Morgunblaðið - 24.10.1965, Blaðsíða 11
MOKQUNBLAÐIÐ
ii
Gengis Khan var fæddur á
bökkum Onon árið 1167, sonur
Yesugei, ættarhöfðingja Kiyata
og var skyldur Kutula þeim er
verið hafði Khan Mongóla 1161.
Honum var gefið nafnið Temud
jin, sem þýðir járnsmiður, eftir
Tataraforingja einum er faðir
hans tók til fanga um þær
ínunclir er sveinninn var í
heiminn borinn. Temudjin
missti föður sinn þrettán ára
gamall — Yesugei var byrlað
eitur í veizlu einni er hann
sótt til Tatara — og leituðu
menn föður hans þá á náðir
annarra foringja en Temudjin,
móðir hans og yngri bræður
urðu að sjá um sg sjálf. Engum
áreiðanlegum sögum fer af því
sem um þau varð næstu tuttugu
árin, en fjöld er til af munn-
mælum um afrek Temudjins
þennan tíma. Um 1185 gekk
hann í þjónustu Toghrils, krist-
ins konungs Keraita, eins og
faðir hans hafði gert á undan
honum og hófst þar skjótt til
metorða fyrir hersnilli, kænsku
og hreysti. Temudjin var kjör-
inn Khan Mongóla árið 1193 og
ári síðar herjaði hann fyrsta
sinn á Tatara. Síðan komu
nokkrar sögulegar herferðir og
margar og miklar orustur þar
sem valt á ýmsu, en árið 1206 á
miklu og fjölsóttu kuriltai-
þingi Mongóla — á bökkum
Onon, tók Temudjin upp tign-
arheitið Gengis Khan eða
„Heimsdrottnarinn". Þá lauk
hann þar við að skipuleggja her
sinn og setti yfir nítíu og þrjú-
þúsund herforingja og má af því
marka hve mikið lið það hefur
verið. Þá var líka hafin skrán-
ing lagabókar hans, Yasa. Ári
síðar höfðu fleiri þjóðflokkar
gengizt honum á hönd og þá
réð Gengis Khan allri Miðasíu
allt til Karakitai. Árið 1211 hóf
hann styrjöld gegn N-Kínverj-
um, brauzt í gegnum Múrinn
mikla 1215 og tók Peking tveim-
ur árum síðar.
Arið 1223 þóttist Gengis
Khan hafa nóg að gert eystra,
fól styrjölflina í hendur herfor
ingjum sínum en hélt sjálfur í
vesturátt ásamt þremur sonum
sínum, Chagatai, Ogedei og
Tolui, og herjaði allt norðan
frá Kashgar og Khorasmíu og
langt suður í Persíu, lagði und-
ir sig mörg lönd og mikil og
fór svo heim til Mongólíu 1225
að hvíla sig eftir erfiðið. Her-
foringjar hans, Subetei og
Jebe, héldu áfram ferðinni og
ailt vestur á rússnesku slétt-
urnar við Dnjepr, þar sem stóð
orusta þeirra og 80.000 manna
liðs Rússa 31. maí árið 1222.
Höfðu Mongólar sigur og héldu
þá suður til Krím og síðan
aftur heim.
Lát Gengis Khans og skipting
ríkis hans
Gengis Khan lézt af hitasótt
18. ágúst 1227. Elzti sonur hans,
Jochi, hafði dáið í febrúar sama
ár, og það af ríki Gengis Khans
sem honum bar, féll nú í hend-
ur syni Jochis, Batu, en það
var allt landið milli Aral og
Volgu og „eins langt þaðan og
mongólskir reiðmenn hafa far-
ið“. Chaghatai fékk lönd öll
milli Bokhara og til landa Uig-
hura og Ogedei lönd Naimana
austan og norðan Balkash-
vatns. Tolui, yngsti sonur Geng
is Khan og eftirlæti, sem átti
hina kristnu Sorghoktani, prins
essu Keraita, fékk loks í sinn
hlut ættland Mongóla það er áð
ur sagði. 13. september 1229
kom svo Kuriltai-þingið sam-
an og kjöri til Khans eftir
Heimsdrottnarann látna og að
hans óskum Ogedei „gáfaðast-
en, 1 júfmannlegastan og drykk-
felldastan“ hinna fjögurra sona
Gengis Khan.
