Morgunblaðið - 30.11.1965, Side 6

Morgunblaðið - 30.11.1965, Side 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Þriðju'dagur 30. növ. 1965 Sveinn Kristinsson skrifar um KVIKMYNDIR BANDARÍSK stórmynd, leikin af mörgum úrvalsleikurum, svo sem James Stewart, Debbie Reynolds, Caroll Baker, Gregory Peck, John Wayne o.s.frv. Leikstjórar: John Ford, George Marshall og Henry Hathaway. Höfundur: James R. Webb. Mynd þessi rekur bæði örlaga- sögu einnar fjölskyldu í gegnum nær þrjár kynslóðir og bregður jafnhliða upp mynd af heims- sögulegum viðburðum, þeim er Bandaríki Norður-Ameríku voru að þróast úr lítt skipulagðri ný- lendu í voldugt þjóðfélag fyrir atbeina vaxandi tækni og af- skaplegs dugnaðar og æðruleys- is frumbyggjanna. Sex manna fjölskylda frá aust- urfylkjum Bandaríkjanna heldur vestur á bóginn til að hyggja þar að betri búskaparlandkostum. Hún lendir í margs konar mann- raunum, bardögum við stigamenn og Indíána og verður að yfir- stíga hrikalegar náttúrutorfærur. Þriðjungur fjölskyldunar ferst af flekaskrifli í straumharðri á, sem á vegi hennar verður. Af- gangurinn heldur áfram til fyr- irheitna landsins í vetri og kemst þangað að lokum eftir ýmis æv- intýri. Þangað hefur straumur fólks legið þessi árin, en skipulagið er í molum fyrsta kastið. — Snemma hafa þó framtakssamir menn slegið þar upp veitingahús um, misjafnlega þrifalegum þó, til að gefa mönnum kost á að kneifa sterka drykki, fá sér slag og sjá fagrar konur dansa af ærnum yndisþokka. Önnur dótt- ir hinna öldnu hjóna, sem lögðu upp í hina löngu ferð frá aust- urströndinni, gerist dansmær á einum slíkum skemmtistað og eignast aðdáendur. Svo vel vill til, að hún festir ást á einum þeirra, og halda þau til Kali- forníu í gullleit. Þau hafa heppn- ina með sér, græða á tá og fingri og gerast efnuð vel. Árin líða. Borgarastyrjöld j, brýzt út í hinu vaxandi ríki í apríl 1861, og eru sýnd atriði úr henni. — Systursonur áðurnefndr ar konu getur sér góðan orðstír í styrjöldinni í liði norðanfnanna. Síðar gerist hann eins konar sjálfskipaður lögreglustjóri, til að berja á bófum og illræðis- mönnum, sem óðu þá víða uppi með morðum og ránum. Gerast þá enn mörg ævintýri, sem hér yrði of langt upp að telja. Ætla verður að mynd þessi sé að stofni til byggð á sannsögu- legum heimildum, enda ekki ólík myndum, sem maður hefur séð um hin miklu umbrot í þjóðlífi Bandaríkjanna á þessum árum, þegar réttur hnefans var oft allt eins áhrifamikill og skráð lög. Það er heldur ekkisvo ýkja langt sem þarf að skyggnast aftur í fortíðina, rösk 100 ár, og er ekki ótrúlegt, að margt í fari nútima Bandaríkjamanna eigi sér laun- rætur í hinni hörðu baráttu, sem þjóðin varð að heyja á þessum órum, baráttu við vopnaða ó- vini, villta náttúru, en eigi hvað sízt við sjálfa sig. „Þrælastríðið“ 1861—1865 var mikill hreinsun- areldur, er lægstu hvatir þjóðar- innar urðu að lúta í lægra haldi fyrir þeim æðri, og hefur sú saga oft endurtekið sig síðar í sögu þessarar margslungnu og miklu þjóðar, sem er atkvæðamest og voldugust allra þjóða heims á vorum dögum. Athyglisvert er í þvi sambandi, að fulltrúar „villta vestursins" hafa tvisvar á þessari öld ráðið úrslitum um það með vopna- valdi, að Evrópa yrði ekki að lúta ofurvaldi hrokafullra og drottnunargjarnra ofbeldisseggja. En það