Morgunblaðið - 10.11.1965, Síða 12
12
MORGUNBLADIÐ
Miðvíkudagur 10. nóv. 1965
andstaðan reyndi að notfæra
sér hið almenna áhugaleysi,
sem fram hefur komið hjá al-
menningi á þessum kosning-
um nú og túlkað þær sem
andúð á Pearson, stjórn hans
og flokki, en Sósíalkredit-
flokkurinn og Nýi Demókrata
flokkurinn reyndar sem
andú’ð á báðum hinum gömlu
flokkum lands, íhaldsflokkn-
um jafnt sem Frjálslynda
flokknum, en það eru þeir
flokkar, sem yfirleitt hafa
skipzt á um að fara með völd
í Kanada.
Áhugaleysi í kanadisku
þingkosningunum
S.L mánudag fóru einnig
fram þingkosningar í
Ka'nada. >ar reyndi Lester
Pearson, forsætisráðherra að
tryggja floklti sínum, Frjáls-
lynda flokknum og minni
hiuta ríkisstjórn hans meiri
hluta á þingi. Kjósendur voru
tæpl. 11 millj. og áttu þeir að
velja á milli Frjálslynda
flokksins, íhaldsflokksins,
Nýja demókrataflokksins og
Sósíalkreditflokksins. Úrslit
kosninganna benda eindregið
tii að fylgi Frjálslynda flokks
ins hafi lítið sem ekkert auk-
izt og að tala þingmanna hans
muni verða svipúð og áður.
Hlýtur þetta að skoðast sem
talsverður álitshnekkir fyrir
Lester Pearson og flokk hans
og verður ekki til þess að
efla ríkisstjórnina.
í kosningabaráttunni var
aðalumræðuefnið einmitt vilji
Frjálslynda flokksins til þess
a'ð öðlast meiri hluta á þingi,
enda var það tilefni kosning-
anna. Fyrir kosningarnar
hafði Frjálslyndi flokkurinn
113 og íhaldsflokkurinn undír
forystu Diefenbakers 85 þing-
sæti af alls 265 í neðri deild
kanadiska þingsins. önnur
málefni urðu hins vegar meira
eða minna út undan, enda
héldu talsmenn ' stjórnarand-
stöðunnar því fram, að þser
væru algerlega óþarfar.
bar Pearson á brýn, að hann
væri hræddur við þingið og
reyndi áð breiða yfir hneyksli,
en þó nokkuð hefur borið á
þeim í kanadískum stjórnmál
um.
Greinilegt var. að stjórnar-
Macapagal á kosningafundi
Ovenjuleg kosningabar-
átta á Filippseyjum
Lester Pearson
Þetta væru „kosningar um
ekki neitt“. Stjórnin gæti vel
beðið me'ð kosningar þau tvö
ár sem eftir voru af kjörtíma-
bilinu.
Minni hluta stjórn Pearsons
hefði alltaf notið stuðnings
frá öðrum flokkum, þannig að
hún hefði alltaf verið starf-
hæf. Til hvei-s ætla'ðist Pear-
son að nota meiri hlutann, ef
hann hlyti hann. Þannig
spurði t. d. leiðtogi Frjálsa
Demókrataflokksins, Douglas
fullur tortryggni og leiðtogi
íhaldsflokksins, Diefenbaker
f GÆR fóru fram forseta- og
þingkosningar á Filippseyjum.
Fóru þær fram að afsta'ðinni
kosningabaráttu, sem með
ýmsum hætti var frábrugðin
því, sem fólk hér á landi á
að venjast. Fyrir Filippsey-
inga eru stjórnmál í senn
,ástríða, frístundaiða en ekki
hvað sízt skemmtun og skýrir
þetta vel, að kosningabarátt-
an er þar svæsnari, persónu-
legri en um leið litríkari en
í nokkru landi öðru.
