Morgunblaðið - 04.09.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.09.1965, Blaðsíða 11
Laugardagur 4. sept. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 11 við kaupsýslumenn, sem ekki hafa ótakmörkuð fjárráð. Vett vangur, sem við höfum lítið eýnt okkur á til þessa. Enn- íremur höfum við fengið góð sambönd við A-Evrópumarkað irin, þ.e.a.s. fólk, sem búsett* er í Bandaríkjunum, hefur þar Iþegnrétt, en er nú farið að ferð ast austur fyrir tjald til þess að heimsækja ættingja og sjá ineð eigin áugum hvernig ástandið er í þeim heimshluta. Þetta er aðeins tvennt af fjöl- mörgu, sem við erum að vinna að þessa stundina. Loftleiðir eru nú vel þekktar meðal ferðaskrifstofanna í Bandaríkj unum — og þar sitjum við á sama bekk og önnur flugfélög, því að við veitum mörgum þess ara aðila mjög góð viðskipti, sagði John Loughery að lok- um. • • Vandantálið skortur á sœfum ■ Göran Hoving hefur veitt aðalumboði Loftleiða í Hels- ingsfors forstöðu síðan í maí 1S59, en Loftleiðir hafa haft umboðsskrifstofu þar í borg síð an 1957. Hoving hefur starfað eð ferðamálum síðan 1951. Um skeið vann hann á vegum r dansks flugfélags í Helsingfors. Áður en hann tók við aðal- umboði Loftleiða dvaldist hann tvö ár í Englandi, Þýzkalandi og Bandaríkjunum og kynnti sér ferðamál. Umboðsskrifstofa Hovings nefnist ,,I1 mailukeskus oy“ og er vel staðsett í borg- inni. Á skrifstofunni eru fjórir starfsmenn, sem sjá um allt, sem Loftleiðí varðar. Síðan 1960 hafa Loftleiðir haft við- komu í Helsingfors einu sinni í viku. — Loftleiðir eru í mjög góðu áliti í Finnlandi, segir Hoving. Fólk hefur fylgzt með framför- um og gengi Loftleiða síðan fé- lagið tók til starfa og ber til þess fyllsta traust. l>að hefur verið skrifað talsvert um Loft- leiðir í finnskum blöðum. Finnskir blaðamenn, sem leggja leið sína til íslands og segja frá landi og þjóð í skrifum sínum, fara, undantekningarlaust mjög lofsamlegum orðum um starf- semi Loftleiða. — Farþegafjöldinn hefur öll árin verið mjög jafn og stöð- ugur. Einnig er mikið um leigu ílugferðir, meðfram vegna auk ins fjölda norrænna móta á íslandi, t.d. norræna skólamót- ið, sem haldið var í Reykja- vik í sumar. — Ég hef orðið var við það, að margir Finnar hafa mikinn áhuga á veiðiskap á ísiandi. Þetta finnst mér að mætti aug- lýsa meira til þess að auka ferðamannastrauminn til ís- lands. Þetta er að vísu nokk- uð dýrt, leiðin milli landanna er löng, en samt mundu hinir áköfustu veiðimenn tæpast setja það fyrir sig. — Já, Loftleiðir eiga vissu- lega framtíð fyrir sér, sagði Hoving að lokum' —- svo fram- arlega sem þeir halda fast við núverandi afstöðu síná til IATA og halda áfram að fljúga á hin- um lágu fargjöldum. Vanda- málið hjá okkur er það, hve erfitt er að útvega sæti með vélunum. Þær eru svo að segja alltaf fullsetnar. * Loftleiðir, þjóðar- flugfélag í Noregi UMBOÐSMAÐUR Loftleiða í Osló er E. Frösá, en hann starf ar á vegum Braathens flugfé- lagsins norska. Frösá hefur langa reynslu að baki í ferða- málum og réðst til Braathens að loknu námi 1946. Flugfélag Braathens hefur haft aðalum- boð fyrir