Morgunblaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 22. júlí 1965 MORGUNBIAÐIÐ 17 15 ár hjá S.Þ. IVAR Guðmundsson, sem síðar í þessum mánuði tekur við for- stöðu Upplýsingaskrifstofu Sam- einuðu þjóðanna á Norðurlönd- um, var nýlega á ferð í Kanada. I tilefni þeirrar heimsóknar birt- ist eftirfarandi grein eftir Ingi- björgu Jónsson, ritstjóra, í Lög- berg-Heimskringlu: Það var síðsumars 1946 að ég hitti ívar Guðmundsson síðast — á hótel Borg í Reykjavík, kvöld- ið sem við hjónin vorum að leggja af stað vestur eftir ánægju ríka heimsókn á íslandi. — Þá dagana hafði verið nokkur órói í stjórnmálum — sem ekki var nein nýlunda á íslandi — og hafði blossað upp úr á fundi þá um kvöldíð. Ágreiningsefnið var áframhaldandi seta Bandaríkja- herliðsins á íslandi. Þegar ívar kom inn á hótelið, rétt áður en við fórum, virtist hann nokkuð þungbúinn og eng- um blöðum var um að fletta hvoru megin hann var, enda var hann fréttaritstjóri Morguniblaðs- ins, málgagns Sjálfstæðisflokks- ins. — En nú á laugardaginn, þegar ég sá hann ganga hratt og léttilega niður götuna á mótj mér, með elzta sin sinn, Brján hoppandi sér við hlið virtist mér hann bókstaflega hafa yngst á (þessum nítján árum, þó hefir hann á þessu tímabili gegnt miklu ábyrgðarmeiri störfum en áður fyrr. En svipur hans var frjálslegri og framkoman öll mót- uð af meiri lífsgleði. Þegar við fórum að rabba saman varð ég samt fljótt vör við íhygli og rétt- mæta forvitni blaðamannsins, ég vissi ekki af því fyrr en hann var fárinn að spyrja mig í stað þess að ég spyrði hann. ívar Guðmundsson var ungur að árum þegar Valtýr heitinn Stefánsson, hinn mikilhæfi rit- stjóri tók hann undir væng sinn og gerði hann að blaðamanni við Morgunblaðið, það var góður skóli. Einhversstaðar las ég ritgerð, sem ívar skrifaði um Valtý, þar sem hann nefnir hann föður is- lenzkrar blaðamennsku og mun það ekki ofmælt og ber grein hans með sér hve hann virti og mat mikils þennan lærifaðir sinn. Ekki liðu mörg ár þar til hinn ungi blaðamaður varð fréttarit- stjóri blaðsins, ritaði jafnframt um íþróttir undir nafninu Vivax og einnig hirm vinsæla dálk Úr daglega lífinu undir nafninu Vík- verji. — Þegar ívar réðist til Morgunblaðsins 1934 voru áskrif- endur þess um 4 þúsund, en á þeim 17 árum sem hann var í þjónustu þess margfaldaðist sú tala og er enginn vafi á því að hann átti sinn góða þátt í upp- gangi blaðsins á því tímabili. Árið 1951 varð ívar starfsmað- xu- við Upplýsingadeild Samein- uðu þjóðanna í New York og vitaskuld hefir hin góða þjálfun hans í blaðamennskunni og með- fæddir hæfileikar verið undir- Btaða að því hve fljótt hann afl- aði sér trausts og góðs gengis. Þegar írinn Fred H. Boland var kjörinn þingforseti Sameinuðu þjoðanna i fimmtánda þinginu, kaus hann ívar sem blaðafulltrúa •inn. Arin 1956—60 var hann •kipaður varaforstjóri — Deputy Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Norðurlöndin fimm Noreg, Svíþjóð, ísland, Danmörk og Finnland. Þegar ófriður braust út austur við Suez og Canada sendi herlið til að stilla til friðar, var ívar sendur þangað austur af hálfu SÞ til að fylgjast með og afla upplýsinga um hvað þar væri að gerast og naut hann þar náinnar samvinnu við kanadiska herfor- ingjann Burns. Síðan 1961 hefir ívar stjórnað Upplýsingaskrifstofu SÞ í Kar- achi, Pakistan og nú hefur U. Thant skipað hann forstjóra Upplýsingaskrifstofu SÞ fyrir norrænu löndin fimm, en það er mjög sjaldgæft að sami maðurinn sé sendur tvisvar til sama staðar. Upplýsingaskrifstofan er í Kaup- mannahöfn, en hann mun ferðast milli þessara landa. — Af og til birtum við hér í blaðinu Fréttir frá starfsemi SÞ sem hafa verið vel þegnar af lesendum, en þær eru okkur sendar á íslenzku frá Upplýsingaskrifstofu SÞ í Kaup- mannahöfn. Ivar Guðmundsson stofnaði til þessarar