Morgunblaðið - 24.03.1965, Síða 22
oo
áu *->
MQRGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 24. marz 1965
f___£1___í'
Samskot FH-inga til að fá
Sigurlinu í úrslitaleikinn
En FH fær ekki svör um
hvort slíkt er lögBegt
SPENNINGURINN í íslandsmót-
inu i handknattleik er að mestu
horfinn. FH þarf að ná 1 stigi í
tveim síðustu leikjum sínum við
Ármann og Fram til að hafa
sigrað í 1. deild karla og Valur
er kominn í 1. deild og Víkingar
fallnir í 2. deild. En í kvenna-
flokki er spennan mikil — svo
mikil að FH-ingar hafa skotið
saman fé til að fá heim frá Nor-
egi Sigurlínu Björgvinsdóttur,
eina af liðsins beztu stoðum í
þeirri von að það megi enn
frekar styrkja sigurvonir FH í
keppninni um fslandsmeistara-
titil í meistaraflokki kvenna.
Tvísýn staða.
Staðan í meistaraflokki kvenna
er nú þannjg að þrjú félög FH,
Valur og Ármann eru jöfn að
stigum. Komið hefur í ljós að
þessi þrjú félög skera sig nokkuð
úr í keppni kvenna og virðast
mjög jöfn að styrkleika innbyrð-
is. Það var þó ekki fyrr en FH
sigraði íslandsmeistara Vals fyrir
skömmu að FH komst í þann hóp
„hinna stóru“. Markahlutfall FH
er lakara en hinna félaganna, en
markahlutfallið skiptir ekki máli.
Nú á FH eftir að leika við Breiða-
Sigurgeirsmótið
í kvöld
í KVÖLD fer fram í Sundhöll-
inni úrslitaleikur hins svonefnda
Sigurgeirsmóts í sundknattleik,
sem haldið er til minningar um
Sigurgeir Guðjónsson, KR.
Einnig verður keppt í 200 m
skriðsundi, 200 m bringusundi,
200 m skriðsundi kvenna og 200
m bringusundi kvenna.
blik og þar má telja FH vlsan sig-
ur, en Ármann og Valur eiga eftir
leik sín á milli og þar getur allt
skeð. Verði jafntefli í þeim leik
Qg FH vinni Breiðablik er FH
íslandsmeistrar. Vinni annað
hvort Valur eða Ármann verður
sigurvegarinn jafn FH að stigum
og þá þarf aukaleik um úrslitin.
Sem sagt sem stendur hefur FH
einna mesta möguleika, því jafn-
teflið milli Ármanns og Vals er
ekki óhugsandi þó það sé „veik-
ur“ möguleiki.
Möguleikar FH
Siigurlína Björgvinsdóttir ein
af styrkustu stoðum FH-liðsins
hefur dvalið í Osló í vetur og
starfað þar í lyfjaverzlun. Hún
hefur æft handknattleik og eitt-
hvað leikið. FH-menn telja það
mikinn styrk að fá hana heim til
að leika með liðinu —' einkum
ef til aukaúrslitaleiks kemur.
Það ásamt miklum sigurmögu-
leikum FH hefur hleypt ham í
stuðningsmenn FH og nú mun
hafa verið skotið saman nægu
fé til að kosta snögga heimferð
Sigurlínu.
En þá munu FH-menn hafa
rekið sig á enn einn vanda.
Upp kom einhver vafi um það
hvort Sigurlína mætti leika
með. HSÍ vísaði málinu til ÍSÍ
og þar mun málið bíða svars.
Vera má að einhverjir ann-
markar séu á að ísl. íþrótta-
fólk geti leikið bæði erlendis
pg heima á sama keppnistíma-
hili, en það mun þó oft hafa
skeið áður, einkum í frjálsum
íþróttum.
Meistaraflokkur ÍR í körfuknattleik.
Þorsteism lék með 3. f/.
og vann Hólmara 729:79
Ánægjuleg heimsókn ÍR-inga til Stykkishólms
SUNNUDAGINN 7. marz s.l.
komu tveir körfuknattleiksflokk-
ar frá ÍR í heimsókn til Stykkis-
hólms og léku við Umf. Snæfell.
Keppnin hófst kl. 3 síðdegis
og var íþróttahúsið troðfullt af
áhugasömum áhorfendum. Fyrst
lék III. flokkur ÍR við jafnaldra
sína úr Snæfelli. Hafði Snæfell
yfir í hálfleik, 20:11, en í síðari
hálfleik hafði ÍR algera yfirburði
og sigraði með 43:19 stigum.
Næst lék meistaraflokkur ÍR við
II. flokk Snæfells í kvennaflokki.
bæði þessi lið eru skráð í íslands-
mótið 1965, en hafa ekki fengið
að leika, þar sem þau eru einu
liðin, sem skráð eru til keppni.
Vonandi kemur ekki til þess oft-
ar, að keppni falli niður í kvenna
flokkum á Íslandsmótum í körfu-
knattleik, vegna þátttökuleysis.
