Morgunblaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 20
20 MORCU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 10. nóv. 1965 Jörgen Sigurðsson, bóndi, lega samúðarkveðju frá okkur hjónum og fjölskyldu okkar og bið þeim blessunar. Friður sé með þér, látni vin- Víbivöllum — Minning Fæddur 4. september 1906. Dáinn 25. október 1965. MEÐ Jörgen á Víðivöllum er horfinn í valinn einn af mínum beztu vinum. Er ég fluttist að Skriðuklaustri vorið 1949 þekkti ég hann ekki, nema aðeins í sjón. Hann hafði þó vakið athygli mína fremur öðrum. En brátt tókust með okkur nánari kynni og ég kom oft á heimili hans. Við áttum samstarf þau ár, er ég var í Fljótsdal, bæði í hreppsnefnd og búnaðarfélagsskap. Þau kynni öll og samskipti voru mér mik- ilsverð og fyrnast ekki auðveld- lega. Jörgen var maður ákveðinn í skoðunum og dró ekki dul á. Hann var hreinskilinn svo að af bar, og mun ekki fátítt að hann hafi skapað sér andúð í bili þess vegna. Mér finnst að sterkustu einkenni Jörgens hafi verið þau að vilja gera það eitt, sem rétt var og snúast ætíð gegn órétti. Allur klíkuskapur var eitur í hans beinum. Samúð hans með þeim, sem minna máttu sín var algjör og hjálp- semi var eitt af hans ríkustu ein kennum. Skylduræknin var frá bær og hann var óhlífinn í kröfum til sjálfs sín. En jafn- framt gerði hann miklar kröfur til annara og ómennsku þoldi hann flestu verr. Mun hvort- tveggja hafa valdið, að upplag hans og eðli var svona og einn- ig ekki allt of auðveld æfikjör í uppvexti, því að 11 ára gam- all fór hann úr föðurgar?i og sá fyrir sér sjálfur eftir það. En kjarkur hans, þrek og bjart- sýni entust honum til að forða því, að hann fylltist sárindum og beizkju út í samtíð sína og samfélag. Erfiðleikarnir stækk- uðu hann, en minkuðu ekki. Hann var dýravinur og gerði ríkar kröfur um, að vel væri búið að búfé. Hann var afburða i skepnuhirðir og lagði ekki sízt fram alúð sína óg skyldurækni í þeim störfum og var þar mjög til fyrirmyndar. Ég hef verið 18 haust á Fljóts dalsrétt. En verði ég þar hið 19., sem ég vona, þá hljómar ekki hin hvella rödd Jörgens, sem mér finnst hafa verið óaðskilj- anlegur hluti Fljótsdalsréttar, þegar hann stjórnaði réttarstörf- unum, ákveðið og afdráttarlaust. Fjallkóngur á Vesturöræfum hafði hann verið í áratugi og stundað þar grenjavinnslu á vorin um fjölda ára. Hann hefir verið í hrepps- nefnd Fljótsdalshrepps um langa hríð, í stjóm búnaðarfé- lags og fóðurbirgðafélags, enda var hann sérstakur áhugamaður um fóðurbirgðamál. I stjórn Kaupfélags Héraðsbúa var hann allmörg síðustu árin. Jörgen Sigurðsson hafði búið á Víðivöllum fram, eignarjörð sinni, um 30 ára skeið. Kvænt- ur var hann íseyju Hallgríms- dóttur frá Víðivöllum ytri, hinni mestu kjarnakonu og mun eng- um kunnugum hafa dulizt að hún átti engu minni hlut að hagsæld og hamingju Víðivalla- heimilisins. Þau hjón áttu Z börn. 2 dætur fulltíða báðar giftar: Bergljótu, gifta Hrafn- keli Björgvinssyni og voru yngri hjónin í félagsbúi á Víðivöllum, með foreldrum Bergljótar, síð- ustu árn; Önnu, gifta Ólafi Valdemarssyni og stunda þau búskap í Miðfirði í Húnaþingi. Yngstur er sonur, 11 ára, heima á Víðivöllum, Þorgrímur Guð- geir. Þótt ýmsir hafi skilað fram tíðinni fleiri afkomendum en þau Víðivallahjón, hafa þau goldið skuld sína að fullu. Dæturnar báðar voru um nokkur ár, af og til í starfi á Skriðuklaustri, er