Morgunblaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 28
Lang slærsia og
íjölbrevtiasta
blað landsins
257. tbl. — Miðvikudagw I©. nóvember 1965
MYNDAMÓT RF.
MORGUNBLAÐSHÚSNU SbA VK
æt síldveiöi og
prýöisveðureystra
SÆMÍLEGT veður var á síltf.ir-
miðunum evstra sólarhringinn
i'rá mánudagsmorgni til þriðju-
cbgsnrMirgiins. 54 skip fengu þá
aí'ía á Seyffiisfjarðardjúpi 44—45
sjémílur undan landi, alls 57.350
nsál og tunniur. Ágætt veffiur var
á miðunum í gærmorgun og gær
dog, og kl. 18 voru nokkur skip
farin affi kasta.
#) Löndunarbið er nú allsstað-
ar eystra og síldarþrær fullar éða
í þann veginn að fyilast. Heildar
sildaraflinn á miðunum eystra í
sumar var kominn upp í 3.357.250
má log tunnur í gær.
#) Sovézk skip eru nú hundruð
wn saman undan Austfjörðum,
bæði stór „móðurskip", viðgerð-
arskip og veiðiskip. Nokkur
þeirra voru á Seyðisfjarðardjúpi
í gær, en flest eru þau töluvert
sunnar.
íkviknun
á Akureyri
Akureyri, 9. nóv.
í DAG kh rúmlega tvö kviknaði
í íbúðarhúsinu á Vökuvöllum 1,
en þar býr Hjörtur Björnsson
ásamt fjölskyldu sinni. Eldurinn
kom upp í þvottahúsi í námunda
við óhreinan þvott, sem þar var
á bekk, en ekkert bendir til þess,
hvað valdið hafi íkviknuninni.
Slökkviliðið þurfti að rjúfa þak-
ið yfir þvottahúsinu, þar sem
eidurinn var kominn í þekjuna,
®g tókst því að slökkva eldinn á
skömmum tíma. Skemmdir urðu
uokkrar á rafleiðslum og þakinu,
en að öðru leyti litlar, t.d. eng-
ar reykjar- og vatnsskemmdir, í
íbúðinni. íbúðarhús og viðbyggð
skepnuhús eru öll úr timbri og
stór heystæða þar fast hjá, svo
að þarna hefði getað orðið stór-
bruni, ef ekki hefði verið iogn
og slökkviliðið komið af mikilli
skyndingu.
— Sv. P.
• Afli síidveiðiskipanna frá
mánudegi til þriðjudags var sem
hér segir: í tunnum: Björg NK
1100, Arnfirðingur RE 1000 og
Jón Garðar GK 2700. — í málum:
Grótta RE 1750 (tvær landanir),
Hrafn Sveinbjarnarson III. GK
2200 (tvær landanir), Ingvar Guð
jónsson GK 1900, Óskar Halldórs
son RE 1200, Heiðrún ÍS 450,
Hannes Hafstein EA 1200, Sigurð
ur Bjarnason EA 1200, Jörundur
III. RE 1400, Jörundúr II. RE
1200, Sunnutindur SU 800, Jón
Kjartansson SU 1300, Arnar RE
1200, Guðrún Guðleifsdóttir IS
Framhaid á bls. 27.
Enginn sdttn-
iundur boðuður
SÁTTAFUNDI þeim, er hófst kl.
20.30 á mánudagskvöld með
deiluaðiljum í verkfaili yfir-
manna á togurum, lauk ekki fyrr
en á fjórða tímanum á þriðju-
dagsmorgun. Samkomuiag náð-
ist ekki. Annar sáttafundur hef-
ur ekki verið boðaður, og er
ekki vitað, hvenær það verður.
Tveir togarar, bv Geir og bv
Hvalfeii, komu til Reykjavíkur
í gær, til þess að taka vatn og
oiíu, en þeir eru á leíð utan með
afla.
H jarfasjúkdóma
varnir á fslandi
ræddar af fuVItrútini og
é fundi WHO
I LOK nóvember n.k. verffiur I Kaupmannahöfn fundur, þar sem
haldinn á vegum Alþjóffiaheil- ! ræddar verða aðferðir sem miða
brigffiismálastofnunarinnar í ajJ þvj að koma j veg fyrir
kransæðasjúkdóma. Prófessor
Trillubáti sökkt í ógáti
Akranesi, 9. nóv.
Vþ. SÓLFARI fór aftur á
veiðar í gær, en sneri aftur
vegna hvass austanstorms. Síld-
in, sem hann fékk í fyrrinótt í
Kolluál, 350 tunnurnar, var gull
falieg og söituð.
Trillan Villi, 4,5 tonn að stærð
sökk í bátakvínni í nótt. Endi
spúlunarsiöngunnar lafði út af
bátabryggjunni. Einhver hafði í
ógáti skrúfað frá, svo að sjórinn
rann stanzlaust í triiluna. Fyiiti
hana, svo að hún sökk. í morg-
un maraði hún í háifu kafi,
hékk í böndum frá tveimur
triilum.
— Oddur.
Sigurður Samúelsson mun mæta
sem fulltrúi Islands á fundi þess-
um. Frá þessu er skýrt í nýút-
komnu hefti af ritinu Hjarta-
vernd.
Myndin er tekin vesiur á
Hellnum á Snæfellsnesi fyrir
nokkru. bar hefur verið unniffi
að hafnarbótum, til þess að
bæta aðstöðu bátanna, en
framkvæmdum er ekki lokið.
