Morgunblaðið - 22.08.1965, Síða 13

Morgunblaðið - 22.08.1965, Síða 13
Sunnudagur 22. ágúst 1965 MORGUNBLAÐIÐ 13 PETER Ustinov er einn þeirra manna, sem erfitt eiga með að sitja auðum höndum, þó svo þeir hafi gnægð fjár og geti tekið líf- inu með ró. Síðasta myndin sem hann átti hlut að, „Topkapi", vann til Oscars- verðlauna, en Peter fór þegar á stúfana í leit að nýju verk- efni og er nú önnum kafinn við myndina „Lady L“, sem verður fullgerð í haust ef allt gengur að óskum. Þá hefur hann í smíðum nýtt leikrit, sem lítil deili eru á kunn enn. Ustinov er skeggprúður svo af ber og mætavel íTiold- um, leikari, leikritahöfundur, handritasmiður og leikstjóri, máigefinn maður og skrafhreif ur, talar sex tungum erlend- um og ensku með hvaða þjóð- arhreim sem um er beðið, hermir eftir Grand Prix-kapp akstri og flutningi ó Mozart- óperu með sama glæsibragn- um og er jafnvígur á hlutverk aumasta hótelþjóns og gervi Hans -Náðar Keisarans. Hann er að því leyti frá- brugðinn hinum frægu sam- löndum sínum og stéttar- bræðrum, Guiness og Sellers, að þeir eru báðir eins og kamelljón og tileinka sér út í yztu æsar allar eigindir per- sónu þeirrar sem þeir leika hverju sinni. Þeir eru sú per- sóna, meðan þeir leika hana. Bn Ustinöv er alltaf dg verð- ur Ustinov. Hann hefur tekið á Sig gervi fjölda frægra sögu persóna, leikið Neró þann er forðum daga var keisari suð- ur í Róm og Krónprinsinn af Wales, sællar minningar, og alit mögulegt þar á milli og jafnan þótt vel takast. En enginn sem Ustinov hafcSi áður séð fór nokkru sinni í grafgötur um hver þar færi sem hann fór. Það hefur jafnan verið sér- grein Ustinovs að leika gild- vaxna menn og ekki um of gáfum gædda, menn sem hafa ekki af miklu hugrekki að státa heldur. Undir þessa flokkun falla ótal brezkir aðalsmenn, keisarar í Rússíá og Rómaveldi forðum, að ógleymdum mesta sæg af- dankaðra og forskrúfaðra prússneskra prinsa og júnk- ara. í myndinni um Lady L. leikur Ustinov Otto prins af Bavaríu, mann sem er sér- lega lagið að láta sér mis- takast flest og fipast og fara í handaskolum. í myndinni verður hann fyrir sprengju- tilræði anarkista. Þar sem Ustinov er einnig höfundur handritsins að myndinni, mun Ustinov bíöur eftir aö sólín skini á Soffíu. ER EKKI VID EINA FJÖLINA FELLDUR víst fáa furða á því að téð sprengja springur reyndar alls ekki, heldur veltur sak- leysislega eftir pallinum sem prinsinn stendur á og út af honum og vekur ekki mikla athygli hins treggáfaða og sljóa Prússa. Það er Ustinov ekkert ný- næmi að vera bæði leikstjóri og höfundur handrits að einni og sömu kvikmyndinni. Reyndar er það ekki svo margt starfið sem Ustinov er nýnæmi að, ef nánar er farið út í þá sálma. Hann viður- kennir að vísu með stakri hóg værð, að aldrei hafi sér auðn ast að koma fram í hringleik- húsi eða dansa listdans í Covent Garden — en um það er ekki hann að saka og geta menn samhryggst þess- um tveimur mætu stofnun- um, að hafa ekki orðið starfs- krafta hans aðnjótandi. Ustinov þóf feril sinn sem leikari og handritasmiður á stríðsárunum. Hann lék í Lávarðurinn (David Niven) kemur heim með brúði sína (Soffíu) og barn. hinn frægu stríðsmynd Carol Reéd’s „The way ahead“ og átti sinn hlut að samningu handritsins að henni líka. Þar kom einnig við sögu David nokkur Niven og vann með Ustinov að mynd Reeds. Síð- an hafa þeir ekki leitt saman hesta sína, fyrr en nú, að Lady L. kom til skjalanna. Ustinov hefur „leikið tveim skjöldum“ í fleiri myndum, var m. a. bæði leikstjópi t)g höfundur handrits að mynd- unum „School for Secrets", „Private Angelo“ og „Roman off and Juliet“. Einnig stjórn- aði hann myndinni „Billy Búdd“ og var skráður fram- leiðandi að henni, en Lady L. er fyrsta stórmyndin, sem hann fæst við og þarf ekkert til að spara. Framleiðandi að Lady L. er í orði kveðnu Carlo Ponti, eiginmaður Sofiu Loren, sem Ustinov kallar alltaf Charlie Bridges á enska vísu. En : Ponti er jafnan víðs vegar fjarri og lætur Ustinov algerlega sjálf- ráðan um hvernig hann