þjónustu við öll Norðurlandablöðin á þeirra tungum, þegar hann var þar í fyrra skiptið. Vissulega ber ívar Guðmunds- son með sér að þessi 15 ár í þjónustu Sameinuðu þjóðanna hafa farið vel með hann. Þar kynntist hann konu sinni, hún var skrifstofustúlka hjá SÞ í New York, og hingað er hann kominn með hina myndarlegu fjölskyldu sína í heimsókn til foreldra hennair og ættingja. — Sjóndeildarhringur hans hefir víkkað og hann hefir vaxið í þessu starfi sínu. Ég gæti trúað að honum myndi nú finnast stakk ur blaðamannsips nokkuð þröng- ur en hann hlakkar mikið til að koma heim til íslands og hefja svo störf sín á ný fyrir Norður- löndin. Héðan fer hann 5. júlí til New York ásamt eldri sonum, Brjáni og Brúsa og þaðan til ís- lands, en kona hans og yngsti sonur dvelja hér nokkrar vikur lengur. Að lokum fór Ivar mörgum fögrum órðum um Thor heitinn Thors, hve hann hefði verið mik- ils metinn af ölium fulltrúum á þingi SÞ svo sem kosning hans í margar mikilvægustu nefndir SÞ bar vitni um. Hann kvað ís- lenzku þjóðina lánsama að eiga þá ágætu menn sem nú hafa ver- ið skipaðir fulltrúar hennar njá SÞ í New York og í Washington: Hannes Kjartansson, sem lengi hefir átt sæti í nefnd íslendinga á þingi SÞ og er því öllum mál-* um þar kunnugur og Pétur Thorsteinsson, sem ambassador íslands í Washington. — Við viljum bæta því við að íslenzka þjóðin er og lánsöm að eiga son eins og Ivar Guðmundsson. Kauplilboð óskast í húseignina BAKKATÚN 22, AKRANESI, ásamt tilheyrandi eignarlóð. — Nánari upplýsingar í síma 1473 Akranesi. Lítið íbúðarhús selst til brottflutnings eða niðurrifs. Nánari upplýsingar í Glerslípun & speglagerð hf. Sími 1-51-51. SKODA 1202 Boddy af Sköda-1202 til sölu, skemmt eftir veltu. Má nota á eldri árgerðir. — Upplýsingar í síma 40194. Glæsilegt fokhelt einbýlishús er til sölu á fallegum stað við vestanverða Ægis- síðu. Allar nánari upplýsingar geinar á sKnfstofunni. löggiltu.r f □ steignasali i BIII ■ IIHHI isMaagRfsni Tjarnargötu 16 (AB-húsið) Sxmi 20925 og 20025 heima. Einbýlishús I Hafnarfirði Til sölu nýlegt og glæsilegt einnar hæðar 5 herb. einbýlishús ca. 140 ferm. á góðum stað. — Stór og góð lóð ca. 1100 ferm. fylgir húsinu. ÁRNI GUNNLAUGSSON, HRL. Austurgötu 10, Hafnarfirði Simi 50764 kl. 10—12 og 4—6. Blfreiðaeigemiur athugið! Tökum að okkur viðgerðir á flestum gerðum bif- reiða. — Kappkostum að hafa sem bezta og örugg- asta þjónustu. — Pantið tíma í síma 37534. Reynið viðskiptin. Bifreiðaverkstæðið STIMPILL Grensásvegi 18. Lausar kennarastöður á Sauðárkróki sendist undirrituðum fyrir 15. ágúst nk. Ein kennarastaða við Barnaskóla Sauðárkróks. Ein kennarastaða við Gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Aðalkennslugreinar: stærðfræði og eðlisfræði. Umsóknir stílaðár til menntamálaráðuneytisins Fræðsluráð Sauðárkróks, Pósthólf 73. — Sauðárkróki. HOPFERÐAMIÐSTÖÐIN SF. Símar 37536 — 22564 — 10795. ÓDÝRAR ÓDÝRAR ÓDÝRAR SUMARLEYFISFERÐIR 14 dagar 1. Rcykjavík, Hófsvað, Veiðivötn. 2. Þórisvatn, Eyvindarkofaver, Jökuldalur. 3. Tungnafellsjökull, Gæsavötn, Askja. 4. Dagur í eldstöðvum Öskju, Herðubreiðarlindir. 5. Dvalið í Herðubreiðarlindum. 6. Mývatnsöræfi, Möðrudalur, Egilsstaðir, Seyðisfjörður. 7. Fjarðarheiði, Njarðvík, Borgarfjörður (eystri). 8. Egilstaðir, Fljótsdalshérað, Hallormsstaðaskógur. 9. Dvalið í Atlavík. 10. Hallormsstaður, Námaskarð, Mývatn. 11. Mývatn, Akureyri. 12. Skagafjörður, Biöndudalur, Hveravellir. 13. Dvalið á Hveravöllum. 14. Hveravellir, Gullfoss, Lyngdalsheiði, Þingvellir, Reykjavík. Farþegar hafi með sér viðleguútbúnað, tjöld, svefnpoka og mataráhöld. Verð kr. 6.200,00. Fæði innifalið í verðinu. 5. - 19. ágúst FARMIÐASALA UPPLÝSINGAR Ferðaskrifstofa LAN O SVN Skólavörðustíg 16, 2. hæð. — Sími 22890.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.