Árið 1236 sendi Ogedei 150
þúsund manna lið að leggja
undir sig Evrópu. Yfirmaður
liðs þessa var Batu, sonur Joc-
his, Khan sléttulandanna’ miklu
milli Aral og Volgu, en æðstur
„hermálaráðunautur“ var hinn
sextugi og síkæni Subetei, sem
áður gat. Bræður Batus þrír
voru þarna einnig, Ordu, Berke
og Shiban og tveir synir Oge-
deis, Kuyuk og Kadan og Kaidu,
sonarsonur hans og Mongke,
sonur Tolui en Chaghatai sendi
sinn son Baidar og sonarson-
inn Buri. Þetta var mikil her-
ferð og löng og margár orustur
voru í henni háðar og mann-
skæðar mjög, en henni lauk
snögglega vorið 1242, er fregnir
bárust vestur um dauða Oge-
deis. Þótti þá mörgum, sem
kraftaverk hefði bjargað Ev-
rópu undan Mongólum, er sást
hvar þeir lögðu á hesta sína
og héldu austur.
Meðan herjað var á Rú.ssa
lentu tveir frændur Batu, Kuy-
uk og Buri í illdeilum við hann
og var ástæöan ágreiningur um
drykkju, en drykkjuskapur var
þjóðarlöstur Mongóla, eins og
kunnugt er. Ogedei lézt í des-
ember 1241, af ofdrykkju, sem
sögð var stafa mjög af því
hversu hann harmaði lát Tolui
bróður síns, sem lézt af sömu
sökum árið 1232. Turakina,
ekkja Ogedeis, stjórnaði ríkinu
í fjögur og hálft ár með að-
stoð Chaghatais, sem lézt 1242.
Turakina fór ekki að beirri ósk
Ogedeis á banabeði að við ríkj-
um tæki eftir hann Siremun
sonarsonur hans, heldur vildi
hún koma til valda sínum syni,
Kuyuk, sem hún unni mjög.
Kallað var saman Kuriltai en
tafðist, m.a. vegna þess að Batu
kvaðst orðinn svo gigtveikur að
hann ætti ekki heimangengt
lengur. Vildu þá margir aðrir
heima sitja líka. Þingið kom
loks saman sumarið 1246 og
meðal þeirra sem horfðu á, er
Kuyruk var kjörinn Khan 24.
ágúst voru klerkurinn Carpini
og þeir félagar þrír.
Enda þótt þeirra tíma menn
gætu ekkert um það vitað, var
þá úti ógnun Mongóla við Ev-
rópu. Vorið 1248 héldu Kuyuk
og Batu til fundar hvor við
annan skammt frá Balkash
vatni og fóru sér báðir hægt.
Engum getum verður að því
leitt, hvort þeir hefðu sætzt
þar heilum sáttum eða barizt
upp á líf og dauða, því þegar
ekki skildu þá nema nokkrar
dagleiðir dó Kuyuk — af of-
drykkju, eins og faðir hans
og frændur flestir, þeir er ekki
féllu fyrir vopnum.
Kjörinn var til Khans eftir
Kuyuk Mongke, sonur Tolui
og Sorghoktani, en ekkja
Kuyks, Oghul Ghaimish, sem
sögð var göldrótt, var tekin af
lífi og sömuleiðis Buri og-Sire-
mun. Mongke var maður hag-
sýnn og raunsær. Hann lét
Evrópu lönd og leið en sneri
sér að því að tryggja völd
Mongóla í Asíu og herja á Kína.
Sama gerði bróðir hans og eftir
maður í embætti, Kubilai hinn
spaki, sem ríkti frá 1260 til
1924.
Fyrirmynd 20. aldar!
í lok þessa söguágrips síns
segir Painter að grimmúðlegar
aðfarir Mongóla í upphafi hafi
verið óskaplegastur hernaður
hér á jörðu unz kom fram á
þessa öld, en síðar hafi Mongól-
ar reynzt mætir stjórnendur og
réttlátir, umburðarlyndir í trú-
málum og mjög stuðlað að frið-
samlegum skiptum manna í
löndum sínum og eflt menntun
og vísindi.
„Við getum hrifizt af villi-
mannlegri hreysti Mongóla, ör-
læti þeirra, skáldskap og tígu-
legri reisn“, segir Painter, „því
þó okkur sé um og ó að dást
beinlínis að þessum sögufrægu
villimönnum, þá er margt líkt
með þeim og Grikkjum Hómers
og Barbörunum evrópsku, sem
réðu niðurlögum Rómar“.
Sendiför Carpinis
Það hafði ekki verið tekið út
með sældinni fyrir Carpini og
þá félaga að komast á kuriltai-
þingið, sem loks kjöri Kuyuk
til Khans yfir öllum Mongólum.