er önnur saga. Eins og að ofan greinir, þá koma margir úrvalsleikarar fram í þessari mynd. Naumast reynir þó eins mikið á „skapgerðarleik- ara“ þar og í ýmsum öðrum myndum og smærri. Hér gerist / flest á ytra borði, atburðirnir eru svo hraðir og túlkunin svo opin og ódulin, að trúlega hefðu góð- ir miðlungsleikarar getað fleytt henni sómasamlega frá upphafi til ósa. Ekki skyldi maður þó vanþakka hinn prúða skara frægra leikara, enginn fúlsar við þeim Caroll Baker eða Debbie Reynolds til dæmis, en þær fara með stærstu kvenhlutverkin í myndinni. Og það eru nú kon- ur, sem „kunna að unna“. Efnislega hefur fátt verið sparað til þessarar myndar, enda er talið, að framleiðsla hennar hafi kostað nær 500 milljónir is- lenzkra króna. Hún hefur náð miklum vinsældum- víða um heim og hlotið metaðsókn á mörgum stöðum. Það á hún fyrst og fremst að þakka fjörugri efnis- rás, litprúðum senum, mikilleik mannlegra örlaga og sannlegri lýsingu á fæðingarhríðum mikill ar þjóðar. Afburðaleikarar gera svo sitt til að draga fólk að, en ýmsir kvikmyndaáhugamenn hafa sagt mér, að það ráði oft úrslitum um, hvort þeir sækja kvikmynd, hvort hún sé leikin af frægum leikurum eður eigi. Það sjónarmið er auðvitað ekki einhlítt, enda frægð leikara oft á hverfanda hveli, auk þess sem sjálfur efnisþráðurinn er burð- arás hverrar kvikmyndar. Við förum ekki í kvikmyndahús ein- göngu til að horfa og horfa, sjá og sjá, heldur og til að skynja og skilja boðskap eða anda mynd Búið er að steypa laugina að SkálatúnL Ljósm.: Sv. Þorm. Sundloug fyrir börnin í Sknlntúni Styrktarfélag vangefinna kr. 100.000,00; Konur í Umdæmis- stúkimni nr. 1, kr. 25.000,00; — Thorvaldsensfélagið (í tilefni af 90 ára afmæli sínu) kr. 20.000,00. Fyrirtæki, sem ekki vill láta nafn síns getið kr. 20.000,00; — G.G. kr. 10.000,00; Ágóði af hluta veltu í Keflavík, sem fimm litlar stúlkur stóðu fyrir kr. 2.500,00; FORELDRAR barnanna sem dveljast að bamaheimili templ- ara í Skálatúni hafa gengist fyr- ir sundlaugarbyggingu þar á staðnum. Eru framkvæmdir það arinnar, eftir því sem vit okkar hrekkur til, jafnvel þótt ein- hver leikaranna kynni að ruglast í rullunni. í ofangreindri mynd fallast í faðma mikilfenglegur efniviður og leikur þrautþjálfaðra leikara. — Þar er augum og eyrum, hug og hjarta gerð nokkuð jöfn og góð skil. vel á veg komnar, að búið er að steypa laugina sjálfa. Ekkert hefði orðið úr þessum fram- kvæmdum hefði ekki margt gott fólk lagt hönd á plóginn og gef- ið fé til sundlaugarinnar. Fyrir þetta eru foreldrar og aðrir að- standendur innilega þakklátir. Hór fer á eftir listi yfir þá, sem lagt hafa fram peninga í þessu skyni: Stefán Sigurðsson kr. 1.000,00; Halldór B. ólason kr. 2.000,00; — Kári Þ. Kárason kr. 1.000,00; — Sigríður Einarsdóttir kr. 1.000,00. Skátaflokkurinn Útlagar kr. 5.000,00; Föndur og leikfangasjóð ur Skálatúns kr. 5.000,00; Aðilar, sem ekki vilja láta nafns síns getið kr. 10.000,00; N.N. kr. 5.000, 00. — Alls eru þetta kr. 207.500,00. Framkvæmdanefnd sundlaugar byggingarinnar biður Mbl að minna á, að þessi fyrsti áfangi laugarinnar kostar á 4. hundrað þúsund, og heitir því enn á vel- unnara heimilisins sér til aðstoð- ar. Gjafabréf sjóðsins eru seld á skrifstofu Styrktarfélags van- gefinna, Laugavegi 11, á Thor- valdsensbazar í Austurstræti og