Morgunblaðið - 24.03.1965, Page 15

Morgunblaðið - 24.03.1965, Page 15
Miðvikudagur 24. marz 1965 MORCUNBLAÐIÐ 15 •i* Halldór Sigurðsson: AÐ UTAIM ÚRSLIT kosninganna, sem fram fóru í Chile nú í mán uðinum, hafa vakið mikla athygli, og sennilegt er að þau reynist gleðilegasti atburðurinn í S-Ameríku um árabil. Talið var, að Kristilegi demókrataflokk- urinn í Chile myndi vinna nokkuð á við þingkosning- arnar, en ekki einu sinni bjartsýnustu menn þorðu að vona, að flokkur Eduar- dos Frei, forseta, ynni eins glæsilegan sigur og raun bar vitni. Kristilegir demókratar vonuðust til að fá þriðja hluta 147 sæta fulltrúa- deildarinnar, en fengu hreinan meirihluta. Áður höfðu þeir aðeins 24 sæti í deildinni, svo fylgi þeirra hefur meira en þrefaldazt. Hins vegar var tap íhalds- flokkanna og vinstri banda- lagsins, þar sem kommúnistar ráða ríkjum, svo gífurlegt, að það mun taka flokkana mörg ár að ná sér eftir það. Úrslit kosninganna eru í raun og veru mesti stjórnmálavið- burðurinn í sögu Chile á síð- ari tímum. XXX Forsetakosningarnar, sem fram fóru í Chile í september s.l., vöktu mikla athygli um allan heim, vegna þess að þá var í fyrsta skipti útlit fyrir að kommúnisti yrði valinn þjóðhöfðingi í lýðræðislandi. íhaldsflokkarnir voru skelf- ingu lostnir og komu sér sam an um að styðja frambjóð- ana Kristilega demókrata- flokksins, Eduardo Frei, til þess að koma í veg fyrir að atkvæðin skiptust hinum al- þýðlega og vinsæla kommún- ista, Salvador Allende, í hag. í þessum sögulegu kosningum fór Frei með sigur af hólmi og hlaut 56% greiddra at- kvæða. Á þeim tíma, sem liðinn er frá forsetakosningunum, hef- ur stjórn Freis ekki tekizt að koma neinu í framkvæmd. íhaldsflokkarnir og vinstri- flokkarnir, sem höfðu töglin og halgdirnar í þinginu, voru sameinaðir í ákvörðun um að koma í veg fyrir að endur- bótaáætlun hins nýkjörna for- seta næði fram að ganga. Stóru íhaldsflokkarnir tveir í Chile hafa um áratugabil fylkt stefnu, sem líklegast verður bezt lýst með orðum Ramóns Barros Luco, sem var forseti í byrjun aldarinnar. Hann sagði: „Það eru aðeins til tvennskonar þjóðfélags- vandamál, þau sem leysast af sjálfu sér og þau ógleyman- legu.“ Undir langvarandi stjórn íhaldsflokkanna hafa vanda- málin í Chile vaxið landinu yfir höfuð. Yerðbólgan nemur 35—40% árlega, og skuldir landsins við erlend ríki eru nú sambærilegar við svimandi hæð Andesfjallanna. Nema þær um 100 milljörðum ísl. Edouardo Frei, forseti Chile. kr. Umhverfis stórborgir landsins rísa ein ömurlegustu fátækrahverfi álfunnar og ólæsi er algengt, þótt landið eigi miklar auðlindir og mið- stéttirnar séu hlutfallslega fjölmennar. Það má með sanni segja, að kaþólska kirkjan í landinu sé frjálslyndari en hin öfluga landeigendastétt, sem hefur verið andvíg öllum endurbót- um á jarðeignalögunum. (Af öllum landeignum í Chile eru 2800 býli stærri en þúsund hektarar og þau ná yfir 75% alls ræktaðs lands.) Erkibiskupinn í höfuðborg- inni, Santiago, hefur sent út hirðisbréf, þar sem hann skor- ar á hina ríku, að opna augu sín og gera sér ljóst, að með- an he-lmingur þjóðarteknanna renni í vasa tíunda hluta íbú- anna, búi stór hluti þjóðarinn- ar við mikinn skort. Vinstri sósíalistarnir vilja gera Chile að annarri Kúbu, en Frei forseti hefur reynt að sannfæra landa sína um, að bráðnauðsynlegt sé að endur- skipuleggja þjóðfélagið án tafar, en innan takmarka nú- verandi stjórnarskrár. Ráðu- neyti hans er skipað fólki, sem sannað hefur skipulags og stjórnunarhæfileika sína, en ekki stjórnmálalegum gæð ingum, og slíkt er óvenjulegt í S.-Ameríku í dag. Fyrir þingkosningarnar var algerlega vonlaust fyrir Frei að koma fram hinum nauðsyn legustu endurbótum og í kosn ingabaráttunni var kjörorð flokks forsetans: „Þing fyrir Frei“. Með hinum glæsilega kosn- ingasigri hefur forsetinn nú við hlið sér þing, sem mun styðja framkvæmd endurbóta áætlunarinnar. Og með þess- um mikla atkvæðafjölda er kristilegi demókrataflokk- urinn orðinn sterkara afi inn an stjórnmála landsins, en áður hefur þekkzt. Chile verð ur aldrei sama landið eftir kosningarnar nú í marz. Það er óhjákvæmilegt, að straumhvörfin í stjórnmál- um Chile hafi áhrif á önnur lönd í S.