Morgunblaðið - 04.09.1965, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.09.1965, Qupperneq 12
12 MORCU N BLAÐID K fiaugardagur 4. sept. 1965 Ötgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskríftargjald kr. 90.00 t lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigi Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. BREYTINGA ER ÞÖRF T dægurþrasi stjórnmálanna hættir okkur stundum til að gleyma þeim málum, sem mikilsverðari eru fyrir fram- tíð þjóðarinnar, en þau til- tölulega smávægilegu deilu- efni, sem taka hugi manna og blaða daglega. Við lifum í veröld mikilla framfara og reynum að halda okkar hlut í þeirri veröld. Við viljum skapa þjóð okkar lífs- kjör til jafns við nágranna- ■ þjóðir okkar, auðvelda henni lífsbaráttuna, auka þægindin. Eti það er einn af ókostum þess að búa hér úti í miðju Atlantshafi, að við erum raun verulega mjög einangraðir frá straumum hugmynda og hagnýtra framfara í megin- löndunum báðum megin við okkur. Þetta er staðreynd, sem við gerum okkur grein fyrir, þegar við kom- um til annarra landa. Þrátt fyrir stöðugar samgöngur og auðveldar erum við utanvéltu við straum hugmyndanna úti í hinum stóra heimi. Ef til vill er það ástæðan fyrir því, að hér á landi ríkir ekki sami keppnisandi og í ýmsum öðrum löndum. Hér finna menn ekki sömu brýnu þörfina til þess að hraða fram förunum, varpa hinu gamla fyrir borð og taka upp nýja siði, nýtt skipulag, nýjan hugsunarhátt. Við íslending- ar erum of værukærir. Við skiljum nauðsyn þess að koma á fót nútíma tækniþjóð- félagi, sem byggist á vísinda- legum rannsóknum en svo virðist, sem við viljum ekki gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að gera þettá þjóðfélag að veruleika. Hér á landi er fyrirkomulag og skipulag ýmissa mála fyrir löngu orðið úrelt, en svo virð- ist sem margt af því skuli vera óumbreytanlegt og ekki megi um það tala. Við erum of linir við sjálfa okkur. Auðvitað á þetta ekki við um öll svið þjóðlífsins. í sjáv- arútveginum hefur orðið al- gjör atvinnubylting á örfáum árum. Það, sem þar hefur gerzt, vísar öðrum atvinnu- greinum veginn. Þar hafa hárðduglegir útgerðarmenn og sjómenn með ríkan keppnis- og framfaraanda valdið byltingu í atvinnuhátt- um með aðstoð tækninnar og þar með aflað þjóðinni millj- óná í auknum tekjum. Hið sama þarf að gerast í öðrum atvinnuvegym okkar. Iðnaður iun verður að gera upp við sig í eitt skipti fyrir öll hvaða iðnað skynsamlegt er, að reka í þessu landi og sá iðnaður ▼erður að standast fullkom- lega samkeppni við erlendar iðnaðarvörur. Landbúnaður- inn verður að líta í eigin barm og spyrja sjálfan sig, hvort allt sé þar eins og bezt vérður á kosið, hvort ekki sé hægt að breyta þar einhverju til hins betra. Verzlunin verður að spyrja sjálfa sig, hvort hún hafi gert skyldu sína fyrir hið nútíma tækniþjóðfélag ís- lendinga. Er verzlunin í þessu landi rekin á jafn hagkvæm- an hátt og ætti að vera og eru kaupsýslumenn okkar nægi- lega vakandi fyrir tækifærum til þess að gera hagkvæm inn- kaup í fjölmörgum viðskipta- löndum sínum. Og eru þeir nægilega vakandi og duglegir sölumenn til þess að leita nýrra markaða fyrir íslenzk- ar útflutningsafurðir, og skapa nýjar framleiðsluvörur til útflutnings. Á sama hátt verða allar aðrar stéttir lands ins að spyrja sjálfa sig hvort linkindin og rósemin sé kannski ekki of mikil. Hér á landi hafa ótrúlegar framfarir orðið