Loftleiðir frá 1952 og hefur Frösá veitt því forstöðu allt frá byrjun. — Við þurfum um þetta leyti á flugvélum að halda í leiguflug til austurlanda og fengum leigðar flugvélar hjá okkur. Þetta kom sér mjög vel fyrir báða aðila — og hefur æ síðan verið mjög góð sam- vinna milli þessa,ra tveggja flugfélaga. — Loftleiðir eru mjög vel þekkt flúgfélag í Noregi. Norð menn bera mikið traust til þess. Norðmenn líta raunar á Loftleiðir sem þjóðarflugfélag vegna hinnar góðu samvinnu við okkur. Það er heldur eng- inn munur á íslendingum og Norðmönnum, þegar allt kem- ur til alls. íslendingár komu upphaflega frá Noregi og þetta skapar vissa samúð, sem Norð- menn bera ekki til annarra þjóða. Einnig eiga deilur Loft- leiða og SAS sinn þátt í þvi. — Farþegafjöldinn með Loft leiðum hefur aukizt jafnt og þétt, — á síðasta ári var aukn ingin 24%. En það sem stend- ur fyrir þrifum er, að lending- ar Loftleiðavéla eru takmark- aðar. Nú bíðum við aðeins eft- ir, að Loftleiðir fái að nota Rolls Royce-400 vélar sínar í Skandinavíu. — Mestur hluti farþega Loft leiða fer til Bandaríkjamanna, en ég er sannfærður um það, að ef betur væri búið að ferða mönnum hér — og þar á ég við hótelskortinn — mundu fleiri hafa hér viðdvöl. Fólk veit, að hér er fallegt, og að íslandi svipar til Noregs. Allir þeir sem ég hef rætt við og hafa komið til íslands, tala um þá vináttu og gestrisni, sem útlendingum er sýnd á Islandi. Það sé eins og að vera heima hjá sér. Loftleiðir auglýsa mikið í norsku blöðunum og öll dagblöðin í Noregi, sama hvaða stjórnmálaflokki þau heyra til, styðja Loftleiðir. Saga Loft- leiða er Norðmönnum vel kunn og deilan við SAS hefur verið mjög góð og jákvæð auglýsing fyrir félagið. Þá er ekki úr vegi að minnast á það, að Loft leiðir hafa unnið okkur Norð- mönnum talsvert gagn, því að vegna hinna lágu fargjalda hefur fjöldi Bandaríkjamanna látið freistast að koma til Noregs. — Samstarf okkar við stjórn armenn Loftleiða hefur alltaf verið eins og bezt verður á kos ið, sagði Frösá að lokum. • Heiti félagsins þrándur í götu — Ef við hefðum fleiri sæti, gætum við selt meira, sagði Paul Braun, en hann hefur með höndum aðalumboð Loftieiða í Genf. Braun hefur starfað fyrir Loftleiðir siðan 1952 og segir, að markaðurinn hafi aukizt stöðugt allt til þessa árs. — Ég býst við, að allir segi hið sama, segir Braun og bros- ir við. Umboðsskrifstofan í Genf selur aðailega farmiða til Bandaríkjanna en minna til ís- lands. Farþegar fljúga frá Luxemborg, en þaðan er 8 stunda ferðalag með lest frá Genf. — Margir farþegar kjósa að hafa viðdvöl á íslandi á leið sinni til Bandaríkjanna og þetta virðist alltaf vera að færast í vöxt, jafnvel að vetrinum. Lágu fargjöld Loftleiða hafa notið mikilla vinsælda, einkum hjá námsmönnum og fjölskyldum. — Annars er einn galli á gjöf Njarðar, og hann er sá, að það er dálítið erfitt að selja miða út á nafnið Loftleiðir. Fólk veit ekki, hvað þetta þýð ir og þetta er orð, sem ekki er gott að muna. Icelandic Airlin es eða IAL væri mun betra. — Ég er mjög bjartsýnn á framtíð Loftleiða, sagði Braun að lokum. Það hefur