Morgunblaðið - 15.10.1965, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. október 1965
M0R6UNBLAÐIÐ
Hjálp heitir þessi fallegi
foss og er í Fossá í Þjórsárdal.
Munu margir við hann kann-
ast, því að fáir fara svo í
Þjórsárdal, að þeir komi ekki
við hjá Hjálp þótt það hafi
verið dálítill krókur. — Tal-
i‘ð hefir verið, að hinn gamli
Sprengisandsvegur byrji hjá
Skriðufelli og var hann allur
varðaður norður í Bárðardal.
Akvegurinn liggur nú inn
Þjórsárdal þar sem gamli veg
urinn var og má þar enn vfða
sjá vörðutorot. En rétt um það
bil er komið er inn á Vikrana
er farfð ytfir grasi gróna
spildu, sem heitir Hallslaut.
Rétt innan við hana liggur
hún yfir vikurau’ðn og er þar
ekkert að sjá fyr en allt í einu
að komið er fram á barminn
á djúpri klettakvos og sér nið
ur í blágrænan hyl. En nið-
ur I þennan hyl steypist fann
hvítur foss, klofinn að ofan
af klettaey á bjargbrúninni,
en sameinast fyrir neðan
hana. Þetta er Hjálparfoss.
Það hefir staðið í mönnum að
skýra nafnið Hjálp á þessum
stað, en mundi ekki fossinn
hafa minnt menn á rangar-
hald, sem kallað var hjálp.
Beggja vegna við fossinn eru
hinir skrautlegustu stuðla-
bergshamrar, þar sem stuðl-
arnir fléttast allavega og
mynda líkt og rósvefnáð. Rétt
fyrir neðan hylinn kemur
önnur samskonar hamragétt,
sem vatnið fellur um og þar
myndast annar hyur; heitir
hann Dýhylur, en Fossbylur
sá efri. Framan í hraunhólm
anum á fossbrúninni er kvos
nokkur með þorskalegum
skógarróðri og vaxa þar einn-
ig ýmsar fagrar jurtir. Er
mjög fagurt í þessari hvos, og
það þótti manninum, sem
flutti þangáð hauskúpu úr
sandinum á Skeljastöðum og
gróf hána þar, svo að henm
skyldi líða betur. — Nú er
verið að leggja nýjan veg um
Þjórsárdal vegna Búrfells-
virkjunarinnar. Hefir verið
gerð brú á Sandá og önnur
brú verður gerð á Fossá,
skammt fyrir neðan Hjálp, og
liggur vegurinn örskammt frá
fossinum. Er líklegt að ferða-
mannastraumur liggi eftir
þeim vegi á næstunni, yfir
Búrfellshálsinn hjá Sámsstaða
múla og síðan upp með uppi-
stöðulóni virkjunarinnar áð
Gjánni og Stöng.
ÞEKKIRÐD
LAIMDIÐ
ÞITT?
VÍSDKORIX)
Kennir veiki hnignað hold,
hvíld þess betri leyfir,
senn vi'ð bleika bræðra moid
bein fúin mér dreifir.
Bólu-Hjálmar.
í RÉTTIR
Kvenfélag Hallgrímskirkju hefur
hina árlegu kaffisölu sína að þessu
einni sunnudaginn 17. október í Silf-
urtunglinu. Eru konur vinsamlegast
beðnar að gefa kökur og hjálpa til við
veitingarnar.
Kristileg samkoma verður haldin í
samkomusalnum Mjóuhlíð 16 sunnu-
dagskvöldið 17. okt. kl. 8. Allt fólk
hjartanlega velkomið.
daga kl. 3—5, nema laugardaga.
Frá Náttúrulækningafélagi Reykja-
víkur. Fundur verður laugardaginn
16. okt. kl. 2 að Ingólfsstræti 22 (Guð-
spekifélagshúsið). Kosnir fulltrúar á
10. landsþing N.L.F.f. og rædd félags-
mál. Félagar fjölmennið.
Kvenfélag Óháða safnaðarins. Fund
ur á mánudagskvöldið 18 þm. kl. 8:30 í
Kirkjubæ. Frú Aðalbjörg Sigurðardótt-
ir mætir á fundinuin. Kvikmynda-
sýning og kaffidrykkja. Takið með
ykkur gesti. ^
Húsmæðrafélag Reykjavíkur. Fyrsti
fundur verarins í Oddfeilowhúsinu,
mánudaginn 18. okt. kl. 8:30. Talað
um brauðabakstur og meðferð mat-
væla. Kvikmyndasýning. Ilafið skrif-
fa i með og fjölmennið.
líin árlega hlutavelta Kvennadeild-
ar Slysavarnafélagsins í Reykjavík
verður um næstu mánaðamót. Við
biðjum kaupmenn og aðra velunnara
kvennadeildarinnar að taka vinsam-
lega á móti konunum, er safna á
hlutaveltuna. Stjórnin.
Frá Guðspekifélagi íslands. Stúkan
dögun heldur fund í kvöld í Guð-
spekifélagshúsinu og hefst hann kl.
20:30.
Sigvaldi Hjálmarsson flytur erindi:
pSpurningln um dulræn fyrirbæri“.
Saumanámskeið. Verzlunin Pfaff
auglýsir í dag saumanáms:keið í fram 1
haldi af Ptoff-sníðanámskeiðunum,
sem haldin hafa verið á vegum verzl-
unarinnar síðastliðin þrjú ár.