á síðustu ár- um og margir mundu segja, að þær gæfu alls ekki tilefni til þeirrar gagnrýni, sem hér hefur verið sett fram, en menn verða að gæta þess, að þessar framfarir hafa fyrst og fremst orðið í einum atvinnu- vegi, aðrir hafa farið sér hæg- ar. Þeir verða nú að taka til höndunum. í stuttu máli sagt; til þess að tryggja þjóð okkar lífskjör til jafns við aðrar þjóðir á næstu áratugum mikilla fram fara verðum við að gera okk- ur grein fyrir því, að þrátt fyrir hinar miklu framfarir og raunar byltingar á ýmsum sviðum þjóðlífsins er enn á- kaflega margt sem þarfnast breytinga áður en við getum nýtt okkur og látið þjóð okk- ar verða aðnjótandi ávaxta þeirra framfara og tæknibylt- inga, sem orðið hafa og sífellt eru að verða. Við.þurfum að koma sams konar hreyfingu á stað á öðrum sviðum éins og verið hefur í sjávarútvegi okkar undanfarin ár. Sama harða keppnis- og framfara- andann, sömu dirfsku og bjart sýni, sama áræði og þor. GATNAGERÐ 1 kureyrarbær hefur nú eignazt nýjar malbikun- arvélar og hafa þær verið teknar í notkun. Þetta er síð- asta dæmið af mörgum um, að bæjarfélög hér á landi eru nú að rétta úr kútnufn og taka hina fullkomnustu tækni í sína þjónustu, til þess að leggja varanlegri og betri göt ur, en tíðkazt hefur hér fram tii síðustu ára. VHJ l ymsr IT Al i \l Ú R H \ ieii\ ii HHHHHHBHHHHHHHH Hefur okkur þá ekkert lærzt? Tímarnir breytast og m ennirnir með FYRIR nokkru varð það atvik suður í Bamberg í Bayern að hakakrossar og nazistaslagorð voru máluð á legsteina í graf- reit Gyðinga þar í borg. Þetta var gert að næturþeli og þótt- ust margir mega af því draga þá ályktun, að Gyðingahatur væri enn landlægt í Þýzka- landi og hér myndu hafa ver- ið að verki einhver and-gyð- ingleg samtök. Svo reyndist þó ekki, heldur bárust böndin að ungum manni, Reinhard Woitzek, sem ekki var heill á geðsmunum og er nú undir læknishendi í sjúkrahúsi í ná- grenni Bamberg. Grafreitnum var komið I samt lag skömmu síðar og gerðu það nokkrir ungir bæjarbúar, sem tóku sig saman um að þvo af bænum þennan „smánarblett“, sem þeim og öðrum þótti vera, í fyrri viku var svo suður í ísrael annað atvik, nokkuð af svipuðum toga, sem Levi Eshkol, forsætisráðherra, kal'l- aði „smánarblett“ á þjóð sinni og fékk marga gamla Gyðinga til að hrista höfuðið yfir æsk- unni og nútímanum. Atvik þetta varð í Ramla, bæ einum eigi all-fjarri Tel- Aviy, þar sem 2.500 Arabar . búa í miður góðu sambýli við 23.000 Gyðinga. Ramla var áð- ur arabískur bær, en flestir ibúanna flýðu 1948 í styrjöld Araba og Israelsmanna, utan þessi 2.500 sem urðu þar 'irini- lyksa. Flestir eru Gyðingar þeir er settust að í Ramla flóttamenn úr Austurlöndurh nær óg áttu við að búa mis- jafnt hlutskipti áður en þeir komu til ísrael og væri synd að segja að þeim hefði yfir- leitt verið hlýtt til Araba, þó ekki hafi komið til beinna á- taka með þeim og þessum fáu eftirlegukindum, sem enn létu fyrirberast í gamla borg- arhlutanum í Ramla og höfðu sig ekki mikið í frammi. Tilefni atviks þess er áður sagði, var umferðarslys í Ramla. Arabískur leigubíl- stjóri ók á ungan Gyðing á skellinöðru og varð honum að bana. Þá sauð upp úr og hatur ótal ára fékk útrás í aðför unglinga af Gyðingaættum að Aröbum í borginni, eftir jarð- arför piltsins. Að þessu sinni voru það ekki Gyðingar, sem hímdu óttaslegnir bak við læstar dyr og lokaða glugga og heyrðu álengdar óminn af hrópum múgsins: „Drepum þá, drepum þá!