*■
Á síðustu mánuðum hefur
öll venjuleg starfsemi stjórn-
arvalda stöðvast að mestu
leyti og dregið hefur einnig
Stjórnarmyndun í Israel
STJ ÓRNARM YNDUN stend-
ur nú yfir í ísrael að afstöðn-
um þingkosningunum þar
fyrir skemmstu. Reynir Levi
Eshkol, sem er leiðtogi Mapai-
flokksins, stærsta flokksins í
landinu að mynda samsteypu-
stjórn á mjög breiðum grund-
velli éða með þátttöku sex
flokka, þar eða flokkur hans,
enda þótt stærstur sé, mun
eRki fá nema þriðjung þing-
sæta í þjóðþinginu.
Ben Gurion, fyrrverandi
forsætisráðherra og samstarfs-
maður Eskhols hefur hins
vegar hafnað áskorun frá hin-
um síðarnefnda um að ganga
í li’ð með Mapaiflokknum og
þeim, sem stutt hafa ríkis-
stjórnina. Sagði Ben Gurion,
sem nú er 79 ára gamall, að
engin ástæða væri til von-
brigða vegna úrslita kosning-
Snna, enda þótt Rafiflokkur-
Levi Eshkol
inn, klofningsflokkur hans
frá Mapaiflokknum hlyti að-
eins 10 þingsæti gegn um 45
þingsætum fyrrnefnda flokks-
ins.
Shimon Peres, ötulasti for-
ingi Rafiflokksins virðist aftur
á móti vilja skilja eftir opna
leið til samvinnu við Mapai-
flokkinn með því a'ð láta hafa
eftir sér, að hugmyndin um
að ganga til samvinnu við
Eshkol væri ekki fíamkvæm-
anlega að svo stöddu.
Talið er að ýmsir af með-
ráðherrum Eshkols í fráfar-
andi stjórn muni ekki eiga
sæti í hinni nýju stjórn, svo
sem lögreglumálará'ðherrann
og dómsmálaráðherrann. Þá
hefur einnig verið á kreiki
fremur mótsagnakenndur orð-
rómur um, hvort Golda Meir,
sem verið hefur utanríkisráð-
herra landsins, muni gegna
því embætti áfram.
úr einkaframtaki. Vegna
þessa var vonazt til þess að
kosningarnar myndu leiða til
skýrra úrslita og styrkrar
stjórnar, en þeir voru margir,
sem voru allt annað en vissir
um slíkt.
Þeir sem kepptu um for-
setaembættið, voru: Diosdado
Macapagel sem veri'ð hefur
forseti lands undanfarin ár, en
hann var frambjóðandi
Frjálslynda flokksins, Ferdin-
an Marcos, sem bauð sig fram
fyrir stærsta stjórnarandstöðu
flokkinn, Þjóðernissinnaflokk
inn. Þá var einnig þriðji
frambjóðandinn, Raul Mang-
lapus, sem var frambjóðandi
Framfaraflokksins, en ekki
var gert ráð fyrir því, að hann
hefði nokkra möguleika til
þess að hljóta kosningu. Hið
eina, sem talið var, að Mang-
lapus og flokkur hans myndu
geta vænzt af þessum kosn-
ingum, var, að þeir myndu ef
tii vill vinna það mikið á, að
flokkurinn myndi ná eins
konar oddaaðstö'ðu.
Baráttan um sætin á þjóð-
þinginu og um forsetaembætt-
ið hefur ekki fyrst og fremst
verið barátta milli flokkanna,
— það er erfitt að greina mun
á stefnu beggja stærstu flokk-
anna — heldur öðru fremur
milli manna, sem hefur gefið
kosningabaráttunni fremur
ógeðfelldan blæ vegna per-
sónulegra árása.
Hi'ð undarlegasta við þessar
kosningar er, að' Marcos,
frambjóðandi stærsta stjórn-
arandstöðuflokksins var þar
til fyrir nokkrum mánuðum,
varaformaðurinn í flokki
Macapagals, og það er ekki
fyrr en nú fyrir skömmu, að
hann skipti um flokk og tókst
að verða frambjóðandi stjórn-
arandstöðuflokksins.