Pfaff-sníðkerfið, sem er mjög auð-
lært og auðvelt í notkun, hefir notið
sérstakra vinsælda hér á landi. Hefir
það verið kennt í öllum landsfjórð-
ungum og er nú farið að kenna
það í mörgum skólum t.d. kvenna-
skólanum í Reykjavík, húsmæðra- og
gagnfræðaskólum og námsflokkum
Reykjavíkur. Á þessum þremur ár- :
um hafa meira en 3000 konur og
stúlkur lært þetta kerfi, og nú tr
kennslubókin komin á íslenzku.
Á saumanámskeiðunum sníða kon-
urnar sjálfar, þræða, máta og sauma, *
allt undir handleiðslu faglærðs kenn-
ara. Auk þess læra þær ísetningu erma,
ganga frá vösum og vasalokum,
sauma „pespeleruð“ hnappagöt,
sauma rennilása í o.fl. o.fl.
hað gefur auga leið að mikið má
spara með því að auma heima, og
má því búast við mikilli þátttöku í
námskeiðum þessum.
KAUPMAN NASAMTÖK
ÍSLANDS
KVÖLDÞJÓNUSTA
VERZLANA
Vikan 11. okt. tU 15. okt.
Verzlunin Laugranesvegi 1Í6. Kjöt-
búðin, Langholtsvegi 17. Verzlun
Arna Bjarnasonar, Miðtúni 38. Verzl-
j un Jónasar Sigurðssonar, Hverfisgötu
I 71. Hjörtur Hjartarson, Bræðraborgar
stíg 1. Verzlunin Herjólfur, Grenimel
12, Austurver h.f., Skaftahlíð 22—24.
Ingólfskjör, Grettisgötu 86. Kjötverzl-
un Tómasar Jónssonar, Laugvegi 2.
Gunnlaugsbúð, Freyjugötu 15. Stór-
holtsbúð, Stórholti 16. Sunnubúðin,
Laugateigi 24. Kiddabúð, Garðastræti
j 17. Silli & Valdi, Asgarði 22. Alfa-
1 brekka, Suðurlandsbraut 60. Laufás,
j -»au£ásvegi 58. Sunnubúðin, Sörla
i skjóli 42. Vogabúð h.f., Karfavogi 3L
I K.s,n, Hrísateig 19.
GAIMALT og con
Sofa urtu börn
á útskerjum,
veltur sjór yfir,
og enginn þau svæfir.
Sofa kisubörn
á kerhlemmum,
murra og mala
og- enginn þau svæfir.
Sofa kisubörn
á grjóthólum,
urra og ýla,
og engin þau svæfir.
Sofa bola börn
á báshellum,
moð fyrir múla,
og enginn þau svæfir.
í mjúku rúmi,
Sofa manna börn
bía og kveða,
og babbi þau svæfir.
M inningarspjöld
Minningarsp^öld Ekknasjóðs Reykja
víkur eru til sölu á eftirtöldum stöð-
um: Verzlun Hjartar Hjartarsonar,
Bræðraborgarstíg 1. Geirs Zöega, Vest-
urgötú 7. Guðmundar Guðiónssonar,
Skólavörðustíg 21 A Búrið, Hjallaveg
Minningarspjöld Kvenfélags Hall-
grímskirkju fást í verzluninni Grettis
götu 26, b^kaverzlun Braga Brynjólfs-
sonar, Hafnarstræti og verzlun Björns
Jónssonar, Vesturgötu 28.
Hœgra hornið
Væri það í tízku, að mannfólk-
ið gengi nakið, myndi maður
sennilega tæpast taka eftir and-
litunum.
Er þetta það, sem koma skal?
VáSfMisi r
járniðnaðarmenn
til framleiðslu á olíuspilum. — Góð laun.
Vélaverkst. Sig. Sveinbjörnsson hf.
Skúlatúni 6. — Reykjavík.
Laugavegi 33.
Hjúkrunarkvennasloppar
Skrifstofuhúsnæði
Oss vantar 2 til 3 skrifstofuherbergi, samtals 40 til
60 fermetra. — Upplýsingar í síma 11365.
SiEdarverksmiðjur ríkisins
Laghentir menn
óskast til iðnaðarstarfa.
Trésmiðjan Víðir
Laugavegi 166.
Höfum tíl sölu
Úrvalsgóðan Land-Rover, velklæddan að
innan.
Volvo 544, árg. ’62. — í góðu lagi.
Opel Record ’62. Glæsilegur bíll.
Nýinnfluttur.
J. C. B. - 6 skurðgrafa, árg. 1964 með
lokuðu húsi og miðstöð.
BilasaEa Guðmundar
Bergþórugötu 3. — Símar 19032 og 20070.
Atvinna
Dalvíkurhreppur óskar að ráða skrifstofustjóra frá
næstu áramótum. Laun skv. launfl. bæjar- og
sveitafélaga. Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf skulu sendar Aðalsteini
Oskarssyni oddvita Dalvíkurhrepps fyrir 15. nóv.
1965.
Dalvík, 13. október 1965.
Oddvitinn.
ORMUR
Sviptir í dag blœjunni trá undirheima-
starfsemi okraranna í Reykjavík
og upplýsir m.a. stórfelld skattsvik!
Lesið Nýjan Storm kaupið Nýjan Storm
Cerist áskrifendur.
rlwmuR segir sannleikann.
Afgreiðsla Laugavegi 30
— Símar 11658 og 22929.