Morgunblaðið - 25.11.1965, Síða 3

Morgunblaðið - 25.11.1965, Síða 3
Fimmtudagur 25. nðv. 1065 mno r » m b i a iwa CvW W' H «4 w ■ M w' imS m m <mm? 0 fiW* 3 Samtal við flugstfóra bar&darísku leitarþyrlunnar: Héldum okkur leita látins manns Áhöfn bandarísku þyrlunnar: frá vinstri: R. S. Rogers AD2, O. G. Fiveash AMC, LCDR R. i. T. Wood, LT F. E. Shirley, A.B. Guntner HM3. f GÆR átti blaðið samtal við Lieutenant Commander Ric- hard Wood flugstjóra á þyrlu vamarliðsins, sem fann Jó- hann Löve lögregluþjón í mynni Langadals, en dalur sá er sunnan við Þjófahraun í hásuður frá Skjaldbreið. Var Jóhann þá í um 9 km. fjar- lægð frá hátindi Skjaldbreiðs. Við biðjum LCDR. Wood að lýsa fyrir okkur í stórum dráttum ferðinni. — Ég fékk að vita um það laust eftir miðnætti sl. nótt að leit myndi haldið áfram með morgni og héldum við því af stað héðan frá Keflavíkurflug velli kl. 8.57 í morgun. Fyrst var flogið til Reykjavíkur og þar tókum við tvo menn frá Slysavarnafélagi íslands, þá Jóhannes Briem og í»orvald Mowby. Héldum við síðan án tafar inn á leitarsvæðið og ! lentum fyrst hjá jeppabifreið, ! sem var niður undir Þingvöll- ! um. Þaðan héldum við til mið- 1 stöðvar leitarflokksins sem I var á leið upp að Skjaldbreið og fundum hann skammt sunn an við fjallið. Þegar þangað var komið var kl. rúmlega 10. Þar fengum við uppgefið hvaða leitarsvæði okkur var ætlað og héldum við þaðan eftir rúmar 10 mínútur. Eftir að við höfðum leitað I nálægt stundarfjórðung sá- i um við mann á hjarnbreið- unni, sem veifaði til okkar. Við ætluðum fyrst ekki að trúa okkar eigin augum og héldum að þetta væri einn leitarmanna, en sáum svo að það gat ekki verið þar sem 'hann var svo langt frá leitar- 1 flokknum. Þetta hlaut því að vera maðurinn sem við leituð- um að. Ég hafði staðið í þeirri meiningu að við værum að leita látins manns, en ekki lifandi þar sem svo langt var um liðið frá því hann hafði týnzt og þar sem kuldinn hafði verið svo mikill mikinp hluta tímans, auk þess sem stórhríð var alltaf af og til. Það er því ómögulegt að lýsa þeirri gleði, sem gagntók okk- ur er við sáum að leit okkar hafði borið árangur. Jóhann Löve virtist vera veikburða er við komum til hans. Ég lenti þyrlunni um |20—30 fet frá honum. En hann var hress og við gerð- um okkur von um að koma honum lifandi á sjúkrahús. Með okkur í vélinni var þjálf- aður sjúkraliðsmaður með lækningatæki, en ekki var tal- in ástæða til að gera nema sem minnst fyrir Jóhann þar sem eftir / skamma stund myndi hann verða í höndum lækna. Það gleður okkur mjög að hafa getað orðið þarna að liði, því starf okkar hér er fyrst og fremst að liðsinna við leit og hjúkrun ef á þarf að halda. Ég get ekki annað en dáðst að hinum hraustu og harð- gerðu leitarmönnum, sem voru á ferðinni þarna í snjón- um og ófærðinni. Ef ég lenti í ógöngum hér inni á öræfum vildi ég vita af því að menn sem þessir myndu koma og leita mín. Við fundum Jóhann um kL 10.30 og kl. rúmlega 11.00 vor- um við komnir með hann til Reykjavíkur. Við enduðum samtal þetta með þökkum til varnarliðs- mannanna fyrir þeirra mikils verðu hjálp og svarið var að hún væri velkomin. „Maðurinn fundinn" S Á, sem veg og vanda hafði af leitinni að Jóhanni Löve, lögregluþjóni, er