Morgunblaðið - 22.08.1965, Page 28

Morgunblaðið - 22.08.1965, Page 28
28 MORGUNBLADID Sunnudagur 22. ágúst 1965 GEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN Ungfrú Wraxton sagði, tepru- lega: — Ungfrú Stanton Lacy er alltaf kærulítil um siðareglur. Hún er farin til heimilis síns í Ashtead en ég er viss um, að fortölur okkar hr. Rivenhall muni hafa áhrif á hana, og hún skai koma til London aftur í kvöld. Við leggjum tafarlaust af stað til Ashtead. Hann virtist komast við af þessu og sagði: — Þetta er yð- ur líkt! Ég skil yður, og trúi á yður. Ég het vitað vikum saman, að þessi náungi er mesti kvenna bóei. Verið þér viss um, að hann hefur alveg töfrað hana og blekkt! Fer Rivenhall með ykk- ur? — Við förum einar, sagði ung- frú Wraxton. — Þér hafið getið upp á því rétta og verðið að giera yður ljóst, að öll viðleitni okkar mun snúast um það, að þetta komist ekki í almæli. — Já, sannarlega, svaraði hann með áikafa. — En það kem- ur ekki til mála, að tvær kven- persónur, sem hafa fengið jafn fínt uppeldi og þið, farið slfka ferð, óstuddar vemd karlmanns! Ég held, að ég ætti að koma með ykkur! í>að held, að ég geri! Ég skal kenna honum Charlbury að lifa! Framkoma hans í þessu máli hefur sýnt mér, hvernig maður hann er. Hann hefur skammarlega blekkt ungfrú Stanton-Lacy og skal fá makleg málagjöld fyrir það! Cecilia ætlaði að fara að hreyfa einhverjum andmælum en ungfrú Wraxton var fljótari að grípa fram í og sagði: Til- finningar yðar eru yður tl sóma, og ég fyrir mitt leyti skal verða þakklát fyrir samfylgd yðar. Ég mundi ekki nema í ýtrustu neyð taika að mér svona sendiferð, án fylgdar ábyrgs karlmanns. — Ég ætla að láta söðla hest minn tafarlaust, sagði hann og í röddinni var mikil einbeitni. — Ég get sagt yður, að það má vera furðulegt ef ég skora ekki Oharlbury á hólm! Ég er nú ekki venjulega neitt hlynntur þess- um ruddalega sið að heyja ein- vígi, en atvikin geta breytt því, og svona framkoma má ekki sleppa refsingarlaust. Ég ætla að flýta mér heim, og kem aftur eins fljótt og ég get. Hann gaf sér rétt tíma til að grípa hendur þeirra beggja áð- ur en hann þaut út. Cecilia, sem var næstum farin að gráta af gremju tók að atyrða ungfrú Wraxton, en hún glataði engu af sjálfsöryggi sínu og svaraði: — Það var eins og hver önnur óheppni, að hann skyldi kornast að þessu stroki ungfrú Stanton- Lacy, en hinsvegar var það ekki heppilegt, að hann gengi áfram með þann grim í huga sér. Ég játa, að ég kann betur við að hafa einhvern mann með viti með okkur, og ef hið riddaralega nnræti hans skyldi koma honum til að biðja aftur um hönd ung- frú Stanton-Lacy, yrði það lausn á öllum okkar vandamálum, og ég vil bæta við: miklu betra en hún á skilið. 58 — Æ, þessi leiðinlegi durg- ur! hrópaði Ceclia. — Ég hef orðið þess vör, að kostir Bromfords lávarðar hafa jafnan verið vanmetnir hér í húsinu. Hvað mig snertir, þá hef ég alltaf talið hann vera skynsaman mann, með viðeig- andi skoðanir á alvarlegum mál- um, og hafa jafnan ýmislegar eftirtektarverðar upplýsingar að gefa þeim, sem ekki eru of léttúðugir til að hlusta á hann. Cecilia gat ekki stjórnað æstu skapi sínu og tók því það ráð að hlaupa út, og var meir en að hugsa um að gera móður sína að trúnaðarmanni sínum. En frú Ombersley, sem hafði fimdizt slagæðin á Amabel of hröð, hafði engan tíma tl að skipta sér af neinu öðru. Cec- ilia vissi um taugaóstýrk móð- ur sinnar og lét því ógert að auka á áhyggjur hennar. Hún sagði henni aðeins, að Soffía hefði verið kölluð af skyndingi BARNAÆVINTÝRIÐ mdó KALLA mús bjó ein síns liðs í músarholu, sem hún hafði nagað sér út með mikilli fyrirhöfn, meðan hún var enn ung og vel tennt. Nú var hún ekki lengur ung og tennurnar í henni heldur ekkert sérlega góðar, eða ekki eins góðar og áður. Hún átti bágt með að tyggja hörðu kjarnana í korn- hrúgunum úti í hlöðu. Þess vegna hafði Kalla fundið það út að það var miklu hægara að hlaupa yfir húsagarðinn á