Morgunblaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 3
3 Fimmtudagur 22. júlí 1965 " MORGUNBLAÐID Vestmannaeyingar eru nú farnir að undirbúa hina árlegu þjóðhátíð sína, sem að þessu sinni verður hald- *■ in dagana 6., 7. og 8. ágúst "* , . Það hefur fallið í hli knattspyrnufélagsins Týs {, að sjá um þessa þjóðhátíð, og hófu félagsmenn undir- húningsvinnu í Herjólfsdal 10. júlí sl. Allt starf í sam- bandi við þjóðhátíðina er sjálfboðavinna, og þannig hefur það alltaf verið, en enginn lætur liggja á liði sínu til þess að hátíðin megi verða sem bezt úr garði gerð. Eins og flestum mun kunn- ugt, héldu Vestmannaeyingar fyrst eigin þjóðhátíð árið Þessa mynd tók ljósmyndari Mbl. í Vestmannaeyjum, Sigurgeir Jónasson, fyrir nokkrum árum og sýnir hún þjóðhátíðarsvæðið í Herjólfsdal. Var myndin tekin um það leyti, er fólk var að byrja að slá upp tjöldum. Undirbúningur að þjúðhátíð í 1874 — á þúsund ára afmæli Islandsbyggðar. Vegna illviðr is sáu eyjaskeggjar sér ekki fært að sækja þjóðhátíðina, sem haldin vár á Þingvöllum, og tóku sig því til og héldu eigin þjóðhátíð í Herjólfsdal. Hefur þessi siður haldizt æ síðan. Að þessu sinni mun þjóð- hátíðin standa yfir í þrjá daga, en áður hefur verið um tveggja daga hátíðahöld að ræða. Er þessi ráðstöfun gerð meðfram til hagræðis að- komufólki. Blaðið hafði tal af Her- manni Einarssyni hjá Knatt- spyrnufélaginu Tý í gær, Og spurðist fyrir um framkvæmd þjóðhátíðarinnar að þessu sinni. Dagskrá hátíðarinnar er að vísu ekki endanlega ákveð- in ennþá, en að sögn Her- manns verður hún með líku sniði og að undanförnu. Á fimmtudag eftir hádegi verður eyjaskeggjum heimilt að helga sér tjaldsvæði á há- tíðasvæðinu- í Herjólfsdal. Flest heimili í Eyjum eiga svokölluð hústjöld, 12 ferm. að stærð, og þennan dag er tjaldgrindunum raðað upp við götur, sem heita jafnan ýms- um skemmtilegum nöfnum, t.d. Veltusund eða Ástarbraut. Mörgum fjölskyldum er mik- ið í mun að tjalda jafnan á sama stað ár eftir ár, og þess vegna eru flest hústjöld kom— in upp að kvöldi fimmtudags. Að morgni föstudags er tjalddúkurinn síðan settur yfir, og síðan flytur öll fjöl- skyldan í tjaldið og hefur með sér að heiman nauðsynleg húsgögn, svo og matarföng, hangikjöt, lunda, smurt brauð og hitunartæki að sjálfsögðu. Segja má að eyjaskeggjar haldist almennt við í tjöldun- um á föstudaginn frá kl. tvö til miðnættis, en þá er brenna. Flestum þykir fyrst*bragð að þjóðhátíðarstemningunni þeg- ar bálkösturinn logar á Fjósa kletti og það þykir góðs viti, ef hann logar enn á laugar- dagsmorgni. Dagskrá föstudagsins 6. ágúst verður annars sem hér segir: Kl. 14 setur Reynir Guð- steinsson, formaður Týs, þjóð- hátíðina, en að því loknu fer fram guðslþjónusta. Kl. 16 mun Lúðrasveit Vestmanna- eyja leika, en einnig hefst þá margvísleg íþróttakeppni. Verður keppt í frjálsum íþróttum pilta og drengja og handknattleik stúlkna. — Kl. 20,00 hefst kvöldvaka, en hafinn Eyjum um dagskráratriði munu sjá Svavar Gests og hljómsveit hans, Ómar Ragnarsson, svo og „innlendir skemmtikraftar“ Síðar um kv^Sldið verður dans að á tveimur pöllum til kl. 4 e.m. Að lokinni hátíðaræðu á laugardag kl. 14,00 verður íþróttakeppni haldið áfram, en milli atriða leikur Lúðra- sveit Vestmannaeyja. Kl. 16,00 hefst knattspyrnuleikur á gras vellinum við Hástein. Kl. 17,30 verður sýnt bjargsig — þjóðar íþrótt Vestmannaeyinga. Verð ur sigið ofan af Fiskhellna- nefi. Að því loknu er ráðgert, að einhver dagskrá verði við hæfi barna. Kl. 20,30 hefst svo kvöldvaka og sjá sömu aðilar og kvöldið áður um skemmtiatriði, en dagskrá