talsvert verið skrifað um félagið í sviss nesk blöð og fólk dáist að því, að svo lítið félag skuli geta haldið velli í samkeppni við „risana“. • Breytt viðhorf H. Davids-Thomsen veitir umboðsskrifstofu Loftleiða í Kaupmannahöfn forstöðu. Skrif stofan er í hjarta borgarinnar, gegnt járnbrautarstöðinni og þangað koma margir Islending ar á hverjum degi, — ef erindið er ekki að grennslast fyrir um ferðir heim,. þá til að lesa ís- lenzku blöðin, sem liggja þar frammi. Á þessari skrifstofu starfa 6 íslendingar, og er það helmingur starfsliðsins. Thomsen hefur mikla reynslu að baki í ferðamálum, — á árunum 1947 til 1952 starfaði hann hjá SAS, en áður hafði hann sýslað með útflutning og komizt þannig í samband við marga aðila, sem kom sér vel, þegar hann tók að starfa sjálf stætt að ferðamálum. Thomsen tók við umboðs- starfi fyrir Loftleiðir árið 1955. Hann segir, að fólk hafi fyrst í stað verið fremur vantrúað á þetta litla flugfélag, en viðhorf in hafi heldur betur breytzt. Til dæmis er farþegaaukning nú miðað við síðasta ár rúm- lega 20%. — Við seljum langmest af farmiðum til Bandaríkjanna. Viðskiptavinir okkar er fólk, sem verður að borga miðana sjálft. Það hefur verið aukning í sölunni ár hvert að undan- teknu síðasta ári, en þá flaug SAS DC-7 vélum til New York. En nú er salan aftUr að aukast. Það var kannski skilj anlegt, að fólk vildi fremur fljúga með stærri vélum SAS á sama verði, en jafnskjótt og SAS hvarf frá því ráði, fengum við aftur farþegana., — Annars verður þess eflaust ekki langt að bíða, að Loftleið úm verði heimilað að fljúga Rolls Royce 400 vélum sínum til Skandinavíu. Forráðamenn SAS 'hljóta að fara að skilja það, að það er ekki hægt að aftra Loftleiðum frá því. — Ég hef haft mikla ánægju af samvinnunni við Loftleiðir, sagði . Thomsen að lokum. Á þessum 12 árum hefur aldrei borið neitt á milli. Ég hef aldrei hitt fyrir betra fólk í samskiptum. • Vill aukna vöruflutninga Belgíumaðurinn Willy Geer- sten hefur unnið að ferðamál- um í fjölda ára, en fyrir 18 árum hóf hann afskipti af flug- málum. Þá var hann umboðs- maður fyrir Fred Olsen Air Transport, norskt félag, sem annaðist leiguflutninga, m.a. með norskar skipshafnir. En Fred Olsen hætti fluginu og þá hélt Geersten áfram starfi sínu við almennan ferðaskrifstofu- rekstur. — Það var fyrir tilmæli Ein- ars Aakrann í Luxemborg að ég tók að mér umboðsmanns- starf fyrir Loftleiðir. Skrifstof- urnar voru fyrst tvær, ein í Brússel og önnur í Antwerpen, en þetta þótti ekki gefast vel og því er nú aðalskrifstofan í Brússel, en hún var opnuð í febrúar. — Og hvað er að segja um farþegaflutninga frá Belgíu? ■— Salan á farmiðum hefur aukizt jafnt og þétt — um 50% á ári. Það er auðvitað lágu fargjöldin, sem fólk sækist eft- ir. Farþegarnir fara til Lux- umborgar í flugvélarnar, en ferðin þangað tekur um 3 klst. með lest. Við auglýsum tals- vert og ég ver yfirleitt tveim- ur eða þremur dögum til heim- sókna í ferðaskrifstofur, sem selja miða fyrir okkur. Þá höf- um við líka reynt að auglýsa í blöðum hjá ýmsum verk- smiðjum og fengið þaðan fjölda fólks, sem vill ferðast ódýrt. Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna Loftleið- um markað í Belgíu, en sam- keppnin er hörð og við get- um ekki staðið stóru flugfélög- unum á sporði, því að þau hafa fjármagn til að auglýsa sig í stórum blaðaauglýsingum svo til daglega. En engu að síður eru Loftleiðir orðnar allþekkt- ar í Belgíu. — Eru framtíðarhorfur góð- ar? — Án efa. Við þurfum bara að kynna okkur betur og all- ur almenningur þarf að vita um tiiveru okkar. Það eru horf- ur á mikilli farþegaaukningu þegar á næsta ári. Og ég hef mikinn hug á að reyna leigu- flutninga með vörur eða áætl- unarflug vöruflutningaflugvéla. Það gæti eflaust gengið mjög vel. • Viðurkenna til- lögu Loftleiða Norðmaðurinn M. B. Steen- strup starfar fyrir Loftleiðir í Gautaborg. Hann hefur langa reynslu að baki á sviði ferðamála. Vann fyrir skipa- félög fyrir stríð og flugfélög frá lokum heimsstyrjaldarinn- ar. — Það var mjög erfitt að fá fólk til að fljúga fyrst eftir stríðið. Flugvélin var ekki orðin jafnviðurkennt farar- tæki og hún er nú. Árið 1947 vann ég fyrir Braathens SAFE í Gautaborg og vegna samvinnu Braathens og Loft- leiða tók ég að starfa fyrir ís- lenzka flugfélagið árið 1951, en þá flugu vélar þess til Kaupmannahafnar. Hinn 17. maí 1954 hófust svo áætlunar- ferðir Loftleiða til Gautaborg- ar. Fyrst í stað var ein ferð vikulega með Skymaster-vél- unum, sem þá voru í eigu fé- lagsins, en síðan urðu ferðirn- ar tvær og svo þrjár. Nú er hins vegar aðeins flogið tvisvar um Gautaborg í hverri viku og er það alltof lítið, en sænsk yfirvöld leyfa ekki meiri flutninga vegna sam- keppni við SAS. Það er alRaf fullbókað í ferðir frá okkur, og eftirspurn eftir fari fer vaxandi, en við seljum nú í jafnmörg sæti og við gerðum fyrir fimm árum vegna þess- ara fyrirmæla sænskra yfir- valda. Hlutfallstala hefur því lækkað hjá okkur miðað við flutningana í heild. Á leíðinni um Norðurlönd eru enn not- aðar flugvélar af gerðinni Dc-6, en ég tel a§ senn hætti fólk að ferðast með þeim vél- um, og ef sætin, sem við hefð- um til umráða væru fleiri, ættum við eflaust í erfiðleik- um með að fylla þau. Þess vegna teljum við afar nauð- synlegt að hefja flug til Norð- urlanda með Rolls-Royce vél- unum nýju. Hvenær það getur orðið, veit ég ekki. Loftleiðir fljúga um Gautaborg vegna þess að hún liggur nokkurn veginn í fluglínu frá Kaup- mannahöfn til íslands. Við höfum samt haft áhuga á að fljúga til Stokkhólms og höf- um hugsað okkur, að vélar á leiðinni Reykjavík — Helsinki hefðu þar viðkomu, en sænsk yfirvöld vilja halda okkur ut- an Stokkhólms. — Eru miklir flutningar frá Gautaborg til íslands? — Við höfum aúglýst fsland sem ferðamannaland og áhug- inn á landinu er vaxandi. Svo getum við líka boðið farþegum okkar sólarhring'sdvölina hér og hana vilja margir. Dvölin hér á íslandi verður því miklu ódýrari heldur en ef viðkom- andi farþegar skipulegðu hana upp á eigin spýtur. Svo er líka um lengri ’tíma að ræða hjá okkur heldur en þennan eina sóiarhring. — Er útlitið fyrir Loftleiðir á Norðuriöndum slæmt? Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.