e.
bændanna, en teldi þá vafalaust
of lítið fjáða til þess að þeir
gætu keypt svo manga hluti sem
þá langði til, og ákvæði þess
vegna að bændur skyldu njóta
forkaupsréttar að ákveðnum
fjölda 1000 kr. hlutabréfa, sem
greiddist upp með jöfnum af-
borgunum á e.t.v. 5 árum. Síðan
yrði áhugasömum einstaklingum
og félagasamtökum boðin bréfin,
sem eftir yrðu, að settum skil-
yrðum til hagstoóta fyrir fram-
tíðarþróun heilbrigðis verðbréfa-
markaðar í landinu. Fjárhags-
örðugleikarnir leysast við þetta
á ákjósanlagri hátt en við flótt-
ann í ríkisreksturinn. Þessi að-
ferð myndi, er frá liði gera sitt
til að draga úr verðbólguþróun-
inni — og það meir en margan
grunar í dag. Með þessari að-
ferð yrði sparendum gert kleift
að leggja sparifé sitt fyrir í fast-
eignum, að svo miklu leyti sem
fólk kærði sig um. Sparnaður
myndi aftur hefjast upp til
dyggða. Verði þanniig á málunum
haldið, að ekki verði raskað þeim
lögmálum hagsýninnar, sem flest
um mönnum eru í blóð borin og
grundvalla frelsi einstaklingsins
í hverri efnahagsheild, innan
ramma fastmótaðs hagkerfis, þá
er ekki að éfa, að rekstur slíks
fyrirtækis yrði til fyrirmyndar
og leiddi til áframhalds á þessari
braut þannig, að einnig Sements-
verksmiðjunni, útgerðarfélögum
oig fiskvinnslustöðvum bæjar- og
sveitarfélaga svo og framtíð ann-
arrar stóriðju yrði betur borgið
undir stjórn þeirra einstaklinga,
sem vilja sjálfir leggja á sig
erfiðið vegna eignarmyndunar,
og geta þannig ákveðið um af-
drif sparifjárins, heldur en und-
ir margvíslegum duttlunigum op-
inberra stjórnaraðila, sem oftast
þurfa ekki að taka á sig ábyrgð
af vafasömum rekstri og rekstrar
fyrirkomulagi framleiðslufyrir-
tækjanna. Þeim er ríkiskassinn
og bæjarsjóðir alltaf til hægri
handar.
Margir verða enn um árabil að
finna fyrir misheppnuðum rekstri
opinberra útgerðarfyrirtækja,
sem vanþroska efnahagsstjórn
eftirstríðsáranna gerði með kunn-
áttuleysi að knýjandi nauðsyn.
Reynslan af þeim atvinnurekstri
er orðin nokkuð dýrkeypt, en
hana má m.a. nota til að forðast
það, að sama sagan endurtaki siig
í landbúnaðinum og iðnaðinum.
Reynsla þeirra lýðræðisþjóða,
sem hafa fylgzt með og notfært
sér nýjungar á_ sviði hagfræði og
hagstjórnar sýnir ótvírætt, að ör
hagvöxtur og jöfn tekjuskipting
Ssamt félagslegu öryggi þegn-
anna eru bezt tryggð með sem
allra víðtækustu aðskilnaði ríkis-
valdsins og framleiðslunnar. Lög-
gjafar- og framkvæmdavaldið
hafa þá aðeins yfirstjórn efna-
hagsmálanna í hendi sér með
hjálp fjölda stjórntækja, sem
mörg eru óþekkt hér á landi.
Með þeirra hjálp verður tryggð
sem jöfnust samkeppnisaðstaða
framleiðslunnar bæði innan
lands og í útflutningsverzluninni,
þannig að heildarþróuninni verði
beint inn á þær ■*" lutir, sem
æskilegastar eru heildinni hverju
sinni.
Skattstjóm og tollstjórn verða
þá ekki lengur notuð eingöngu
til þess eins að afla hinu opin-
bera tekna á sem hagkvæmastan
hátt. Eftir því sem hagkerfið og
stjórn þess er traustara þeim
mun minni áherzla er smám sam
an lögð á tolltekjur. Heldur verð-
ur skattstjórnin þeim mun fjöl-
breyttari, til þess að tryggja í
fyrsta lagi, að sem hlutfallslega
jafnastar byrðar verði lagðar á
skattþegana, s.s. mismunandi
skattstigar eftir teknaupphæð og
skattstofnum t.d. launatekjur og
eignatekjur. f öðm lagi sam-
kvæmt æskilegum stefnubreyting
um í framleiðsluháttum. Þá er
stjórn peningamálanna einnig
hreifanleg. Vaxtafóturinn er ekki
neitt óumbreytanlegt náttúrulög-
mál. Frysting viss hluta innláns-
fjárins er nýlega orðið virkt
stjórntæki í peningamálum okk-
ar. Gildi þessa tækis er óumdeilt
af fagmönnum, sé það notað í
samræmi við önnur s.s. vexti og
skuldabréfaverzlun ríkissjóðs,
Seðlabankans og lánastofnana.
Auk nefndra stjórntækja koma
fjölmörg önnur misjafnlega
áhrifamikil til greina. En öllum
er það sameiginlegt, að virkni
þeirra er undir löggjafarvaldinu
komin, er það setur leikreglurn-
ar, en þær þurfa mikillar ná-
kvæmni og undirbúnings við. í
þeim tilgangi meðal annars eru
gerðar víðtækar hagrannsóknir
og hagskýrslur, en ekki til þesa
að vera sagnfræðileg gögn.