Morgunblaðið - 04.09.1965, Síða 23
Laiígardagur 4. sept. 1965
MORGUNBLAÐIÐ
23
— Loftleibir
, Framh. af bls. 11
— Um það er erfitt að spá.
Það er við ýmsa örðugleika
að etja. En Loftleiðir eru
orðnar sterkt fyrirtæki, sem
SAS og önnur flugfélög viður-
. kenna að sé til. Þess vegna er
J ég vongóður um, að í framtíð-
' inni verði Loftleiðir viður-
. kenndar sem keppinautur í
heiðarlegri samkeppni.
• ísland fyrir
náttúruunnendur
1 NÓVEMBEít í fyrra opnuðu
; Loftleiðir skrifstofu í París.
Henni veitir forstöðu Gerard
Alant, sem var einn þeirra full-
trúa er sóttu umiboðsmanna-
fundinn hér á dögunum. Alant
sagði ok:kur, að áhiugi franskra
ferðamanna á að ferðast með
Loftleiðum færi sí.fellt vaxandi
og á fyrstu sjö mánuðum þessa
árs hefði orðið 60% auikning á
flutningum frá Frakklandi mið-
að við saffla tímabil í fyrra.
- — Þessi aukning er fyrst og
fremst því að þakika, að fransk-
ur aimenningur veit nú orðið
um ferðir Loftleiða og hin lágu
-fargjöld, sem þær bjóða. Við
höfum auglýst í blöðum, en
förum þó varlega í sakirnar
vegna risanna, sem við er að
eiga. Við auglýsum aðallega á
tknabilinu janúar til marz og
árangurinn er sá, að við höfum
alltaf nóg af farþegum í vél-
arnar. Allir farþegar frá Frakk-
landi fara nú 1 vólarnar í Lux-
emiborg í stað London oig Am-
sterdam áður. í sambandi við
ferðir frá Luxemiborg hö'fum
við langferðabíla í förum til
og frá París.
— Hafa Frakka áhuga á ís-
landi sem ferðamannalandi?
— Satt að segja hafa Frak'kar
til þessa vitað ókaflega lítið um
Island. Þess vegna hefur rík
áherzla verið lögð á íslands-
kynningu í auglýsingum okkar
og sannir náttúruunnendur
vilja gjarnan leggja leið
sína hingað og sjá stórbrotið
landslag. Við reynum lí'ka að
vekja áhuga annarra farþega
okkar á vesturleið með því að
bjóða þeim sólarhringsviðdvöl
ó íslandi fyrir tiltölulega lítið
fé. Og það eru margir sem
stanza hér og ýmsir telja að
sólarhringsdvöl sé ekki nógu
löng og þá bjóðum við þeim
toara að vera hér lengur með
sérstökum skilmálum.
— Hve margir starfa á skrif-
stofunni.í París?
— Við erum sjö talsins, sem
vinnum fyrir Loftleiðir í Par-
ís. Skrifstofan ok'kar er til húsa
á góðum stað skammt frá óper-
unni og við getum verið hreyk-
in af því, að meðalaldiur starfs-
fólksins er lægstur miðað við
aðrar skrifstofur fyrirtækisina.
Fólkið er allt á aldrinum 24-30
ára.
— Hve stórt er viðskipta-
svæði ykkar?
— Viðskipti dkikar eru við
allt Frakikland og við þau svæði
í Afrí'ku, sem áður lutu -yfir-
ráöu.rn Frakfca. Þá munum við
og á næstunni reyna að vinna
markað suður á Spáni.
— Og hvað álítið þér um
framtíöina?
— Ég efast ökki um að mark-
aðurinn í Frakkiandi á eftir að
aufcasit mikið.
• Framtíð í
leiguflutningum
FRAMKVÆMDASTJÓRI Loft-
leiða í London er R. W. Orme.
Hanm hefur mikla reynslu að
baki varðandi ferðamál, starf-
aði fyrir skipafélög frá 1933
þar til heimsstyrjöldin síðari
brauzt út. Orme var í brezfca
hernum öl'l striðsárin, en árið
1947 gerðist hann ful'ltrúi fyrir
Suid Air, flugfélag, sem þá
flaug milli Bretlands og S-
Afríiku. En árið 1950 var starf-
semi þess í Bretlandi hætt og
Orme Starfaði fyrir ferðaskrif-
stofur og Riokards-fyrirtæfcið,
sem annaðist móttöku á banda-
rískum ferðamönnum í London.