ég var þar bústjóri, ýmist við störf úti eða inni. Dugnaður þeirra, ósérhlífni og trúmennska mun sjaldgæf og kippti þeim þar í öllu í kynið til foreldr- anna. Erum við hjón meðal ann ars af þessum sökum í sérstakri. þakkarskuld við Víðivallafjöl- skylduna. Hún á öll þátt í hin- um góðu minningum um Víði- vallaheimilið. Jörgen var frábær bóndi. Starfsamur, afkastamaður, sí- vakandi í hverju tilliti og skynj aði gildi smámunanna fyrir af- komu og ánægju bóndans. Hann var gæddur sjálfsbjargarvið- leitni í ríkum mæli og sjálfstæð iskennd. Það er svipminna í Fljótsdal við fráfall hans, — á Fljótsdalshéraði öllu, já, í ís- lenzkri bændastétt. Útför Jörgens var gerð að Valþjófsstað 2. nóvember við meira fjölmenni, en sézt hefir við útför þar áður. Þangað kom fólk víðs vegar að um langa vegu og meðal annars 9 bænd- ur og húsfreyjur af Efra-Jökul- dal. Var þó vegalengdin það- an í báðum leiðum hátt á þriðja hundrað kílómetrar, í vetrartíð. En það sýnir betur en orðin ein, hver ítök hinn látni átti hjá dalafólkinu. Ég flyt konu hans og börn- um, og fjölskyldunni allri inni- dag. Ef þér eruö ekki f Almenna bókafélaginu, ættuö þér aö gerast félagsmaöur strax wm e mm e ■■■ e ■■■ e ■■ • ■■ • ■■ • ■■ • ■■ • ■■ • ■■ • ■■ • ■■ • Ég undirritaöur óska hér meö að gerast félagi i Almenna bókafélaginu. IIippTS7 hér FÉLAGSMENNÍ 1 (É 1. þurfa engin félagsgjöld eöa innritunargjald aö greiða. 2. fá allar AB bækur minnst 20% ódýrari en utanfélagsmenn. 3. fá Félagsbréf AB ókeypis. 4. þeir, sem kaupa einhverjar sex AB-bækur eöa fleiri á árinu, fá sérstaka bók í gjöf frá félaginu. Þessar gjafabækur AB eru ekki til sölu og fást aöeins á þennan hátt. 5. Félagsmenn geta valiö úr öllum bókum AB gömlum jafnt sem nýjum, og mega kaupa jafn mörg eintök af hverri bók og þeir vilja. HAFIÐ ÞÉR KYNNT YÐUR KJQRIN? Nafn____________________________________________________________ Heimilisfang____________,___________________;___________________ ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Austurstræti 18 Símar 19707 • 16997 Jónas Pétursson. t ÞANN 2. nóvember, s.l. var til moldar borinn að Valþjófs- stað Jörgen Sigurðsson, bóndi að Víðivöllum fram í Fljótsdal. Hann lézt löngu áður en okk- ur, sem þekktum hann, fannst hans tími vera kominn. Hann var alltaf svo lifandi, svo geisl- andi af orku og lífsþrótti, hve- nær sem var og hvar sem var, að okkur finnst það óskiljantegt að hann skuli vera horfinn af sjónarsviðinu Kynni mín af Jörgen hófust fyrir nálægt 30 árum, þeg- ar ég var smáhnokki heima í foreldrahúsum á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal. Jörgen kom við þar í dalnum á vorin í grenja- leitum og á haustin í göngum, en hann var bæði grenjaskytta og gangnaforingi á Vestur-Öræf um um fjölda ára. Mér verður það alltaf minnis- stætt um Jörgen frá þeim árum, hve mér fannst menn bera mik- ið traust til hans, og smám sam- an áttaði ég mig á því, á hverju það traust byggðist. Það byggðist á því, að hann lét sig engu skipta illviðri, vos- búð, vökur né erfiði þegar hann var þar vesturfrá að sinna skyldustörfum sínum. Hann lá á grenjunum eins lengi og þurfti. þó að kalsaveður og krapahríðar gengju, og það var eins og hann hefði ekki orðið veðranna var, þegar niður kom, svo samgróinn var hann nátt- úrunni og duttlungum hennar. í göngum á haustin var hann sívakandi yfir mönnum og málleysingjum, svo að