Morgunblaðið - 30.11.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.11.1965, Blaðsíða 30
30 MORGU HBLAÐÍÐ Þriðjudagur 30. nóv. 1965 og unnið samt Eru komnir nteð 3 stiga forskot síðasta ðeikinn ffyrir FRAM hefur nú náð svo öruggri forystu í Reykjavíkurmótinu í handknattleik að liðið þolir jafn vel að tapa úrslitaleiknum gegn KR — en vinna samt Reykjavík- urmeistaratitilinn. Fram sigraði Ármann á sunnudagskvöldið með 13—9 eftir mikinn og skemmti- legan baráttuleik. KR og Valur skildu hins vegar jöfn. Hefur því Fram náð 3 stiga forystu og og á aðeins eftir að mæta KR- ingum. • Fram — Ármann 13—9. Framarar náðu snemma góð- um tötk.um á leiknum gegn Ár- manni og sýndi á iköflum ágætan leik. í hálfleik stóðu leikar 7—3. í síðari hálfleik skiptu Fram- arar um markvörð og kom hinn ungi og lítt reyndi Halldór í markið í stað Þorsteins. Tóku nú Ármenningar að saxa á forskotið og er um 6 min. voru eftir að leik er staðan 8—6 og litlu síðar 9—9. Sýndu Ármenningar á 'þess- um leikkafla góðan leik með Hörð Kristinsson sem bezta mann. En síðan tóik Þorsteinn aftur við markvörzlunni og Framarar tryggðu sér góðan sigur með ör- uggum leik síðustu mínúturnar, þar sem þeir skoruðu 4 mörk síð- ustu mörk leiksins. Hjá Fram átti Gunnlaugur mjög góðan leik með glæsilegum þrumuskotum. Sigurður, Tómas, og Guðjón áttu og góðan leik. Enska knottspyraon 19. UMFERÐ ensku deildar- keppninnar fór fram s.l. laugar- dag og urðu úrslit leikja þessi: 1. deild. Aston Villa — Chelsea 2—4 Blackburn — N. Forest 5—0 Blackpool — Sheffield W. 2—1 Fulham — Northampton 1—4 Leedis — Manchester U. Frestað Leicester — W.B.A. 2—1 Liverpool — Burnley 2—1 Sheffield U. — Newcastle 3—2 Sunderland — Arsenal Frestað Tottenham — Stoke 2—2 West Ham — Everton 3—0 2. deild. Bristol City — Birmingham 2—0 Bury — Charlton Frestað Cardiff — Huddersfield 0—1 Carlisle — Middlesbr. Frestað Coventry — Leyton O. 1—1 Derby — Chystal Palace 4—0 Manch. C. — Ipswich 2—1 Norwich — Plymouth 0—0 Roterham — Bolton 2—1 Southampton — Preston 5—2 Wolverhampton —Portsm. 8—2 1 Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Celtic — Kilmamock 2—1 Motherwell — Rangers 0—3 St. Johnstone — St. Mirren 3—2 Stirling — Dundee 1—4 Staðan er þá þessi: 1. deild. 1. Liverpool 27 stig. 2. Burnley 25 — 3. Leeds 23 — 4. W. B. A. 23 — 5. Sheffield U. 23 — 2. deild. 1. Huddersfield 26. stig. 2. Coventry 26 — 3. Manchester City 25 — 4. Wolverhampton 24 — • Valur og KR 10—10. Mun meiri spensja var í leik Vals og KR. Framarv af höfðu Valsmenn heldur betur og voru ætíð fyrri til að skora og kom- ust fyrir hlé í 5 gegn 3. En er á leið misstu þeir frum- kvæðið og fundu ekiki leiðina gagnum vörn KR. Hefur Vals- rnönnum oft tekizt betur upp en þetta skipti. KR-ingar börðust af hörku og eftir stuttan leik í síðari hálfleik höfðu þeir jafnað metið 6—6 og náðu síðan for- ystu eftir mark Reynis Ólafsson- ar. Valsmenn náðu að jáfna og komast ein-u marki yfir en aftur jafna KR-ingar og rétt fyrir lok- in nær Guðlaugur Bergmann forystu fyrir KR 10—9. Það var Bergur Guðnason sem jafnaði 10—10 og krækti með því í stig, sem KR mátti varla missa til þess að hafa einhverja von um að halda Reykjavíkurtitlinum. En nú er einsýnt að Fram vinnur þann titil. Beztir hjá Val voru Sig. Dags- son og Herma-nn að ógleymdum markverðinum sem varði af stakri prýði. Karl og Gísli voru beztu liðsmenn KR. Reynir Ólafs son tóik nú aftur með en lék af ■ðþarflega mikla hörku. • Víkingur — 1R 13—8. Síðasti leikur kvöldsins var milli Víkings og ÍR. í byrjun var hann mjög jafn og mátti ekki á milli sjá, en smám saman náðu Víkingar tökum, á leiknum og sigruðu með nokkrum yfirburð- um. f hálfleik stóð 7—4 en leik lyktaði með 13—8. Víkingum tókst að koma í veg fyrir línu- spil ÍR-inga, einangra línumenn ina og þar með leikurinn unninn. RAUÐI FÁNINN frá Rúmeníu sigraði Borussia Dortmund frá Vestur-Þýzkalandi 4—2 (2—2) í seinni leik þessara liða í Ev- rópukeppni bikarliða. Boruss ia heldur þá áfram í þriðju umferð, þar sem það sigraði Rauða fánann í fyrri leik lið- anna á heimavelli sínum með 3—0. Tómas, Sigurður og Gunnlaugurhafa hér misst af einum liðs- manni Ármanns Ljósm. Sv. Þ. Öflugt starf Frjálsíþrótta sambandsins á s.l. ári