verður með breyttu sniði. — Dansað verður enn sem fyrr á tveimur pöllum til kl. 4 e.m. en flugeldasýning verður á miðnætti. Sunnudaginn 8. ágúst hefst dagskráin með því að Lúðra- sveit Vestmannaeyja leikur kl. 14,00. Fastir liðir verða eins og venjulega, þ.e. margs konar íþróttakeppni. Fyrirhug að er að síðla dags verði barna dansleikur, og er gert ráð fyr- ir að Ómar Ragnarsson og. hljómsveit Svavars Gests komi þar fram, auk skemmti- krafta úr Eyjum. Ekki er þó fullgengið frá þessu atriði, og syo er raunar um fleiri at- riði, sem að ofan getur, en dagskráin verður í stórum dráttum á þá leið, sem lýst hefur verið. Njóti hátíðagestir hylli veð urguðanna er fyrirhugað að dans verði stiginn í Herjólfs- dal á sunnudagskvöld frá kl. 10 til 2 e.m. Jafnframt því verða að vanda dansleikir í tveimur samkomuhúsum bæj- arins. Aðgangseyrir að hátíðasvæð inu fyrir alla þrjá dagana verður 150 krónur, en geta má þess, að börn yngri en 14 ára fá ókeypis aðgang, svo og sextugir og eldri. 1 sambandi við þjóðhátíðina gefur knattspyrnufélagið Týr út stórt og vandað hátíðablað. Flytur blaðið alhliða efni, sögulegs eðlis og þjóðhátíð- ina, og eru þar ryfjaðar upp gamlar minningar. Lýsingar eru á staðháttum, einkum ætl aðar aðkomufólki. Þá eru og í blaðinu þjóðhátíðarsöngvar og ýmislegt léttmeti. Ef að líkum lætur verður margt um manninn í Vest- mannaeyjum hátíðadagana. Aðkomufólk leggur þá leið sína þangað í sívaxandi mæli. Sérkennileg náttúrufegurð eyj anna hefur jafnan sitt aðdrátt arafl, og einmitt um þetta leyti má sjá þau náttúruund- ur sem eiga sér stað sunnan við Vestmannaeyjar. Hver veit nema Syrtlingur taki upp á því að gjósa rauðu, þegar bálkösturinn á Fjósakletti verður tendraður? Það er aldrei að vita! Aætlunarflug til Blönduóss HtJNVETNINGAR eiga von á þvi á næstunni, að reglulegar flugferð'ir hefjist milli Blöndu- óss og Reykjavikur. Þessa daga er verið að ganga endanlega frá stofnun nýs flugfélags, Húna- flugs h.f., og mun fyrsta flug- ferðin á vegum þess verða á morgun, ef veður leyfir. Mbl. átti í gær tal við Jón ísberg sý'slumann á Blönduósi. en hann er einn helzti hvatamað ur að stofnun hins nýja flugfé- lags. Skýrði hann blaðinu svo frá, að framhaldsstofnfundur Húnaflugs h-f. yrði haldinn í óag og þá gengið formlega frá stofnun félagsins. Húnafiug hyggst siðan í samvinnu við Flugsýn í Reykjavík hefja fast- ar flugferðir milli Blönduóss og I Reykjavíkur. Verður til þess , notaður flugvélakostur Flugsýn- ' ar til*að byrja með, ein fjögurra til fimm 'manna flugvél og einnig 8 manna flugvél af Beech craft gerð, sem notuð hefur ver- ið til flugs til Norðfjarðar. Eins og áður segir,.er ætlunin að fljúga í fyrsta sinn á morg- un. Verður þá lent á litlum velli rétt norðan við Blönduós, þar sem heita Ennismelar. Einnig er ráðgert að lenda á Akri, þegar lendingarskilyrði eru ekki nægi lega góð á Ennismelum. Sem kunnugt er er flugvöllurinn á Akri mjög stór og er hann skráð- ur sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug.% Aðspurður kvað Jón ísberg ekkert ákveðið enn um það, hvort Húnaflug festi sjálft kaup á flugvél. Megintilganginn' með stofnun félagsins kvað hann vera þann að koma á föstum flugsamgöngum við Reykjavik, en það væri hins vegar auka- atriði í samvinnu við hvern það yrði gert. Hann kvað áætlunar- flug til Blönduóss hafa lagzt nið- ur fyrir um það bil 5 árum, þar sem þá þótti ekki arðvænlegt að fljúgá þangað. Nú væri hins vegar svo komið, að það væri orðið tiltölulega ódýrt að fljúga. Þannig væri gert ráð fyrir, að flugferð frá Blönduósi til Reykja víkur