eyði þeim fimm milljónum dala, sem M-G-M hefur kostað til myndarinnar. Ustinov má ráðskast með þá fúlgu eins og honum þykir sjáifum bezt henta — en hans er Kká sökin ef illa tekst. Lady L. er ein þessara kvenna sem eiga að baki nokkuð sögulega fortíð. Langt er síðan lögð voru drög að því að mynda hana og áformað að Geörge Cukor stjórnaði henni, en Tony Curtis, Gina Lollo- brigidia og Ralph Richardson færu með aðalhlutverkin. Það fór þó allt út um þúfur áður en tekið hafði verið eitt ein- asta atriði myndarinnar, en kostnaðurinn nam þá þegar einni milljón dala. Þegar Ustinov tók við harðneitaði hann að láta sig nokkru skipta þennan taprekstur fyrirrenn- ara síns og afsagði ennfremur að líta á handrit þau sem gerð höfðu verið að myndinni. „Mér skilst" sagði hann, að til ætlunin hafi verið að gera úr þessu melódramatískt verk .— en ég ætla að. hafa það gam- anleik og heldur af gamla skólanum. Þetta var eins kon- ar „exercice du style“ þegar ég byrjaði á þessu og mér finnst nú, þegar hillir undir lokin, sem myndin beri tölu- verðan keim af Lubitsch gamla (Lubitsch og Preston Sturges eru þeir tveir leik- stjórar gamanleikja, sem Ustinov dáist mest að). Romain Gary, sá er skrif- aði bókina er liggur að baki allri sögunni, og var forðum daga ræðismaður Frakka á fjarlægum og framandi stöð- um á borð við Búlgaríu og Los Angeles, er gamall vinur Ustinovs. „Við eigum báðir til Rússa að telja', segir Ustinov. „Ég kynntis Gary í stríðinu, þegar hann var í her Frakka. Það fer mjög vel á nokkuð óhugnanlegur, en ekki fer sögum af þeim sem hann kaus að setja í staðinn. Um þessi vinnúbrögð sín segir Ustinov með dularfullu brosi: „Ég hef neyðzt til þess að fara á bak við frumtext- ann til þess að sýna honum fulla hollustu“. Ustinov hefur lagt á það mikla áherzlu að ná blæ og Ustinov mælir út fjarlægðna — röddin er nógu langdræg, víst er um það. með okkur. Hann vill ekki sjá handritið mitt og mér fyrir rnína parta dettur ekki i hug að sýna honum það. Við snæð úm saman hádegisverð í Paris hálfsmánaðarlega eða svo og minnumst ekki á Lady L. einu orði.“ Söguhetjan í skáldsögu Gary’s hóf feril sinn sem þvottakona og þvoði einkum sængurfatnað húsa þeirra er gleðikonur héldu til í en dvaldi skamma hríð við þann starfa og var vOn bráðar kom- in í annars konar snertingu við sængurfatnað þann er hún áður þvoði. Síðan varð hún ástkona anarkista eins, sem talinn var með fríðustu mönnum um sína daga kynnt ist Bakunin og Kropotkin þegar anarkistar voru og hétu, um aldamótin. Loks var- það hennar hlutskipti að giftast stórauðugum enskum lávarði og lifa til hárrar elli við sæmd þá og virðingu sem öldruðum enskum ekkju- frúm einum saman hlotnast. Ustinov hefur breytt sög- unni nokkuð og vikið við ýmsu sem honum þótti betur mega fara í kvikmynd, gert myndinni meira gamanefni en bókin gaf tilefni til og m. a. sleppt endi þeim er Gary hafði valið henni og var tilfinningu aldamótaáranna. Að vísu segist hann sjálfur eiga fátt sameiginlegt með fólki þeirra tíma, „nema hvað ég er svipaður þeim í vext- inum sem þá voru upp á sitt bezta", segir hann og bætir því við að sér hafi alltaf þótt kyrrmyndirnar frá aldamóta- árunum hálfu skemmtilegri en kvikmyndirnar sem síðar komu til sögunnar. „Alda- mótamyndirnar geyma heila mínútu tíma þess er þá leið. Menn urðu að sitja svo lengi stilltir fyrir framan mynda- vélina, grafkyrrir og göfug- mannlegir, eins og til eftir- breytni afkomendum sínum. Eg hef leitast við að ná ein- hverju af þessum „anda“ i myndina", segir hann. Ustinov kvaðst einnig hafa átt í dálitlum erfiðleikum með anarkistana í myndinni „Nútímamenn eiga erfitt með að skilja stjómleysingjahreyf inguna einsog hún var um aldamótin, þegar hún var upp á sitt bezta. „Það ern að vísu enn til nokkrir stjórnleysingj ar í heiminum. Ég hef hitt nokkra þeirra í París. En þeir eru orðnir gamlir núna og beizkir í lund og bera hverjir aðra þungum sökum af því að þeir eru allir orðnir Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.