Morgunblaðið - 04.09.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.09.1965, Blaðsíða 24
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 200. ibl. — Laugardagur 4. september 1965 Lang stœrsta og fjölbreyttasta blað londsins Hafístunga er 50 sjó- mílur frá Vestfjörðum ÞÝZKT skip, sem statt var 66,8 gráður norður og 24,1 vestur, til- kyrmti í gær að hafísjaðar sæist skammt fyrir vestan það. Er sá hafís þá 50 sjómílur undan Straumnesi. Mbl. fékk þær upplýsingar hjá Veðurstofunni, að þetta væri nokkuð nálægt á þessum tíma árs, því í september á ísinn að vera með minnsta móti. Aftur á móti er ekki víst að ^arna sé um samfeilda rönd að ræða, gæti verið tunga sem teygir sig svona langt suður úr aðalísnum. Hið þýzka skip tilkynnti kl. 12 á hádegi að isröndin væri 6 —8 sjómilur fyrir vestan sig, en kl. 3 að hún væri 2—4 sjómílur í burtu, hvort sem þar hefur ver- ið um nákvæmari seinni mæl- ingu að ræða eða þá að ísinn er á hreyfingu nær. Samið við farmenn — stýrimenn loftskeytamenn, vélstjóra og bryta Á FUNDI sáttasemjara með far- mönnum, sem lauk kl. 9 í gær- xnorgun, tókust samningar milli vlnnuveitenda og fjögurra fé- laga, þ.e. Vélstjórafélags íslands, Stýrimannafélags íslands, Félags ísl. loftskeytamanna og Félags bryta. Verður samkomulagið bor ÍS undir félagsfund um helgina. Eftir er þá aðeins að semja við matsveina og rafvirkja á farskip- unum. Skipstjórar hafa heldur ekki samið enn. Kauphækkanirnar, sem um var samið eru hliðstæðar við það sem orðíð hefur hjá öðrum mánaða- kaupsmönnum. Var samið um 4% hækkun á fastakaup og yfir- vinna hækkar um 13,1%. Vegna styttingar vinnuvikunnar 1 44 klst. fá yfirmenn og aðstoðarvél- stjórar, sem samningurinn nær til og sem starfað hafa í 1 ár hjá útgerðinni, 20 virka daga sam- fleytt í frí, enda sé fullt sam- komulag um það leyfi. Sáttafundur með byggingamönnum Sáttasemjari hefur boðað fund á mánudag kl. 5 vegna vinnu- deilu sambands bygginga- manna og vinnuveitenda. Á döfinni eru einnig samning- ingar við rafvirkja, múrara og pípulagningamenn, en þeir eru utan við ofannefnt Samband byggingamanna. Skciðará flæðir fram undan Vatnajökli í tveimur kvislum. Myndina tók Danna Brynjólfsdóttir 4>úr flugvél í gær. Sprungur að byrja í Grímsvötnum Heldur áfram að vaxa í Skeiðará Biotizl inn hjn B. S. í. í FYRRINÓTT var brotizf inn í húsakynni Bifreiðastöðvar ís- ftandls við Kalikofnsveg. Hafði verið brotinn gluggi og fatrið J»ar inn. Var stolið 2000 kr. í sæligœtissölu og á skriifstoifu. Ekki ná'ðist í þjófana. HLAUP er að bvrja í Gríms- vötraum í Vatnajökli, eins og haldið var, eftir að Skeiðará byrjaði að vaxa. En það er rétt í byrjun og ísþekjan aðeins far- in að síga. Þessar fréttir færði Magnús Jóhannsson frá Jökla- rannsóknarfélaginu Mbl., er hann kotn úr flugi yfir Vatnajökli í gær ásamt Guðmundi Kjartans- syni jarðfræðingi og Hönnu Brynjólfsdóttur ljósmyndara. Einnig sáu þau að mjög hátt er í Grænalóni, sem er sunnan undir jöklinum og sennilega ekki langt í hlaup þaðan. Ratgtn-ar í Skaftafelli saigði í gær, að Skeiðará færi hægt vax- amdi. Hún hefði runnið í tveimur kvtístltum í sumar og yxi í báð- um. Héldi áin sig að mesfcu í farvegiunum, en væri þó farin að dreiifast svolíti'ð útfyrir. Væri megn jöklafýla aí henni og í nótt heifði borizt fram jaikahrongl. Bærinn á Skaftafelli er lokaöur af vegna árinnar, en aillt í lagi þar. Mikið vatn í Grænalóni. í Grímsvötn'Uim inni á jökilinum er hlaiup giögglega að byrja, að sögn Magnúsar Jóhannssonar. Sprungur eru farnar að sjást í jökuilinn með brúninni að vestam og sunnan, en þær eru enm mjóar. Óg eikki er ísinn yfir vatninu farinn að brotna á vatninu. Þeir félagar