kostaði aðeins milli' 6 og og 700 krónur, en ferð með áætl- unarbifreið kostaði um 340 kr. Umboðsmaður Húnaflugs h.f. á Blönduósi verður Sverrir Krist ófersson kaupmaður og í Reykja vík Flugsýn á Reykjavíkurflug- velli. Svo til allir hluthafar í Húnaflugi h.f. eru Húnvetning- ar. Drengur fyrir bíl í GÆR varð 8 ára gamall dreng ur, Guðmundur Birgir Stefáns- son, Ásgarði 151, fyrir bifreið og meiddist nokkuð. Þetta slys varð með þeim hætti, að ungur pilt- ur var að snúa við á Moskwitch- bifreið á lóðinni milli raðhús- anna austan við Réttarholtsveg. Sá hann þá hvar jeppabifreið var ekið inn á lóðina og stanzaði til að hleypa honum áfrarp. Síðan ók hann aftur á bak á nýjan leik en þá varð Guðmundur, sem komið hafði á reiðhjóli á eftir jeppanum, fyrir bifreiðinni. — Varð hann fyrir hægra aftur- horni bifreiðarinnar. Guðmundur Birgir var fluttur í Slysavarð- stofuna. Hann hlaut nokkur meiðsli, m.a. brotnar framtenn- STAKSTFI\AIÍ Úttektarmenn á ferð Eyrir skömmu var stödd hér á íslandi sendinefnd virðulegra borgara frá Sovétrikjunum. Mátti sjá af hátterni þeirra, að hér voru svokallaðir betri borgarar á ferð, sem mundu eiga töluvert undir sér í heima- landi sinu. Fljótt kom í ljós, að þeir mundu einnig eiga hagsmuna að gæta hér á landi, því að skv. frásögn „Þjóðviljans" fóru þeir skoðunarferð til allra fyrirtækja kommúnista hér. Þess ir fulitrúar alþjóðlegs auðmagns gerðu hér úttekt á öllu góssi kommúnistahreyfingarinnar. Munu eigendur þessa erlenda kapitals, sem sitja austur í Moskvu, vera orðnir uggandi um að staðið verði í skilum með vaxtagreiðslur og afborganir. Berlínarmúr í Tjarnargötu? Ekki voru úttektarmennirnir fyrr farnir af landinu en til tíð- inda dró í herbúðum kommún- istarklíkunnar. Þegar í stað var hafizt handa um allra-bráðnauð- synlegustu framkvæmdir, sem með engu móti var þorandi að láta dragast lengur, eftir að nýtt yfirdráttarlán var fengið. Farið var að grafa fyrir varnarmúr um- hverfis höfuðstöðvar kommún- ista í Tjarnargötu 20. Mikið jarð rask var gert fyrir framan hús- ið, og þar á meðal gereyðilögð blómabeð þau, sem einn af „öld- ungum kommalýðs“, Jón Rafns- son, dyravörður, hefur verið að rækta í sumar. Hefur Jón verið að dútla við beðin og hlú að plöntunum sinum undanfarið, en nú kom nýtízku tækni til sög- unnar og ruddi öllu í burtu á augabragði. Gangstéttarhellur hafa verið rifnar upp og undir- búningur hafinn til að steypa rammlegan virkismúr umhverfis grenið. Eiga undirstöður hans greinilega að vera traustar vel. Ekki er enn vitað, hvort vegg- urinn verður úr járni eða stein- steypu, en kommúnistar hafa sem kunnugt er mikla reynslu í múragerð, hvort efnið sem valið verður. Spurningin er því aðeins um það, hvort þeir ætla að æfa sig þarna i sumar á því að gera - járntjald eða Berlínarmúr? Járntjald eða Berlínarmúr? Víxileyðublaðið og „Lieber Herr Kjartansson" Þegar úttektarmennirnir höfðu gefið skýrslu um ferð sina í Moskvu, var tveimur mönnum islenzkum stefnt þangað austur af mikilli skyndingu. Þessir skyndimenn, sem nú eru eystra, eru ritstjóri víxileyðiiblaðsins, sem Sovétmenn halda úti á ls- landi,. Herr Magnús Kjartansson, og framkvæmdastjóri sama blaðs, Eiður Bergmann. Ætla þeir að reyna að láta góðviljaða menn skrifa upp á víxileyðublaðið sitt, „Þjóðviljann“, rétt einu sinni enn. Aðxir tveir framámenn komm- únista sitja á fundum með Kín- verjum í Búkarest, höfuðborg Rúmeniu, um þessar mundir. Eru það Magnús Torfi Ólafsson, starfsmaður Máls & meuningar (Kínadeildarinnar hér á landi) og Kjartan Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.