nóttunni og læðast inn í búrið, en þar voru venjulega ein- hverjar brauðagnir og ostaskorpur, sem hún vann betur a. Eina nóttina, þegar Kalla hafði komizt klakklaust yfir húsagarðinn og inn í búrið, var þar ekki jafn matarlegt og áður hafði verið. — . Vinnukonan hlaut að hafa tekið eftir því, að Kalla hafði komið |þarna að næturlagi, því að þetta ú('<‘ l/fTTg . kvöld hafið hún sópað gólfið svo rækilega, að ekki nema örfáar smá- ar brauðagnir höfðu sloppið und- an sópnum. Ostaskorpur voru þarna engar og nú starði Kalla á stóra ostinn, sem var inni í osta- kúpunni, og allar tennurnar í henni voru á floti. Allt í einu fór hún að þefa kring um sig. Þarna fann hún einhverja góða lykt af einhverju, sem hlaut að vera ætilegt. Hún rann á þefinn og sá loks einhvern gráan mola, sem var ísúr og girnilega lyktandi. Kalla beit í hann, og það var ekki einasta, að hann væri mjúkur undir tönn og bráðnaði á tungunni, heldur var hann líka góður á bragðið. Þetta var ger, sem Kalla hafði fundið. Ger, þið vitið, eins og sett er í hveitibrauð til að fá það til að þenjast og bolgna — Var pípulagningamaðurinn brifinn af ráðleggingum þínum? til Lacy Manor, en þar eð hún teldi það óviðeigandi fyrir frænku sína að vera ein í yf- irgefnu húsi, væri hún að fara þangað, til þess annaðhvort að vera henni til afþreyingar eða fá hana tl að snúa aftur til Lond on. Þegar frúin lét í ljós nokkra undrun, sagði hún, að Soffía hefði rifizt við Charles. Þetta þótti frúnni leitt, enda þótt það kæmi henni naumast neitt á óvart. Til þess þekkti hún ofvel bersögli sonar síns. En hún befði ekki með noikfcnu móti viljað, að slíkt kæmi fyrir og hún hefði sjálf farið á eftir Soffíu, ef ekki Amabel hefði verð svona lasin. Henni var nú illa við, að dóttir hennar ferð- aðist ein, en er hún heyrði um þá ákvörðun ungfrú Wraxton að fara með henni, varð hún aftur róleg og gaf leyfi sitt tii ferða- lagsins. Á meðan hamaðist tmgfrú Wraxton við að sfcrifa í bóka- stofunni. Hún gat ekki stillt sig um að skrifa orðsendingu til unn usta síns og aðra til elsku mömmu sinnar. Jæja, nú skylldi Charles loks verða að viðux- kenna siðspillingu frænku sinn- ar og hennar eigni göfuglyndi! Hún fékk Dassett bæð bréfin, með skipun um að koma þeim strax til skila, og brátt gat hún svo stigið upp í ferðavagn Omb- ersleyfjölksyldunnar í þeirri sælu trú að hafa rækt skyldu sína samvizkulega. Efcki einu sinni hvimpnin í Ceciliu var þess umkomin að draga úr sjálfs- ánægju hénnar. Aldrei hafði Cecilia sleppt sér svona! Hún svaraði . siðapredikunum lags- konu sinnar með einsatkvæðis- orðum, og var jafnvel svo tilfinn ingarlaus, þegar tók að rigna, að þvemeita að rýma þriðja sætið í vagninum fyrir Bromford lá- varði, sem hökti vesældarlegur á hestinum á eftir vagninum, með uppbrettan kragann, og aurnk- unarlegan vesældarsvip á and- litinu. Ungfrú Wraxton benti henni á, að viðeigandi væri að skipa meðreiðarmönnunum að teyma hest lávarðsins, og lofa honum að ferðast í vagninum, en Cecilia svaraði ekki öðru en því, að hún óskaði þess heitast, að þessi andstyggilegi maður fengi limgnabólgu og dræpist. En það var varla liðin klukkustund, þegar Dassett komst eins mjög út úr stelling- unum og hægt var fyrir mann með hans virðuleik við það, að annar póstvagn staðnæmdist við dyrnar hjá Ombersleyfjölskyld- unni. Þessi vagn, sem einnig var leiguvagn, var dreginn af fjór- um sveittum hestum og var út- ataður í fbr upp að öxlum. Hrúga af kofortum og töskum var uppi á honum og aftan á honum. Velbúinn maður steig fyrstur út og stöfck upp dyra- þrepin á húsinu til að hringja dyrabjöllunni. Þegar þjónn hafði opnað dyrnar, og Dassett stóð reiðubúinn við þær til að taka móti gestunum, hafði miklu stærri maur stigið út og gekk letilega frá vagninum, eftir að hafa fleygt gullpeningi í hvem meðreiðarmanninn og skipzt á nokkrum glaðlegum orðum við þá, og svo gekk hann hægt upp þrepin að dyrunum. Dassett, sem síðar var að lýsa ástandi