ÍR stúlkurnar höfðu yfirburði í
fyrri hálfleik, sem þær unnu með
20:10. Síðari hálfleikur var öllu
jafnari eða 14:12 og sigraði því
ÍR með 34:22 stigum.
Síðasti leikurinn var sá
Cóður árangur á skóla-
móti í frjálsum íþróttum
MEISTARAMÓT skóla í frjáls-
um íþróttum var haldið á sunnu-
daginn í íþróttahúsi Háskólans
og sáu þeir Benedikt Jakobsson,
sem m.a. setti mótið með ræðu,
og Þorkell St. Ellertsson íþrótta-
kennari um framkvæmd móts-
ins, sem var erfið en tókst vel.
Mörg góð og athyglisverð af-
rek voru unnin. Sérstaka athygli
vakti t.d. Skúli Hróbjartsson,
Bændaskólanum, Hvanneyri, en
hann sigraði í 3 greinum ungl-
inga með ágætum afrekum. Þá
varð t.d. hin nafntogaða Sigríð-
ur Sigurðardóttir að lúta í lægra
haldi fyrir Sigrúnu Bjarnadótt-
ur, Stykkishólmi, í langstökki án
atrennu. Mikla athygli vakti og
Guðmundur Pétursson, MA, í
langstökki drengja og einnig
hversu Bændaskólanemar á
Hvanneyri voru framúrskararídi
í unglingaflokki. Úrslit mótsins
urðu þessi:
STÚLKNAFLOKKUR:
Hástökk með atrennu:
Lína Gunnarsd. G. Vesturb. 1.30
María Hauksd. G. Réttarh. 1,30
Framhald á bls. 8
Skemmtilegasti, enda voru skor-
uð samtals 200 stig í honum. III.
flokkur pilta úr ÍR ásamt hinum
ágæta Þorsteini Hallgrímssyni,
lék gegn Snæfelli. Höfðu liðs-
menn ÍR mikla yfirburði í fyrri
hálfleik, sem þeir unnu með
63:29 stigum. Var samleikur
þeirra mjög hraður oig öruggur,
byggður upp af Þorsteini, sem
eins og svo oft áður var „kon-
ungur vallarins". Hittni þeirra
ÍR-inganna var og frábær. í síð-
ari hálfleik sóttu Snæfellsmenn í
sig veðrið og lauk honum svo
að ÍR skoraði 58 stig en Snæfell
50. Lokatölurnar urðu því
121:79.
í lok keppninnar afhenti Þor-
steinn Hallgrímsson 40 ungling-
um úr Barna- og Miðskólanum í
Stykkishólmi hæfnismerki KKÍ,
sem þeir höfðu nýlega unnið til.
Heimsókn þessi var til hins
mesta gagns fyrir okkur hér
vestra. Leikni og kunnátta þess-
ara íþróttaflokka var lærdómsrík
fyrir okkur og framkoma íþrótta-
fólksins til fyrirmyndar.
Sigurður Helgason.
Einn bezti skíðomaðm heiznsins
ÞETTA er V-Þjóðverjinn
Georg Thoma — einn fræg-
asti skiðamaður síðari tíma.
Hann vann norræna tvíkeppni
(göngu og stökk) á Ilolmen-
kollenmótinu á dögunum,
enda áður Olympíumeistari
í Squaw Valley og þriðji í
Innsbruck 1964. Hans sterkari
hlið er stökkið, en hann er
einnig góður göngumaður —
þó hann á þýzka meistaramót-
inu yrði 3. í göngukeppni
norrænu tvíkeppninnar. Samt
bar hann sigur út býtum í
samanlagt og hlaut „gullskíð-
ið“ sem veitt er sem verðlaun
í 8. sinn.
Skúli Hróbjartsson
— vann 3 greinar.
Christenseits-
keppni Skct-
félngsins
Á miðvikudagskvöld nk. 24.
marz verður Christensens-keppni
hjá Skotfélagi Reykjavíkur. —
Verður þar keppt í annað sinn
um styttu þá sem frú Sesselja
Christensen gaf til minningar
um mann sinn Hans Christen-
sen, sem var um langt skeið einn
ötulasti og snjallasti skotmaður
félagsins. Þessi keppni verður á-
reiðanlega hörð og spennandi ef
dæma skal eftir síðasta móti. —.
Keppt er í öllum fjórum skot-
stellingum: liggjandi, sitjandi, á
hné og standandi. — í síðustu
keppni tóku 10 keppendur þátt
og varð þá hlutskarpastur Sverr-
ir Magnússon, sem hlaut 100-87-
89-70=355 stig af 400 möguleg-
um.
Skotfélagið hefur haldið eitt
mót sem af er þessu keppnisári
og tóku 17 þátttakendur þátt í
mótinu. Þar sigraði Robert
Schmidt og hlaut 498 stig af 500
mögulegum, sem er afburðaár-
angur. Skotið var þá einungis 1
liggjandi stellingu. Æfingar hafa
verið ágætlega sóttar í vetur og
búast má við spennandi keppni
í vor.