Morgunblaðið - 04.09.1965, Side 22

Morgunblaðið - 04.09.1965, Side 22
22 MOnGUNSLA* fO Langardagur 4. sept. 1965 heims- met árið Spáð um [ HVERSU hratt getur maður- inn hlaupið mílu vegalengd árið 2000? Svarið er, að dómi B.B. Lloyd eðlisfræðings við Ox- fordháskólann: 3 mín 41 sek. — eða meira en 12 sek. betri tíma en núgildandi heimsmet Frakkans Mikaels Jazy. Lloyd flutti fyrirlestur á árs fundi brezka ráðsins er varðar framfarir í vísindum. Hann sagði að sú framför sem orðið hefði í íþróttum á síðustu 50 árum væri líkleg til að halda áfram á næstu 50 árum. „Metin verða í framtíðinni stöðugt bætt, vegna þess að hjörtu íþróttamannanna fara sífellt stækkandi — vöðvar þeirra fá meiri súrefni úr blóð inu fyrir tilstilli hjartans." Eðlisfræðingurinn taldi að orsök framfaranna myndu ekki liggja eingöngu í hæfni einstaklingsins, heldur og ekki sízt í vísindalegri þjálfun eink um á lokastigi vaxtar einstakl ingsins. B.B. Lloyd setti fram spá um heimsmet í öðrum grein- um en míluhlaupi — eins og hann telur að þau kunni að geta orðið árið 2000. 100 yard 8,6 sek. (nú 9,1). 440 yard 42,4 sek. (nú 44,9) 10 km. hl: 26:08,4 (nú 27:39,4) Maraþonhlaup: 2 kist. 2 mín. (nú bezti tími 2 kl. 12 mín). Framhald á bls. 23. Islandsmeistarar Keflavíkur 1964. Kef lavíkurliöiö heldur áleii- is til Búdapest á morgun Lengsta keppnisför ísl. knattspyrnuliðs í Evrópu 1 FYRRAMÁLBÐ, sunnudags- morgun, halda Islandsmeistarar Keflavíkur utan áleiðis til Buda- pest, þar sem þeir á miðvikudag inn leika siðari leik sinn í Evrópu keppninni við ungversku meistar ana Ferencvaros. Fer leikurinn í Budapest fram á Nep-leikvang inum (,,þjóðarleikvanginum“) en hann rúmar 93 þús. manns, þar af 72000 í sæti. Leikurinn fer fram í flóðljósum. ic Skemmtileg ferð. Keflvíkingarnir halda utan i fyrramálið og er London fyrsti áfangastaður. Á mánudaginn Tveir Ieikir í bikurkeppninni UM HELGINA verða tveir leikir í biikarkieppni KSf. Á sunnudiag kl. 4 leika á Melaivelli b-lið KR og a-lið Þróttar. Á mánudag leifca á Metevelli tol. 6,30 síðdegis b-lið Fram og FH. 75 íþróttakennarar á námskeiði 1 GÆR laulk í Reyfcjavík fjöl- mennu námskeiði íþróttakennara, •ean menntamálaráðuneytið stóð fyrir en Þorsteinn Einarsson ftiróttafulltrúi og Árni Guð- BQiundsson sfcólastjóri íþrótta- bennaraákióllanis undirbjuggu og ? fimleika. í för með henni var veittu forstöðu. j danskur aðstoðarmaður, sem ann 75 íþróttakennarar tóku þátt í aðist undirleik. Auk þess kenndiu námskeiðinu. Kennarar voru! ísil. kennarar. tveir erlendis frá þau Roland Matison, sem kenndi handknatt- leik og Kitt Kruse, sem kenndi Námskeiðið hófst 23. ágúst og lauk í gær. Þótti það takast hið bezta. halda þeir um Amsterdam til Budapest og verða komnir á leið arenda síðdegis á mánudag. Keflvíkingarnir munu, samkv. frásögn ungversku fararstjóranna er hér voru á dögunum, fara í skoðunarferð um Budapest og