-Ameríku. Fyrir rúm um 10 árum, 1953, hlaut Kristi legi demókrataflokkurinn að- eins 2,9% atkvæða í kosning- unum í Chile. Þótt flokkurinn sé starfandi í öllum ríkjum S.-Ameríku nema fjórum, er þetta í fyrsta skipti, sem mað ur úr flokknum er kjörinn for seti og flokkurinn hefur unn- ið svona mikinn hluta þing- sæta. . Það hefur lengi verið ljóst, að Kristilegir demókratar eru fulltrúar lýðræðishreyfingar- innar, sem fer ört vaxandi í þessum heimshluta. Og í Vene zuela og Brasilíu hafa þeir þegar nokk;ur áhrif. í and- stöðu við gömlu flokkana í S.-Ameríku, er hugmynda- fræði Kristilega demókrata- flokksins byggð á hinum fram farasinnuðu umburðarbréfum kaþólsku kirkjunnar. Kristilegir demókratar eru mjög andvígir kommúnistum, og margir líta á þá sem eina aflið, er unnið geti gegn áhrif um þeirra. Þarf víst engan að undra þótt Fidel Castro hafi oftar en einu sinni lýst óánægju sinni með fylgisaukn ingu Kristilegra demókrata í S.-Ameríku. Ekki er ólíklegt, að innan tíðar standi Fi-ei og aðrir leið- togar Kristlegra demókrata í S.-Ameríku jafnfætis leiðtog- um hinna stóru bræðraflokka í Ítalíu og V.-Þýzkalandi. Athyglisveröar kosningar í Chile Kristilegir demókratar bjóða hægri- og vinstrimönrtum birginn i 8"Ameríku — BRIDCE — EFTIRFARANDI spil var spilað í bridge-keppni í Bandaríkjun- um nýlega og gengu sagnir: Suður Vestur Norður Austur 2 A pass 3 4 pass 3 A pass 4 ♦ pass 7 A pass pass pass A 9 4 DG1062 4- ÁK 10 8 43 * 2 A G 10 5 A 8 V 973 4 K 8 5 4 ❖ D G 4 9 7 6 52 * K 9 7 4 3 4 865 A ÁKD76432 4 Á * ÁDG10 Vestur lét í byrjun út spaða- gosa og spilið tapaðist, því sagn- hafi varð að gefa slag á laufa- kóng. Allir spilarar kannast við spil eins og þetta, þar sem suður hef- ur nær örugga 12 slagi, en vant- ar upplýsingar um hvort félagi hans á laufa-kónginn. Mörg sagnkerfi gera alls ekki ráð fyrir spilaskiptingu sem þess ari, þegar aðeins vantar upplýs- ingar um eitt eða tvö ákveðin spil. Sagnkerfi það, sem kennt er við hinn kunna bandaríska spilara Schenken, gerir ráð fyrir þessu með sérstökum spurnar- sögnum, sem er í stuttu máli þannig: Þegar spilari hefur skiptingu eins og suður í spilinu hér að ofan, þá er opnað á 2 tíglum. Er þetta spurning um ása og segir -----............... ....—--------- félagi frá ásum á eftirfarandi hátt. Ef hann á engan ás þá. segir hann 2 hjörtu, en ef hann á hjartaásinn segir hann 2 grönd. Ef hann á einhvern annan ás þá segir hann í þeim lit. Eigi hann 2 ása stekkur hann í þeim lit er lægri ásinn er í. í næstu umferð segir sagnhafi lægsta lit yfir svarinu og er þá spurt um kónga á sama hátt. Nú skulum við athuga hvernig sagnir hefðu gengið ef Schenken kerfið hefði verið notað í spilinu hér að ofan: Suð'ur Norður 2 4 3 4 3 V 4 4 6 A pass Norður segist ekki eiga laufa- kóng og því er ráðlegt að segja aðeins hálf-slemmu. Sálarrannsóknafélag * Islands heldur skyggnilýsingafund með miðlinum Haf- steini Björnssyni í samkomuhúsinu Lídó fimmtu- daginn 25. þ.m. kl. 20:30. Avarp flytur séra Sveinn Víkingur. Hljóðfærasláttur. Aðgöngumiðar fyrir félagsmenn meðan húsrúm leyfir, afgreiddir á skrifstofu félagsins, Garða- stræti 8, kl. 16—19 dagana 24. og 25. marz. F ramkvæmdanef ndin. Spilakvöld Sjálfstæöisfélaganna VERÐUR í SJÁLFSTÆÐISHÚSINU N.K. MIÐVIKUDAGSKVÖLD KL. 20,30. SR. GUNNAR GÍSLASON, alþingismaður flytur ávarp kvöldsins. Y VÖRÐUR, HVÖT, ÓÐINN, HEIMDALLUR. Húsið opnað kl. 20.00 — Lokað kl. 20.30. Veitt verða góð spilaverðlaun og happdrætti verður að vanda. — Sýnd verður kvikmynd „Stjarnan í Norðri“ með ísl. tali. — Sætamiðar afhentir á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins á venjulegum skrifstofu- tíma. 8 jálf stæðisf ólk! Takið þátt í góðri skemmtun. SKEMMTINEFNDIN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.