Þeir bjuggust líka við hinu
versta, bræðurnir, því þetta var
aðeins réttum fjórum árum eft-
ir að Mongólar höfðu ætt yfit
Pólland og Ungverjaland eins
og logi yfir akur, „Við óttuð-
umst“, sagði Carpini „að Tart-
arar myndu drepa okkur eða
halda okkur föngnum ævilangt,
eða að á okkur myndu lagðar
svo miklar hörmungar sökum
hungurs, þorsta, kulda, hita, ó-
svífni og yfirgengilegs erfiðis
að við myndum ekki við þola,
og allt kom þetta fram, utan
dauði og fangelsun, í miklu rík-
ari mæli en við höfðum við bú-
izt\
Sagt er frá aðdraganda far-
arinnar og henni sjálfri í öðrum
kafla greina Painters, sem nefn-
ist ,-,Sendiför Carpinis“. Segir
þar m.a., að Innócentíus IV
páfi, sem kjörinn var í það em-
bætti 1243, hafi haft í nógu að
snúast þar sem var styrjöld sú,
er hann átti í á Norður-Ítalíu
við Friðrik II keisara, og hafi
því ekki látið innrás Mongóla í
Evrópu til sín taka svo neinu
skipti. En nú var svo komið
málum að íhlutan páfa var nær
óhjákvæmileg, vegur embættis
hans var í veði. Gerði hann því
út menn af örkinni að bera
Heimsdrottnaíanum í austri
kveðju sína og skilaboð, þar
sem páfi lagði að Mongólum að
bæta ráð sitt og láta skírast.
Minnir hann þá á að reiði
Drottins vofi yfir höfðum þeirra
og spyr skýrt og skorinort, hvað
þeim hafi gengið til að vilja út-
rýma öðrum þjóðum og hvað
þeir hyggist næst fyrir.
Sendi páfi dóminikanska
munkinn Ascelin suðurleiðina
austur um Persíu og segir ekki
af honum hér, en norðurleiðina
fór. sá mæti klerkur Carpini,
frá smábæ skammt frá Perugia
á Ítalíu, nokkuð norðan Rómar.
í Perugia er nú frægur háskóli,
sem Mússólíni stofnsetti á sín-
um valdadögum og þar er út-
sýn fögur svo af ber. Skammt
frá Perugia er hið helga þorp
Assisi, þar sem heilagur Frans-
iskus talaði við fugla og menn
og hélt uppi reglu sinni, sem
síðar breiddist út um allar jarð-
ir.
Carpini var maður víðförull
og lífsreyndur, hafði starfað að
útbreiðslu Fransiskusarreglunn
ar, (sem hann gekk í ungur), í
Þýzkalandi um árabil, farið um
og prédikað, skipulagt munklífi
og stofnsett klaustur og gert
út menn til Bæheims, Ungverja
lands, Hollands og jafnvel allt
til Danmerkur og Noregs. Um
hann var sagt, að hann hefði
verið munkum sínum eins góð-
ur og stjórnsamur meðan hann
var ábóti og hæna ungum sín-
um. Hann var svo feitur maður
og mikill vexti að hann fór
flestra sinna ferða ríðandi á
asna — „og á þeim tíma sýndu
menn asna bróður Carpinis
meiri virðingu en þeir sýna nú
settum klerki“ skrifar annáia-
ritari nokkru síðar fullur vand-
lætingar. Þegar Carpini lagði
af stað í austurförina árið 1245
var hann sextugur að aldri, til
hennar kjörinn fyrir sakir marg
víslegrar reynslu sinnar og
mennta og mikilla gáfna, en
ekki síður fyrir dugnað sinn,
áræði og úrræðagetu, sem oft
hafði á reynt á löngum starfs-
ferli í kirkjunnar þágu. Hann
átti enda ekki einasta að vera
sendiboði páfa til Mongóla held
ur líka fyrsti trúboðinn í Mið-
Asíu.
Carpini og þeir félagar lögðu
af stað frá Lyon á páskadags-
morgun 16. apríl 1245. Síðan
er í frásögninni rakið ferðalag
þeirra og m.a. sagt frá þvi að
þeir hafi farið frá Kiev 3. febr
úar 1246 og 20 dögum síðar
verið komnir til fyrstu varð-
stöðva Mongóla „þar sem Tart-
arar æddu að okkur með al-
væpni, spyrjandi hvers konar
mannsl^epnur við eiginlega vær
um“ eins og segir í frásögn
Carpinis.