flugu su'ður yfir Græma.lón. Var feikimikið vatns magn í því, svo að ekiki virtust nema ca 10—-15 m upp að gömlu vatn.s'borðs*merkjunum. Munar ekki miklu að vatnsmaignið fari að h'laupa í gamtla farveginn í I lónsihlaupin. Núpsá. Komið hefur fyrir að Þá var flogið yfir Skeiðará, vatni'ð hefur fengið fram.rás und | sem var mórauð og Ijót, em ir jökulsporðinn og flóðið lenti í eklkert verudega farin að flæm- Súlu, en þar fóru stóru Græna- ' ast yfir sandinn. Loks tókst að skjóta seinni eldflauginni í GÆRKVÖLDI tókst frönskuskyndilega löguðust aðstæður og vísindamönnuúm á Skógasandi loks að skjóta seinni eldflaug sinni ,en þeir höfðu beðið eftir hagstæðum segulhreyfingum og veðri á hverju kvöldi í nærri hálfan mánuð til kl. 4 á nóttunni. Leit einnig út fyrir að ekki gæti orðið af skoti í gærkvöldi, en Hugboð varð 7 ára dreng til lífs AKUREYRI, 3. september — Þorsteini Stefánssyni, hafnar verði tókst að bjarga 7 ára dreng frá drukknun í Akur- eyrarhöfn í gærkvöldi. Þor- steinn var staddur inni í toli- stöðinni, sem er á hafnar- bakkanum, og var þar á tali við yfirtallvörðinn, þegar hann stóð allt í einu upp og honum fannst hann vera að ganga út og austur fyrir hús- ið. Þegar þangað kemur er grátandi drengur, Guðbergur Karl, 6 ára, þar á fjórum fótuan á hafnarbakkanum sunnarlega við skipakvína og kallar í ákafa: Haltu þér fast, haltu þér fast! Þorsteinn tek- ur til fótanna og sér, að 7 ára drengur, Hallur Ármann Ell- ertsson, Engimýri 1, er í sjón- um og heldur dauðahaldi með hægri hendinni í hjólbarða, sem hékk utan á hafnargarð- inum. Drengirnir, sem eru bræð- ur, höfðu verið að leika sér um borð í mótorbátnum Verði, en voru á leiðinni í land, þegar Hallur datt niður á milli skips og bryggju. Honum tókst að svamla að garðinum og ná með báðum höndum í hjól- barðann, en þegar Þorstein bar að, var hann búinn að missa takið með vinstri hend inni, en hékk ennþá á þeirri hægri. Var hann alveg að gef- ast upp, þar sem sjórinn náði honum upp að hálsi og hann orðinn mjög kaldur. Þorsteinn klifraði niður á hjólbarðann og náði taki á peysu drengsins. Reyndist hann of þungur til að hægt væri að vega hann upp á peysunni. Sagði Þorsteinn drengnum þá að vera rólegur, sleppa hjólbarðanum og grípa með hendinni í buxna- skálm sína. Um leið og hann gerði það, náði Þorsteinn taki á handleggnum á honum og kippti honum upp á bryggjuna. Engin mannaferð var um hafnargarðinni á meðan á þessu stóð og því engrar ann- arrar hjálpar að vænta, hefði Þorsteinn ekki fengið þetta hugboð um að ganga út. Hann fór með drenginn upp að Pósthúsinu, en þar hittu þcir Jóhann Guðmundsson, póst- fulltrúa, scm ók drengnum heim í bifreið sinni. Var hann settur í heitt bað og varð ekki meint af volkinu. Hann fór i skóiann i morg- un og fékk ekki einu sinni kvef. — Sv. P. var eldflauginni skotið upp kl. 11,30. Var komið bezta veður, heið- skýrt og norðurljós og ástand segulhreyfinganna hagstætt. — Tókst skotið sjálft mjög vel, en ekki er vitað um niðurstöður enn. Hefði ekki tekizt að skjóta eld flauginni í nótt, hefðu Frakkarn ir þurft að gera upp við sig hvort þeir hættu að þessu sinni og reyndu að koma aftur síðar, eða hvort þeir biðu enn um sinn, og breyttu öðrum áætlunum, sem gerðar höfðu verið annars staðar, þar sem beðið var eftir tækjum og mönnum. 350 kr. fyrir mink AKRANESI 3. sept. — í dag kom Heligi Þórarinsson, 15 ára bónda- sonur, titl Jóns Magnússonar oddivita á Hávairðsstiöðum í Leir- ársveit með meira en meðaiistór- an mimk, s©m bann hafði unnið þá um morguninn með stein- kasái. Heilgi féklk 350 kr. borgaðar úit á mimxiiiiinn. — Odidiux.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.