Magnús Þórarinsson húsa- smiður, til heimilis að Álf- heimum 48 hér í borg. — Fréttamaður blaðsins brá sér á fund Magnúsar í gær- kvöldi og lagði fyrir hann fáeinar spurningar varð- andi skipulagningu og fram gang leitarinnar. Við gef- um nú Magnúsi orðið: — Lögreglan í Reykjavík hringdi í mig kl. rúmlega 8 á sunnudagskvöld og tjáði mér, að týndur væri maður við fjallið Skjaldbreið og fór þess á leit við mig, að ég tæki með mér nokkra menn og hæfi leit að honum. Ég brá strax við og fékk með mér 14 menn og fórum við á 3 bílum frá flugbjörgunarsveitinni til Skjaldbreiðar. Áður hafði Ár- mann Lárusson farið við ann- an mann til leitarinnar, en á eftir okkur komu þrír menn í jeppabifreið. Við stönzuðum við Meyjarsæti og skiptum þar með okkur liði. Héldu nokkrir áleiðis til Skjaldbreið ar í átt til skálans, þar sem Jóhann og félagar hans höfðu mælt sér mót, en ég hélt með hóp manna inn Kaldadalsleið ina, ef ske kynni að Jóhann hefði hrakið undan vindi í þá áttina. Þegar við urðum ein- skis varir á þeirri leið héldum við ofan að Gatfelli og skutum þar u,pp blysi er lýsir í 12 km. radíus. Síðan héldum við aft- ur til Skjaldbreiðar og skipt um þar liði og ' mætt- umst síðan vestur við Tinda- skaga. Þá vorum við búnir að ganga í hrauninu í fjóra klukkutíma. — Seint þá um kvöldið feng um við tilkynningu frá lög- reglunni, að leitarflokkar frá öðrum hjálparsveitum væru lagðir af stað til Skjaldbreiðar og fór lögreglan þess á leit við okkur að hittast við Meyjarsæti og bað mig um að skipuleggja leitina. Þar hitt- umst við svo um morguninn og drógum þá línu frá skálan um í hlíðum Skjaldbreiðar nið ur að Meyjarsæti. Á þessa línu dreifðum við okkur með 40—50 metra millibili og héld um síðan í norðurátt, að Þóris jökli. Það varð 7—8 tíma stanz laus ganga og ég vil taka það fra-m, að ég tel það mjög vel af sér vikið af leitarmönnum, því yfir torfærur var. að fara og veðrið á móti. — Nú var einungis eftir að kanna austurhlíðar Skjald- breiðar, en nánasta umhverfi hennar var nokkurnveginn fullkannað. Þá var klukkan orðin tvö eftir miðnœtti og ekki annað fyrir hendi en að snúa aftur til Reykjavíkur. Að morgni þriðjudags voru við aftur komnir á sömu slóð ir og nú leituðu 45 manns í Hlöðufelli og 40 manns leit- uðu Tindaskaga og hraunið beggja vegna hans. Hópur bænda úr Borgarfirði könn- uðu Þverfell og svæðið um- Magnús Þórarinsson hverfis Reyðarvatn og alla Uxahryggi. Nemendur frá Laugarvatni tóku nú einnig þátt í leitinni og fóru upp með Brúará og allt að HlöðufellL Nokkrir bændur frá Laugar- vatni leituðu Laugardalsfjöll- in öll og svæðið þar í kring. Slærnt veður var á þessum slóðum og mikill skafrenning ur. — Við komum til Reykja- víkur á þriðjudagskvöld kL 10 og skutum þegar á ráð- stefnu til að ræða framhald leitarinnar. Ráðgert var þá að kanna Þjófahraun, sem er hættulegt yfirferðar og voru einungis menn vanir f jallaferð um valdir í þá ferð. Þeir héldu af stað þá um nóttina undir forystu Gunnars Jó- hannssonar úr flugbjörgunar- sveitinni. Að morgni miðviku dags hófum við síðan leitina aftur og var ætlunin að kanna til fullnustu austurhlíðar Skjaldbreiðar. Við vorum rétt byrjaðir að dreifa okkur, þegar við fengum svohljóð- Framhald á bls. 2 