allt bæri sem beztan árangur, unni sér ekki hvíldar, fyrr en örugglega hafði verið frá öllu gengið, sem gera þurfti að kvöldi og var fyrstur manna á fætur að morgni til að mæta önnum nýs dags. Gangnaforingjastarf sitt leysti hann svo farsællega af höndum og af svo mikilli for- sjálni, að aldrei minnist ég þess, að nein alvarleg óhöpp yrðu í göngum á Vestur-Öræfum und- ir hans stjóm. Hitt er vitað, að hann þurfti oft á að halda harð- fylgi sínu, þrautseigju og óbil- andi kjarki, þegar hríð, ófærð og náttmyrkur lagðist allt á eitt að hefta för fólks og fjár til byggða. Þá kom bezt í ljós, hvern mann Jörgen hafði að geyma. Þá var eins og hann byggi yfir ótæmandi orku og þreki. Þá sást, að þar fór mað- ur. sem aldrei gat látið sér til hugar koma að gefast upp. Þar fór íslenzkur bóndi, rétt- borinn arftaki þeirra forfeðra okkar allra, sem aldrei, misstu kjarkinn í hallæri og hörmung um liðinna tíma, en brutust á- fram í fullri vissu þess ,að ein- hvern tímann slotaði hríðinni, létti ófærðinni og birti af nýjum degi. Sár harmur er kveðinn að fjölskyldu Jörgens við hið svip- lega fráfall hans, og vil ég votta vandamönnum hans innilega samúð. En það eru fleiri en fjölskylda hans, sem finnst þeir hafa misst sér nákominn. Það er söknuður á heimilunum þremur í Hrafn- kelsdal yfir því að vita, að Jörgen á ekki afturkvæmt þang að, en það er huggun í sárum söknuði, að þeir sem hafa misst mætan ættingja og vin eiga líka margs góðs um hann að minn- ast. Stefán Aðalsteinsson t Fæddur 4. sept. 1906. Dáinn 25. okt. 1965. HLNN 27. þessa mánaðar barzt mér bréf með rithönd móður minnar. Bréfið flutti mér þá sorgarfregn, að Jaui frændi minn væri dáinn. Ég gat ekki trúað þessu, það var svo svip- legt, ég las það aftur og aftur til að fullvissa mig um að þetta væri rétt. Það gustar köldu af mannin- um með ljáinn og minnir okkur mannanna börn á að jarðvistin hefur sinn endi og þar getum við engu um ráðið. Minningarnar um látinn ást- vin, frænda og vin brjótast fram ein af annari bjartar og Ijúfar — Jaui er farinn, horfinn — en minningin um góðan dreng býr í brjóstum okkar. Það var mín gæfa að vera samvistum við Jauja í mörg sumur þegar ég var strákur. Hann ól mig upp. Hann kenndi mér að vinna. Hann kenndi mér að læra og meta marga góða hluti. Hann kenndi mér sögur og Ijóð. Hann gat verið hastur 1 máli, en það var aðeins hið ytra borð, undirniðri var hann bæði blíðu rog viðkvæmur. Ég virti hann og dáði og átti þá ósk helzta, að líkjast honum þegar ég sjálfur yxi úr grasi. Og nú að leiðarlokum langar mig með þessum fátæklegu lín- um að þakka þér frændi minn fyrir alla umhyggjuna æfinlega. Jörgen á Víðivöllum var góð- ur maður í þess orðs fyllstu merkingu, dugnaðar bóndi og dyggur heimilisfaðir. Megi Guð blessa minningu hans og veita fjölskyldu hans styrk á sorgar- stund. New York, 2. nóvember 1965 Þorger Halldórsson Mercedes-Benz 180 árg. ’60. Volkswagen árg. ’65. Taunus 12 M ekinn 15 þús. Austin Gipsy ’63 bensínbíll á fjöðrum. Volvo Amazon ’65 sem nýr. - Volvo P 5 44, árg. ’65 og Buiek ’55, einkabílL IcHBg»TCT ■bllaftoila HSSEES3 Sjáið hið krystal-tæra VAUTIER munnstykki. Hreint og stöðugt X munni yðar, það er með hinum sérstæða H54 filter — sem gefur yður lireinni og miklari reyk, en J>ér trúið, að gæti verið mögulegt. VMJTIER MUNNSTYKKI OG FIL.TER VINDLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.