Þegar Loftleiðir hófu flug-
ferðir til Bretlands árið 1956
gerðist R. W. Orme fulitrúi
þeirra og veitir nú forstöðu
skrifstofunni í London.
Við spurðum Orme um fyrstu
ár Loftleiða í Bretlandi.
— Fyrst í stað urðum við
vitamlega að vinna markað
fyrir Loft'leiðir í Breblandi.
Aðaláherzlan var lögð á hin
lágu fargjöid yfir Atlants<hafið
og við reyndum að ná til hópa
menntafó'iks og starfshópa, sem
ek'ki hafa of mi'kla peninga til
ráðstöfunar. Auglýsingar voru
settar í dagblöð og tímarit og
auk þéss lögðum við áherzlu á
að auglýsa í ritum stúdenta og
annarra, sem vilja ferðast ódýrt.
Þá hafa og verið sýndar aug-
lýsingakvikmyndir og land-
kynningarmyndir frá íslandi.
Fyrir þremur árum tófcum við
þátt í flugmálasýnimgunni
Biggin Hilil Air Fair og vafcti
deild okfcar mikla atihygli —
hlaut sérstök verðlaun. Þá
höfum við og séð um rekstur
kivikmyndahúss í sambandi við
þessa sýningu, og þar hefur
stúlka í íslenzkum þjóðbúningi
tekið á móti gestum. Búningur-
inn vakti mikla at'hygli og birt-
ist fjölda mynda af stúlkunni í
blöðum.
— Er ekki vaxandi áhugi á
íslandi meðal Breta?
— Jú. Okkur berst fjöldi fyr-
irspurna um ísland og ég hef
reynt að nota öll taefcifæri til
að kynna land og þjóð. Hið
enska heiti landsins, Iceland,
hefur valdið mifclum misskiln-
ingi og er ég þeirrar 'skoðunar,
að helzt þurfti að breyta til og
kal'la landið Island meðal
enskumælandi þjóða eins og
hivarvetna annars staðar. Við
segjum fró Loft'leiðum „Iceland
— the ill-named island.“, En
hivað um það, fól'k hefur mik-
inn áhuga á íslandi. Félagar
mínir í Rotary-klútobnum hafa
oft beðið mig að segja frá land-
inu og ég hef hvatt þá til að
fara hingað. Sama rnáli gegnir
um þá fjölmörgu, sem koma og
leita upplýsinga á skrifstofu
okkar.
— Hafa margir fariþegar ykik-
ar viðkomu hér á leið sinni
vestur um haf?
— Jú, það mælist mjög vel
fyrir að fá að dveljast hér einn
sólarhring eða lengur á leið-
inni yfir hiafið. Það hefur þó
valdið ofcifcur ea'fiðieiikum. að
farþegar ofckar dveljast þá hér
á miðvikudögum — þurrum
dögum. Mörgum hefur þótt
þetta óviðunandi og þess vegna
höfurn við mælt með því, að
fanþegar ofckar hefðu viðkomu
hér á heimleiðinni frá Banda-
ríkjunum.
— Hvað um framtíðarhorfur
á brezka markaðinum?
— Sem stendur höfum við
eina ferð til Lonöon og aðra
um Glasgow á hverri viku. Það
hefur reynzt mjög auðvelt að
fá farþega í þessar ferðir, en
við höfum hug á að fjölga ferð-
um og fá nýju Rolls-Royce
flugvélarnar til Bre'tlands.
Aðaláhugamál núverandi ríkis-
stjórnar í Bretlandi er þjóð-
nýting og útlitið fyrir aukna
flutninga ofckar efcki sem bezt
þessa stundina, en við vonum
hið bezta. í London sjáum við
um leigufilutninga Loftleiða; í
allri Evrópu og á því sviði eygi
ég mjög mikda möguleika í
framtíðinni.