SUKSTFINAR Háðuleg útreið I UMRÆÐUM um frumvarp eins Framsóknarþingmanns um breyt- ingar á lögum um- réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins var mikið rætt um embættisveiting. una í Hafnarfirffi, og tefldu stjórnarandstæðingar þar fram fjölmörgum af sánum yngri mönnum, flestum löglærffum. t En um þaff munu allir sammála, sem á þessar umræður hlýddu, að stjórnarandstæðingar fengu hina háðulegustu útreið í þeim og stóðu uppi eftir ræðu for- sætisráðherra, Bjarna Benedikts- sonar, um málið í fyrradag, eins og litlir stiákar, sem hafa ekki lært heimalexíuna sína nógu veL Bæði forsætisráðherra og dóms- málaráðherra hröktu svo full- komlega allar röksemdir stjóm. arandstæðinga í þessu máli í um- ræðunum, að þar stóð ekki steinn yfir steini, enda fundu stjómar. andstæðingar greinilega til þess, þegar síga fór á seinni hluta um- ræðnanna, að þeir höfðu orðið algerlega undir í þeim. Langt er , síffan jafn harðar nmræður hafa farið fram á Alþingi fslendinga og langt er síðan stjórnarand- stæðingar hafa farið jafn algjör- ai' og háðulegar hrakfarir eins og varð þeirra hlutskipti í þessum umræðum. Hafa vafalaust marg- ir þeirra hugsað með sjálfum sér, að hyggilegra hefði nú verið að fara rólegar í sakimar í þessu máli, svo að endalokin yrðu ekki þau, sem raun varð á á Alþingi í fyrradag. Litlu puntudrengirnir Framsóknarmenn tefldu fram nokkrum yngri þingmönnum sín. um, og hafa þeir vafalaust verið taldir hafa fengið þá reynslu, að þeim væri treystandi til þess að halda vel á spöðunum, enda taldi Framsókn sig efcki hafa ýkja slæma vígstöðu. Raunin varð önnur: „Litlu puntudreng- imir hans Eysteins" fóm hinar verstu hrakfarir í umræðunum^ og hafi nokkur gert sér í hugar. lund að einhver töggur væri í þessum yngri þingmönnum Fram sóknarflokksins, kom það greini- lega fram í umræðunum á Al- þingi, að þeir era lítt fallnir ta stórræða þegar á reynir. Að ræðu forsætisráðherra lokinni varð harla lítið um svör hjá stjómarandstæðingum og ræður þeirra sem á eftir töluðu mátt- laust mjálm og sérstaklega var flutningsmaður þess fmmvarps sem var tilefni til umræffnanna, aumkunarverður, þegar hann hann steig í stól viff loik þeirra, og var nú ekki eins sperrtur og hann hafði verið við upphaf þeirra, enda kvartaði þingmað- urinn yfir því að hafa ekki haft tima til að undirbúa sig. Sig hefði ekki grunað, að umræðum yrði haldið áfram að loknu kaffi- hléi síðastliðinn þriðjudag. Stjórnarandstaðan enn á undanhaldi Framsóknarfloikkurinn hefur enn einu sinni beðið hnekki í umdeildu máli. Framsóknarmenn féllu á prófinu í sumar í sam- bandi við kjarasamningana, síld. veiðideiluna og lausn verðlags- mála landbúnaðarins. Öll þessi þrjú miklu vandamál ætluðu þeir sér að nota til þess að koma höggi á ríkisstj órnina. Það mis. tókst, höggið lenti á þeim sjálf- < um. Þegar embættið í Hafnarfirði og Gullbringu- og Kjósarsýslu var veitt, töldu Framsóknarmenn sig nú loksins hafa fengið það mál i hendur, sem mundi duga. Niðurstaðan varð enn sem fyrr sú að þeir féllu á prófinu og fengu hina háðulegustu útreiff að lokum. Ættu þeir að láta mái þetta sér að kenningu verða og fara svolítið rólegar í hlutina síðar meir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.