ÁRSÞING Frjálsíþróttasam- | Vilmundarson, Svavar Markús- bandsins var haldið um helgina son og Jón M. Guðmundsson. í og sátu það um 40 fulltrúar. Stjórn FRÍ var öll endurkjörin en hana skipa: Ingi Þorsteinsson form., Þorbjörn Pétursson, Björn stjórninni sitja og Örn Eiðsson formaður laganefndar og form. útbreiðslunefndar Höskuldur Goði Karlsson. Fjórir af beztu leikmönnum Tékkanna sem hingað koma í dag. Frá vinstri landsliðsmaðurinn Bruna, Chiner, sem leikið hefur tvo landsleiki, Arnost Klimcik sem leikið hefur 4 unglings- Iandsleiki og Zbynek Konrad sem leikið hefur 3 unglingalandsleikL Eitt bezta handknattleikslið Tékka kemur hingað í dag Leikur að Hálogalandi ffimmtu- dag, en síðan 4 leiki í nýju ígiróttahöHinni í Laugardal í DAG eru væntanlegir til landsins tékkneskir handknatt- leiksmenn sem hingað koma í boði Fram og leika hér alls 5 leiki. Verður hinn fyrsti þeirra að Hálogalandi nk. fimmtudagskvöld. Leika þá Keykjavíkurmeistarar KR við gestina. Hinir leikirnir fjórir fara allir fram í íþróttahöllinni nýju í Laugardalnum, sem er orðin nothæf til kappleikja þó byggingu sé ekki að fullu lokið. Fyrsti leikurinn þar verður á laugardaginn og leik- ur þá úrvalslið handknattleiks ráðs Við Tékkana. Á sunnu- daginn keppa íslandsmeistar- ar FH við gestina, þriðjudag- inn 7. des. leikur tilrauna- landslið við Tékkana og fimmtudaginn 9. des. lýkur heimsókninni með leik gegn Fram og mun þá Ingólfur Óskarsson leika með Fram, en hann hefur dvalið í Sví- þjóð undanfarið ár. Hannes Þ. Sigurðsson er form. móttökunefndar Fram. Ræiddi hún við fréttamenn í gærdag og fórust Hannesi þá m.a. orð á þessa leið um gestina: Gestir okkar að þessu sinni eru í röð fremstu handknattleiks- manna Tékkóslóvakíu. Félag þeirra heitir T. J. Banilk 1. maj Karviná og leikur í 1. deild í heimalandi sínu. Þessa stund- ina er liðið í 3ja sæti. Karviná er borg í héraðinu Ostorava. Þar eru íbúar rúmlega 300 þúsund. Karviná er útborg með um 40 þúsund íibúa, nálægt landamærum Póllands, í norð- austurhluta Tékkóslóvatoíu. Aðalatvinnuvegur er námu- gröÆtur. Ostrava er aðal námu- og þungaiðnaðarhérað Tékkósló- vakíu. Félagið er aðeins 10 ára gam- alt, en hefur á sínum stutta ferh verið mjög sigursælt, ekki aðeins í heimalandi sínu, heldur einnig í keppnisferðum erlendis. Á árinu 1964 fór liðið í keppnis ferðalag um Egyptaland o.g sigr- aði í öllum leikjum, sem það lék níu talsins. í september síðastíiðnum tók liðið þátt í alþjóðlegu handknatt Framhald á bls. 31 Fluttar voru skýrslur um stjórnarstörfin á síðasta ári svo og lesnir reikn. sambandsins sem sýna bættan fjárhag og varð rekstrar hagnaður 35 þús. á s.l. ári. í niðurlagi skýrslu sinnar um starfið s.l. ár segir Ingi Þorsteins son formaður FRÍ: Fráfarandi stjórn og nefndir hafa haft mörg viðfangsefni að glíma við og hefur stefna stjórnar innar verið: 1. að auka verulega útbreiðslu starf og áróður fyrir frjálsum íþróttum, en telur að mjög sé ábótavant meðal allmargra sam- bandsaðila að séu nægjanlega vel á verði fyrir gildi slíkrar starfsemi. 2. að stuðla að aukinni getu íþróttamanna með því að skipu- leggja til nokkura ára verðug viðfangsefni jafnt fyrir heildina og beztu íþróttamenn okkar. 3. að stuðla að aukningu fyrir nægjanlegum starfskröftum til leiðbeininga með því að halda leiðbeinendanámskeið og að hvetja sambandsaðila til að nota sér samkomulag F.F.Í. við fþrótta kennaraskóla íslands. Stjóm F.R.. vill lýsa ánægju sinni yfir þeim framlögum og auk inni breidd sem átt hefur sér stað meðal unglinga og stúlkna þó ekki hafi orðið miklar stökk- breytingar í afrekum okkar beztu manna í einstökum íþrótta greinum þá miðar þó í rétta átt og í nokkurum greinum hefur árangur batnað til muna frá því sem áður var. Stjórn F.R.. vill hvetja alla sambandsaðila og þjálfara sem starfa á þeirra veg um að hafa vakandi auga á hin- um unga efnivið, sem nú er þegar fyrir hendi og hlúa að honum eftir allara beztu getu jafnframt vill stjórnin þakka sambandsaðilum þeim og þjálf- urum þeirra, sem staðið hafa bak við aukinn árangur og fram- farir á s.l. þrem árum. Aðalfundur AÐALFUNDUR Körfuknatt- leiksdómarafélags íslands verð- ur haldinn í KR-húsinu 6. des. kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.