“ Nei, þessu sinni voru það Gyðingar, sem æddu um götur með barefli og grjót á lofti ög eirðu engu sem fyrir varð. „Mér fannst sem ég væri horfinn aftur í tímann, kominn í pólska ghettoið mitt á ný“, sagði aldraður flóttamaður frá Pól- landi, „aðfarirnar gegn okkur þá voru ekki verri en þetta“. Flestir voru þeir sem í að- förinni voru undir tvítugu og höfðu safnazt saman í mið- bænum í Ramla eftir jarðar- förina. Það var urgur í þeim og leið ekki á löngu áður en um 300 þeirra tóku sig til og héldu í átt að Arabahverfinu óg hrópuðu: „Við skulum jafna um Arabaskrattana" og „Gerum eins og þeir í Los Angeles" og annað ámóta. Á markaðstorginu utan við Arabahverfið varð fyrir ung- lingunum lögreglulið búið stál hjálmum og varið vel. Lögðu unglingarnir tvisvar til atlögu en varð lítið ágengt og hörf- uðu þá frá við svo búifS. Ékki var þeim þó runninn móður- inn og er gamall maður með kofíu á höfði varð á vegi þeirra var hann grýttur nær í hel og ungur Arabi á heim- leið úr vinnu sinni var fótum- troðinn og nær dauða en lífi áður en þeim þótti nóg að gert. Kallað var út varalið lög- reglu Aröbum til verndar en áður en það fengi við nokkuð ráðið höfðu unglingarnir farið hamförum, ætt um götur með Eins og eðlilegt er, hefur Reykjavíkurborg rutt braut- ina í þessum efnum og á síð- ustu árum hafa ótrúlega mikl- ar framfárir orðið í gatnagerð hér í höfuðborginni. Ánægju- legt er að sjá, að þær fram- farir eru ekki lengur eins- skorðaðar við höfuðborgina heldur eru minni bæjarfélög víða út um land farin að mal- bika götur síhar. grjótkasti, hent á lofti barefli og hnífa, brotið rúður, velt um bílum og unnið þau spjöli sem frekast mátti verða. Áður en lauk var eins og Ramla hefði-verið í hers höndum og tólf Arabar lágu í sjúkrahúsi illá haldnir af sárum eftir eggjárn og grjót. Sumir láta lítið yfir atviki þessu og segja sem svo, að þetta sé vonum minna og raunar megi furðanlegt heita að ekki hafi oftar komið til slíks, sextán áfa óöld með Aröbum og Gyðingum hafi skilið eftir sig þau spor í með- vitund mánna að vel hefði mátt búast við öðru eins og það bæði fyrr og verr. Þeir benda m.a. á þá staðreynd, að þó Arabar í Ísráelsríki séu um 250.000 talsins og nánast 10% þjóðarinnar, hafi lítið verið gert til þess að aðlaga þá lífi og háttum anriarra lánds- manna, þeir séu þar eins og utangarðs og utangátta. Ástæð an er sögð einkum og sér í lagi sú, eins og ísraelsmaður einn komst að orði: „að við trúum því einhvern veginn ekki, að Arabi geti sýnt okkur raunverulega hollustu og trún að“. En þó þessi skoðun eigi sér töluverðan hljómgrunn meðal hinna yngri í landinu og eink- um þeirra, sem ættaðir eru úr Austurlöndum nær, munu þó hinir fleiri, sem taka undir með Eshkol forsætisráðherra er hann sagði óeirðirnar í Ramla „smánarblett á ísraels- ríki“, og deila sorg og gremju öldungsins, sem fyrr á árum kom til ísraels frá Egypta- landi og sagði er hann frétti aðfarir trúbræðra sinna í Ramla: „Að Gyðingar skyldu geta gert þvílíkt og annað eins. Drottinn minn dýri! Hef- ur okkur þá ekkert lærzt þessi tvö þúsund ár, sem víð höfum átt við að búa áþján annarra og ótal hörmungar?“ Slíkt gerir borg og bæi hreinlegri og snyrtilegri, skap ar betri umgengni og dregur mjög úr viðhaldskostnaði bif- reiða, sem ekki er svo lítið atriði fyrir þjóðarbúið í heild.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.