Morgunblaðið - 15.10.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.10.1965, Blaðsíða 3
! Föstudagur 15. ofctóber 1965 MORCUNBLADIÐ 3 ÓNEITANLEGA er )>að þægi leg tilfinning og vekur örygg | iskennd — eftir að hafa ekið ' svarta anelana norður á Kili — þegar rauður ljósvitinn á hinni nýju athugunarstöð Veðurstofunnar á Hveravöll-: um birtist í fjarska. Veðurathuganir hafa farið fram á Hveravöllum undan- farin sumur, en nú í íyrsta sinn búast athugunarmenn tiJ vetursetu þar. Eru það hjónin Ingibjörg G-uðmundsdóttir, sem unnið hefur á Veðurstof- unni um skeið og Björgvin Ólafsson prentari. Athugunarstöðin stendur á Veðurathugunarstöðin á Hvervöllum Yið veðurathugun á Hveravöllum Ingibjörg færir athuganirnar inn í bækur. háum mel vestur af sseluhúsi Ferðafélagsins með víðum sjóndeildarhring, sem tak- markast að vísu nokkuð af jöklum og fjöllum, en til norð urs sést allt til Skagafjarðar- fjalla. Þarna hefur Veðurstof- an reist ágætt íbúðarhús með hitaveitu úr nærliggjandi hver — og athugunartækjum komið fyrir skammt frá hús- inu. Margir álíta ef til vill að þar verði einmanalegt inn í regv.i- óbyggðum, iþegar vetur geng- ur í garð, en óneitanlega er eitthvað heillandi við það. Og að athuguðum ölluom búnaði er sýnt að ekki mun væsa um íbúana. Þegar við heimsóttum þau Ingibjörgu og Björgvin um síðustu helgi létu þau hið bezta yfir sér. Þau kváðust að vísu lítið hafa verið ein fram til þessa. Hópur manna frá Veðurstofunni var t. d. nýfarinn þaðan. Unnu þeir veðurstofumenn að því að koma fyrir tækjum og ljúka ýmsu öðru, er gera þurfti fyrir veturinn. ,,Það eru allir að tala um einbúana á Hvera- völlum“, sagði Ingibjörg, „en mér hefur fundizt þetta Íík- ara hóteli hingað til. Það breytist nú líklega, þegar fer að snjóa“. Þau Ingibjörg og Björgvin teljast nú til búenda í Svína- vatnshreppi í Húnaþingi. Tveir af fyrirsvarsmönnum hreppsins heimsóttu þau í fyrri göngum og greiddu þau þá m.a. sjúkrasamlagsgjald. Þórður Þorsteinsson á Grund sendi þeim síðan kvittaðar sjúkrasamlagsbækur með seinni gangnamönnum og lét þessa vísu, sem „varð til eina nóttina í göngunum um dag- inn“ fylgja: „Reist er bú til reginfjalla, rekkum finnst það skrítið — öllum. Eyvindur og önnur Halla aftur búa á Hveravöllum". Ekki verður þó annað sagt, þegar rústir af hreysi Eyvind- ar og Höllu eru skoðaðar, en að mikill hefur munurinn ver- ið á hýbýlum þeirra og hinna nýju Hveravallabúa. Veðurathuganir eru gerðar á Hveravöllum á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn. Það var fróðlegt að fylgjast með Björgvin, þegar hann fór til athugunar kl. 9 á sunnudags- morguninn. í fyrsta skýlinu, sem hann gekk að, voru einir fimm hitamælar, „þurr“ mæl- ir og „votur", mælir, sem sýndi hámarkshita og annar lámarks hita frá síðustu athugun. Þá er og samanburðarmælir í „enska skýlinu" svonefnda. Næst athugaði hann úrkomu- mæla, eina þrjá eða fjóra Einn þeirra er sjálfritandi og annar af alþjóðlegri gerð eru til þess gerðir og sýnis- hornum haldið til haga. Athugunarmaðurinn verður hverju sinni að meta vindátt- ina og skyggnið og styðst þar við fjarlægð fjallanna. Einnig verður hann að segja til um, hvaða tegund skýja er á iofti. Athugun er þó ekki lokið með þessu. Inni í húsinu eru m.a. loftvogir, sem lesa þarf af og síritandi vindmælir. Loks eru svo allar tölur færð- ar inn í bækur. Ekki er óliklegt að stund- um næði naprir vindar um veðurathugunarstöðina á Hveravöllum i vetur. Þau Ingi björg og Björgvin segjast að vísu ekki vita enniþá, hversu vond vetrarveðrin geta orðið þar — en þau kvíða engu. Til Bjorgvin athugar einn úrkomumælinn. Björgvln Olafsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir. („Skotapilsið" kallaði Björg- vin hann). Úrkomumagnið í hverjum fyrir sig er mælt og sýnishornum, sem síðar verða rannsökuð, haldið til haga. I frostum og snjó verður að taka mælana inn og þýða í þeim og „vota“ hitamælirinn verður að þýða áður en lesið er af honum. Þarna eru og mælar, sem mæla jarðhitann í 2 sm., 10 sm. og 20 sm. dýpt og inni í vélahúsinu er lesið af tveimur sjálfritandi jarð- hitamælum — og er annar þeirra í eins metra dýpt. Komið hefur verið fyrir 25 stikum og verður að mæla snjódýptina við hverja iþeirra, þegar byrjar að snjóa. Einnig fara þá fram snjómælingar með hólkum, sem sérstaklega öry'ggis munu þau strengja línu frá húsinu út að athug- unartækjunum — staðráðin í þvi að láta athugun ekki falla niður vegna veðurofsa fyrr en í fulla hnefa. S T\ K S T H\ \ lí Sóun á forsíðu Forsiða Timans i, gær var tll þrifalítil. Henni var sóað i að birta kafla úr „ræðu“, sem Ey- steinn Jónsson, formaður Fram sóknarflokksins flutti á Alþingi í fyrradag, þegar forsætisráð- herrá hafði birt yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar, sem getið var um i Morgunblaðinu í gær. Þessi „ræða“ aðalforustumanns stjórn ! arandstöðunnar á íslandi er þannig úr garði gerð, að full ástæða væri til þess að gefa hana út sérprentaða og dreifa á öll heimöli Islands, hún er bezta beimild, sem til er um það, að Framsóknarflokkurinn hefur ná kvæmlega ekkert fram að færa í þjóðmálabaráttunni. „Ræða" Ey- steins Jónssonar var svo einstak lega ómerkileg og lágkúruleg, a9 sjaldgæft er, að forsiða dagblaðe sé lögð undir slik skrif. Hvex er „Hin leiðin"? Að svo miklu leyti, sem hægt er að fá einhverja meiningu út úr því, sem Eysteinn Jónsson sagði á þingfundj í fyrradag, virff ist það einna helzt vera það, aff hann boði eitthvað, sem hann kallar „hin leiðin“. En greinilegt er að „hin leiðin“ er meira en litið þokukennd í huga Eysteins. Hann segir að „til þess að átta sig ofurlítið á þessu er kann- ski nauðsynlegt að spyrja sjálfan sig örfárra spurninga, ef það gæti orffið til þess aff blása þokunni eitt- hvaff frá, ef mönnum finnst þess þurfa“. Og Eysteinn spyr sjálfan sig margra spurninga, en greinilegt er, aff hann getur ekki blásið þok unni úr sinum eigin huga, því að engin svör hefur hann við þessum spurningum. Þó eru þess ar spurningar Eysteins afskap- lega einfaldar og auffvelt að svara þeim. Hann spyr t.d.: „á að efla menntun og gera þaff sem þarf til þess, aff byggja skóla og annaff í sömú átt“. Auffvitaff á að géra þetta. Og það sem meira er, rikisstjórnin er einmitt aff vinna aff þessu, og hefur þegar fram- kvæmt stórvirki í þessum mál- um. En Ijóst er, aff Eysteinn veit ekki sjálfur hver „hin leiffin“ er, og þaff er heldur ekki von. Greini legt er af „ræffu“ þessa stjórn- málaforingja, aff hann er svo fullkomlega staffnaffur í þröng- sýni og afturhaldi, aff honum er fyrirmunað aff marka nokkra nýja stefnu andstæða stefnu rík- menn aff vera feimnir við að geti valiff á milli um. * - Ovinsældir Eysteins skiljanlegax Eftir aff þessi endemis „ræða‘ Eysteins hefur verið birt á for síffu Tímans, skilst mönnum bet ur, hvers vegna óánægjan me< flokksforustu hans er orffin sv< mögnuð. Sannast sagna liljót; samþingsmenn hans og flokks menn aff vera feimnir viff aí lúta forustu manns, sem flytui jafn þokukennt þrugl um mikili vert mál eins og forustumaðui Framsóknarflokksins gerði á A1 þingi í fyrradag. Það hefði verií hyggilegt af Tímanum að láti svo sem þessi „ræða“ hefði aldre verið flutt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.