Við múrínn
Vestur-Berlín, 23. ág. - NTB.
* ÞRÍTUGUR V-Berlínarbui
særðist af skotum a-þýzkra
lögregluvarða, er hann í gær
fór af misgáningi austur fyrir
borgarmörkin í Berlíni.
Hafði maðurinn ekið eftir
vatnsbakka á borgarmörkun-
um og var kominn u.þ.b. 50
metra austur fyrir, er hann
gerði sér það ljóst. Sneri hann
bifreið sinni þegar við og ók
snarlega í vesturátt, en það
skipti engum togum, a-þýzku
verðirnir hófu skothríð, hæfðu
hann í handlegg og bak með
þeim afleiðingum um það varð
að flytja hann illa leikinn í
í sjúkralhús.
í gærmorgun kl. 5,30 var slökkviliið kvatt að Síldarmjölsverk-
smiðjunni í örfirisey, en þar var talinm eldur uppi. Var farið
þangað með alla slökkvibílana, og leitað að eldsupptökum, sem
tók nokkurn tima, því reykinn hafði lagt upp í risið. Kom í
Ijós að allur þessi reykur stafaði af ofhitun í einni kvörninni, en
þar hafði kviknað í mjöli. — Myndin, sýnir slökkviliðið að
leita eldsins í verksmiðjunni.
— Kashmir
um í míluhlaupi) hafði á sín-
um tíma.
— Kjarval
Framh. af bls. 3
myndum, sem ég get ekki lát-
ið vegna „móralskra" ástæðna,
andlitsmyndir af vinum mín-
um. Af hverju ég er að selja
málverkin mín? Ég er að gera
hreint á vinnustofunni.
— Heldur þú að orðsins list
hafi mótað þig?
— Já, miklu meira en ég
get fullyrt um, svarar Kjar-
val, og nú vildi hann leyfa
okkur að heyra ljóð eftir sig,
sem hann orti á dönsku. Sig-
urður bað okkur endilega að
hlusta vel á kvæðið, því að
það væri eitt hið bezta, er ís-
lendingur hefði ort á danska
tungu. Og Kjarval fór með
kvæðið, en byrjun þess er
þannig:
„Vil du bære mig bort í dine
hvide paladser,
vil du bære mig bort over
nattdybens havn?“
Þegar Kjarval hafði farið
með ljóðið, sagði Sigurður:
— Þið heyrðuð hér, góðir
hálsar, ekki aðeins einn af
okkar mestu málurum, held-
ur einnig eitt af okkar mestu
póetum.
Það var farið að síga á
seinni hluta fundarins og
blaðamennirnir tíndust út
hver á eftir öðrum. Um leið
og við fórum, spurðum við
Kjarval, hvernig hann færi
að því að gera greinarmun
á gömlum þresti og bara
þresti, en svo voru heiti
tveggja mynda, er verða á
uppboðinu.
— Ja, myndirnar bera það
eiginlega með sér. Sá gamli
situr á trjágrein en hinn þröst
urinn sést með útbreidda
vængi og sér þá á bakið á
honum. En þetta var skörp
athugasemd! Myndin á auð-
vitað ekki að heita gamall
þröstur. Sigurður, við breyt-
um nafninu, látum hana heita
Þrestir, segir Kjarval og við
svo búið kveðjum við, vitandi
það, að við eigum sök á einni
prentvillu í myndaskránni!
Framhald af bls. 1
istanir mættu einungis nota vopn
þau er þeir fengju hjá Banda-
ríkjunum sér til vamar ef á þá
væri ráðist en ekki til árása á
Indland.
í Kashmír er ástandið æ al-
varlegra. Pa'kistanir hafa lagt
drög að vörnum höfuðtoorgar
sinnar, ef til frekari átaka skyldi
koma og utanrikisráðheiTa Pafc-
isitans, Bhutto sagði í útvarpi í
kvöld að Pakistanir myndu ekfci
svíkja lofiorð sín við Kashmir-
búa. In'dverjar hefðu æ ofan í
æ neitáð þeim uni sjálfsákvörð-
unarrétt og þarmeð gengið á al'la
gerða samninga og hátíðleg lof-
orð.