Ári síðar eða 16. apríl 1243
fóru þeir yfir Uralá og höfðu
þá gist ógnvaldinn Batu, sonar-
son Gengis Khan á bökkum Dón
ár, um hálfsmánaðartíma.
Héldu þeir síðan sem leið lá
austur og var för þeirra hraðað
sem mest mátti, svo þeir kæm-
ust á kuriltai-þingið, er kjósa
átti Mongólum nýjan Khan í
stað Ogedeis, sonar Gengis Kans
og arftaka í embætti, er látinn
var þá fyrir nokkru. Þeir riðu
dagfari og náttfari og alltaf
biðu þeirra nýir hestar og ó-
þreyttir, þó sjálfir væru þeir
að niðurlotum komnir og kom-
ust loks til sumarhallar Mon-
góla-keisara í Sira Ordu 22.
júlí. Þá höfðu þeir- farið 3000
mílur frá bækistöð Batus við
Dóná á 106 dögum eða að jafn-
aði 30 mílur á dag.
I Sira Ordu voru þá saman
komnir höfðingjar Mongóla og
handgenginna þjóða víða vegu
að, þeirra á meðal faðir Alex-
ander Nevskys, Yaroslav, Sús-
dalahertogi úr Rússíá sem lézt
skömmu síðar og varð „undur-
samlega grænn“ eftir andlátið.
Töldu munkarnir það myndi
stafa af eitri er Mongólar hefðu
byrlað honum, en ekki er það
sannað mál.
Það tafði fyrir kosningu
Khansins að haglél féll af himn
um 15. ágúst og skaut mönnum
mikinn skelk í bringu. Kuyuk
varð loks kjörinn 23. ágúst eins
og áðúr sagði.
f» . ..,t n ". y, „ fix
ttu? Vt'ttt'tttt ttttr.il
(■ «•. «.«m .wwt
pítt.' fmccct*. auitU*
vf*-’ ováxnt- ptmtt. c«<‘ tsíiV/n
RtCH.tlt: ,Vt'
Ittiti v'c r .i?t,-it-/*: ,-.,tt t
... p.-.tf^u „tvH.,
-tí'ff' fxitmc ***i Ur/W
njt \*t r flc ctmyt*
íam •jtutf't 'ýhtuc
i.»t« t>utn^uu*u<t /M
cnn- vtt mcbd-'ðe
ZCtCC£*n*XiX> yjctcC
t*ut| t?’<ýiu<ín)
ntmSc
<í<*m <**/H*v tcucxjfu.e cft
isvowt jitilH*. ♦ít dSöifimu
« C-O cúy&tf.cx .4*
ýt4i.4 CUttfij cAxy
fxitiitir tiítttHV.
wítu>ic*n 't&ut -i
^ jn
not. ivnt pjju...Ht)
<mjtt <<fauotzí cmtm cae. x,
ftvxttnc -tu.iKSh.u tt.'.t .X .
..... c.ttí, c.tt .(Uiv
-'.utt'. f -U'
/< («',' í t ...
r* Ai'.'fit t"
&»«• fSeiteojrfio* ..............
... - i.tt.t'n. Vu.t.t., h .Kuia-c
tt. /*(« t tt> >«tt...ttrtu; ct.tntt
^tcam pxtnrto t,t,n.vjc.i.nt.«?
tgóá ,tc»m«re<* foffknr
OHritvtV vttn.'tn t*t.-íte.C. f\f
ÍUt.iSO n.tt. h<ttk«'«' •)««<. hn.
Krfiattt' v" Hftxtty* (uttc
ÍVt# ,t4v«vj. ptyr«t*nc
itc.C fittmtcjl tcvffírotu
Ct f\c tult«tí‘tt Cf\ CVCC.’Otttt'
feuMwottutn A«'<) ,pwX‘tti Vctv
. /.<«>.*"« nucti. ttí ■'
.tittt.'. iv: A',)t.ccuct< *«>. tm«i
ttnit..'., fUiiícCricntcí ccltifUOb
fu*e pn«(*kc; ctc.'x «.>! t- .',Ci
tiín-A. .«? t-n'tW t mw« fnt,t
4'OCC Ct.A'nt »f»í Crtjcvt
p. .tu t't,.' vt. "■ vcf ci cl'.mt ti,
.rntrv'e .y ..>*St ctm««tc^»m+ ...
IV ,tsúi (vfcz c^uot- pl .?
ftzcjH# clcticmct'tttU «!.* ttitu^,'
ttmttccimtt ,tit.? hcc cffít
psSkwnr f u Sur fUfxic fcH.lc
-’t t.rt.tt’ tk*v J','t>/tí,ii .«$,,'
f'tt t. rttxt .fuamcanm fAtntc
«:«..«>, ptnt fccnu: ct i),.