Ástæðan fyrir því, að
Marcos sleit samvinnu sinni
við Macabagel, var að hinn
síðarnefndi mun hafa lofað
honum því, eftir því sem
Marcos heldur fram að verða
ekki nema um tíma forseti en
víka síðan fyrir Marcos þ e.
eftir kosningar nú. Macapagal
áleit hins vegar, a’ð hann eigi
svo mörg óleyst verkefni og
vanefnd loforð eftir, að nauð-
synlegt verði fyrir hann að
sitja lengur í embætti.
í utanríkismálum er stefna
beggja aðal flokkanna hin
sama. Þeir vilja halda áfram
hernaðarsamvinnu við Banda
ríkin, en. þar til fyrir
skemmstu leitaði Macabagal
til vináttu við Sukarno og
studdi stefnu hans gegn
Malaysiu. Atburðirnir í
Indónesíu að undanförnu hafa
hins vegar orðið til þess, að
hann er orðin miklu varkárari
í þeim efnum. Marcos hefur
aftur á móti viljað viður-
kenna Malaysiu.
Ekki skal hér spáð um,
hvernig atkvæðin hafa fallið
_í kosningunum, en endanleg
úrslit munu ekki verða kunn
fyrr en eftir nokkra daga.
Ástæðan til þess er, að Filipps
eyingar, sem éru um 31 millj.
búa á eyjaklasa, sem telur um
2.000 eyjar og því erfitt að ná
atkvæ,unum saman. Haft er
hinsvegar eftir manni með
góða þekkingu á stjórnmálum
Filippseyja: Ef enginn einn
aðili sigrar með að minnsta
kosti hálfrar til einnar millj.
atkv. meirihluta, myndu kosn-
ingasvik teljast útilokuð,
getur enginn vitað, hvað kann
að gerast.
IMámsflokkar
Félagsmála-
stofnunar
byrjaðir
HIN árlega námsflokkastarf-
semi Félagsmálastofnunarinnar
hófst að þessu sinni 20. október
sl. með rekstri fræðslunám-
skeiðs í félagsstörfum og
mælsku fyrir meðlimi ákveðins
félags en á sunnudaginn kem-
ur, 7. nóvember, mun hefjast
annar námsflokkur í félagsstörf
um og mælsku, sem öllum er
frjálst að taka þátt í, en þátt-
tökuskírteini eru seld í bóka-
búð KRON og Kosta kr. 350,00.
Kennari á námskeiðinu verð-
ur Hannes Jónsson, félagsfræð-
ingur, sem hefur frá uþphafi
kennt þessa grein á vegum Fé-
lagsmálastofnunarinnar. Mun
namskeioið samanstanda af 10
tveggja klst. íundum og verður
kennt með íyrilestrum og verk-
legum æfingum. Kennsiustund-
irnar eru reknar í formi fund-
arstarfsemi og áherzla iögð á
að þátttakendur fái alhliða þjálf
un í félags- og fundarstörfum.
Kennt verður á sunnudögum kL
2-4 í kvikmyndasal Austurbæj-
arbarnaskóla.
í febrúarmánuði mun svo hefj
ast fræðsluflokkur um fjöl-
skyldu- og hjúskaparmál en í
marzmánuði erindaflokkur um
félagsmál launþega.
Benedik* Blöndal
héraðsdomslögmað ur
Austurstræti 3. - Sími 10223.
Schannongs minnisvarðar
Biðjið um ókeypis verðskrá
Kþbenhavn 0.
Ö. Farímaeseade 42
JÓHANNFS L.L. HELGASON
JÓNAS A. AÐALSTEINSSON
Lögfræðingar
Klapparstíg 26. Sími 17517.
Jóhann Ragnarsson
héraðsdómslögmaður.
Málflutningsskrifstofa
Vonarstræti 4. — Sími 19085