Á fundinum í Kaupmannahöfn
munu mæta sérfræðingar frá
Norðurlöndum. Einn liður dag-
skrárinnar verður sérstaklega
heigaður hinum fyrirhuguðu
rannsóknum á hjarta- og æða-
sjúkdómum meðal almennings á
íslandi.
Fulltrúar heilbrigðisstofnunar-
innar á Íslandi
Einnig er frá þvi skýrt að i
ágústmánuði sl. hafi komið hing-
að tveir fulltrúar frá Alþjóða-
heilbrigðismálastofnuninni (WH
Framhald á bls. 27.
Miðfjarðará
leigð á 1.300,000
Verkalýðsráðstefna Sjálfstæðis-
manna í Valhöll um næstu helgi
Rætt um viðhorfin í verkalýðs-
og atvinnumálum
VERKALÝÖRÁÐSTEFNA Sjálf-
stæðisflokksins befur ákveðið að
efna til verkalýðsráðstefnu, sem
jafnframt verður aðalfundur
ráðsins um næstu helgi. Ráðstefn
an verður haldin í Valhöll við
Suðurgötu og hefst á föstudags-
kvöld kl. 8,30. Formaöur Sjálf-
stæðisflokksins dr. Bjarni Bene-
diktsson, forsætisráðherra mun
ávarpa ráðstefmina í upphafi, en
síðan flytur Gunnar Helgason,
form. Verkalýðsráðs skýrslu
stjórnarinnar fyrir síðasta starfs-
tímabil, en að henni lokinni
verða frjálsar umræður og að
Bjarni
Birgir
Pétur
Gunnar
síðustu fer fram kosning nefnda.
Ráðstefnunni verður svo hald-
ið áfram á laugardag kl. 2 e.h.
Birgir Kjaran, hagfræðingur flyt
ur erindi um efnahagsmál, en að
ræ'ðu hans lokinrii gefst fundar-
mönnum tækifæri til a'ð bera
fram fyrirspurnir til framsögu-
manns. Þá varður gert kaffihlé,
en að því loknu talar Pétur Sig-
urðsson alþm. um vandamál inn-
lendrar og erlendrar verkalýðs-
hreyfingar. Að ræðu hans lokinni
hefjast umræður um álit nefnda.
Á sunnudag hefst fundur kl. 2
e.h. Verða þá tekin fyrir álit
nefnda og afgrei'ðsla mála og að
síðustu stjórnarkosning. Þess er
fastiega vænzt að sem flestir af
forystumönnum Sjálfstæðis-
manna i launþegasamtökunum
mæti á ráðstefnunni, en allar nán
ari upplýsingar um dagskrá henn
ar eru gefnar á skrifstofu Verka
lýðsráðs í Valhöll, sími 17100.
Slaðarbakka í Miðfirði, 9. nóv.
GERÐUR hefur verið leigusamn-
ingur um Miðfjarðará. Leigutak-
ar eru þeir Jóhannes Magnússon,
Óskar Sveinbjörnsson, Reykja-
vík, og fleiri veiðifélagar. Hafa
þeir haft ána á ieigu undanfarin
ár. Ársleigan er 1.300.000 krón-
ur. þar af 200.000 til greiðslu
vegna veiðihúss, sem leigutakar
byggðu, en verður eign veiðifé-
lagsins eftir tvö ár. Samningur-
inn gildir í eitt ár, en framleng-
ist um annað ár, ef honum verð-
ur ekki sagt upp. — B. G.
Banaslysið í Álftá
MORGUNBLAÐIÐ hefur nú
fengið nánari fregnir af bana-
slysinu í Álftá á Mýrum, sem
sagt var frá í blaðinu í gær. Sá,
sem drukknaði hét Pétur Þórs-
son, átján ára gamall piltur frá
Akureyri, sem verið hefur vinnu
maður á Arnarstapa á Mýrum
umJ.anfarin sumur og ætlaði að
dveljast þar í vetur. Foreldrar
hans voru Þór Pétursson, sem
lézt af slysförum á Akureyri ár-
ið 1953, og ísafold Jónatansdóttir.
Um kl. 18,30 á mánudagskvöld
var Pétur heitinn á leið vestur
Mýrar í jeppabifreið, sem annar
maður ók. Þegar þeir komu að
brúnni yfir Álftá, missti bílstjór-
inn vald á jeppanum, en þarna
er kröpp beygja. Mikil aurbleyta
var á veginum við brúna. Ætl-
aði bílstjórinn að koma í veg
fyrir, að jeppinn ylti, en hann
rann þá framhjá brúarsporðin-
um, stakkst á nefið niður um
sex metra háan bakka, valt yfir
um sig ,svo að hann skall á þak-
inu ofan í ána. Yfirbygigingin
lagðist saman að mestu, og fest-
ist Pétur í flakinu við það, að
framrúðukarmurinn þrýstist að
honum. Hurðin hrökk upp hægra
megin, -þeim megin, sem Pétur
sat. og komst bílstjórinn þar út
ómeiddur. Hann reyndi að losa
Pétur úr flakinu, en tókst ekki.
Hljóp hann þá heim að Hrafn-
kelsstöðum og sótti hjálp, en ekki
tókst að losa um Pétur, fyrr en
vélarafli var beitt. Var hann þá
látinn, enda hafði höfuð hans þá
lengi verið undir vatni. Áverkar
voru á honuim, og er ekki full-
víst, hvort hann lézt af völdum
þeirra, eða hvort um drukknun
var að ræða.