í Srinagar hafa Indverjar um
100.000 mahns undir vopnum og
búast þar um eins og umsát væri
á næs’tu grösum. Ferðamenn,
sem eru ein helzta tekjulínd
Kashmir, eru flestir á bak og
burt. Shastri, forstæisráðherra,
sagði í ræðu sinni í dag a’ð Ind-
verjar yrðu að horfast í augu
við erfiðlei'kana og lagði að
mönnum að gerast sjálfbo'ðaliðar
í þjóðvarnarliðinu. Sagði Shastri
ýmsar ráðstafanir hafa verið gerð
ar til varnar og fleiri væru á
döifinni bæði í höfuðborginni og
í Punjato-fylki og fleiri hérúðum.
Síðan 5. ágúst hafa alils 1244
Pakistanir fallið í bardögum við
indiverska hermenn en 111 hafa
verið teknir ti'l fanga. Indverjar
segjast sjálfir hafa misst 178
hermemn og 31 lögreglumann.
Síðustu fregnir frá Chamb-hérað-
inu herma að þar hafi nú orðið
nofckúð hlé á bardögum.
— Iþróttir
Framhald af bls. 22.
Lloyd sagði að hæfni hlaup-
ara hefði aukizt um það bil
um 8% síðan árið 1930 og
bætti við:
„Það er engin ástæða til að
efast um að sama aukning
hæfileika eigi sér stað á næstu
hálfu öld, þar sem rannsóknir
hafa leitt í Ijós að landgöngu
menn á skíðum hafa í dag 6%
meiri hæfileika til súrefnis-
framleiðslu í líkamanum en
John Landy (einn af methöf-
— lllviÓri
Framhald af bls. 1
1 Róm sjálfri hefur rignt swo
mikið undanfarna þrjá daga, að
jafnast á við það sem að réttu
lagi rignir þar allan septeimber-
mánuð, að því er veðurfræðing-
ar herrma. Ferðamenn, sem fyllla
borgina flesta septembermánuði
ár eftir ár, eru nú á bak og burt,
þeir sem vettlingi geta valdið og
þar sem fyrir þremur döguim var
skipað hvert tjaldstæði er nú alltt
autt og tcmit.
í Suður-Tíról er ástandið einn-
ig sagt alvarlegt. Þar hafa marg-
ar ár flætt yfir bakfca sína og
fjöldi fólks orðið að flýja heim-
ili sín. í Sanfcti-Bernihards-fjaHa-
skarðinu mældist 25 sentimetra
snjór í gærkvöldi og enn berast
fregnir af flóðum og jarðrasfci
víða sunnan Alpafjalla. Bfcki er
spáð batnandi veðri á þessum
slóðum og lýst hefur verið neyð-
arástandi á Sikiley, í Kaiabríu
og Kampaníu.
Björgunarmenn hófu aftur !
morgun leitina að lífcum þeirra
80 manna sem talið er að enn
liggi grafnir undir skriðunni
mi'fclu er féll í Saas-dailnum á
mánudag. Efcki var fært að vinma
þarna í gær, sökurn úrhellisrign-
ingar. Aðeins 10 lík hafa fundizt
enn sem komið er.
Norðan Alpafjalla hefur veð-
ur verið kalt og óskemmtilegt
undanfarið. í Parísarborg mæld-
ist hiti i gær 14.4 stig og hefur
sá dagur ekki kaldari verið þar
í borg síðan franska veðurstofan
hóf hitamælingar sínar árið
1873. í Þýzkalandi rigndi víðast
hvar og búizt var við þrumu-
veðri í landinu sunnanverðu.
Sömu sögu var að segja af Bret-
landseyjum, þar var stormur úti
fyrir ströndum og þoka eða rign
ing í landi. í San Sebastian á
Norður-Spáni, þar sem fram á
að fara heimsmeistarakeppni í
hjólreiðum á laugardag fórust
allar æfingar fyrir í dag sökum
úrhellisrigninga og hlé varð á
fréttaflutningi frá bækistöð í-
þróttamanna er eldingu sló nið-
ur í aðalsimalínu fréttaritara
þ^ ,ia.
*