heimsækja ýmsa staði sem fróð- legir eru skoðunar. Á miðvikudaginn er leikurinn um kvöldið sennilega kl. 6 eftir ísl. tíma. A fimmtudagsmorgun halda liðsmenn frá Budapest um Vínarborg og fara sumir til París ar í orlof en aðrir til Kaupmanna hafnar. ic 14 leikmenn. Utan fara 14 leikmenn, allir er léku á dögunum gegn Ferenc- varos, svo og þeir er skráðir voru varamenn í leikskrá leiksins. Fararstjórar verða Hafsteinn Guðmundsson form. ÍBK; Atli Steinarsson, Hörður Guðmunds- son og Ragnar Friðriksson, form. Unglingamelst- nrnmótið í sundi n Snnðórkróki Unglingameistaramótið í sundi verður háð á Sauðárfcróki 12. sept. og hefst kl. 3 síðdegis. Keppnisgreinar verða þessar: 50 m. baiksund stúilíkna, 100 m. bringusund drengja, 50 m. skrið- sund stúlkna, 50. m baksund sveina, 50 m. bringusund telpna, 100 m. skriðsund drengja, 50 m. baiksund drengja, 50 m. baksund telpna, 50 m. skriðsund sveina, 50 m fluigsund stúlkna, 50 m. flug sund drengja, 50 m. sfcriðsund telpna, 4x50 m fjórsund drengja, 4x50 m stúlkna. Mótið er stigateeppni og það fé- lag er flest stig hlýtuir fær að verðlaunum bikar er SSÍ gaf 1963. Fyrsti maður h-lýtur 7 stiig, annar miaður 5, þriðji 4 o.s.frv. Unglingar 16 ára og yngri telj- ast í flokki stúlkna eða drengja og 14 ára og yngri í iilokki telipna og sveina. knattspyrnuráðs Keflavíkur. Óli B. Jónsson þjálfari íslandsmeist- aranna er og með í förinni. Þetta er lengsta ferð sem ísL knattspyrnumenn hafa farið til kappleiks í Evrópu. Golímeislarnr landsins í keppni í dng í DAG klukkan 2 síðdegis hefst á golfvelli Golfklúbbs Ness keppni milli meistara frá fjórum golfklúbbum landsins. Mætast þar meistari Golf- klúbbs Reykjavíkur, meistari Golfklúbbs Suðurnesja, meist- ari frá Vestmannaeyjuf og staðgengill íslandsmeistarans frá Golfklúbbi Akureyrar. Það er Flugfélag Islands og Golfklúbbur Ness sem sameig inlega hafa komið á þessari skemmtilegu meistarakeppni og hyggjast gera það árlega framvegis. Veitir Flugfélagið skjöld til keppninnar, sem geyma mun nöfn sigurvegar- anna. Ekki er að efa að þarna verður heitt í kolunum er þess ar kempur eigast við. Skozkn knnttspyrnnn FIMMTA umferð í bikarkeppni skozku deildarliðanna fór fram í vikunni og urðu úrslit þessi: Albion — Airdrie 8-2 Alloa — East Stirling 2-1 Berwick — Hamilton 1-1 Clyde — Rangers 1-3 Cowdenbeath — Third Lanark 0-1 Dumbarton — East Fife 6-1 Dundee U. — Dundee 1-3 Falkirk — Morton 3-2 Hearts — Aberdeen 2-0 Motherwell — Celtic 2-3 Partic — Kilmarnock 1-2 Queens Park — Stirling 2-1 Raith — Arbroath 4-2 St. Johnstone — Dunfermline 3-1 St. Mirren — Hibernian 0-3 Stranraer — Queen of the South 1-1 í þeim riðli er Rangers leikur er Aberdeen efst með 7 stig, en Rangers eru í öðru sæti með 6 stig. í síðustu umferðinni mætast liðin og getur Rangers komizt í úrslitakeppnina með sigri yfir Aberdeen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.