Morgunblaðið - 24.03.1965, Side 24

Morgunblaðið - 24.03.1965, Side 24
r SERVIS SERVIS ■ 1; - ’ SERVIS SERVIS SERVIS Servis Júils IAOGAVEGI í»iP0iWtIiXa«>iílr 70. tbl. — Miðvikudagur 24. marz 1965 Seðlabankinn kaupir mynt- og seðlasafn í því eru um 3000 myntir og rúmlega 1000 seðlar — Kaupverð um 330 þús. kr. SEÐLABANKINN hefur nýlega keypt mynt- og seSlasafn ólafs Guðmundssonar, lögregluþjóns, en í því eru um 3000 myntir og rúmlega 1000 seðlar. Tók það Ólaf 30 ár að viða að sér þessu mikla safna sínu. Heyrzt hefur, að kaupverðið hafi verið rúm- lega 330 þúsund krónur. Safnið nær fyrst og fremst yfir gjaldmiðil, sem notaður hefur verið á íslandi í gegnum aldirn- ar, svo og ýmsa minnispeninga, sem hér hafa verið gefnir út. Þá eru í því allir peningaseðlar, sem hafa verið gefnir út hér og af- brigði af þeim. Mun vanta aðeins örfá afbrigði í safnið. í því eru einnig mynt og seðlar frá fjöl- mörgum löndum öðrum, m. a. Norðurlöndum. Þá eru í því ýmsar tegundir hinna svonefndu „brauðpeninga" sem erlend og innlend verzlunar- félög gáfu út og þjónuðu þeim tilga.ngi að vera gjaldmiðill. Seðlabankinn átti mikið mynt- og seðlasafn fyrir, en með þess- um kaupum hyggst hann full- komna það safn sitt. Þá er til slíkt safn í Þjóðminjasafninu, en það nær heldur ekki yfir allar útgáfur og afbrigði. Þegar Landsbankinn var stofn- aður árið 1886 gaf Landssjóður út 500 þúsund krónur í seðlum og afhenti bankanum sem rekstr- arfé. Árið 1904 fékk íslandsbanki seðlaútgáfurétt, en Landsbank- inn fékk takmarkaðan seðlaút- gáfurétt árið 1924 en að fullu árið 1927. Þegar íslandsbanki hætti starf- semi sinni 1980 og Útvegsbankinn tók við hlutverki hans voru seðl- ar íslandsbanka innleystir. Frá árinu 1927 starfaði Lands- bankinn í þrem deildum, seðla- bankadeild, veðdeild og spari- sjóðsdeild. Árið 1957 var seðla- bankadeildin gerð að sérstökum banka og var það skref stigið til fulls árlð 1961. Verzlunarfoankinn mun einnig hafa keypt einkasafn fyrir skömmu sem vísi að mynt- og seðlasafni fyriy bankann, en það mun ekki hafa verið eins stórt eða fullkomið og það sem Ólafur Guðmundsson átti. Bjarni litli í fanginu á Gíslínu í gær. — Ljósm. Sv. P. Skyggnifund- urinn verður EINS OG skýrt hefir verið frá í fréttum átti að halda skyggni lýsingafund í Fríkirkjunni, og ætlaði Hafsteinn miðill að ann ast skyggnilýsingar þar, á veg um Sálarrannsóknarfélags ís- lands. Nú hefur þessu verið breytt, þar scm Fríkirkjan fæst ekki til þessa, og verður fundurinn haldinn annað kvöld. Hefir Sálarrannsóknarfélagið fengið hinn stóra samkomusal í Lídó fyrir fundinn. Rauðmaginn tregur Bæ, Höfðaströnd, 22. marz. STILLT og bjart er í veðri eins og stendur, en 14 stiga frost í morgun og snjólaust að kaila. fsinn rekur sitt á hvað hér um fjörðinn, en er ekki mjög til traf ala. Þó hafa þeir, sem. stunda neta veiðar, þurft a’ð hörfa undan öðru hverju. Yfirleitt er mjög tregur afli, bæði af rauðmaga og þorski. Menn kenna kuldanum urn það, að rauðmaginn gengur ekki upp að landinu. Mér þykir vænst um að ég gat staðið við skátaheitið Akureyri, 23. marz. FRÉTTAMAÐUR Mbl. hitti Gíslínu Benediktsdóttur heima hjá henni í dag þegar hún var nýkomin úr skólanum. Hún er dóttir hjónanna Hugrúnar Stefánsdóttur og Benedikts Benediktssonar, málarameist- ara, Strandgötu 43. Hjá henni var þá staddur Bjarni litli Hallgrímsson, sem henni auðn aðist að bjarga frá drukknun í gær og sagt hefur verið frá hér í blaðinu. Hann var ný- kominn í heimsókn til frænku sinnar og hafði fært henni fallegan rósavönd í þakklætis skyni, en móðir hans og Gísl- ína eru systkinadætur. — Hann á heima hérna í næsta húsi og heimagangur hjá okkur, segir Gíslína. — .Til allrar hamingju varð hon- um ekki meint af volkinu, fékk ekki einu sinni hita og stálsleginn í