sínu við ráðskonuna, sem var álíka ringluð og hann, gat ekki annað en stamað: — Go-go-gott kvöld, herra! Við bjuggumst ekki við yður herra! — Ég bjóst heldur ekki við mér sjálfur, sagði Horace og tók af sér hanzkana. — Fjandans góð ferð! Ekki nema tvo mán- uði milli landa Segið þér mönn- unum yðar að bera þetta drasl mitt inn! Er hennar náð við góða heilsu? Dassett, sem var að stritast við að hjálpa honum úr kápunni með mörgu krögunum, sagði, að heilsa hennar náðar væri etftir öllum vonum. — Það er gott a ðheyra, sagði Sir Horaoe og gekk að spegli, til þess að laga á sér hálsfoindið. — Hvernig líður henini dóttur minni? — Ég býst við, að imgfrú Soffía sé við beztu heilsu, herra. — Já, það er hún alltaf. Hvar er hún? — Mér þykir fyrir því að til- kynna yður, að ungfrú Soffía er farin úr borginni, sagði Dass- ett, sem hefði ekkert haft á mót því að ræða þessa fjarveru Soffíu við hvern annan, sem vera skyldi. — Jseja, jæja, ég ætla að heilsa upp á hennar náð, sagði Sir Horace og sýndi af sér ó- þarflega lítinn áhuga á högum dóttur sinnar, að þvi er Dass- ett fannst. Dassetí fylgdi honum upp i setustofuna, og skildi hann þar eftir meðan hann fór að leita að þernu hennar náðar. Þar eð Amabel var nýsofnuð, leið ekki á löngu áður en frú Ombersley kom stikandi inn í stofuna og næstum fleygði sér í faðm síns sterka bróður. — Ó, elsku Hor- ace! hrópaði hún. — Hvað ég er fegin að sjá þig. Og hvað það er leiðinlegt til þess að vita, að .... En þér hefur gengið ferða- lagið vel? — Svona, svona, það er nú engin ástæða til að fara að eyði- leggja á mér hálsbindið, bara vegna þess, Lizzie!, sagði henn- ar rólegi bróðir. — Aldrei verið í neinn hættu, það ég veit! Og þú ert bara ekkert feit. Meira að segja næstum horuð! Hvað geng ur að? Ef það er magakvilli, þá þekkti ég einusinni náunga, sem læknaði slíkt með segulmagni og flóuðum bjór! Svei mér þá! Frú Ombersley flýtti sér að segaj honum, að ef hún liti ves- ældarlega út, þá stafaði það bara að áhyggjum, og tók síðan að segja frá veikindum Amabel, og lagði mikla áherzlu á umhyggju Soffíu á þeim raunatíma. — Já, Soffía er ágæt að hjúkra! sagði hann. Hvemig kemur þér saman við hana? Hyar er stelpan? Þessi spurning kom frúnmi ! sömu vandræðin og hún hafði komið Dassett. Hún stamaði eitt- hvað um, hvað Soffíu mundi þykja þetta leiðinlegt. Hefðd hana bara grunað, að hann pabbi hennar væri að koma, hefði hún áreiðanlega ekfcert farið að heim an. — Já, hann Dassett var að segja, að hún hefði farið úr borg inni, svaraði Sir Horaoe og kom störvöxnum limum sínum fyrir í hægindastól og krosslagði fæt- urna. — Ég bjóst nú annars ekfci við að hitta neinn hér heima á þessum tima árs, en vitanlega er það skiljanlegra ef eitthvert barnanna er veikt. Hvert fór hún Soffía? út. En það vissi Kalla auðvitað ekki. Hún át allt hvað af tók, en áður en hún var einu sinni orðin södd, fór henni að verða illt í maganum. Hún hljóp á harða spretti út úr búrinu, en það var nú ekki sérlega mikil ferð á henni, af því að maginn á henni var orðinn svo digur að hún náði vart til jarðar með fót- unum. Þegar hún kom út í húsagarðinn, valt hún um koll og nú á hún þarna og hélt um magann á sér og veinaði: „Æ, mér er svo illt í maganum!“ í sama bili flaug ugla yfir húsagarðinn. Haha, hugsaði hún, þetta var mús, sem var að tísta, nú geta soltnu ungarnir mín- ir fengið að éta! Og svo flaug uglan beint niður til Köllu, til þess að taka hana og færa hana ungunum sínum. En uglan stanzaði þegar hún sá Köllu. >rErtu veik?“ spurði hún. „Æ, já, ég er ósköp veik“, stundi Kalla, „ég hef sjálfsagt étið eitthvað eitrað. Viltu bara sjá magann á mér?“ Og þegar uglan hafði séð magann á Köllu, þorði hún hvorki að éta hana né færa hana ungunum sínum. Og þannig forðaði Kalla lífinu, og seinna þegar henni var alveg batnað, hafði hún komizt að því, að það á aldrei að éta neitt án þess að vita hvað það er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.