'.v.ylc: «:«. ... v.tttií w« irtt.tt./
v t'tx.t. f >,K CHV|.'«:'<v«í*»! ,i5
p ^cú'i't.’.t ttt^v.t Vtv«.| -iítí«\.
!«««« t.vtt.!.' jt'ÍH* tHtt'i.C litV-ri'
i2ttt 'fmiirtitlCiVHcpíi .tS
tHcci tO //«- «"««.'tit»:«: \xx« »tt
c« .-t •'.*!!« r««"*,iH« ni ivttííccrtítíí
fo'n y„«v«.-•( 1*01 t.tu.trt'.
Blað úr handriti að Tartara frásögninni. Eins og sést við
samanburð, er þetta sama höndin og á Vínlandskortinu,
en stærri og skýrari.
Bið varð á þvi að sendiboðar
páfa fengju áheyrn hjá Kuyuk,
sem sagður var maður greind-
ur en svipþungur og stökk
sjaldan bros. Gengu sendiboðar
fyrir hinn nýkjörna Khan og
færðu honum gjafir sínar, en
Carpini og þeir félagar áttu
ékkert fémætt úr páfagarði, það
hafði allt verið af þeim tekið á
leiðinni og ekki þótt mikð. Fyrt
ist Kuyuk við, er engar fyigdu
gjafirnar þessum vestrænu le-
gátum og neitaði að taka á móti
bréfi páfa en hélt sendimönn-
um hans hjá sér við heldur illt
atlæti allt fram í nóvember.
Þá fengu þeir að ganm h*
hann öðru sinni og tók li
þeim að vísu ekki vel en þ-
nokkru betur en hið fyrra sinn-
ið og svaraði bréfi páfa. Er hað
bréf hans enn til í bréfarnfni
Vatíkansins. (Má skjóta því
hér inn í Tartarafrásögnina, að
ekki er að efa, að ýmislegt varð
andi íslenzk málefni á kaþólsk-
um tíma er þar einnig geymt,
þó ekki hafi það verið rann-
sakað gaumgæfilega. Þegar öll
kurl koma til grafar í þeim
efnum, má ætla, að ýmislegt í
kaþólskri sögu fslands verði
séð í öðru ljósi en verið hefur
til þessa). Bréfið fengu bræð-
urnir í hendur 13. nóvember
og héldu heimleiðis samdægurs.
Þeir héldu suðurleiðina aftur
í páfagarð og fengu illa ferð og
harða. Oft urðu þeir að leggjast
til svefns úti undir beru lofti
og vöknuðu í snjókófi og hragl-
anda og voru stundum aðfram-
komnir. Eftir sex mánaða ferða
lag komust þeir aftur til Batu
og hans manna og héldu síð-
an áfram og sveigðu fyrst í
norður og komust loks aftur á
fund páfa í Lyon 18. nóvem-
ber 1247 og þóttust þá „sem úr
helju heimtir".
Páfi tók þeirr, hið bezta og
gerði Carpini að bhskupi í Da.-
matíu fyrir bragð.C. „Af þvl
þú hefur verið trúr yfir Iitlu“,
sagði páfi, sem taldi það engin
sérleg stórræði dyggum kirkj-
unnar þjóni að fara 8000 mílna
veg við vosbúð og harðrétti í
hennar þágu þó öðrum þætti
nóg um, „mun ég setja þig
yfir mikið“. Carpini lézt í Peru-
gia 1. ágúst 1252.
Næstu kaflar ‘segja frá heim-
ildargildi Tartarafrásagnarinn-
ar og frá því sem skráð hefur
verið um ferð þessa annars stað
ar og ræða sitthvað annað varð-
andi hana, en það skiptir Vín-
landskortið litlu máli og verður
ekki rakið hér frekar, en þessi
frásögn af Tartarafrásögninni
látin nægja. f næstu grein segir
frá rannsóknum R. A. Skeltons
á Vínlandskortinu.
iókohillur
í teak og eik.
Kristján
Siggeirsson hf.
Laugavegi 13. S. 13879 - 17172.
Peningalán
Útvega peningalán:
Til nýhygginga.
— íbúðarkaupa.
— endurbóta á íbúðum.
Uppl. kl. 11-12 f.h. og 8-9 e.h.
Sími 15385 og 22714.
Margeir J. Magnússon
Miðstræti 3 A.