dag. — Var ekki hrein tilviljun að þú komst auga á hann í vökinni? — Jú, eiginlega. Ég hafði skroppið yfir um til mömmu hans og sá þá tvo litla stráka, Bjarna og annan til, vera að leika sér á ísnum, Bjarna á þríhjólinu sínu. Krakkarnir hérna í kring eru alltaf úti á ísnum þessa dagana. Halla frænka mín hafði iagt sig og svaf þegar ég kom, svo að ég fór rakleitt til baka. Þegar ég kom út á götuna sá ég annan drenginn vera að brölta á vak arbarminum, en höfuðið á Bjarna var að sökkva í sjó- inn. — Og þá tókstu til fótanna. — Já, ég rauk af stað með þá einu hugsun í kollinum að komast til hans nógu snemma, en vissi ekki fyrr til, en ísinn brotnaði undan mér og ég stóð í mitti í sjó, enda var há- flóð. — Var ekki kalt að lenda í sjónum? — Ég veit það ekki, fann Framhald á bls. 8 M.s. Dronning Alexandrine lagði upp í síðustu IsKmdsferð sína frá Kaupmannahöfn sl. fimmtudagskvöld. Var mynd þessi tekio við það tækifæri, og sýnir tvo hafnarverkamenn skála fyrir „Drine“, eins og Danir nefna skipið. „Drottningin" er væntanleg til Reykjavíkur á fimmtudag, og fer héðan í síöasta sinn á mánu dag. — Tekur svo ,Kronprins 01av“ við. IVHsjafn iifli Hornafjarðarbáta Höfn, Hornafirði, 23. marz: HÉR HEFIR afli báta verið mis- jafn að undan^jjrnu þetta upp í 30 tonn eftir 2 lagnir, en bátarn ir hér eru með um 7 trossur. Ekki hefir daglega gefið til að vitja um. Aflinn hefir farið niður í 10 tonn éftir tvær lagnir og þykir ekki mikill afli á bátana hér Stræfisvagns- farþegi varð fyrir bifreið f GÆR kl. 13:10 varð stúlka fyr ir bifreið hjá stæði Landleiða við Kársnesbraut í Kópavogi. Rétt eftir að slysið varð fór stúlkan upp í strætisvagn og hélt til Reykjavíkur. Bifreið sú er hún varð fyrir var Ijós að lit. Stúlk- an hafði sagt bílstjóranum á Ijósu bifreiðinni að hún hefði ekki meitt sig að marki, en síð ar kom í Ijós að um meiðsli var að ræða. Ökumaður hinnar ljósu bifreið ar er beðinn að hafa samband við lögregluna í Hafnarfirði og einnig sjónarvottar er kynnu að hafa verið að slysi þessu. Verkalýðsráð- stefna 26. marz BOÐAÐ hefir verið til verka- lýðsmálaráðstefnu hinn 26. marz nk. og verður hún í Lindarbæ. Þar koma saman fulltrúar frá hinum ýmsu samböndum og fé- lagasamtökum verkamanna víðs- vegar um landið, ennfremur full« trúar iðnaðarstéttanna. Gert er ráð fyrir að fundur þessi fjalli um kjarasamninga á vori komanda. yfirleitt, þótt eipstaka skeri sig úr. Svo virðist sem aflabrögð fari heldur batnandi. Bátarnir verða hins vegar aðl sækja langt, allt vestur um Ing ólfshöfða og einn fór allt vestur í Meðallandsbugt, en fékk tóman ufsa. Einn bátur hér hefir verið rrieð ýsunet og haft sæmilegan afla, komizt hæst í 30 tonn í lögn. Færabátar verða ekki varir. Alls eru 10 bátar gerðir út héð an á vetrarvertíð. Þistilfjörður ftfillur af Isi Þórshöfn, 23. marz. EKKI er annað að sjá en | Þistilfjörður fé fullur af ísi,. svo langt sem séð verður héð- ' an. Svo virtist í kvöld sem I hvalavaða væri unðan Sauða-1 nesi að brjóta sér op upp um ( krapann milli ísjakanna, Heyrðust blástrar og ískur-' hljóð og hljóð er líktust mest | þungum stunum. Töldu kunn- ugir að þarna væri aðallega' um hnísur að ræða eða höfr- ' jnga, því hvalfiskar þessir | stukku hátt í loft upp, er þeir | komu upp úr krapanum. Selur er allur horfinn héðan ] og var~ löngu áður en ísinn! kom. — Birgir. Málverkasýninp; á. Skjaldbreið Helgi M. S. Bergmann opnaði málverkasýningu á Hótel Skjald breið sfðastliðinn laugardag. Helgi sýnir 20 olíumálverk og tempera-myndir. Sýningin verð- ur opin þessa viku og er aðgang- ur ókeypis. Næstkomandi laugar dag kl. 4 mun Kristján Guð- mundsson bjóða upp miyndirnar á staðnum. Sjálfstæðisfúlk! IHunið spila- kvöld Sjálfstæðisféleganna í kvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.