í bókabúð Æskunnar, Kirkju- hvoli. Afhenti trúnað- arbréf sem sendi herra í Kanada Ottawa, 25. nóv. AP. • Pétur Thorsteinsson afhenti í dag Georges Vanier, landstjóra Kanada, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Kanada. Að þeirri athöfn lokinni var hald- in móttaka í Stjórnarhúsinu til heiðurs sendiherranum og konu hans. Myrkur í New York Mikið hefur verið skrifað um rafmagnsbilunina, sem olli því að New York myrkvaðist skyndilega dag einn fyrir skemmstu. Blöðin okkar hafa birt viðtöl við nokkra íslend- inga sem voru staddir í heimsborginni þennan eftir- minnilega dag og fengu nasa- sjón af því hvemig myrkrið lamaði borgina. Svo einkennilega vildi til, að tveir þeirra þriggja, sem ég hef lesið um, voru staddir í vöru- húsi við innkaup, en þar eru íslendingar mjög sjaldséðir. Þriðja viðtalið var við flug- mann, sem ekki var staddur í verzlun, þegar rafmagnið fór, en honum láðist að segja frá því, hvort hann hefði verið að koma úr verzlun, eða fara í verzlun. ^ Rjúpnaveiðar Um helgina minntist ég á rjúpnaskyttuna, sem týndist — og í gær fékk ég eftirfarandi bréf frá gamalli rjúpnaskyttu: „Langt er síðan Ríkisútvarp- ið hefir getað flutt frétt, sem vakið hefir jafn almenna gleði eins og þegar skýrt var frá þvi, að rjúpnaskyttan Jóhann Löve væri fundinn og að líkindum lítið skemmdur á sál og líkama. Þrek hans, stilling og þol, hefir að verðleikum verið lofað í blöðum og útvarpi, og ekki er líklegt að margir hefðu þolað það sem hann varð að reyna. Nú er það von mín, að þessi atburður verði öðrum ungum rjúpnaskyttum víti til varnað- ar. Gamalt og gott máltæki seg- ir: „Fáir kunna sig í góðu veðri heiman að búa“. Þetta á ekki sízt við um rjúpnaskytturnar, sem sækja á fjöllin nú í skamm deginu, þegar allra veðra er von. Reynsla min er sú, að fyrir utan að búa sig mjög vel, sé nauðsynlegt að hafa með sér léttan bakpoka og þar þarf að vera: 1. Góður vasakompás. 2. Gott vasaljós. 3. Kjarngott nesti. 4. Auka sokkar o° auka vettl ingar, sem hægt sé að grípa til, ef það sem maður ei í blotnar. ★ Riffill Eitt atriði enn langar mig til að benda á í sambandi við þetta mál, og það ev að lög- regluþjónn skuli leyfa sér að vera með riffil innan um jafn- marga menn og þarna voru. Það er stórhættulegt og ætti alls ekki að vera leyfilegt. Eng- inn getur vitað hvert riffiLkúla kann að lenda í endurkasti frá steini, og getur því valdið stór- slysi, þótt maður sé ekki í þeirri átt, sem skotið er í. Auk þess heyrist mjög mikið lengra þeg- ar skotið er úr haglabyssu, og oft hefi ég og félagar mínir „skotið okkur saman“ þegar þaka eða annað dimmviðri hindraði að við næðum saman á annan hátt. Hefði Jöhann haft haglabyssu og næg skotfæri í fórum sínum, hefði leitin áreið- anlega borið skjótari árangur. Ég bið þess að lokui , að þe ^si orð mín verði ekki tekin, sem ádeila á nokkurn mann, on vildi mega endurtaka það, að ef villa Jóhanns Löve og leitin að honum yrði til þess að uns,u rjúpnamennirnir byggju sig bet ur og sýndu meiri gætni í um- gengi sinni við " 'æifin, sem okkur rjúpnamönnunum þykir svo vænt um, þá hefir bæði villan og leitin haft sínar góðu hliðar. Roskin og reynd rjúpnaskytta". Kaupmenn - Kaupfélög Nú er rétti timinn til að panta Rafhlöður fyrir veturinn. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.